Morgunblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 1979 33 /S VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL 10— 11 FRÁ MÁNUDEGI á góðan rekspöl, fært þjóðarbúinu stórar fjárhæðir, já marga millj- arða tugi landi og lýð til eflingar og farsældar á komandi árum og áratugum. Kísilgúrinn við Mývatn og Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga en sú bygging hef- ur gengið óvenju vel og er langt undir kostnaðarverði og er það alger undantekning og nýjung á okkar miklu verðbólgutímum, munu áreiðanlega renna sterkum stoðum undir íslenskt efnahagslíf í framtíðinni. En kommúnistar sjá rautt og svart þegar á þessi mál er minnst og vilja drepa niður allt slíkt tal. Óheillaþróun íslenskra stjórnmála hófst eftir Alþingis- kosningarnar 1971. Þegar þáver- andi stjórnarflokkar, Sjálfstæðis- og Alþýðuflokkur, misstu meiri- hluta sinn á Alþingi eingöngu vegna sprengiframboðs flokks er kallaði sig Samtök frjalslyndra og vinstri manna. Flokksnefna þessi var mesti óheillafugl, en tókst þó að skrapa upp 5 þingsæti í kosn- ingunum ’71. En þar með var draumurinn búinn. Stuttu eftir kosningarnar koðnaði hann allur og dagaði uppi, og öll hans verk runnu út í sandinn. Eitt tókst honum þó að gera, að slíta farsælu stjórnarsamstarfi er hafði staðið samfellt í ein 12 ár. Síðan þá hafa íslensk stjórnmál verið á niður- leið. Og nú á þessu ári verður verðbólgan yfir hundrað prósent en var 10% þegar viðreisnar- stjórnin fór frá. Viðreisnar- stjórnin hafði sumsé skilið við allar fjárreiður ríkisins í allra besta lagi. En það stóð ekki lengi. Eftir eitt ár hafði þeirri vinstri tekist að koma verðbólgunni upp í 52 stig. Ég held að menn verði að álíta það að Alþýðubandalagið eða kommúnistar séu alls ekki hæfir þátttakendur í ríkisstjórn lands- ins, verk þeirra sanna það, þar fer ekkert á milli mála, þar er ekki um neitt að villast. Þeir vilja engu breyta eð bera nokkrar byrgðar ef það kemur nálægt þeim sjálfum. Nei, þeir vilja láta allt hjakka í sama farinu og reka á reiðanum. Alveg ærast þeir og reka upp spangól mikið er minnst er á að lagfæra vísitöluna eða breyta vinnulöggjöfinni til hagræðis fyrir allan landslýð. En einmitt þetta tvennt gæti stórlega lækka verð- bólguna. Efnahagsfrumvarp Ólafs Jóhannessonar sem lagt var fyrir Alþingi seint og um síðir, fékk heldur auman endi. Þetta frum- varp studdi Alþýðuflokkurinn SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á Ólympíuskákmótinu í Buenos Aires í haust kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Amadors Rodriguez, Kúbu, sem hafði hvítt og átti leik, og Klaus Darga, V-Þýzkalandi. eindregið, er það kom fram í sinni fyrstu gerð. En kommarnir voru nú ekki aldeilis á sama máli, urðu hreinlega vitlausir og tættu það allt í sundur á svipstundu svo hæpið var að beinagrindin fengi að halda sér. Og Alþýðuflokkurinn varð alveg hlessa og hefur læðu- pokast með veggjum síðan. En frumvarpið varð algjörlega ónýtt og gagnslaust, útkoman núll og nix. Og efnahagsmálin eru jafnó- leyst og í þingbyrjun. Auðvitað á þessi dáðlausa ríkisstjórnar- ómynd að segja af sér strax í dag, en hún þorir það bara ekki af ótta við dóm kjósenda í landinu. Eftirfarandi setning var höfð eftir Guðmundi jaka í nýlegu blaðaviðtali: „Svona ríkisstjórn hefur aldrei setið á íslandi áður. Hún lifir bara af því að hún þorir ekki að deyja". Auðvitað er hér átt við hinn pólitíska dauðdaga. Þorkell Hjaltason. • Ófögur markaðs- saga Maður nokkur sem kom við hjá Velvakanda hafði eftirfarandi sögu að segja: „Kona kom á markaðinn í Lækjargötu kom á markaðinn í Lækjargötu s.l. föstudag þar sem 10 ára telpa var að afgreiða á meðan afgreiðslumaðurinn vék sér frá í nokkrar mínútur. Konan skoðaði enskan silfur- stjaka sem telpan sagði að kostaði 13.500 krónur, enda var verðmiði á stjakanum sem sýndi verðið. Konan bað um að fá tvo stjaka sem telpan rétti henni. Konan tók við stjökunum og lagði tvö þúsund og sjö hundruð krónur á borðið í staðinn fyrir tuttugu og sjö þús- und og gekk í burtu án þess að telpan næði í hana til þess að leiðrétta þetta.“ HÖGNI HREKKVtSI © 1979 McNaught Synd- Inc. M£) (sAMW HJA PE/M!" MANNI OG KONNA Húsnæði v/Smiðjuveg í Kópavogi Skrifstofuhúsnæði ca. 200 m2 alls, sem hér er sýnt er til leigu. Húsnæð- ið er í nýju húsi, teppalagt, sér snyrting og kaffistofa. Gangur Kafffstofa 18.01 m' Gangur Skrifstofa 11.80 m' Skrifstofa 28.76 m' Skrifstofa 40.50 m’ Skrifstofa 49.12 m' I 1 W.C. 14.23 m’ j | 3.95 m’ Nánari upplýsingar eru gefnar í símum 19296 og 26660 á verslunar- tíma. BK BYGGINGAVÖRUR HE Suðurlandsbrau t 4. Simi 33331. (H. Ben. húsið) ARCITECTURAL SOLIGNUM er besta fáanlega fúavarnamálningin á markaðnum í dag. cFNI SEM HLEYPIR RAKA í GEGNUM SIG OG VER VIÐINN FÚA. FJÖLBREYTT LITAVAL. B BR BYGGINGAVÖRUR HE| Suðurlandsbrau t 4. Simi 33331. (H. Ben. húsið) HAGTRYGGING HF 4(J. 33. c5 (Einfaldast var 33. Hxf7!) bxc5 (Ef 33... b5 þá 34. Hxf7!) 34. Bc4 — Be6, 35. Hxg6+! og svartur gafst upp. s \/S/° 4^79- * A EFTIR BOLTA KEMUR BARN...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.