Morgunblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ1979
r
Róbert T. Arnason:
Ennum öryggis- og yamarmál
Hinn 1/6 þ.m. skrifar Kristján
Pétursson deildarstjóri grein í
Dagblaðið, sem hann nefnir
„Endurskoðun varnarsamnings-
ins“. Þessi grein Kristjáns er
skrifuð í mjög hefðbundnum stíl.
Allt frá 1940 hafa umræður og
skrif um öryggis- og varnarmál
íslands einkum einkennst af
tvennu; annars vegar af deilum
um framkvæmd og lagagildi
þeirra samninga, sem Island hefur
gert við erlend ríki um öryggis- og
varnarmálin og hins vegar af
órökstuddum fullyrðingum um
eitt og annað er snertir þessi mál.
Hin íslenska
lagahyggja
I grein þeirri sem að ofan er
nefnd er rætt mikið um lögmæti
varnarsamningsins frá 1951 og
framkvæmd hans, einkum þó þrjú
atriði: 1) — að samningurinn sé
brot á fullveldi íslands, 2) — að
samningurinn brjóti í bága við
tiltekin ákvæði stjórnarskrárinn-
ar og 3) — að samningurinn sé svo
óskýr að varnarliðsmenn brjóti
ákvæði innfluttningslaga og tolla-
laga í skjóli hans.
Fullveldis-
hugtakið
Um það að varnarsamningurinn
frá 1951 sé brot á fullveldi Islands
er þetta að segja. Lagahyggja
Kristjáns Péturssonar er, ef
dæma má af greininni mikil og
hann er án efa vel að sér í
lögfræði. Því ætti hann að vita
það, að merking hugtaksins full-
veldi hefur tekið allmiklum breyt-
ingum frá 1945 einkum vegna
tilkomu alþjóðastofnana á borð
við Sameinuðu þjóðirnar og stofn-
anir tengdar þeim og svo ýmissa
viðskipta- og efnahagsbandalaga
og milliríkjasamninga um að-
skiljanlegustu mál. Þátttaka ríkja
í bandalögum og milliríkjasamn-
ingum hefur breytt hugmyndum
manna um skilgreiningu hugtaks-
ins fullveldi. í heimi nútímans er
því eina leiðin fyrir ríki, sem vill
vernda fullveldi sitt til hins ýtr-
asta að taka sem minnstan þátt í
alþjóðasamskiptum, þ.e. að ein-
angra sig.
Um varnarsamninginn frá 1951
og fullveldi Islands er þetta að
segja. I. í samningnum eru ákvæði
sem tryggja fullveldi íslands, s.s.
5. grein og svo fylgiskjal hans um
„— réttarstöðu liðs Bandaríkj-
anna og eignir þeirra." 2. Samn-
ingurinn var samþykktur af yfir-
gnæfandi meirihluta þingmanna á
Alþingi árið 1951. Þingmennirnir
hefðu ekki samþykkt þennan
samning ef hann hefði brotð full-
veldi Islands og ákvæði stjórnar-
skrárinnar. 3. Ef nú svo væri að
þingmeirihlutinn bak við samn-
inginn 1951 hefði ekki áttað sig á
því að samningurinn braut í bága
við fullveldi og stjórnarskrá, þá
hafa gefist fjölmörg tækifæri
síðan 1951 til þess að leiðrétta
þessa yfirsjón þeirra og bæta
samninginn eða segja honum upp.
Það hefur ekki verið gert. Með því
að segja samningnum ekki upp,
hafa allar ríkisstjórnir, sem setið
hafa frá því 1951 staðfest að hann
brjóti í engu í bága við fullveldi
Islands og stjórnarskrá. Fullyrð-
ingar um lögleysu samningsins
eru því fullyrðingar um það, að
ráðherrar, þingmenn og embættis-
menn hafi áratugum saman
brugðist skyldum sínum. Ég tel
hæpið að Kristján Pétursson eða
aðrir séu reiðubúnir að fullyrða að
svo sé.
Tollar og inn-
fluttningur
í áðurnefndri grein er farið
nokkrum orðum um það, að
ákvæði samningsins séu óskýr
hvað varðar heimild varnarliðs-
manna til tollfrjáls innflutnings.
Um það er þetta að segja. Varnar-
liðsmenn dvelja hér aðeins
skamma stund og þegar þeir
hverfa af landinu hafa þeir alla
sína búslóð með sér eða þeir selja
hluta hennar öðrum varnarliðs-
mönnum eða þá að þeir selja það
Sölunefnd varnarliðseigna. Við
þessi atriði er ekkert að athuga.
Það sem varnarliðsmenn flytja
inn í landið flytja þeir aftur burt
með sér eða losa sig við það á
löglegan hátt. Þessir menn eru
útlendingar sem búa á afgirtu
svæði þar sem haldið er uppi
öflugri löggæslu og tollgæslu, sem
nægja á til þess að tryggja að
tollfrjáls varningur fari ekki út af
svæðinu.
