Morgunblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 1979 27 norskri konu, Ingrid Mikkelsen. 3) Jón Baldvin, f. 1917, húsgagna- smiður í Reykjavík, kvæntur Gyðu Bjarnadóttur. 4) Anna, f. 1919, ógift á Akureyri. Öll hafa þau systkin erft gáfur ýmiss konar og margv’íslega mannkosti foreldra sinna og áa enda hlotið hið besta uppeldi í foreldrahúsum. Hjá Birni og Guðrúnu ólust að miklu leyti upp Ari Kristinsson, sjómað- ur á Dalvík, nú látinn, og Baldur Ingimarsson lyfjafræðingur á Akureyri. Björn í Tjarnargarðshorni skorti ár til að verða tíræður og var lengstaf furðu hraustur. Hann sofnaði úr heimi hægt og rólega, og þegar hann mátti ekki lengur mæla, tjáði bros og augnaráð hjartnæmar tilfinningar hans til barna og annarra afkomenda sem yfir honum vöktu til hinstu stund- ar. Hljóti hann nú þann frið sem hann vildi öðrum veita. Frændur hans, sveitungar og vinir þakka honum ræktarsemina og dyggð- irnar allar, og þjóðin á nú á bak að sjá einum hinna réttnefndu alda- mótamanna sem í blóma lífs síns helguðu íslandi krafta sína óskipta og af hugsjón, þegar óvenjulega bjart var yfir íslensku þjóðlífi. 6.6. '79 Gfsli Jónsson bað var fyrir óralöngu að lítil stúlka stóð í fyrsta sinn á bað- stofugólfi í gömlum torfbæ í Svarfaðardal og Björn bóndi og Guðrún húsfreyja buðu hana vel- komna. Minningin um sólskinið, SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM jm Eg held. að eitthvað hljóti að vcra að kristindómnum hjá okkur. Svo virðist sem okkur skili æ lengra í burtu frá sannri trú. Ilver er yðar skoðun? í fyrsta lagi hygg eg, aö um marga okkar megi segja, aö trú okkar eða kristindómur sé aðeins á yfirboröinu. Hún hefur ekki í raun og veru breytt persónu okkar. Við lendum í flokki farísea, en Jesús sagði við þá: „Þér hreinsið bikarinn og diskinn að utan, en að innan eru þeir fullir ráns og óhófs“ (Matt. 23,25). Við höfum ekki tekiö neinum stakkaskiptum. Við erum flysjungar í trúnni. En þeirri skoðun vex fylgi í mörgum kirkjudeildum, að kristin trú okkar þurfi að vera sannari og heilli, ef við eigum að hafa einhver áhrif á heiminn. Litlir hópar einlægra, trúaðra manna eru farnir að koma saman til þess að rannsaka líf sitt, biðja, lesa Biblíuna saman og breyta anda og hugsjónum hins sanna kristindóms í athöfn. Kirkjuhús okkar eru dýr og vegleg. Þau eru aðeins skurn, sýnilegur hjúpur andlegs lífs. Þau verða ekki annað en grafhýsi, ef þeir, sem tilbiðja inni í þeim, eru dauðir í hjarta sér. Nú á dögum biðja þúsundir manna fyrir andlegri vakningu og vinna að komu hennar. Eg hvet yður og aðra til þess að láta Krist sitja í fyrirrúmi í lífi yðar og leyfa honum að nota yður til að breyta heiminum. sem streymdi inn um litla glugga á hvítskúrað gólf, fallega búnar rekkjur og þessi góðlegu hjón, er enn í dag svo skýr, að það er iíkast því sem tíminn hafi staðið kvrr og þetta hafi í raun gerst í gær. Þetta eilífa sólskin og birtan, sem staf- aði frá þessum hjónum, áttu eftir að lýsa barninu mörg sumur og gefa því ómetanlegan fjársjóð af dýrmætum minningum, sem aldrei fellur á. Stúlkan situr á sólbrúnu hlað- inu og horfir á Björn bónda tálga brúnspón í hrífutinda. Svarti hundurinn sefur værðarlega og hvítar hænurnar spígspora sett- lega fram og aftur. Bæjarlækur- inn sönglar letilega, og ilmur af nýbökuðu pottbrauði fyllir vitin. Björn bóndi segir: „Komdu hérna, góan mín, og finndu, hvað hrífan þín er lauflétt og fín.“ Víst er, að önnur eins hrífa hefir aldrei verið til, enda gerð af slíkri alúð og vandvirkni sem var aðalsmerki þessa manns allt hans líf. Þarf ekki annað en rithönd hans til að sjá, að þar fór lista- maður af guðs náð. Eða hross- hársreipin, sem voru fléttuð í mörgum litum, svo listilega gerð, að þau ættu heima á söfnum, væru þau ennþá til. En það var ekki aðeins hrífan fallega, sem gladdi stúlkubarnið þessi sumur, heldur sá ómetanlegi lærdómur, sú aldagamla menning, sem miðlað var á þessu heimili, til þroska og skilnings ungu barni. — Það verður seint fullmetið og aldrei nógsamlega þakkað. Inni í eldhúsinu hennar Guð- rúnar var sú kyrra hlýja, sem hafði mikið aðdráttarafl fyrir telpukornið. Æfinlega var þessi kona jafnróleg, hversu mikið sem gera þurfti. A meðan hún bakaði stóru, dökku pottbrauðin sín í sívölum dunkum, eða flatbrauð á