Morgunblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ1979 24________________________ Öld er Matthías læknir Einarsson fæddist á Akureyri þ. 7. júní 1879 og létst í Reykjavík þ. 15. nóv. 1948. Þá lauk læknisæfi, sem ein hefur merkust veriö á Islandi. Ilann lauk stúdentsprófi frá Reykjavíkurskóla 1898 með 1. einkunn og laííði síðan stund á nám í læknisfræði við Hafnar- háskóla 1898—1900 en hvarf þá heim on lauk prófi frá Lækna- skólanum 1904 með hárri I. eink- unn. Eftir námsdvöl í Kaupinhöfn 1904 — 1905 hóf hann æfistarf sitt í Reykjavík. Hann settist þar starf- andi læknir án þess að hafa embætti ok hafði entíinn íslenskur læknir fyrr lafít á þá braut að vera embættislaus. Hann var læknir frakkneska spítalans í Reykjavík meðan hann var starfræktur ojí stundað sjúk- linga í Landakotsspítala frá því 1905 ok til æfiloka. Hann var í fyrstu aðstoðar- læknir Guðmundar Magnússonar, en fáum árum síðar var hann orðinn aðallæknir spítalans og tók við yfirlæknisstörfum þar við fráfall Guðmundar MaRnússonar 1924. Hann var prófdómari við læknapróf frá 1918 og alla tíð frá 1927 hafði hann á hendi kennslu læknanema í Landakotsspítala. Hann var um tíma í stjórn Læknafélags íslands og var formaður Læknafélafjs Reykjavík- ur 1922—24, sat í stjórn Rauða Kross íslands frá 1926 til æfiloka. Hann var meðlimur í erlendum læknafélöfíum m.a. heiðursfélaf?i í La LÍKa Arfíentina Contra Hidatidosis. Hann var í stjórn íþróttasambands íslands 1912—1915 ofí var síðar heiðurs- liðin félagi sambandsins. Hann var sæmdur heiðursmerkjum frakkneskum og íslenskum. Eftir hann liggja margar greinar í Læknablaðinu, ársskýrslum Landakotsspítala og erlendum rit- um og hann skrifaðist á við helstu sullafræðinga heimsins, en fáir, ef nokkur, voru betur að sér í sulla- veiki á þeim tíma en hann. Þetta er ramminn um starf hans, sem skrifast í annála. Ég kynntist honum fyrst 1934, er ég var mánaðartíma við nám í Landakotsspítala. 1936 ráðist ég kandidat að spítalanum og vann þar undir handleiðslu hans alla daga og margar nætur í átta mánuði. Það var strangur skóli en hollur. Síðan kom ég til starfa í Landakotsspítala og hafði þar sjúklinga á eigin vegum en dagleg kynni af Matthíasi Éinarssyni. Hann var atgerfismaður líkam- lega, afrenndur að afli, íþrótta- maður í æsku, kenndi um tíma leikfimi. Vinnuþrekið var frábært, hann vann alla tíð langan dag. Oft þurfti hann að sinna aðgerðum, sem ekki þoldu bið hvenær sem var sólarhrings. En þó hann stæði við aðgerð að nóttu var hann ætíð kominn í spítalann kl. 7 að morgni. Hann var harður við sjálfan sig og ekki kvartsár. Læknar spítalans drukku að jafnaði saman kaffi einhvern tíma morgunsins þegar hlé gafst. Þá flugu oft hnútur um borð en allt var það græskulaust. Eitt sinn gat hann þess af öðru tilefni, að hann hefði orðið fyrir áverka fyrir viku og bortið í sér rif. Þá var hlegið og talið gamanmál, því enginn hafði séð hann bregða háttum sínum þá viku. Hann brá sér á Röntgen- deildina og kom eftir drykklanga stund með Röntgenmynd, sem sýndi svo ekki varð um villst, rifbrotið. Hann vann alltaf mikið, en aldrei eins og í influensufaraldrin- um 1918, sem er sú ein drepsótt, sem er í minni lifandi manna á íslandi. Þá lágu allir borgarbúar í einu að heita mátti og flestir læknar bæjarins um langan tíma eða skamman. Hann var einn af fáum, sem aldrei lagðist og marg- ar vikur svaf hann enga nótt nema fuglsblund. Hann mun aldrei hafa beðiö þessa erfiðis bætur að fullu. En bæjarbúar mátu það við hann og gáfu honum bíl, þangað til hafði hann farið allar sínar vitj- anir á reiðhjóli. Það mætti e.t.v. jafna til þess nú, að bæjarbúar mætu einhvern lækni sinn svo mikils, að þeir gæfu honum þotu. Líkaminn var hraustur, en andinn var ekki síðri. Hann var skarpgáfaður maður og hafsjór af fróðleik, ekki einasta í fræðum sínum heldur var hann gagn- menntaður humanisti. Auk norðurlandamála og þýzku talaði hann frakknesku ágæta vel og gerði sér títt um galla enda þá hann af þeim sæmdir. Enska var kannske það mál, sem hann sinnti minnst af þjóðtungum þess tíma. Hann skrifaði góða íslensku, ljóst mál og skýrt og talmál hans var vandað, en þar var sá ljóður á, að hann var fljótmæltur og stundum svo að kunnuga þurfti til að skilja hann. Honum lá alltaf á, hann hafði engan tíma til þess að tína út úr sér eitt og eitt orð á stangli og hann hafði enga þolinmæði til þess að hlusta á mærð og mælgi. Fyrir bragðið