Morgunblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ1979 17 Þetta gerðist 7. júní 1975 — Síðasta bandaríska her- flugvélin flutt frá Taiwan. 1969 — Samsæri fyrrverandi herforingja í Grikklandi mis- tekst. 1968 — Sirhan B. Sirhan ákærður fyrir morðið á Robert Kennedy. 1967 — ísraelsmenn sækja að Súez-skurði. 1942 — Orrustunni um Midway lýkur með sigri Bandaríkja- mannaá Japönum. 1940 — Skipulagðri mótstöðu gegn Þjóðverjum lýkur í Noregi. 1935 — Stanley Baldwin skipaður forsætisráðherra Bret- lands. 1917 — Orrustan um Messines. 1906 — „Lusitaniu‘< hleypt af stokkunum. 1905 — Stórþingið lýsir yfir aðskilnaði Noregs og Svíþjóðar. 1866 — Prússneskur her sækir inn í Holstein. 1862 — Bandaríkin og Bretland gera samning um bann við þrælasölu. 1672 — Hollendingar sigra flota Breta og Frakka í Soutwold-flóa. 1654 — Krýning Loðvíks XIV í Rheims. 1557 — Englendingar segja Frökkum stríð á hendur og Skotar gera innrás í England. 1546 — Stríði Englendinga við Frakka og Skota lýkur með Ardresfriðnum. 1494 — Tordesillas-sáttmáli Spánverja og Portúgala um skiptingu Nýja heimsins undir- ritaður. Aímæli. John Rennie, skozkur verkfræðingur (1761 — 1821) = Paul Gauguin, franskur list- málari (1848-1903) = Knud Rasmussen, danskur land- könnuður (1879—1933). Andlát. Robert Bruce Skota- konungur 1329 = Friðrik Vil- hjálmur III af Prússlandi. Innlent. íslandsbanki tekur til starfa 1904 = f. Thomas Sæmundsson 1807 = Skipun konungs um flutning latínuskóla til Reykjavíkur 1841 = d. Grímur Jónsson amtmaður 1849 = Þor- lákur Guðmundsson alþm. 1906 = Galdraákæra síra Páls í Selár- dölum gegn tveimur mönnum fyrir að kvelja konu hans 1669 = Sjö skip farast frá Önundarfirði og 54 drukkna 1812 = íslenzkir landnemar koma til Norður-Dakota 1878 = f. Ari Arnalds 1872 = Halldór Friðjóns- son 1882 = d. Alexander Jóhannesson 1965. Orð dagsins. Ómögulegt er orð sem finnst aðeins í orðabókum — Napoleon Bonaparte (1769-1821). Kínverjar selja Egyptum vopn Ismailia 5. júní Reuter. SADAT Egyptalandsforseti kunngerði í dag að gengið hefði verið frá samningi um að Kín- verjar seldu Egyptum vopn, og að alveg á næstunni myndi verða óskað eftir leyfi frá bandaríkja- mönnum til að smíða mjög full- komin vopn. Veður víða um heim Akureyri 13 skýjaö Amsterdam 12 skýjaö Apena 20 lóttskýjaö Barcelona 22 lóttskýjað Berlín 15 sóslkin BrUssel 8 lóttskýjaö Chícago 15 skýjaö Frankfurt 15 bjart Genf 17 skýjaö Helsinki 10 sóslkin Jerúsalem 16 sóslkin Jóhannesarborg 6 sóslkin Kaupmannahöfn 12 sólskin Lissabon 15 sólskin London 10 sólskin Los Angeles 17 léttskýjaö Madríd 17 léttskýjaö Malaga 23 lóttskýjaö Mallorca 26 skýjaö Miami 25 skýjað Moskva 6 sólskin New York 20 lóttskýjaö Osló 12 sólskin París 12 sólskin Roykjavík 9 skýjaö Rio De Janeíro 12 skýjaö Rómaborg 16 lóttskýjað Stokkhólmur 13 sólskin Tel Aviv 19 sólskin Tókýó 18 skýjaö Vancouver 11 sólskin Vínarborg 17 sólskin Sadat sagði að það væri honum mikil ánægja að skýra frá þessu en hann tilgreindi ekki nánar hvað Egyptar fengju frá Kína, en vestrænar diplómatiskar heimildir segja að samningurinn feli meðal annars í sér að Egyptar fái að minnsta kosti 60 MIG-19 vélar sennilega eldri gerðir, sihíðaðar í Kína. Um afhendingar- dag vopnanna var ekkert sagt. Búizt er við að vélar þessar geti komið að verulegu gagni, einkum við þjálfun flugmanna. Tilkynningin kom flatt upp á menn þar sem ekki er vitað til að viðræður æðstu manna ríkjanna hafi farið fram. Leidtoginn nýi lof ar kosningum I>ondon. 