Morgunblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ1979 MORödN/ KATFINU GRANI GÖSLARI Gleður mig að kynnast yðar hágöfgi. — Og þá man ég það að ég á að fara í hárþvott á morg- un! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Mirtað við íyrri söKn austurs og lengd sína i láglitunum kaus vestur aö láta dobl félaga síns standa í spilinu hér að neðan. Og í fyrstu virtust þcir ætla að fá háa tölu fyrir spilið en upp komu erfiðleikar. sem ekki var ha!gt að ráða við. Vcstur gaf. allir á hættu. Norður S. D73 H. Á864 T. Á104 L. D92 Vestur S. 106 II. 73 T. KG87 L. K10643 Austur S. ÁG952 H. KGIO T. 94 L. Á87 COSPER Engar áhyggjur, vinkona. — Þegar hann nær ekki lengur með höndunum að borðinu, mun hann grennast á ný! Hugleiðingar um Khomeini og verðbólguna Ég hygg að flestir vesturlanda- búar fagni yfirlýsingu öldunga- deildar Bandarikjaþings þar sem hinar blóðidrifnu aftökur í Iran eru fordæmdar. Slíkar yfirlýsing- ar ættu öll frjáls ríki vesturlanda að gefa. Því vitað er að þess konar ályktanir fara mjög í taugarnar á írönum, eða svo er að heyra í fréttum fjölmiðla, að þess konar gagnrýni fari mjög fyrir brjóstið á þeim og er það út af fyrir sig ágætt, ef drápsgirni þeirra gagn- vart saklausu fólki gæti eitthvað sjatnað við þaö. Þessi djöfulóði gráskeggjungur í íran, Ayatollah Khomeini, sem virðist standa á bak við allar þessar aftökur á írönsku fólki, sýnist ala með sér ofstækisfullar hugmyndir um heimsbyltingu að íslömskum sið og að trúarkenningum Múhameðs. En hugmyndir hans um heims- byltingu í þá veru, er þessi íranski byltingarseggur gælir nú við, geta auðvitað aldrei skapast nema í þessu eina sjúklega heilabúi hans. Hinar íslömsku refsiaðgerðir, sem nú er beitt þar í landi, lýsa dýrslegri grimmd og villimennsku. Og er öfugþróun aftur í svartasta miðaldamyrkur, að höggva af hönd eða fót, fingur og jafnvel eyru í refsingarskyni eða hýða menn og berja til bana í sumum tilvikum, oft fyrir lítilfjörleg brot. Þannig refsiaðgerðir ganga langt út fyrir allt réttarvelsæmi vestur- landabúa og er öllum siðvæddum mönnum framandi og þeir fyrir líta slíkar refsiaðgerðir. Full þörf er á því að samviska heimsins vakni af sínum doðadúr og taki, af þessu tilefni, sterklega í strengi réttlætis og friðar í heiminum. • Glæsilegasta framfaratímabilið Enginn vafi leikur á því að áratugurinn milli 1960—1970 er eitt glæsilegasta og farsælasta framfaratímabil íslandssögunnar, a.m.k. allar götur frá stofnun lýðveldis á íslandi 17. júní 1944 og til dagsins í dag. Já, ég vil taka það fram áður en lengra er haldið að langmesta og stærsta gæfu- sporið var stigið á þessum áratug í stjórnartíð Geirs Hallgrímssonar, en það var útfærsla landhelginnar í 200 sjómílur. Nú þá vík ég aftur að því er frá var horfið. Á viðreisnartímanum var lagður grundvöllur að margs- konar alhliða framfaramálum er þá náðu fram að ganga, þrátt fyrir illvíga og harða andstöðu komm- únista og framsóknar gagnvart stóriðjunni í Straumsvík. En þessi stóriðja hefur, eftir að hún komst Suður S. K84 H. D952 T. D652 L. G5 Vestur Norður - Austur Surtur P 1 Hjarta 1 SpaAI 2 lljörtu P P Dobl P P P Vissulega var dobl austurs harðneskjulegt en til vara gat vestur þó flúið í spaðann. Austur spilaði út tígulníu, Iagt, gosi og ás og sagnhafi spilaði strax til baka lágu hjarta. Austur tók á kónginn, spilaði aftur tígli og fékk í næsta síag tígultrompun sína. Þegar hér var komið var orðið ljóst, að norður sl.vppi með einn niður, þar sem austur átti ekki útspil ti! sóknar í stöðunni. í reynd tók hann á spaðaás og spilaði aftur spaða og sagnhafi gaf þá aðeins tvo slagi á lauf, fór einn niður, 200 til austurs og vesturs. Engin leið var fyrir vörnina að ná tveim slögum á spaða. Reyni austur að spila lagu laufi eftir tígultrompunina má hugsa sér, að vestur spili fjórða tíglinum. Þá trompar sagnhafi með ásnum, tekur á trompdrottninguna, spilar laufgosanum og getur síðar látið spaða frá borðinu í laufdrottning- una. Hverfi skelfingarinnar Eftir Ellen og Bent Hendel Jóhanna Kristjónsdóttir snéri á íslenzku. 