Morgunblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ1979 3 • Garðar Þórhallsson, stjórnarmaður SVFR, situr og dorgar á neðra Skerinu 1. júní síðastliðinn. Lítið hefur veiðst í Norðurá til þessa. Ljósm. -gg. Norðurá „skítug“ „ÞAÐ eru aðeins 4 laxar komn- ir á land. enda áin búin að vera skítug og köld, hún er þó aðeins að skána,“ sagði Rannveig í veiðihúsinu við Norðurá í gær. „Það kom einn í morgun og einn í gær, þetta eru sæmilegir fiskar, 8—10 punda og a.m.k. þrír þeirra veiddir á maðk. Karlarnir eru þó eftir atvikum ánægðir, það er ekki hægt að segja annað,“ sagði Rannveig að loffam. Þetta er lakasta byrjun í Norðurá í háa herrans tíð, venjulega er uppgripaveiði fyrstu veiðidagana, enda óvenju- lega snemmgenginn stofn í ánni. Það er þó tekið að hlýna og ætti allt því að stefna upp á við á næstunni. Veiddu bara koplaxa „Veiðin hófst hér 2. júní og þeir sem veiddu fyrstu dagana fengu ekki annað en 3—4 niður- göngulaxa. Ég hef ekki frétt af þeim sem nú eru við ána,“ sagði Haukur Pálsson á Röðli í stuttu spjalli um veiði og horfur í Laxá á Ásum. „Áin virðist ekki vera köld þrátt fyrir vorkuldana," hélt Haukur áfram, „ég sá gufu leggja- upp af henni í frosti um daginn. Annars er áin búin að vera tær og hrein alla veiði- dagana, á sama tíma og árnar í nágrenninu hafa veriö skolaðar og vatnsmiklar, Blanda er t.d. alveg ógurleg um þessar mundir, kolmórauð og þykk eins og grautur. Snjór hefur allur horfið af láglendi síðustu dagana, þó er enn einn skafl við fjósvegginn hjá mér,“ sagði Haukur að lokum. — gg. Flugmála- stjóra veitt „Edward Warner orðan ” Fastaráð Alþjóðaflugmála- stofnunarinnar ákvað á fundi sínum 4. júní s.l. að veita flugmálastjóra, Agnari Kofoed-IIansen, Edward Warner orðuna, sem er æðsta viður- kenning til cinstaklings í flug- málum. 13 aðilar hafa verið sæmdir orðunni frá árinu 1959, þar af 10 einstaklingar. Meðal þcirra er flugkappinn Charles A. Lindbergh. Edward Warner orðan var stofnuð 1958 í minningu dr. Edward Warner, fyrsta forseta Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Orðan er æðsti heiður sem veittur er einstaklingi eða stofnun fyrir framlag til borgaralegs flugs. Sérstök nefnd tekur á móti tilnefningum hinna 142 þjóða, sem aðild eiga að alþjóðaflugmála- stofnuninni. Nefndin gerir síðan tillögur til fastaráðsins. Flugmálastjórn efndi til blaðamannafundar í gær þar sem tilnefning þessi var kynnt. Sagði Pétur Einarsson fulltrúi flug- málastjóra, að Agnari væri veitt Agnar Kofoed-Hansen flugmála- stjóri. orðan fyrir framlag hans til alþjóðlegra og innlendra flugmála og væri orðuveitingin mikill heiður og virðing fyrir íslenzku þjóðina, sem vakið hefur athygli meðal allra flugþjóða heims. Oröuveitingin fer að sögn Péturs fram 15. júlí n.k. Ekki er ákveðið hvar, en þrír staðir koma til greina: Montreal, Helsinki í Finnlandi eða hérlendis. Agnar dvelst nú erlendis í erindum flug- málastjórnar. Kristinn til Iscargo KRISTINN Finnbogason tók við starfi framkvæmdastjóra Iscargo um síðastliðin mánaðarmót, en undanfarin ár hefur Kristinn verið framkvæmdastjóri á Ti'manum. í samtali við Morgunblaðið sagði Kristinn, að uppbyggingu fyrirtækisins yrði haldið áfram af krafti og starfsemin aukin eins og hægt yrði. Hann sagði að stjórn- endur fyrirtækisins væru þessa dagana að samræma hugnmyndir sínar, og að ljóst væri að vöru- flutningur í lofti ættu eftir að stóraukast á næstu árum. Hann gat þess að íscargo hefði leyfi til vöruflutninga á milli íslands og Bandaríkjanna og á næstunni yrði kannaö hvernig mögulegt væri að nýta það á sem heppilegastan hátt. Deiluaðilar hafna tillögunum á víxl SÁTTANEFND ríkisins viðraði í gær við dciluaðila í mjólkur- fræðingadcilunni gerðardómshugmynd, sem vinnuveitendur samþykktu en mjólkurfræðingar höfnuðu. í fyrrinótt hafði sátta- nefndin viðrað hugmynd um miðlunartillögu. sem mjólkurfræðingar samþykktu, en vinnuveitendur höfnuðu. Innanhústillaga sáttanefndar frá því í fyrrinótt, sem mjólkur- búin höfnuðu, var um 