6. júní, AP. HINN nýi leiðtogi Ghana, Jerry Rawlings, flugliðsforingi, hefur heitið því að ieiða heilindi og manngildi til vcgs í landi sínu. Tilkynnti hann í fyrsta útvarps- ávarpi sínu að byltingarráðið yrði leyst upp og efnt til lýðræðislegra kosninga átjánda júní nk. Óstað- festar heimildir herma að fyrir- rennari Rawlings, Fred Akuffo hershöfðingi, hafi verið særöur hnífsstungum, og yfirmaður her- aflans, Neville Odartey-Wellingt- on, drepinn í valdatökunni á mánudag. Leiðtoginn nýi er þrjá- tíu og tveggja ára gamall og sagður af skozku faðerni. Hann slapp úr fangelsi sama daginn og hann hrifsaði völd í Ghana. Metverð águlli Lundúnum, 6. júní. AP. VERÐ á gulli náði hámarki í gær þegar verð á únsu fór upp yfir 280 doilara á gullmörkuðum. Eftirspurn eftir gulli var gífurleg vegna olíuhækkana undanfarið og aukinnar verðbólgu víða um heim. Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar næg og góð dagvistarheimili fyrir öll börn. Ljósm. Kristinn Afhenda borgarstjórn um 10.000undirskriftir Nýlega er lokið í Reykja- vík undirskriftasöfnun um dagvistunarmál. Að söfn- uninni stóðu tólf félög og mynduðu þau með sér sam- starfshóp til að stýra sameiginlegum aðgerðum, sem beinast áttu að því að knýja á um úrbætur á þessu hagsmunamáli. Samstarfshópurinn stóð fyrir tvennskonar aðgerðum i þessu skyni. I fyrsta lagi stóð hópurinn fyrir kröfugöngu og útifundi á Lækjartorgi og tókust þær aðgerðir vel, að sögn þeirra sem að mótmælum þessum stóðu. I öðru lagi stóð hópurinn fyrir undir- skriftasöfnuninni „Næg og góð dagvistarheimili fyrir öll börn“. Söfnunin hófst þann 8. mars og lauk nú fyrir skömmu, hefur söfnunin því staðað í þrjá mánuði. Um 10.000 undirskriftir söfnuðust, en það er nokkru minna en hópur- inn hafði reiknað með. Eigi að síður telja aðstandendur söfn- unarinnar árangurinn góðan því illa tókst að virkja félaga hreyf- ingarinnar til undirskriftasöfnun- ar. Hópurinn var ánægður með þær viðtökur sem söfnunin fékk og taldi að unnt heföi verið að safna fleiri undirskriftum hefði meiri mannafli verið tiltækur. Hinar tíu þúsund undirskriftir verða afhentar borgarstjórn á fundi hennar á fimmtudaginn, þann 7. júní kl. 16.30 og Skúlatúni 2 og hvetur hópurinn sem flesta til að vera viðstaddir afhendinguna og styðja hana með því móti. Flugleiðir: Nýbreytni í innanlandsflugi FLUGLEIÐIR tóku upp þá nýbreytni í mars s.l. að farþegar sem flugu frá Reykjavík til Akureyrar, en ætluðu að koma suður samdægurs, gátu innritað sig til beggja flugferðanna í einu, þ.e. frá Reykjavík til Akureyrar og sömu- leiðis frá Akureyri til Reykjavíkur. Hinn 21. maí s.l. tók félagið upp sömu tilhögun á ferðum til Vest- mannaeyja, ísafjarðar og Egilsstaða. Frá og með 1. júní var tekin upp framhaldsinnritun og merking farangurs þeirra farþega sem fljúga með Flugleiðum frá Reykjavík til Akureyrar eða Egilsstaða og áfram með Flug- félagi Norðurlands eða Flugfélagi Austurlands til annarra enda- stöðva. Farþegar þurfa því ekki að skipta sér af farangri sínum fyrr en á endastöð er komið. V i kí ^ ' V Verslunin Kjalfell. Gnoðarvogi 78, var opnuð á ný 22. maí s.l. eftir að breytingar höfðu verið gerðar á húsnæði hennar. Nýjum mjólkur- og ávaxtakæli var komið fyrir í versluninni auk nýrra innréttinga. Þá var einnig settur upp djúpfrystir fyrir kjötvörur. Kvöidsala er starfrækt í sambandi við verslunina og er hún opin til kl. 23.30 alla daga. Á meðfylgjandi mynd er eigandi Kjalfells. Hólmfríður Einarsdóttir ásamt starfsstúlkum í versluninni. Talið frá vinstri Kristjana Jónsdóttir, Hólmfríður Einarsdóttir, Valdís Oddgeirsdóttir og Erla Kristinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.