Morgunblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 36
Síminn á afgreiðslunni er 83033 IHtrgunbfabib LÝSINGASÍMI>íN ER: 22480 Fiskveiðiflotinn hættir veiðum á mánudaginn Biðlundútgerðarmannaþrot- ___ ______ in segir Kristján Ragnarsson „ALMENNUR félajísfundur L.Í.Ú. haldinn G. júní 1979 samþykkir að öli fiskiskip í cíku fllagsmanna hætti fiskvciðum eigi síðar en mánudaginn 11. júní kl. 24.00 og láti ekki úr höfn á ný fyrr en fiskverð hefur verið ákveðið ok úrlausn hefur fengist á þcim vandamálum, sem stórhækkað olíuverð hefur valdið útgerðinni ug ákveðið hefur vcrið með hvaða hætti bruífðist verður við cnn frekari olíuhækkun.“ Ál.vktun þessi hlaut samþykki 82 fundarmanna, en tveir greiddu atkvæði jíeffn henni. Kristján arsson formaður LIU saftði í sam- tali við Mbl. að biðlund úttjerðar- manna væri þrotin og þar sem enjíar aðtterðir af hálfu hins opin- bera sæju enn datísins ljós hefði stjórn LIÚ ákveðið að legKja þetta til við félatísfundinn. Nær þessi stóðvun til allra fiskiskipa yfir 20 tonn að stærð og tekur til um það bil 3.500 til 4.000 sjómanna á skipum félatfsmanna LIÚ. I samantekt LIÚ um rekstrar- yfirlit fiskveiðiflotans kemur fram að miðað við núverandi olíuverð, síðustu launahækkanir að und- anskildum aflahlut og núverandi vexti verður tap flotans samtals 14,4 milljarðar króna. Kristján Ragnarsson safjði að hlutdeild olíu- kostnaðar í aflahlut úttíerðarinnar, þ.e. að frádrennum hlut sjómanna, sé nú 45'X, en hafi verið 21% á sama tíma í fyrra otí muni fara í 61% fari gasolíulítrinn í 138,55 kr. eins og olíufélögin hafa þegar beðið um. Sjá: „Fjögur þúsund sjómenn ...“ t miðsfðu blaðsins. Sigurðurum stöðvun tíunnar: „Hljjtur að verða leiðrétt fljótlega ” _VIÐ teljum að sú ákvörðun að því að verða leiðrétt fljótlega,“ stöðva algjörlega allar DC-10 sagði Sigurður Helgason forstjóri flugvélarnar gangi í rauninni of Fluglciða í samtali við Mbl. í gær. langt þar sem gallar í hreyfil- festingum hafa aðeins fundist í _Á meðan tían cr í áframhald- elztu DC-10 vélunum sem eru um andi skoðun munum við bæta við 7 ára gamlar, cn okkar vél er í þriðju DC-8 flugvélinni á leiðum hópi þeirra nýjustu og ekkcrt tíunnar,“ sagði Leifur Magnússon hefur fundist athugavert við framkvæmdastjóri í samtali við nákvæma skoðun. Þetta hlýtur Mbl. í gær. Guðrún Á. Símonar söngvari hélt tónleika ásamt ýmsum félögum sínum, söngvurum og hljómlistarmönnum, fyrir troðfullu Há- skólabíói í gærkvöldi. Mikil stemmning var á skemmtuninni en uppselt varð á 45 mínútum og hafa aðrir tónleikar verið ákveðnir annað kvöld kl. 7.15. Ljósmynd Mbl. Emilía. Umfangsmiklar sovézkar her- æfingar n-austur af íslandi í LOK maí fóru fram umfangs- miklar sovézkar heræfingar á hafi og í lofti í Norður-íshafinu norð-austur af íslandi. Fjöldi herskipa, kafbáta og flugvéla tóku þátt í æfingunum, sem stóðu yfir í nokkra daga. Samkvæmt upplýsingum Perry Bishop, blaðafulltrúa varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli, voru Sovétmenn með æfingar á sömu slóðum fyrir nokkrum vikum síðan. Voru þær nokkru umfangs- meiri og tóku yfir stærra svæði. Blaðafulltrúinn sagði að þær æf- ingar færu fram á hverju vori en hins vegar væri óvanalegt að Sovétmenn væru með umfangs- miklar heræfingar strax í kjölfar hinna venjulegu voræfinga. Að sögn blaðafulltrúans fylgdist varnarliðið með æfingunum ásamt flota og flugher Noregs og Bret- lands. Var fylgst með æfingunum úr flugvélum og í ratsjám. Í æfingunum fóru herdeildir Sovét- manna