Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1979 17 arvald. Það hafa þeir í raun haft í núverandi stjórn þar sem odda- maður var tilnefndur af báðum aðilum í sameiningu og varð því að taka tillit til beggja aðila í stórum ákvörðunum. Aðstaða oddamanns verður allt önnur nú þegar eignaraðilar eru orðnir fleiri en tveir, svo ekki sé talað um ef þeir eiga eftir að verða mjög margir eins og opnuð er leið fyrir í þessum tillögum. í öðru lagi er það varðandi verðjöfnun á raforku. Því er hald- ið fram, samanber ummæli borg- arstjórans í Þjóðviljanum í síð- ustu viku, að með stofnun þessa fyrirtækis væri stefnt að jöfnun raforkuverðs í landinu. Eg vil sérstaklega gagnrýna það varð- andi þessa samninga að ekki er vikið að verðjöfnunargjaldi því, sem ríkisstjórnin hefur sett á og er 19% á alla smásölu raforku, í samningunum. Ríkið hefur þrátt fyrir þetta alveg óbundnar hendur til hækkunar verðjöfnunargjalds- ins. Góðir samningamenn af hálfu borgarinnar hefðu að sjálfsögðu tengt þessi tvö atriði saman og fengið inn hömlur gegn frekari hækkun verðjöfnunargjaldsins og lækkun þess í áföngum. Þetta mikla hagsmunamál Reykvíkinga hefur alveg verið látið fara lönd og leið í þessum samningum. „Ríkiö hefur, þrátt fyrir þennan samn- ing, óbundnar hendur til hækkun- ar veröjöfnunar- gjaldsins“ „Áhrif Reykjavíkur myndu stórminnka frá því sem nú er“ Verið er að kalla rafmagnsskömmtun yfir Reykvíkinga í þriðja lagi er það rafmagns- skömmtun. En talin er hætta á því að miðað við landið allt geti orðið orkuskortur tvo næstu vetur, eða þar til Hrauneyjafossvirkjun verður tekin í notkun haustið 1981. um byggðalínu til Norður- og Austurlands eru tímabundnir og gilda aðeins til áramóta og þá um ákveðið magn. Stjórn Landsvirkjunar gekk þannig frá þessum sömu samning- um til þess að tryggja að Suðvest- urlandssvæðið nyti forgangs ef til skömmtunar þyrfti að grípa. Með þessum tillögum sem Reykjavík- Ástæðan fyrir þessu er tvíþætt. Annarsvegar hafði verið reiknað með því að Kröfluvirkjun myndi að einhverju leyti framleiða raf- magn, en ekki er nú útlit fyrir það, nema þá í mjög litlum mæli. Hins vegar er hætt við því að árið í ár verði mjög lélegt vatnsár og að vatnsforði Þórisvatns muni ekki nægja til þess að halda uppi rafmagnsframleiðslu með fullum afköstum tvo næstu vetur. Þessi orkuskortur þyrfti ekki að koma niður á núverandi svæði Landsvirkjunar, það er Reykjavík og Suðvesturlandi. Tekið skal fram að núverandi samningar Landsvirkjunar um sölu raforku urfulltrúarnir hafa nú samþykkt er gert ráð fyrir að rafmagns- skömmtun komi hlutfallslega nið- ur á öllum kaupendum raforku hvar á landinu sem þeir búa. Þannig að með þeim er vísvitandi verið að kalla rafmagnsskömmtun yfir íbúa Reykjavíkur og Suðvest- urlands. Með öðrum orðum, Reyk- víkingar fá í engu að njóta þess frumkvæðis sem þeir hafa haft í orkumálum til þessa.