Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ1979 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL 10—11 FRÁ MANUDEGI íUArm^-Lia'u if ekið er sunnan úr Kópavogi, væru akreinamerkingar eins og eftir- farandi: Vinstri akrein til miðbæjar, miðakrein áfram Kringlumýrarbraut og vinstri akrein til austurs eftir Miklu- braut. Þannig fyrirkomulag er víðast erlendis, jafnvel á enn fáfarnari götum en Kringlu- mýrarbraut. Akreinaskipting gatna í borgum er venjulega vegna þess að ein akrein flytur ekki alla umferðina ekki til að auðvelda framúrakstur. í Bandaríkjunum bæti „bílisti" lent á götu með sex akreinum í sömu átt. Hvað yrði þá úr fram- úrakstri hjá kappanum? Regla sú sem „Bílisti" talar um gildir hins vegar á hraðbrautum milli borga þar sem leyfilegt er að aka mun hraðar en hér. Slíkar hraðbrautir eru ekki til á íslandi, nema ef til vill á leiðinni til Hveragerðis þar sem er einhver vísir að þessu. Þar ætti þessi regla um framúrakstur að gilda. Á Hafnarfjarðarvegi er hámarks- hraði 60 km og getur þvi ekki flokkast undir hraðbraut, enda liggur vegurinn að langmestu leyti í gegnum byggð. Svo óska ég bílista alls hins besta í umferðinni. Einnig óska ég þess að hann verði sektaður fyrir of hraðan akstur því það er indælt að þurfa aðeins að greiða 15—20 þúsund í sekt — samanborið við það ólán að slasa einhvern. Okkur báðum óska ég þess að við losnum við hann Tómas og fáum hann Geir, sem lét malbika alla Reykjavík án þess að kvarta eða kveina. Hann væri vís til þess að malbika hringveginn og lækka bensínskattana. A kosn- ingadaginn höldum við okkur örugglega hægra megin. Sjáumst á akreinunum, sennilega með hrosshausinn og stóra bensínfótinn. Annar bílisti. Símsvari Veðurstofunnar. Eftirfarandi barst okkur frá Veðurstofunni. 1 tilefni af athugasemd frá H.P. í Velvakanda 14. júlí síðastliðinn varðandi símsvara Veðurstofunn- ar í síma 17000, er rétt að taka eftirfarandi fram. Það er regla að lesa nýja upplýs- ingar inn á símsvarann á um það bii 3ja klukkustunda fresti. Frávik frá þessu geta annaðhvort stafað af bilun eða þá af því að lestur hafi af vangá fallið niður í það skiptið. Svo mun einmitt hafa verið það fimmtudagskvöld sem getið er um í athugasemdinni. Er beðið velvirðingar á því. Verði notendur símsvarans 17000 varir við að eitthvað sé í ólagi, er vel þegið að fá vitneskju um það í almennum síma Veður- stofunnar. Væri þá í leiðinni væntalega unnt að veita þær upplýsingar sem símsvarinn sveikst um að gefa. Þessir hringdu . . 21. Rc6! (Hótar 22. Re7+) Bxc 22. Hxb8 (Einfaldara en 22. Dxd2! — Hxd2? 23. Hxb+ - Bf8 24. Bh6, en ekki nærri því eins fallegt) Hxb8 23. Dxd2 og svartur gafst upp. Eftir 23. ... Hxb6 lýkur hvítur skákinni með 24. Dd8+ — Bf8 25. Bh6 og á svipaðan hátt eftir 23. ... - Hc8 24. Hxc6! mál konunnar hvort hún kysi að aka þegar langt væri liðið á meðgöngu. Hann sagði að eðli • Akstur og ólétta Faðir hringdi og sagðist vilja fá upplýsingar um það hjá viðeig- andi aðilum hver væri réttarstaða þungaðrar konu sem ekur bíl. Hann sagðist oft hafa heyrt á tali fólks að þegar kona væri þunguð þá væri hún réttindalaus gagnvart tryggingafélögum. Gunnar Ölafsson hjá Tryggingu hf. sagði, að þegar kona yrði ólétt breyttust á engan hátt hennar réttindi eða skyldur gagnvart tryggingafélaginu, sem hún tryggir bíl sinn hjá. Hann sagði það vera útbreiddan misskilning að konur mættu ekki aka þegar eitthvað ákveðið er liðið á meðgöngu, vegna þess að þá féllu tryggingar á bílnum úr gildi. Hins vegar væri það að sjálfsögðu eigið SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á svæðamóti Sovétríkjanna í Lvov í fyrra kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Beljavskys. sem hafði hvítt og átti leik, og Tukmakovs. Wf * 9 •■* 0 HÖGNI HREKKVISI /,í>J£AJDU ól&ZÚAJU W6A£>. '/ ÞbrriAiH.