Ég tel að íslenskir embættis-
menn á Keflavíkurflugvelli hafi
staðið sig með mikilli prýði í sínu
starfi. Ég tel því þarflaust að gera
tollfrjálsan innfluttning varnar-
liðsmanna að sérstöku umtalsefni.
Um lögmætishlið varnar- og
öryggismálaráðstafan þeirra, sem
íslensk stjórnvöld hafa gert í
tímans rás er þetta að segja.
Deilur þessar eru um keisarans
skegg. Tímabært er að víkja til
hliðar lögfræðilegum vangavelt-
um í öryggis- og varnarmálum.
Lögfræði er merkileg fræðigrein
en það þras og þær hártoganir,
sem hún hefur viðhaldið hér á
landi í umræðum og skrifum um
öryggis- og varnarmál eru orðnar
Róbert T. Árnason
uppþornaðar og leiðigjarnar. Tími
er kominn til þess að önnur
sjónarmið en þau lögfræðilegu fái
að koma fram og hafa áhrif á
þessi mál, a.m.k. um stundarsakir.
Órökstuddar
fullyrðingar
í upphafi máls míns gat ég þess
að umræður um öryggis- og varn-
armál einkennist af tvennu, ann-
ars vegar lagahyggju og hins
vegar órökstuddum fullyrðingum.
Mun ég nú ræða nokkrar fullyrð-
ingar sem eru í grein Kristjáns
Péturssonar.
Öryggi og vernd
Það er rangt aö engar ráðstaf-
anir hafi verið gerðar til verndar
og öryggis íslenskum þegnum.
Menn verða hins vegar að átta sig
á því að við lifum á öld hraða og
tækni og að varnaraðgerðir eru
allt annars eðlis í dag en t.d.
1940—45 en á þeim árum kynntust
íslendingar hervörnum eins og
þær þá tíðkuðust. Nú er öldin
önnur. Hervarnir byggjast ekki á
strandvirkjum, loftvarnarbyssum,
o.s.frv. nema að litlu leyti. Styrj-
aldir eiga sér nokkurn aðdraganda
og ef svo ófriðlega horfði að líkur
væru á styrjöld á Norður Atlants-
hafi myndi á skömmum tíma vera
fluttir til landsins menn og vopn
til að tryggja enn betur en nú er,
öryggi íslands. Þeir sem skrifa um
varnarmál eiga að kynna sér hinar
ýmsu hliðar landvarna en byggja
ekki málfluttning sinn eingöngu á
því sem þeir hafa fyrir augunum í
kringum sig, t.d. á Keflavíkurflug-
velli.
Um trúnaðarmál
og þagnarskyldu
Þeir embættismenn, sem hafa
með öryggis- og varnarmál að
gera fyrir Islands hönd fylgjast
náið með því hvað, gerist á Kefla-
víkurflugvelli t.d. hvað snertir
vopnabúnað varnarliðsins. Þeim
er veittur aðgangur að ýmsum
trúnaðarmálum og til þeirra er
miðla upplýsingum frá Bandaríkj-
unum og öðrum NATO ríkjum og
einnig frá ríkjum, sem telja sig
hlutlaus. Þar sem þetta eru
trúnaðarmál og þessir embættis-
menn eru bundnir þagnarheiti og
trúnaði við íslensk yfirvöld,
hlaupa þeir ekki með vitneskju
sína í blöðin eða aðra fjölmiðla um
leið og þeim berst einhver vitn-
eskja. Slíkt væri gróft trúnaðar-
brot og myndi leiða til þess að
íslenskum stjórnvöldum og
embættismönnum væri aldrei trú-
að fyrir neinum mikilvægum
upplýsingum af neinu tagi, sem
snertu öryggis- og varnarmál Is-
lands. Þetta á Kristján Pétursson,
sem embættismaður að vita.
Dylgjur og skætingur íslenskra
sósíalista og herstöðvaandstæð-
inga um að kjarnorkuvopn séu
geymd á Keflavíkurflugvelli á að
láta sem vind um eyrun þjóta.
Búið er að ganga úr skugga um
það svo ekki verður um villst, en
dylgjurnar og skætingurinn halda
áfram. Slíkt er hinn leiði fylgifisk-
ur stjórnmálanna.
Þjóðerni,
tunga og menning
Kristján Pétursson fullyrðir að
ein afleiðing varnarsamningsins
sé sú, að þjóðin hafi borið stór-
skaða af, hvað varðar sjálfstæði
hennar, siðferði og fjárhag. Ég vil
biðja Kristján að rökstyðja mál
sitt með dæmum. Vera má að
einhverjir þeirra íslendinga, sem
vegna starfa sinna þurfa að hafa
náin samskipti við varnarliðið
hafi haft miður gott af því, en að
fullyrða að öll þjóðin sé í voða er
vægast sagt barnaleg fullyrðing,
sem á sér enga stoð í veruleikan-
um. Það er með menningu og
þjóðerni eins og fullveldi, að alger
einangrun verndar þessa þætti
best. Vilja íslendingar draga sig
algerlega út úr öllum samskiptum
við erlendar þjóðir?
