Morgunblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ1979 5 HVAÐ KOSTAR AÐ KYNDA ÍBÚÐ ARHÚSNÆÐIMEÐ OLÍU? Ársútgjöld þriggja manna fjölskyldu um hálfmilljón kr. EIGANDI einbýlishúss, að stærð 450 rúmmetrar — um 115 fermetrar nettó, sem þarf að kynda hús sitt með gasólíu, greiðir 602.842.00 kr. á ári skv. verðlagi dagsins í dag til húshitunar, eða að meðaltali kr. 50.237.00 á mánuði. Olíustyrkurinn á ári er nú kr. 30.500 á hvern einstakling. Þriggja manna fjölskylda, sem býr í einbýlishúsi af þessari stærð, mun því þurfa að greiða hálfa milljón og rúmlega ellefu þús. kr. betur fyrir húshitun á árinu. Skv. upplýsingum Jóns Ingi- marssonar hjá Orkustofnun er reiknað með, að u.þ.b. 13 lítra olíu þurfi til hitunar hvers rúm- metra íbúðarhúsnæðis á ári. Samkvæmt því eru ofangreindar tölur fengnar. Sagði Jón, að eyðslan væri mjög misjöfn og væri bæði háð staðháttum, aldri húsa, frágangi o.fl. Lægstu tölur hafa verið nefndar 10 lítrar á Akranesi og farið allt upp í 28 lítra á Breiðdalsvík. Skv. út- reikningum Orkustofnunar var 29,4% húsnæðis í landinu árið 1977 kynt með olíu og mun um 67% þess vera íbúðarhúsnæði, eðá um 12—14 þús. heimili. Ingvi Ólafsson í viðskipta- ráðuneytinu tjáði Mbl. að rúm- lega 50 þús. manns hefðu notið olíustyrks á þessu ári. Styrkur- inn var kr. 5 þús. á hvern einstakling fyrir tímabilið jan.—marz, en fyrirhugað er að hækka hann í kr. 8.500 á árs- fjórðungi út árið, þannig að hann verður alls 30.500 kr. á einstakling fyrir árið. Elli- og örorkulífeyrisþegar geta við vissar aðstæður fengið einn og hálfan styrk. Lítri af gasolíu, sem svo til alfarið er notuð til hitunar íbúðarhúsnæðis, kostar í dag kr. 103.05 kr. Söluskattur er ekki tekinn af olíu til hushitunar, en hið opinbera tekur í innflutn- ingsgjöld kr. 35 aura af hverjum 100 kílóum. Þeir landshlutar, sem mest þurfa á olíu til húshitunar að halda, eru Vestfirðir, Austur- land og Snæfellsnes. Einnig eru nokkrir staðir á landinu, og þá sérstaklega á Suðurlandi, háðir olíuhitun. Hiísavík: Óánœgja með netaveiðar á handfœraslóð Húsavík. 6. júní. ÞORSKVEIÐAR í Skjálfanda nú undanfarið hafa vakið hér mikið umtal og finnst mörgum þar ekki veitt með fiskverndarsjónarmið í huga. Húsvískir netabátar hafa verið með net í flóanum í vor og lítið fengið. En svo brá við, að Eyfirð- ingar, sem voru farnir að leggja net sín þar öfluðu miklu betur. Skýringin á aflamismuninum kom svo í ljós þegar upplýstist að eyfirzku bátarnir voru með 6 tommu möskva en þeir húsvísku með 7 tommu möskva. Þetta mun vera leyfilegt en húsvísku bátarnia hafa ekki notað þessi net, en eru nú að koma sér upp trossum með 6 tommu möskva. Mörgum sjómanninum þykir verndunin vera lítil með tilliti til þess m.a. að umrædd mið hafa verið handfæramið opnu bátanna frá Húsavík og hráefnið sem þeir koma með á landi hefur verið mun betra en fiskurinn, sem veiðist í netin. — Fréttaritari. INNLENT Vilhelm G. Kristinsson framkvœmda stjóri SÍB VILHELM G Kristinsson fréttamaður útvarpsins hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Sambands íá- lenzkra bankamanna og tekur hann við því starfi 1. september n.k. Vilhelm hóf störf á frétta- stofu útvarpsins 1970 og hafði þá unnið í þrjú ár við blaðamennsku á Álþýðublað- inu. Vilhelm G. Kristinsson Grunnskóla- og framhalds skólakennarar í eitt félag? Aðalmál þingsins er sameining kennara í Landssambandi fram- haldsskólakennara og þeirra, sem (eru aðilar að Sambandi grunn- ákólakennara. Stjórnir beggja félaganna hafa samþykkt að hraða sameiningu þeirra eins og kostur er og samin hafa verið drög að lögum fyrir hið nýja félag og hafa stjórnirnar samþykkt þessi drög í meginatriðum. Ef sameiningin næði fram að ganga mundi hið nýja félag hafa innan sinna vébanda alla kennara í grunnskólum landsins og allflesta kennara við framhaldsskóla, að frátöldum þeim sem hafa háskóla- menntun. Mundi þetta þýða að félagatala hins nýja sambands yrði tæplega 3000. Þingforseti fulltrúaþingsins var kjörinn Magnús Jónsson skóla- stjóri og aðalritari var Snorri Jónsson yfirkennari. 16. fulltrúaþing Landssam- bands framhaldsskólakennara hófst þriðjudaginn 5. júní í húsi BSRB við Grettisgötu. Þar voru samankomnir um 80 þingfull- trúar víðsvegar af landinu, en félagsskap framhaldsskólakenn- ara er skipt í deildir eftir kjör- dæmaskipan og að nokkru eftir sérstörfum kennara. ÞingNorður- landaráðs í Reykjavík FORSÆTISNEFND Norðurlanda- ráðs hefur ákveðið að 28. þing Norðurlandaráðs skuli haldið í Reykjavík dagana 3. til 7. mars 1980. Verð kr. 51.890 SENDUM BÆKLINGA BRAUT 8, SIMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.