3% grunn- kaupshækkun strax, 11% hækkun um áramót til þeirra, sem hafa að baki 10 mánaða viðbótarnám. Siðan átti enn að koma til 15% hækkun vegna viðbótarnáms um mitt árið 1980, eða samtals 31,5% fram á mitt ár 1980. Allir mjólkurfræðingar eða þar um bil hafa að baki þetta 10 mánaða viðbótarnám, þannig að þessar grunnkaupshækkanir hefðu komið á allan hópinn. Mjólkurfræðingar samþykktu þessa innanhústillögu, en vinnu- veitendur höfnuðu henni á þeim grundvelli, að þessar hækkanir yrðu fordæmi á öllum vinnu- markaðnum, sem þyldi engar slík- ar hækkanir. Munu vinnuveit- endur hafa látið að því liggja á fundinum að þeir myndu íhuga mjög gaumgæfilega hugmynd um gerðardóm. Þegar sáttanefndin bar síðan fram slíka hugmynd, samþykktu vinnuveitendur, en mjólkurfræðingar höfnuðu henni. „Sumarið er kom- ið af Guði sent” Bæ, IIöfðaNtrtfnd 6. júní. SUMARIÐ er komið af Guði sent. Hver dagur er nú öðrum betri svo óðum grænkar. Skafla tekur af túnum, lækjum og skurðum. Á Höfðavatni er ís einnig að leysa. Fuglasöngur í lofti allan daginn og kríur sem aðrir fuglar eru farnir að verpa. Yfirleitt er allt gróandi og fólkið í hátíðar- skapi. Þó nokkur bið verður á að kýr verði látnar út. Grunnt er á klaka ennþá en eitthvað mun byrjað að bera á tún sem ekki eru þeim mun blautari. Silungur er farinn að ganga í sjó. Togarar afla vel og eitthvað verður vart við færafisk á Skagafirði. — Björn. Dregið eftir 2 daga Dregið verður í afmælis- gera þau í dag. Skrifstofan í happdrætti Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðishúsinu, Háaleitis- á laugardaginn. Þeir, sem enn braut 1, verður opin til klukkan eiga ógerð skil vegna heim- 22 í kvöld og síminn er 82900. sendra miða, eru hvattir til að Jafnvel kœfukjötið rokseldist GEYSILEG 'sala hefur verið á landbúnaðarvörum undanfarna daga eða allt frá því að fréttist um hina miklu hækkun, sem taka mun gildi í dag. Að sögn Agnars Guðnasonar blaðafulltrúa bænda hafðist vart undan að afgreiða dilkakjöt og sömuleiðis var feiknaleg sala á smjöri, ostum og kartöflum. „Það var jafnvel roksala í kæfukjöti, sem hefur selzt sáralítið undan- farnar vikur eða allt frá því fyrir síðustu hækkun. Þá tók salan einnig kipp eins og núna,“ sagði Agnar. Hverfisgötumálið: Gœzluvarð- hald framlengt GÆSLUVARÐIIALD Þráins Kristjánssonar. sem varð Svavari Sigurðssyni að bana í húsi við Ilverfisgötu 1. apríl s.l. rann út 1. júní. Gæsluvarðhaldið var framlengt til 3. september n.k. að kröfu Rannsóknarlögreglu ríkisins. Rann- sókn málsins hefur gengið vel og er nú aðeins beðið eftir niðurstöðum geðrannsóknar. Þegar þær liggja fyrir verður málið tekið fyrir til ákvörðunar um framhaldsmeðferð. Grunur um misferlií 38 tilvikum RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkisins sendi nýlega bflasölu- málin svonefndu til ríkissak- sóknara til framhaldsmeðfcrð ar. Að sögn Þóris Oddssonar vararannsóknarlögreglustjóra er hér um að ræða ætlað misferli í bílaviðskiptum hjá þremur bíla- sölum í Reykjavík. Eru forstöðu- menn þeirra og í sumum tilvik- um starfsmenn grunaðir um skjalafais, fjársvik og brot á reglum um umskráningu. Alls mun hér vera um að ræða 38 tilvik, þar sem grunur leikur á misferli hafi átt sér stað í við- skiptum með bíla. Rán seldi TOGARINN Rán frá Hafnarfirði seldi afla sinn í Bremerhaven í gærmor^un. Tojíarinn var með 119 tonn, mestmegnis ufsa og karfa og fenffust 28 milljónir króna fyrir aflann, meðal- verð 243 krónur fyrir kílóið. Heita vatnið komið í Garðinn Garði 6. júní. UM mánaðarmótin var hinu lang- þráða heita vatni hleypt á þorpið frá hitaveitunni í Svartsengi. Að sögn Björns Stefánssonar hefir ekki ennþá verið hleypt á hús og kemur væntanlega margt til. Eitt að efnisskortur er í landinu vegna farmannaverkfalls- ins. Þá er nokkuð mikill stofn- kostnaður við að taka inn hita- veitu enda þótt aðeins þurfi að greiða ‘/3 af inntökugjaldinu, sem er um 400 þúsund krónur á einbýlishús af skaplegri stærð. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.