Morgunblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 1979 19 — Liggur mikil vinna að baki þessari sýningu? „Já, ég byrjaði að yinna að henni fyrir tveimur árum. Ég sýndi síðast 1973. Það tekur mig tíma að komast í gang, en þegar því er náð, kemst ég í virkilega keyrslu. Það hefur allt gengið út á sýninguna — öllu öðru vikið frá, ekkert einkalíf — vinnan verður manns líf.“ — Ilvernig vinnur þú að verkum þínum? „Ég sé, leita að því skáldlega, ijóðræna. Ég fer út og finn verkefn- in, geri aldrei skissur eða tek ljós- myndir. Ég geymi myndina í huga mér og mála hana síðan. Maður verður að hafa þetta inni í sér. Á sýningunni er ég með nokkuð nýjan stíl. Það má segja, að myndirnar séu nýtt andlit á gömlu myndefni. Ég mála sóiina, sumarið, stíllinn er ljóðrænn", og Kári bendir á eina m.vndina og spyr, án þéss að æskja svars: „Sérðu ekki þetta ljóð- ræna ívaf? — Síðan sveigi ég stílinn yfir á víkur, voga, bæi — gömlu útræðin. Ég er einnig með nokkrar myndir sem eru meira abstrakt — seríu, ég kalla hana skaflaseríu — ég fékk hugdettu — dellu, og þetta er útkom- an, þar er snjórinn, skaflarnir, veðrið.“ — Ertu búinn að finna þig í þessum stfl? „Þetta er aðeins áfangi — ihugun- in tekur síðan við og hvað síðar verður er ómögulegt að segja — það er óráðin gáta, er það alltaf." — Hvað með liti? „Á litum hef ég aldrei haft áhuga — þeir koma af sjálfu sér. Ég mála persónuleg mótíf og ljóðræna hluti — þeir þola ekki marga liti. En það má nokkuð marka hvað árstíma ég mála á af litavalinu. Ég er nokkuð árstíðabundinn, t.d. eru grænu litirnir mest á sumarmyndunum, þær dökkbrúnu frá október og nóvember — haustlitirnir koma fram á haustin o.s.frv." — Ertu ánægður með undir- tcktirnar á sýningunni? „Já, ég er mjög ánægður. Ég hef persónulega þörf á að koma þessu frá mér og fólk er ánægt með útkomuna, og þá er ég ánægöur." — bví hefur vcrið haldið íram, að verk þín séu nokkuð dýr. Ilvað viltu segja um það? „Myndirnar eru verðlagðar að meðaltali frá kr. 350 þús. til 750 þús., en þær eru ekkert dýrari en á sýningunni 1973. Við erum bara með allt aðrar tölur i höndunum nú. Mikill.hluti myndanna er þegar seldur, þannig að fólk virðist ekki telja eftir sér að borga vel fyrir þær.“ Kári sagði að lokum: „Ég hefi þá skoðun, að til að halda sýningu sem þessa þurfi maöur að vera meira en góður. Maður þarf að vera eitthvað annað. — Hvað? Það vitum við ekki.“ Gjaldahlið verðlagsgrundvallar- ins hækkar um 13,33%. Launin hækka um 11,4%. Áburður hækkar um 51,59%, olía um 49,5%, kjarnfóður hækkar um 5,76%. Ýmsir aðrir liðir hækka einnig eins og t.d. sími og rafmagn. Heildarútgjöld verðlags- grundvallarbúsins eru metin á tæplega 12,9 milljónir kr. Útgjöldunum er skipt nokkurn veginn jafnt á afurðir búsins, nema á gærur og ull, sem hækka ekki í verði til bænda, því kemur öll hækkun sauðfjárafurða á kjöt og slátur. Hækkun hefur einnig orðið á vinnslu og heildsölukostnaði mjólkur, það er vegna hækkaðra launa í mjólkurbúunum og verulegrar hækkunar á orku og ýmsum öðrum kostnaðarliðum. Óniðurgreitt heildsöluverð á nýmjólk hækkar um 13,6%, en verð á niðurgreiddri mjólk hækkar um 26,4%. Óniðurgreitt verð á 1. fl. dilkakjöti hækkar í heildsölu um 12,4% en niðurgreitt heildsöluverð á því hækkar um 24,5%. Krónutala smásöluálagningar hækkar um 11%. GUÐRÚNARÆÐI. Guðrún Á. Símonar söngvari hélt tónleika í Háskólabíói í gærkvöldi fyrir troðfullu húsi og var blússandi stemmning á tónleikunum. Fram komu fjölmargir aðrir listamenn með Guðrúnu. Miðasalan á tónleikana sló Miðarnir seldust upp á 45 mín öll met í Háskólabíói og eru þeir þó ýmsu vanir í sambandi við kvik- myndir að undanförnu. Miðarnir á tónleika Guðrúnar seldust upp á 45 mínútum. Guðrún Á. heldur aðra kvöldskemmtun með kompany í létt- um dúr og moll í Háskólabíói kl. 7.15 annað kvöld. föstudagskvöld og hefst miðasalan kl. 4 í dag í Iláskólabíói Myndina tók Kristján af hinni gífui legu röð sem beið eftir miðum fyrstu tónleikana, biðröðin náði ú á Dunhaga. LANDSSAMBAND ísl. útvegsmanna hélt í gær íélagsfund og sátu hann nærri 100 útgerðarmenn víðs vegar af landinu. