Morgunblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ1979 15 Til gleðinnar Ljóð Schillers í þýðingu Matthíasar Jochumssonar ■Fagra glcði, guða logi, Gimlis dóttir, hcill ec Jicr! í þinn hásal hrifnir eldi, heilög gyðja, komum vcr. Þínir hlíðu töfrar tengja, tízkan meðan sundur elær; allir bræður aftur verða yndÍB-vængjum þínum nær. Kór Dansið hcimar himinglaðir; hingað, veröld, þiggðu koss! yfir sólna sól og oss sannlcga lifir góður faðir! Hver þann dýrgrip hefir hlotið, hjartans vin að eiga sér, hver, sem festi fríðan svanna, fagran syngi nú sem vér, — já, hver aðcins eina sálu eignar sér tim víða storð, — hinn, sem enga á, skal kveðja angurstárum þetta horð! Kór Vor hinn helgi hringur, bræður, hylli lög þess ástar-bands, er oss leiðir hótt til hans, sem frá himhi heimi ræður! Gleði fyrir allt, sem andar, allifs-brjóstið, móðir vor; allir góðir, allir vondir elta gleði blóma-spor. Oss hún veitir vin og kossa, vinar-faðm, sein tryggð ei brá, inunað gaf hún ininnsta ornii, nicsla seraf Guð að sjó. Kór Krýpur lifsins lið að moldu? Lyft þér, sál, til Skaparans; leita hátt til himna-ranns, hann er ofar engla-foldu! Gleði heitir lifsins ljúfa leynifjöður mjúk og sterk, hún cr nióttarhjól, er lireyfir heimsins mikla sigurverk; lokkar blóin úr lilju-kvisti, lciðir sól um stjörnu-frón, sveiflar ægi-sveimi hnatta, sem er hulinn spekings sjón. Kór Glatt um hæstú himinleiðir hennar sólir rcnna braiit: glaðir áfram gcgnum þraut, bræður, sem á sigurskeiði! Gegnum sannleiks guða-spegil glatt hún brosir náms í raun, léttir dygða liratta lirekku, bendir hýrt á sigurlaun; hátt á trúar himintindi hennar fána margur leit, og i gegnum grafar sprungur gyðjan skin í engla-sveit. Kór Mæðizt eigi, lönd og lýðir, liðið sakir æðra lieims, ofar gölutn sólar-geims Guð, sem launar, sést um síðir. Guðum ci oss gefsl að launa, gott er samt að líkjast þeim. Hryggð og angur, hrindið fargi, hingað i vorn glaða sveim! Gleymist heiftir, hróp og reiði; haturs-óvin taki sætt; ekkert tár hans auga mæði, allt hans sálar-stríð sc bætt! Kór Vorar skuldir verði máðar; veröld öll í frið og sátt; bræður ofar himnum hátt Drottinn þá, scm náða, náðar. Gleði lciflrar ljúf í skáluin, lagar brennur heilög glóð; drckkum mildi víga-vörgum, vonarlausum hetju-móð. Upp úr sætuin, svinnir bræður, sveipum kransi gleði-bál; hornabrim til liimins gjósi: herra lífsins þessi skól! Kó r Þeim, sem lof og þakkir ljóða þúsund sólna regin-tjöld, engla-hcr og anda fjöld — skál eú helgist hinum góSa! Hetju-þrek i liörðum raunum, hjálp, er aiiniur þráir bót, haldinyrði unnum eiðum, einurð móti vin og þrjót, drenglund fyrir sjóla-sæti, eveinar, þó að kosti blóð: afreks-mönnum sigursveiga, smán og refsing lyga-þjóð! Kór Ekkert hring vorn hclgan rýri; heitum trú við gullið vín; allir haldi eiða sín; svcrjuni það við stjömu-stýri! Friedrich von Schiller [1759—1505] íran: Samkomulag við arabíska minnihlutann í Khuzestan Teheran. 