Morgunblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JUNI1979 11 Þorsteins getur hæglega leitt til eftirfarandi niðurstöðu: Jón Jónsson fullnægir því skilyrði Þorsteins, að honum sé fyrir beztu að deyja, og er sviptur lífi fyrir tilverknað Bjarna Bjarnasonar, án vitundar hans um ástand Jóns og jafnvel af hvötum eins og hefnd- arþorsta eða fégræðgi, t.d. í von um arf. í lögfræðilegum skilningi er þetta venjulegt manndráp, er gæti varðað fullri refsingu. Stenzt skilgreiningin siðfræðilega, þegar svona stendur á? Af ofangreindu leiðir, að ég tel ekki óyggjandi, að skilgreining Þorsteins útiloki með öllu sjúkra- dráp nazista. Mér reynist þó erfitt að átta mig á líkunum, þar sem mælikvarðinn er jafnóljós og raun ber vitni. Athöfn „ (athafna- leysi) — Ábyrgð — Viðurlög Þorsteinn setur það á oddinn í svari sínu 19. maí, að hann hafi ekki verið að fjalla um ábyrgð líknardrápara, heldur um gerðina sjálfa. Hann segist ekki geta annað séð en að áður en spurning- ar um ábyrgð og bótaskyldu vakni, þurfi að hafa sæmilega skýra hugmynd um, hverjar athafnirnar eru, sem ábyrgð er borin á eða ekki borin á. Hann viðurkennir að vísu í framhaldinu, að hér sé hann að einfalda flókið mál, kannski óhæfilega, og að um þetta sé nokkur ágreiningur meðal rétt- arheimspekinga. Reyndar er það svo, að svari Þorsteins virðist hér fremur beint til annarra heim- spekinga en til mín. Ég tók skýrt fram í svari mínu 16. maí, aö ég fjallaði um málið frá lögfræðilegu sjónarmiði. í refsirétti eru órjúf- andi tengsl milli athafnar (at- hafnaleysis) og ábyrgðar, og á þeim grundvelli er fjallað um málið í ritgerð minni í Úlfljóti og svari mínu í Mbl. 16. maí. Þor- steinn getur þrátt fyrir það haft rétt fyrir sér frá heimspekilegu sjónarmiði, en um það ræði ég ekki frekar. Að sjálfsögðu er það grundvallaratriði að kanna vel þá athöfn eða athafnaleysi, sem refsi- næm kann að vera (sem maður getur orðið refsiábyrgur fyrir). Það er síðan einnig nauðsynlegt að fjalla um hina refsinæmu hátt- semi óháð því, hvort hún sætir viðurlögum eða ekki. Maður kann að vera sýkn saka vegna svokall- aðra refsileysisástæðna, t.d. neyð- arvarnar eða andlegrar vanheilsu, enda þótt verkið hefði leitt til refsiábyrgðar undir venjulegum kringumstæðum. Ég vil svo að síðustu þakka Þorsteini Gylfasyni fyrir þátttöku í ánægjulegum og að ég vona gagnlegum orðræðum okkar hér í Morgunblaðinu. Rannsóknar- nefnd útflutn- ingsfyrirtækja í sjávarútvegi tekin til starf a Svo sem kunnugt er aí fréttum hefur verið skipuð nefnd til athug- unar á útflutningsverzlun með sjávarafurðir og hefur nefndin nú haldið einn fund og annar er ráðgerður á næstunni. Mbl. sneri sér til Kjartans Olafssonar for- manns nefndarinnar og innti hann eftir starfsemi hennar: — Við höfum haldið einn fund og annar er ráðgerður eftir nokkra daga, þannig að lítið er af okkar starfi að frétta ennþá. Ég hefi sem formaður nefndarinnar rætt við þá aðila er málið snertir, en við hyggjumst ræða við þá aðila sem veigamestir eru á þessu sviði, munum safna upplýsingum bæði skriflega og í viðræðum við menn. Fríkirkjukon- ur með markað á Lækjartorgi FÖSTUDAGINN 8. júní mun Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík hafa torgsölu á úti- markaðnum á Lækjartorgi. Verður þar ýmislegt á boðstólum svo sem fatnaður margskonar, blóm og kökur. Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins er nú komið á áttunda áratuginn, og allt frá stofnun hefur starf félagsins einkennst af dugnaði, myndarskap og fórnarlund. Hefur það ávallt gengt mikilvægu hlut- verki í félagslífi kvenna hér í borginni, unnið að líknarmálum og stuðlað að menningu og fram- taki. Meginverkefni félagsins hef- ur þó alltaf verið að standa að fegrun og viðhaldi á kirkju safnaðarins, sem í meir en þrjá aldarfjórðunga hefur sett svip sinn á borgina, enda hið fegursta hús á einum unaðslegasta stað Reykjavíkur. Um þetta musteri og öll önnur áhugamál sín hafa Fríkirkjukonur ávallt staðið dyggan vörð. Þær verðskulda því sannarlega stuðn- ing sambogara sinna í öllu góðu, sem þær taka sér fyrir hendur. Þakkir safnaðarins hafa þær alltaf átt, og mínar persónulegu þakkir vil ég flytja þeim við þetta tækifæri. Megi Guð blessa framtíð félagsins og fórnfúst starf þess. Kristján Róbertsson. salnaðarprestur. Sextán milljón króna halli hjá Kaupfélagi Suðurnesja Ilcildarvörusala Kaupfélags Suðurnesja á árinu 1978 var kr. 2.187.262.000 og er það 42% aukn- ing frá síðasta ári. Sextán millj. króna halli varð á árinu, eftir að fullar afskriftir höfðu verið færðar. Félagið starfrækir slátur- hús í Grindavík og var þar slátrað nær 10.500 fjár. betta kom fram m.a. á aðalfundi kaupfélagsins sem haldinn var fyrir skemmstu. I upphafi fundar var minnst tveggja látinna stjórnarmanna, Sæmundar G. Sveinssonar og Hallgríms Th. Björnssonar, sem var stjórnarformaður Kaupfélags- ins í nær 20 ár. Sigfús Kristjánsson flutti skýrslu stjórnar, en Gunnar Sveinsson kaupfélagsstjóri rakti og skýrði reikningana. Reikningar Hraðfrystihússi Keflavíkur sem er eign Kaupfélags Suðurnesja lágu frammi á fundin- um og gerði Benedikt Jónsson framkv.stjóri grein fyrir þeim. Heildarvelta frystihússins varð kr. 1.200.- millj. Tap var mikið hjá frystihúsunum eða um 123 millj. eftir að fullar afskriftir höfðu verið færðar sem námu 66 millj. Var tapið mest á útgerðinni. Hrað- frystihús Keflavíkur hættir nú að mestu við bátaútgerð, en hefur keypt skuttogarann Júlíus Geir- mundsson í stað bátanna og mun hann hljóta nafnið Bergvik. Félagið á annan togara fyrir, þ.e. Aðalvík K.E. 95. Launagreiðslur hjá Kaupfélaginu og hraðfrysti- húsinu urðu 592 millj. á árinu, og opinber gjöld beggja fyrirtækjanna voru 48 millj. á árinu. . •: í: ,:•:■■ ■•:■■:•■ ■ • ■"•■■■ ■ý,:-v.;. H illlftii ý \ \ HLJÓMDEILD Lauflívefli 6«, i. 28155. Glmiba. I. 81915. Auilunliali 22. I. 28155. •■." b:f •'fpp neiaur en upp~ wyi { 1 1 ll'Wf 1 im sem bundnar 'e&Í-m' ! ( g 1 j ‘g jjvð -! i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.