“ Áhrif sameiningarinnar á rafmagnsverðið — Er tryggt með samningnum að rafmagnsverð í Reykjavík muni ekki hækka vegna sameiningar- inn?ir? „I samningnum er gert ráð fyrir því að Landsvirkjun yfirtaki svo- kallaðar byggðalínur, þ.e.a.s. 132 KW línur til Norður- og Austur- lands og til Vestfjarða. Látið er að því liggja að rafmagnsverð þurfi ekki að hækka vegna þessarar ákvörðunar, þar sem ríkið tekur að sér greiðslu hluta af byggingar- kostnaði við þessar línur. Er þá gert ráð fyrir að sá hluti kostnað- arins sem Landsvirkjun tekur á sig greiðist með tekjum af sjálfum línunum. Frá þessu atriði er alls ekki gengið nægilega vel í samn- ingnum. Landsvirkjun á að gefa út skuldabréf að fjárhæð 5613 millj- ónir og 600 þúsund, eða jafnvirði þeirrar greiðslu í Bandaríkja- dollurum miðað við gengi fyrsta janúar 1979. í samningnum er ekkert ákveðið hver tekur ákvörð- un um það við hvorn gjaldmiðilinn verður miðað, en ljóst er að á tímum gengissigs og gengislækk- ana gæti reynst erfitt að miða við Bandaríkjadollar." 600 milljónir Reykvíkingum í óhag — Hvað með arðgreiðslurnar? „Undanfarin ár hefur Reykja- víkurborg lagt fram sem höfuð- stólsframlög allmiklar fjárhæðir til Landsvirkjunar og hefur það verið gert í tengslum við byggingu nýrra virkjana og hafa þessi framlög samtals numið 391 millj- ón 430 þúsundum og þá er miðað við verðlag þess árs þegar fjár- hæðirnar voru lagðar fram. í núgildandi lögum um Lands- virkjun er gert ráð fyrir því að eigendum verði greiddur arður af þessum framlögum. Stjórn Lands- virkjunar hefur nýlega samþykkt að framreikna höfuðstólsframlög til núgildandi verðlags og sam- kvæmt ákvörðun stjórnar Lands- virkjunar nema þau tveimur milljörðum 571 milljón og 951 þúsundum. Var borgarstjórn til- kynnt þetta með bréfi 21. maí sl. Samningamenn Reykjavíkur hafa hins vegar samþykkt mun lægri framreikning, þ.e.a.s. tvo milljarða 268 milljónir 963 þúsund krónur. Þarna munar rúmum 300 milljónum króna Reykjavíkurborg í óhag. Inn í þessa fjárhæð vantar framlag að upphæð 41 milljón króna sem greidd var til Lands- virkjunar 1970 og ágreiningur hefur verið um hvort telja skuli höfuðstólsframlag eða beint fram- lag í rekstur. Framlagið frá 1970 myndi vera að núvirði um 300 milljónir, þannig að í heild munar hér um 600 milljónum Reykjavík- urborg í óhag. Þá er enn eitt ákvæði sem verður að minnast á. Því eins og kunnugt er keypti Reykjavíkur- borg fyrir allmörgum árum jörð- ina Nesjavelli í Grafningi til að virkja þar mikil hitasvæði sem eru í Henglinum og tilheyra þessari jörð. Var þar gert ráð fyrir fram- tíðar stækkunarmöguleikum Hita- veitunnar. Rannsóknir benda til að hagkvæmt gæti verið að byggja þar og reka jarðvarmastöð til raforkuframleiðslu sem gæti þá verið til almenningsnota í Reykja- vík. Samningamenn Reykjavikur- borgar hafa nú samið þennan rétt af sér því að í samningnum er fram tekið að Landsvirkjun hafi einkarétt til að byggja orkuver 5 MW og þar yfir. Við öðru var ekki að búast Af þessum atriðum má sjá auk hinna almennu ókosta sem þetta nýja kerfi hefur í för með sér og ég gat um í upphafi fer því fjarri að hagsmuna Reykjavíkur hafi verið nægilega gætt í þessum samningum. Reyndar var aldrei við því að búast eins og til þessarar samn- ingagerðar var stofnað, auk þess sem vinstri flokkarnir í borgar- stjórn hafa því miður sýnt það í hverju málinu á fætur öðru að þeir cru mjög hallir undir vinstri stjórnina og þá ráðherra sem þar sitja."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.