fannst mörgum hann vera hryssingslegur og stundum svarakaldur. En við þá sem sjúkir voru og stóðu höllum fæti var hann mildur. Ég hefi engann mann heyrt tjá jafn mikla mildi í jafn fáum orðum og hann. En það var ekki hvunndagskostur. Þegar ég kom fyrst í Landakots- spítala hafði ég verið við nám í læknisfræði á fimmta ár. Ég var farinn að kynnast fræðunum það mikið, að ég vissi hve raunalega lítið ég kunni. Sérlega var sjúk- dómsgreining erfið. Það voru svo ótal mörg atriði, sem gátu komið til greina og svo furðulega margt, sem þurfti að hafa í huga og mér fannst einatt eins og Jóni Forna „þótt einhver verði ýtingin, er óviss lendingin". Ég var farinn að halda að til þess að ráða við sjúkdómsgreiningu þyrfti sérgáfu, sem fáum einum væri léð, líkt og tónlistarhæfileika eða hagmælsku og þá kæmi að litlu gagni langt nám. Matthías Einarsson losaði mig við þessa bölsýni. Hver sjúkdómur hefur ákveðin mörk, skýr og glögg oftast nær. Viti maður að hverju ber að leita, finnur maður þau einkenni séu þau til. Allar vangaveltur og mærðarhjal um smámuni og aukaatriði var fánýti til þess að gefa ræðu sinni lærðan blæ eða til þess að breiða yfir fáfræði. Hann sópaði moldviðrinu í burtu og eftir var heiðríkjan ein. Eftir mánaðar- vist hjá honum fór ég léttari í skapi en ég hafði verið langa tíð. Eins var viðhorf hans til meðferðar umbúðalaust, án þess að fjargviðrast. Hann vissi að ekki verða allir kvillar læknaðir, en hann vissi líka að læknir getur stundum læknað, oft linað þján- ingar og ætíð huggað. Matthías Einarsson var mikill kírurg, brautryðjandi hér á landi á mörgum sviðum í þeirri grein. Hann var laginn og áræðinn, en aldrei fífldjarfur. Hann bar glöggt skyn á hvaða áhættu mætti og ætti að taka. Stundum á að fara sér hægt, en það getur líka verið svo, að öllu verði að hætta til og þegar svo bar að, hafði hann bakfisk til að gera það. Aldrei hvarflaði að honum að leggja út á þá braut, sem mörgum hefur orðið hál, fáum til vegsauka, og engum nema skamma hríð að setja saman kenningar undir yfir- skini lærdóms. Sýndarmennska var honum víðsfjarri. Matthías Einarsson var meira dáður um sína daga en aðrir læknar honum samtímis. Ég hygg að flestir þeir, sem leituðu hans hafi fengið nokkura bót. Hann var læknir. Bjarni Jónsson. raðauglýsingar —. raðauglýsingar — raðauglýsingar Útboð Glettingur h.f. Þorlákshöfn, óskar eftir tilboö- um í byggingu fiskvinnsluhúss í Þorlákshöfn. Byggingin er 1900 rúmmetrar og skal henni skilað í fullfrágengnu ástandi af bjóöanda. Útboösgögn verða afhent á skrifstofu Hús- hönnunar, Unubakka 4, Þorlákshöfn, gegn 30 þús. kr. skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuö á skrifstofu Húshönnunar, þriðjudag- inn 12. júní kl. 10. Glettingur h.f. Tekið verður við hryssum undir Hrafn 583, frá Árnanesi, í giröingu hrossaræktardeildar Ölfuss 20. júní. Hafiö samband við Halldór Guömundsson, Hjaröarbóli, Ölfusi, sími heima 99-4178, vinnusími 99-1692. Nýtt símanúmer. Heimilisfang Erum fluttir aö Hamarshöföa 1 (Ártúnshoföa). Höfum fengið nýtt símanúmer (91) 31500. Bitstál s.f. Umboðs- og heildverslun Hamarshöföa 1. Sími (91) 31500. Lokað vegna sumarleyfa dagana 7—22. júní Jón Jóhannesson & Co., Hafnarhúsi viö Tryggvagötu. Sumarferð Varðar verður farlnn sunnudaglnn 1. Júll. Nénar auglýst slöar. Stjórn Varóar. Tannlæknastofa mín er flutt aö Sólheimum 35. Örn Bjartmars Pétursson, tanniæknir. Happdr/79 Kaupum miða — Gerum skil Dregið 8.júni GEÐVERNDARFÉLAG ÍSIANDS Fósturforeldrar Félagsmálaráö Njarövíkur vantar fóstur-, heimili fyrir 2ja ára dreng. Helst á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Uppl. í síma 92-1745 milli kl. 18 og 20. Félagsmálaráö Njarövíkur. Norðurlands- kjördæmi-vestra Kjördæmisráð SJélfstseölsflokksins I NoröurlandskJörcJæmi-vestra, boöar tll ráöstefnu um framfaramál kjördæmlslns, lougardaglnn 9. júní nk. I SJálfstæölshúslnu Sæborg, á Sauöárkrók! og hefst hún kl. 10 f.h. Rædd veröa elnkum skólamál og vegamál. Framsöguerlndl flytja Svelnn Kjartansson, fræöslustjórl og Jónas Snæbjörnsson, umdæmlsverkfræöingur. Birglr Islelfur Gunnarsson, borgarfulltrúl flytur ávarp. Fulltrúar SJálfstæölsflokksins I sveltarstjórnum I kjördæmlnu, eru sérstaklega boöaólr tll ráöstefnunnar, en aö ööru leytl er hún opin öllu áhugafólkl. Stlórn kjördæmlsráós. VANTAR ÞIG VINNU (nj VANTAR ÞIG FÓLK í .t H'.fr »i 'i i .< i*mi •;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.