Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ1979
Traustsyfir-
lýsingviðveið-
ar íslendinga
- segir Kristján Loftsson
Margt sem bendir til
að hvalveiðar séu að
renna skeið sitt á endá
—segir Eyþór Einarsson, f ormað-
ur N áttúruverndarráðs
„Það er margt, sem bendir til
þess, að hvalveiðar í heiminum
séu að renna skeið sitt á enda.
Hvalir hafa horfið af stórum
svæðum, og það er bannað að
veiða þær tegundir annars stað-
ar, sem við veiðum hér,“ sagði
Eyþór Einarsson, formaður
Náttúruverndarráðs, en hann
sat fund alþjóða hvalveiðiráðs-
ins í Lundúnum þegar biaða-
maður Mbl. náði f hann
skamma stund og spurði hann
hvort sjá mætti fyrir endann á
hvalveiðum.
„Náttúruverndarsjónarmið
settu mjög svip sinn á fund
ráðsins í Lundúnum þeir sem
vildu algert bann við hvalveiðum
voru ekki samkvæmir sjálfum
sér í ýmsum málum, eins og
Bandaríkjamenn," sagði Eyþór
ennfremur.
Beita öllum
medulum
- segir Þórdur Asgeirsson
„Margar þjóðir vilja
banna allar hvalveiðar
hvort sem þess þarf eða
ekki með tilliti til ástands
stofnanna. Hvað verður
ofan á er ómögulegt að
spá um en það er hægt að
fjölga endalaust í ráðinu
og nú munu jafnvel land-
lukt ríki, sem aldfei hafa
stundað hvalveiðar, vera
að hugsa um að ganga í
alþjóðahvalveiðiráðið,“
sagði Þórður Ásgeirsson,
forseti alþjóðahvalveiði-
ráðsins, er blaðamaður
Mbl. spurði hvort þess
væri skammt að bíða að
allar hvalveiðar í heimin-
um yrðu bannaðar í kjöl-
far þess að veiðar verk-
smiðjuskipa hafa verið
bannaðar og stórþjóðir
eins og Bandaríkin beita
sér mjög gegn
hvalveiðum.
„Þessar þjóðir, sem vilja
stöðva hvalveiðar, beita öllum
meðulum eins og ég hef raunar
sagt í Morgunblaðinu, og bera
fundirnir í Lundúnum þess
glöggt merki þegar samþykkt
var, þvert ofan í öll fundarsköp,
að ganga til atkvæðagreiðslu um
tillögu Panama um að banna
annars vegar hvalveiðar frá
verksmiðj uskipum og hins vegar
frá landstöðvum. Þarna var til-
lögu Bandaríkjamanna skipt í
tvennt, en hún gerði ráð fyrir
banni við öllum hvalveiðum í
heiminum nema hvalveiðum
eskimóa í Ameríku. Til að tillaga
færi til atkvæðagreiðslu þarf
hún að hafa borist 60 dögum
fyrir fund ráðsins, auk þess sem
vísindanefndin og tækninefndin
þurfa að hafa fjallað um hana.
Þarna var þetta þverbrotjð og
fundarsköp að engu höfð,“ sagði
Þórður ennfremur.
„Það er vissulega traustsyf-
irlýsing við okkur íslendinga
að okkur var úthlutað sömu
kvótum og áður. Við stundum
nú hvalveiðar 32. árið í röð og
við höfum ávallt stundað þær
af gætni,“ sagði Kristján
Loftsson, forstjóri Hvals hf.,
er Mbl. ræddi við hann en
hann var meðal fulltrúa fs-
lands á fundi alþjóðahvalveiði-
ráðsins í Lundúnum.
„Hvalveiðarnar í sumar hafa
gengið vel. Við höfum veitt á
hinum hefðbundnu miðum og nú
er kominn á land 171 hvalur —
161 langreyður, 5 búrhvalir og 5
sandreyðar," sagði Kristján er
blaðamaður Mbl. spurði hann
um hvalveiðarnar í sumar.
„Það er ómögulegt að spá um
framhaldið. Það getur allt eins
farið svo að hvalveiðar í heimin-
um verði alveg stöðvaðar," sagði
Kristján um framtíð hvalveiða.
„Við höfum tekið sýni úr
hverjum einasta hval sem hér
hefur komið á land. Greenpeace-
samtökin, sem hafa barist gegn
hvalveiðum okkar, hafa týnt allt
til, sem síðan hefur reynst hrein-
asta vitleysa. Eins og í fyrra, þá
komu þeir hér og sögðu að við
værum að stofna hvalastofnum
okkar í hættu með veiðum á
loðnu. Það kom í ljós að þetta
var hreinasta vitleysa, þar sem
hvalir lifa ekki á loðnu,“ sagði
Kristján Loftsson ennfremur.
í fyrra nam útflutningur á
hvalafurðum um 1.4 milljörðum
þar af var fryst hvalkjöt lang-
stærsti hlutinn, eða rúmlega 1.1
milljarður. íslendingar fluttu út
á síðasta ári hvallýsi fyrir 87.5
milljónir en árið 1977 fyrir 242.7
milljónir. Hvalmjöl var í fyrra
flutt út fyrir 75.6 milljónir króna
en árið 1977 fyrir 79.9 milljónir
samkvæmt upplýsingum Hag-
stofunnar.