6. júnf. Reuter AP. ÍRÖNSK stjórnvöld komust í dag að samkomulagi við Ayatollah Kahghani. trúarlcgan leiðtoga arabi'ska minnihlutans í Khuzestan-héraði, olíuauðugasta héraði írans, en þar hafa verið miklar óeirðir undanfarið, sér- staklega í borginni Khorramsharr. Talið er að minnsta kosti 100 Arabar hafi fallið í átökum við hermenn byltingarráðanna og transka hersins. Samkomulagið við ara- bíska minnihlutann í Khuzestan kemur í kjölfar versnndi sambúð- ar írans og íraks, og að írakar hafi undanfarið smyglað vopnum yfir landamærin. I samkomulaginu er kveðið á um, að hersveitir byltingar- ráðanna verði leystar upp, Arabar fái stöður í opinberri stjórnsýslu héraðsins, og eins í ntikilvæg embætti. Greiddar verði skaða- bætur til þeirra fjölskyldna er misstu ættingja í óeirðunum undanfarið og og sökudólgnum refsað. Að þeim aröbum, sem voru handteknir í uppþotunum, verði sleppt og að aukin verði aðstoð við landbúnað í héraðinu. Sjö íranskir lögreglumenn voru líflátnir í dag. Þar af sex lögreglumenn í borg- inni Desbur í Khuzestan. Alls hafa nú 269 menn verið líflátnir í Iran. Kosningar til þings EBE BrUsscl 6. júní. AP. FYRSTU alþjóðlegar kosningar sem fram hafa farið fara fram á morgun (í dag) þegar 56 millj- ónir Breta, Dana, Hollendinga og íra hafa atkvæðisrétt til þings EBE. Alls verða þingsætin 410. A sunnudag lýkur kosningum til EBE þegar V-Þjóðverjar, ítalir, Frakkar, Belgar og Luxemborg- arar ganga að kjörborðinu. Úrslit munu ekki liggja fyrir fyrr en á mánudag, en alls hafa 210 milljón- ir manna atkvæðisrétt í þessum kosningum. Frambjóðendur til þings EBE eru 779, þingsætin 410. Áhugi meðal almennings í þessum löndum virðist ekki hafa verið mikill. Olía f læð- irútí Mexíkóflóa Mexikó, 6. júnf AP FIMMTÁN þúsund föt af olíu renna nú daglega út í Mexikóflóa eftir að kviknaði í oh'ulind á sunnudag. Jafnmikið magn brennur upp, að því er Pemex, olíuféiag Mexikó, tilkynnti í dag. Eldtungur standa hátt i loft og allar tilraunir til að slökkva eld- inn hafa reynst árangurslausar. Óhappið vildi til á sunnudag þegar verið var að skipta um olíu- stengur, olía og gastegundír streymdu út í andrúmsloftið og kviknaði þegar í. Þegar óhappið vildi til voru 63 menn á pallinum en þeir björguðust allir ómeiddir. Verið er að reyna aö stöðva lekann en takist það ekki þá verður að bora nýja holu í um 1 kílómetra fjarlægð og tengja lindirnar saman. Það verk tæki að minnsta kosti þrjá mánuði, að því er Pemex sagði í tilkynningu sem gefin var út. Lærið vélritun Ný námskeið hefjast fimmtudaginn 7. júní Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heimavinna. Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl. 13. VélritimarskóHnn Suöurlandstraut 20 Jektorar ^ Pelivry ij ■W, kL SöyoH^tuiDyir tdJtas 5©[m | ESTABIISIIED 1 92 5 - TEl.LX: 20S7 STURLA - 1S — TELEPHONES 14680 & 13280 * k.æ****ææ************flRææ*æ*ææifc,ææ*ææ*******æi*s*mmm*maBabaK >♦<**************; Teg. H/72 Póstsendum samdægurs. Bæöi yfirleöur og innlegg úr ekta skinni. Léttir svampsólar .itur brúnn. Stæröir: 40—46. Verð kr. 5.815.- Domus Medica, Sími 18519. Poppe-loftþjöppur Utvegum þessar heimsþekktu loftþjöppur í öllum stæröum og styrkleikum, meö eöa án raf-, bensín- eöa diesel-mótors. SöMrteMDyr dl(6)ini©@®[ni & Vesturgötu 10, 101 Reykjavík. Símar 91-13280/14680. KEYKJAVIK, ICILANO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.