59 fann sölt tárin renna niður vanga sína. Þegar henni hafði loks tekizt að sefa drenginn læddist hún inn í stofuna, kveikti ljósið og settist við borðstoíuborðið og fékk sér sígarettu. Hendur hennar skulfu og fæturnir vildu ekki bera hana. Hvcrsu lengi gæti hún afbor- ið þetta. Var þetta martröð eða var firrðin að grípa hana á ný. Firrð hafði það verði kallað. Læknirinn hafði orðað það svo. Firrð. Það var skammvinnt meðvitundarleysi eða ástand sem hvarf henni. Nei, Nei. Þér eruð ekki flogaveikisjúklingur, þér skuluð ekki vera hræddar. Þessi köst stafa af sálrænum orsökum. Nú skal ég gefa yður töfiur og þá jafnar þetta sig. Þá hverfa þessi óþægindi. En þér verðið að gera eitthvað fleira í máiinu. Þér verðið að lelta til geðiæknis svo að hann finni orsök þessarar firrðartiif- inningar hjá yður. Hafið þér orðið fyrir andlegu áfalli? Eru erfiðleikar í hjónabandinu? Er maðurinn gjarn á að hlaupa út undan sér? Hún studdi höfuðið f höndun- um og ruggaði sér fram og aftur samtfmis þvf að tárin streymdu niður vangana. Hvort það væru erfiðleikar í hjóna- bandinu! Hvort það gæti verið að maðurinn hennar hlypi út undan sér. Stundum varð hún gagntekin af svo brennandi hatri að hana svimaði við til- hugsunina eina. En hatur henn- ar hafði ekki til þessa beinzt að Bo sem slíkum. Fram til þessa hafði henni fundist að Bo væri aðeins viijalaust verkfæri í höndum svfvirðilega ver- gjarnra kvenna sem leituðu stöðugt lags við hann. En kannski — kaitnskivar þetta bara fmyndun sem hún hafði reynt að festa í huga sér til þess að vernda hjónaband sitt? Kannski hún ætti að beina hatri sfnu aö Bo sjálfum... 6. KAFLI — Hvert heidurðu að þú get- ir svo sem farið? Reyndi kvenmaðurinn varn- aði honum vegarins, þegar hann sneri sér við og bjóst til að læðast út úr herberginu. Hún var kviknakin en f daufum giampanum frá ljósastaurnum fyrir utan sá hann móta fyrir henni. Slöpp lafandi brjóst. Feit lær, slitinn magi og lafandi. Og svo þessi lykt. Hvernig í ósköp- unum hafði hann getað haft lyst á henni. Ég hlýt að hafa verið út úr drukkinn. Það sctti að honum klfgjutilfinningu samtfmis þvf að höfuðverkur- inn færðist í aukana. — Þú hefur kannski haldið að hér væri á ferðinni tilboð vikunnar, sagði hún og rétti fram höndina. — Upp með seðlana, goúr.- — Þú verður að bfða þar til sfðar, sagði Bo. — Ég á ekki túskilding með gati hvað þá meira. — Hún hristi höfuðið. — Við tökum þetta nú ekki gott og gilt. Ég skai láta vininn minn jafna um þig. Þú borgar núna. Eða ég öskra. Svitinn spratt út um hann allan. En út á við var hann hinn rólegasti. — Heyrðu vina, ég gleymdi víst að segja þér smáatriði. Ég er eftirlýst ur fyrir morð á þremur konum. Ég býst við það geri ekki svo mikið til né frá þótt eitt bætist við. Honum blöskraði að heyra til sjálfs sfn og það var engu lfkara en þarna væri á ferðinni hin eitilh- arða söguhetja hans, Mark Winner. Hann æstist smátt og smátt upp og bætti hranalega við. — Þú skalt láta vera að æpa eí þú vilt ekki að ég murki úr þér líftóruna. Stúlkan öskraði ekki. Hún hló. Ljótum, ruddafengnum hlátrí. Svo hreytti hún út úr sér: — Borgaður, sveitadusili. Hann varð gripinn trylltu æði. Hvað héit hún sig eiginlega vera? Og þóttist hún ekki trúa honum? Og fyrir hvað átti hún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.