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ gerði þar grein fyrir ástandi og horfum í málefnum útgerðarinnar og kom m.a. fram í máli hans að olíuverð umfram 103 kr. eins og nú er geti ekki komið inn í fiskverðsgrundvöll, heldur verði að leysa þá hækkun með öðrum hætti. Á fundinum var samþykkt tillaga þess efnis að öll fiskiskip í eigu félagsmanna LÍÚ hætti fiskveiðum eigi síðar en mánudaginn 11. júní kl. 24 og láti ekki úr höfn fyrr en „fiskverð hefur verið ákveðið og úrlausn hefur fengist á þeim vandamálum, sem stórhækkað olíuverð hefur valdið útgerðinni og ákveðið hefur verið með hvaða hætti brugðist verður við cnn frekari olíuhækkun," segir í samþykkt fundarins, en 82 greiddu henni atkva^ði með og 2 á móti. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ sagði í samtali við Mbl. að þau rök, sem sýndu að ekki væri hægt að mæta auknum olíukostn- aði án þess að gripið yrði til einhverra aðgerða, væru m.a. að í júní í fyrra var olíukostnaður 21% af aflaverðmæti útgerðarinnar, þ.e. eftir að sjómenn hafa fengið sinn hlut, nú er olíukostnaðurinn 45% aflaverðmætis, en verður 61% ef hækkunarbeiðni olíufélag- anna nær fram að ganga, en hún er 138,55 kr. fyrir lítrann. — Við höfum beðið aðgerða í margar vikur, því ljóst var strax snemma í maí að við svo búið getur ekki gengið og biðlund okkar er brostin- þar sem engar aðgerðir hafa enn séð dagsins ljós, sagði Kristján Rajgnarsson ennfremur. I rekstraryfirliti um fiskveiðar, sem LÍÚ hefur tekið saman, kem- ur fram að tap á fiskveiðum nemur frá 1,7 upp í 7,9 milljarða en loðnuskipin eru ekki meðtalin. Tapið á bátaflotanum nemur 7,9 milljörðum, á minni togurunum 4,7 milljörðum og stærri togurun- um 1,7 milljörðum, á minni togurunum 4,7 milljörðum og stærri togurunum 1,7 milljörðum en samanlagt er þetta tap 14,4 milljarðar króna eða 23% af tekj- um. „Staða bátaflotans er lökust, en sú útgerðargrein á ekkert afgangs upp í fastan kostnað, þ.e. viðhald, vexti og afskriftir. Hagur togara- flotans er nokkuð betri, þó afleitur sé. Togaraflotinn hefur að nokkru getað mætt hinni gífurlegu olíu- verðshækkun með brennslu svart- olíu, þannig hefur nú þegar eða verður á næstunni 23 togurum af minni gerð breytt til svartolíu- brennslu og 6 stórum,“ segir m.a. i greinargerð LÍÚ. Síðan er fjallað um hversu mikið fiskverð muni þurfa að hækka og segir m.a. um það: Sé litið fram hjá þessu og dæmið skoðað í heild, ásamt því að gert er ráð fyrir 8% viðbótar- oh'ugjaidi til þess að mæta út- gjaldaauka vegna síðustu olíu- hækkunar má ætla, að hækkunar- þörí á íiskverði til skipta sé um 30%. Þetta samsvarar því að hráefniskostnaður vinnslunnar yrði að hækka um 38% eða laus- lega áætlað um ríflega 20 millj- arða króna. Öllum er ljóst, að slíkri hækkun yrði eingöngu mætt með gengisfellingu, sem ylli enn frekari hækkun á gjaldahlið út- gerðarinnar og heföi eingöngu takmarkað gildi vegna aukinna gengis- og verðtrygginga. í ræðu sinni á fundi LÍÚ ræddi Kristján Ragnarsson einnig nokkuð um nýjar hugmyndir um lánskjör Fiskveiðasjóös. Sagði hann að til umræðu væru hug- myndir um að vísitölubinda 80% lánanna í stað 27% eins o nú væri að lækka gengistryggingu þeirra úr 73% í 20%, að vextir verði hækkaðir úr 11% í 12% og dráttarvextir úr 3 í 4%. Sagði Kristján að miklar líkur væru á því að tillögur þessar yrðu sam- þykktar, en þó hefði fengist frestur á að svo yrði meðan útgerðin fengi að athuga málin. Að lokinni ræðu Kristjáns urðu allmiklar umræður og tóku til máls útgerðarmenn víða að af landinu. Flestir lýstu fylgi sínu við hugmyndina um stöðvun flot- ans sem næði til tæplega 4.000 sjómanna, nokkrum fannst frest- ur of stuttur og nokkrir kváðu sig ekki hafa umboð samstarfsaðila sinna til að samþykkja aðgerðir eða andmæla og sátu því hjá við atkvæðagreiðsluna og fulltrúi Út- gerðarfélags Akureyringa gerði grein fyrir atkvæði sínu ög kvað félagið andvigt stöðvun. Ljósm. Emflía. Frá félagsfundi Landssambands ísi. útvegsmanna á Hótel Loftleiðum í gær. Fjögur þúsund sjómenn hættaveiðum á mánudag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.