fornri kolaeldavél, fékk sú litla að mala kaffibaunirnar í kvörninni gömlu og hlaut þá marga góða söguna að heyra. Að fá svo þykka sneið af pottbrauðinu með ný- strokkuðu, sólgulu smjöri, það var hápunktur sælunnar. Víst er að aldrei verður bakað þvílíkt brauð. Margan vettlinginn og leistann [Yaranleg álklœðning á allt húsið Samkvæmt rannsóknum sem Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins hefur gert á steypuskemmdum og sprungumyndunum á húsum, hefur komið í Ijós að eina varanlega lausnin, til að koma í veg fyrir leka og áframhaldandi skemmdir, er að klæða þau alveg til dæmis með álklæðningu. A/klæðning er seltuvarin, hrindir frá sér óhreinindum, og þolir vel islenska veðráttu. A/klæðning er fáanleg i mörgum litum sem eru innbrenndir og þarf aldrei aö mála. Leitið nánari upplýsinga og kynnist möguleikum A/klæðningar. Sendið teikningar og við munum reikna út efnisþörf og gera verðtilboð yður að kostnaðarlausu. FULLKOMIÐ KERFI TIL SÍÐASTA NAGLA ' INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012. TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400. prjónaði þessi elskuríka kona á telpukornið, svo að ekki setti að því, þegar vetur gengi í garð og kaupstaðarskólaganga hæfist. Og æfinlega var allt svo hreint og fágað hjá henni Guðrúnu, að þar skortir allan samjöfnuð. Þessi yndislegu, sólríku sumur liðu við störf og leik. Stúlkan lærði að binda bagga með Balla, raka stör í volgu votengi, snúa ilmandi flekk, fara í fjósið með Önnu, með skjannahvítu skupluna sína, og þá er ekki síst aö minnast lognkyrru kvöldanna, þegar Anna tók gítar- inn sinn og spilaði og söng gömlu hugljúfu lögin, sem gengu beint inn í hjarta þeirrar litlu, sem sofnaði örugg og sæl í faðmi þessarar góðu fjölskyldu. Að vakna á morgnana var æfin- týri. Það fyrsta, sem blasti við sjónum telpunnar úr rúminu, var Gljúfrárjökullinn og Stóllinn, þar sem stóra skessan að austan hafði tyllt sér niður á hraðri leið sinni vestur á land og skilið eftir sig svo stóra hvilft í þessu rismikla fjalli, að allar skessur seinni tíma hafa verið dvergar samanborið við þessa einu sönnu skessu. Stundum lá telpa lengi og hugsaði með sér, hve gott það væri, að þessi skessa hefði ekki sest á Tjarnargarðs- horn. Og líka hve ólíkt og ljótara allt hefði verið, ef Stóllinn hefði ekki verið svona eins og hann var. Og svo var Nykurtjörnin langt, langt uppi í fjalli, þar sem nykur- inn bylti sér á vorinn svo harka- lega, að vatnavextir og skriðu- hlaup urðu stundum ógurleg og eyðilögðu tún og mannvirki. Nyk- urinn fékk stúlkan aldrei að sjá, en fór með Balla að tjörninni kornung. Fegurra vatn og um- hverfi hafði hún aldrei séð, né heidur síðan, — og eignaði sér það allt á stundinni. Allt þetta og ótalmargt fleira kenndi stúlkunni að virða og meta fagurt mannlíf og dýrð náttúrunn- ar. Eitt sinn kom skyggn maður í Tjarnargarðshorn og sagði, þegar hann sá hjónin, Björn og Guð- rúnu: „Þau ganga með ljós í höndum sinum." Eg fann ylinn af þessu ljósi öll sumrin mín hjá þeim og veit, að nú lýsir það enn skærar, þegar þau eru saman á ný. Bryndís Jakobsdóttir Viðskiptavinir athugið: SÍMANÚMER okkar eru: á aðalskrifstofunni Suðurlandsbraut 4 38100 í olíustöðinni Skerjafirði 11425 i smávörudeildinni Laugavegi 180 81722 Olíufélagið Skeljungur h.f. Lögtaksúrskuröur Að kröfu innheimtu ríkissjóðs í Hafnarfirði, Garða- kaupstað og Kjósarsýslu úrskuröast hér með, að lögtök geti farið fram fyrir ógoldnum fyrirfram- greiðslum þinggjalda sem féllu í gjalddaga 1. febrúar; 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní 1979 og nýálögðum hækkunum þinggjalda ársins 1978 og fyrri ára svo og fyrir söluskatti, sem í eindaga er fallinn, og viöbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila. Lögtök til tryggingar framangreindum gjöldum ásamt dráttarvöxtum og kostnaði geta farið fram aö liönum átta dögum frá birtingu úrskurðar þessa. Bæjarfógetinn í Hafnarfírði og Garðakaupstaö. Sýsiumaðurinn í Kjósarsýslu 5. júní 1979. ANAT0MIC dömubindi Nýja dömubindið, sem tekur meiri raka til sín. Bindið sem þú finnur minna fyrir. Bindið sem sést minna. Bindið sem er algjörlega lagað eftir líkamanum. Anatomic dömubindið er þykkast, þar sem þörfin er mest.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.