éetDaje. vaz /tJS&VA....'" S3P SIGGA V/GGA í 'íiLVtWU . MINNINGARSJÖÐUR GARÐARS S. GÍSLASONAR STOFNAÐUR 1976 Minningarsjóður Garðars S. Gíslasonar áverka á ökumanni væru oft með þeim hætti að gæti jstofnað lifi fóstursins í hættu. Blaðinu hefur borizt eftir- farandi frá Knattspyrnufélaginu Haukum. Garðar S. Gíslason fæddist í Reykjavík hinnn 20. september árið 1906. Hugur Garðars hneigðist snemma að frjálsum íþróttum og varð hann einn fræknasti íþrótta- maður íslendinga á árunum 1918—1938. Helztu keppnisgreinar hans voru spretthlaup og boð- hlaup og var hann um margra ára skeið Islandsmethafi í þessum greinum. Árið 1922 sigldi Garðar til Vesturheims og stundaði þar verzlunarnám um fjögurra ára skeið, en keppti jafnframt í íþrótt- um og var mjög sigursæll þar sem annars staðar. Vorið 1928 kom hann aftur til íslands og var ósigrandi á hlaupabrautinni næstu 10 árin eða allt þar til hann hætti keppni. Eftir það helgaði hann sig þjálfun íþróttamanna og fór utan með það fyrir augum að læra þjálfun og íþróttakennslu í Berlín, Ollerup og Málmey. Að námi loknu stundaði hann þjálfun og íþróttakennslu í Reykjavík og Hafnarfirði auk verzlunarstarfa, sem voru hans aðalstarf. Garðar var forinaður FRÍ 1950—1952, aðalfararstjóri á Evrópumeistaramótið í Brússel 1950, Osló 1951 og á Olympíuleik- ana í Helsinki árið 1952. Einnig átti Garðar sæti í Olympíunefnd íslands og var sæmdur gullmerki FRÍ 1951 og gullmerki I.S.Í. árið 1955. Hann andaðist á heimili sínu í Garðabæ hinn 9. desember 1963. Garðar S. Gíslason var þjálfari knattspyrnufélagsins „Hauka" í Hafnarfirði á árunum 1942—1946 og átti hann tvímælalaust stærstan þátt í þeim mörgu og glæsilegu sigrum, sem „Haukar" unnu á íþróttasviðinu á þessum árum bæði í handknattleik og kanttspyrnu. Árið 1976 var samþykkt á aðalfundi „Hauka" að stofna minningarsjóð um Garðar S. Gíslason. Stofnskrá sjóðsins hefur verið samin og samþykkt af stjórn „Hauka" og aðstandendum Garðars S. Gíslasonar. Samkvæmt henni er megintilgangur sjóðsins að styrkja ung þjálfaraefni til náms í þeirri von, að þeir gerist þjálfarar hjá félaginu að námi loknu og feti þannig í fótspor þess manns, sem minningarsjóðurinn er stofnaður um. Er mikill hugur í félagsmönnum að gera sjóðinn sem öflugastan svo að hann geti orðið þeirri mikilvægu starfsemi, sem þjálfaramálin eru, að sem mest liði og samtímis heiðrað á viðeigandi hátt minningu þess manns, sem frá upphafi hefur verið einn af mestu velgjörðar- mönnum félagsins. „Haukar" hafa nú látið gera smekklegt minningarkort og eru þau til sölu á eftirtöldum stöðum: Bókabúð Böðvars, íþróttahúsi „Hauka" v/Flatahraun, Guðsveini Þorbjörnssyni, Vesturbergi 78, Reykjavík (sími 73641), Kaupfél- agi Hafnfirðinga, Strandgötu 28 (Jón Egilsson) og Sparisjóði Hafnarfjarðar, Reykjavíkurvegi 66 (Hildur Haraldsdóttir). Einnig er frjálsum framlögum í minningarsjóðinn veitt viðtaka á áðurgreindum stöðum. (Fréttatilkynning frá „Haukum") Flugrekstrarleyfin verði á nafniFlugleiða Sótt hefur verið um það til samgöngumálaráðu- neytisins, að flugrekstrar- leyfin sem verið hafa á nafni Flugfélags íslands og Loftleiða verði framvegis á nafni Flugleiða. Að sögn Sveins Sæmundssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, er þetta einn liður sameining- ar félaganna og hefur lengi staðið til. Miðað er við það í umsókninni til samgöngu- málaráðuneytisins, sem dagsett er 9. júlí, að flug- rekstrarleyfin verði komin á nafn Flugleiða 1. október í haust. MYNDAMÓTHF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRÆTI • SlMAR: 17152-17355 iB&Qö Sr(úýJNá4- ^VímONIV/ 49 vlÓN Gt-T/, SAM \ SOtWttR í -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.