Efnahagslegt
sjálfstæði
Þessu næst fylgir fullyrðing um
að ísland sé orðið það háð Banda-
ríkjunum á viðskiptasviðinu, að
þau hafi afgerandi áhrif á utan-
ríkis- og efnahagsmál okkar. Ég
bið Kristján að rökstyðja þetta
nánar. Satt best að segja hélt ég,
að jafn skarpur maður og Kristján
Pétursson væri yfir það hafinn að
setja fram þessa gömlu tuggu um
samsæri bandaríkjaauðvaldsins
gegn íslandi. Tímaritið Réttur og
Þjóðviljinn sjá um það.
Kristján segir að hagstæð við-
skiptakjör okkar við Bandaríkin
geti auðveldlega stefnt sjálfstæði
okkar í hættu. Ég spyr; Hvernig?
íslenska þjóðin
Undir lok greinar sinnar full-
yrðir Kristján að mikill meirihluti
þjóðarinnar sé sammála því, að
við eigum að losna við varnarliðið
í áföngum. Ég spyr; Hvenær var
gengið svona rækilega úr skugga
um vilja þjóðarinnar í varnar- og
öryggismálum og hvenær kom það
fram að „þjóðin væntir þess að
núverandi utanríkisráðherra
Benedikt Gröndal hafi kjark og
dug til þess að koma þessum
málum á það stig að íslendingar
geti litið stoltir til framtíðarinn-
ar?“ Hvenær fór þessi könnun á
vilja íslensku þjóðarinnar fram?
Staðhæfingar á borð við þessar,
að vilji þjóðarinnar sé þessi eða
hinn eða að þjóðin krefjist þessa
eða hins eru villandi og heimsku-
legar. íslenska þjóðin lætur vilja
sinn í ljós í kosningum og þar við
situr. Hins vegar hafa lengi verið
til þeir menn á íslandi, sem telja
sig hafa á hraðbergi upplýsingar
um það hver sé vilji þjóðarinnar í
hinum ýmsu málum. Þeir alhæfa
út frá sjálfum sér og þröngum
kunningjahópi. Þeir komast að
þeirri niðurstöðu að þeir endur-
spegli vilja þjóðarinnar, og telja
sig þar með koma í yfirskilvitlegt
samband við vitund og vilja þess
ósamstæða hóps, sem íslenska
þjóðin er.
Að breyta eða
felía úr gildi
Kristján Pétursson setur fram
tillögur um breytingar á varnar-
samningnum og athugasemdir
sem lúta að þessum samningi. Þar
togast á tvennskonar sjónarmið
hjá honum og eru þessi sjónarmið
andstæð. Annars vegar telur
Kristján upp þær breytingar sem
hann vill láta gera á samningnum
en hins vegar talar hann um að
segja eigi samningnum upp og að
varnarliðið eigi að fara. Ég sé
enga ástæðu til að breyta þessum
samningi ef segja á honum upp.
Kristján hlýtur að vera mér sam-
mála þar. Samningi sem ætti að
segja upp þarf ekkert að breyta,
honum væri einfaldlega sagt upp.
Eða hvað?
Heimsendar tilbún-
ar máltíðir fyrir
aldraða og öryrkja
Stjórn Reykjavíkurdeild R.K.Í. hefur ákveðið að hefja aftur
heimsendingu tilbúinna máltíða til aldraðra og öryrkja í
Reykjavík.
Tilhögun verður nú önnur en áður var, þar eð maturinn er
frystur. Maturinn verður sendur út einu sinni í viku og verða
minnst þrjár máltíðir sendar heim.
Maturinn verður seldur á
kostnaðarverði frá framleið-
enda, en heimsendingarkostnað-
ur og önnur umfjöllun varðandi
matarsendingarnar er framlag
deildarinnar vegna þessarar
þjónustu. Stjórn Reykjavíkur-
deildar hóf þessa þjónustu viö
aldrað fólk og öryrkja fyrir
nokkrum árum, og mæltist hún
vel fyrir. Þetta var þá algert
nýmæli, sem ekki hafði þekkst
áður hér á landi.
Þeir sem óska að njóta þessar-
ar þjónustu geta fengið allar
nánari upplýsingar á skrifstofu
Reykjavíkurdeildar R.K.Í., Óldu-
götu 4, sími 28222 og er þar veitt
móttaka á pöntun á matnum.
(Frí Htjórn Roykjavíkurdclldar R.K.Í.)
Tekið á móti máltiðunum tilbúnum, sem Reykjavíkurdeild Rauða krossins sér um að senda heim til
aldraðra og öryrkja.