aldrei inn fyrir eftirlits- svæði varnarliðsins á íslandi né eftirlitssvæði annarra NATO-ríkja. Verkakona er l‘/> tíma að vinna fyrir kílói af smjöri ÞAÐ tekur verkakonu í fiskvinnu eina og hálfa klukkustund að vinna fyrir einu kílói af smjöri eítir þær hækkanir á búvörum sem taka gildi f dag. Verkakona í Verkakvennafé- laginu Framsókn, sem vinnur í fiskvinnslu og hefur fjögurra ára starfsreynslu fær 1128 krónur á klukkustund í dag- vinnu. Nýja verðið á smjöri er 1810 krónur hvert kíló. Það tekur sömu verkakonu 40 mínútur að vinna fyrir fjórum lítrum af mjólk, en lítrinn kost- ar eftir hækkun 187 krónur. Fimm kílóa kartöflupoki kostar eftir hækkun 795 krónur og er verkakonan 42 mínútur að vinna fyrir honum. Einn peli af rjóma kostar 326 krónur og er verka- konan 17 mínútur að vinna fyrir honum. Hún er eina klukkustund og 20 mínútur að vinna fyrir einu kílói af lambalæri, sem kostar eftir hækkun 1509 krónur og tvær og hálfa klukkustund að vinna fyrir kílói af nautahakki, sem kostar eftir hækkun 2820 krónur. Fari verkakonan út í búð og kaupi 4 lítra af mjólk, eitt smjörstykki (500 grömm), poka af kartöflum, pela af rjóma, eina dós af skyri og hálft kíló af nautahakki þarf hún að borga fyrir það 4482 krónur. Verkakon- an er tæpa fjóra tíma að vinna fyrir þessum matvælum eða hálfan dagvinnutímann. Sjá „Búvöruverð hækkar um 16,18 - 32,12%“ á miðsíðu. Verkbannið svipíir laun- þega bótum MAGNÚS Magnússon, ráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ljóst hcfði vcrið að íar- mannadeilan myndi fyrr eða síðar stöðva framleiðsluatvinnuvegi landsmanna, þannig að fólk yrði atvinnulaust. Ilefði fólk þá fengið bætur úr atvinnuleysistrygginga- sjóði, en þcgar VSÍ hcfði boðað verkbann, kvað ráðherra málin horfa öðru vísi við. Þá væri allur þorri launþega orðinn aðili að kjaradcilu og væri sjóðnum þá ekki heimilt að greiða neinar bætur. Því kvað Magnús II. Magnússon ástandið verða mun alvarlcgra hjá vcrkafólki um land allt. „Þegar allt bcndir til að mcirihluti þjóðarinnar verði atvinnulaus og tekjulaus er útilokað annað, að mínu mati, en ríkisstjórnin skerist í málið, áður en svo verður komið.“ Rýrnun viðskipta- kjara orðinlé % VIÐSKIPTAKJARARÝRNUN þjóðarbúsins var um það leyti, sem hún var vegin í sambandi við verðbótavísitölu, 8%. Áhrif- in, sem rýrnunin hafði á verð- bótavísitöluna var lækkun verð- bóta, sem nam 2,65 prósentu- stigum og var 0,65% frestað fram til hausts. Því komu 2% til framdráttar við útrcikning verðbótavísitölu. Frá því er þessi útreikningur var gerður hefur olíuverðhækkun haldið áfram og samkvæmt upp- lýsingum, sem Morgunblaðið afl- aði sér í gær mun rýrnun við- skiptakjaravísitölunnar nú vera á ársgrundvelli orðin 13 til 14%. Samkvæmt stöðunni í dag lætur því nærri að rýra þurfi verðbæt- ur um annað eins í haust. Um það er þó ekkert unnt að fullyrða, því enn eru ekki öll kurl komin til grafar í þeirri þróun olíuverðs, sem nú á sér stað í Rotterdam. Það er samkvæmt lögum ríkis- stjórnarinnar um stjórn efna- hagsmála, sem tekið er tillit til viðskiptakjara, en lögin voru samþykkt á Álþingi í byrjun aprílmánaðar. Bátstolið í GÆR var stolið 18 feta fram- byggðum bát, úr krossviði sem stóð á kerru í Örfirisey, gegnt Baðhúsinu. Báturinn er ljósgrænn að neðan en hvítur að ofan. Eigandinn ætlaði að vitja um bát sinn í gær en greip þá í tómt. Þeir sem geta upplýst málið eru beðnir að snúa sér til lögreglunnar hið bráðasta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.