Hvalir náttúruauðlind
sem sjálfsagt er að nýta
— segir Jón Jónsson, forstöðumaður Hafrannsóknarstofnunar.
Engar gagnrýnisraddir á veiðar Islendinga í vísindanefndinni1
»
„ÞAÐ voru engar deilur um
veiðikvóta íslendinga í vísinda-
nefnd alþjóðahvalveiðiráðsins.
Það komu engar gagnrýnis-
raddir á hvalveiðar Islendinga
þar, þó menn væru sammála um
að upplýsingar vantaði, eins og
víðar. En við höfum skapað
okkur gott orð í vfsindanefnd-
inni fyrir okkar veiðar og höf-
um alltaf verið mjög varkárir.
Margt af því, sem samtök eins
og Greenpeacesamtökin hafa
borið á borð fyrir almenning á
ekki við nein rök að styðjast en
er í hæsta máta ábyrgðarlaust,“
sagði Jón Jónsson, forstöðu-
maður Hafrannsóknarstofnun-
ar er Mbl. ræddi við hann en
Jón var fulltrúi íslands í vís-
indanefnd alþjóðahvalveiðiráðs-
ins.
„Því hefur verið haldið fram,
að vísindanefndin sé aðeins
handbendi ráðsins. Þetta er al-
rangt og sannast sagna þá hefur
verið farið mun betur eftir
vísindamönnum í vísindanefnd
alþjóðahvalveiðiráðsins en í öðr-
um greinum fiskveiða. Það er
ekkert gert fyrr en niðurstöður
vísindanefndarinnar liggja fyrir.
Sú var raunar tíðin, að lítið var
farið eftir vísindamönnum og
þeir beinlínis hættu að mæta á
fundi. En þetta hefur lagast
mjög og nú er farið nánast í einu
og öliu eftir ráðum vísinda-
nefndarinnar. Vegur vísinda-
nefndarinnar hefur vaxið mjög.
Það er merkilegt að lang-
reyðakvótinn okkar var í fyrsta
sinn miðaður við sex ára tímabil
en á þessu tímabili má veiða
1524 hvali. Það hefur ekkert
komið fram sem bendir til að við
þurfum að minnka kvótann. Töl-
ur gáfu til kynna, að stofninn
væri í jafnvægi. Kvóti sandreyð-
innar eru mjög óreglulegar og
við erum á ystu mörkum út-
breiðslusvæðis tegundarinnar.
En það þarf að auka rannsóknir
á sandreyðinni og það verður
gert. Þegar í sumar munu fara
fram merkingar og að sjálfsögðu
veit ég að við verðum að hafa
upplýsingar í höndunum, svo
leyfi fáist. Sums staðar voru
veiðar skornar niður í ekki neitt
þar sem upplýsingar lágu ekki
fyrir um ástand hvalastofna. En
þar sem við höfum veitt sand-
reyði í 30 ár, án þess að merki
um hnignun stofnsins hafi kom-
ið í ljós, var okkur úthlutaður
kvóti. í sambandi við búrhvalinn
komu fram upplýsingar frá
Spáni. Þeir veiða úr sama stofni
og okkur ásamt Spánverjum
voru úthlutaðir 273 búrhvalir á
ári, en það er meðaltal veiða
síðustu 10 ára. Upplýsingarnar
frá Spáni voru ekki nógu ýtar-
legar. Frá íslandi eru einungis
veiddir tarfar. Það þarf að auka
rannsóknir mjög á búrhvölum en
stofninum hefur mjög hnignað í
suðurhöfum. Við vitum ekki
hvort nokkurt samband er á
milli stofnsins í Atlantshafi og
Kyrrahafi. Menn bera kvíðboga
fyrir framtíð búrhvala víða um
heim og skylt að fara varlega.
Meðallengd búrhvala, sem við
veiðum, hefur minnkað smátt og
smátt. Það er hugsanlegt að
þetta þýði að gengið sé á stofn-
inn meira en góðu hófi gegni, og
nauðsynlegt að fylgjast með
þessu. Héðan frá Islandi hefur
verið fylgst kerfisbundið með
hvölum, sem hafa komið á land í
Hvalfirði, þar hefur verið aflað
gagna um lengd, kynþroska,
aldursákvörðun með því að taka
eyrnamerg. Það er verið að
vinna að niðurstöðum þessara
rannsókna en það tekur langan
tíma,“ sagði Jón Jónsson enn-
fremur.
Hvalastofninn er náttúruauð-
lind, sem sjálfsagt er að nýta en
það verður að gera það skynsam-
lega. Og ég held að við íslending-
ar höfum gert það skynsamlega.
Við höfum veitt leyfi fyrir fjögur
skip frá ísland, ekki fleiri, en
það var sótt nokkuð fast að fá
fleiri skip og stöð í Patreksfirði.
Því var hafnað og þá hafði ég í
huga, að Norðmenn voru með of
margar stöðvar og stofninn þar
þoldi ekki sóknina. Við höfum
staðið allt öðruvísi og betur að
— ávallt verið varkárir," sagði
Jón Jónsson, forstöðumaður
Hafrannsóknastofnunar að lok-