Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ1979 Auður Eiríksdóttir Ijósmóðtr—Mbmmg Fædd 20. september 1902. Dáin 8. júlí 1979. Sól rís að morgni og sól gengur til viðar að kvöldi. Þannig er einnig varið skeiði venjulegrar mannsævi. Frá morgni lífsins fer dagur í hönd, starfstíminn á sitt sólríki með skuggum og skúrum fr einum tíma til annars, degi hallar, kvöldið kemur og nóttin færist yfir með hvíld og svefni eftir langan dag. Þannig leið ævi Auðar Eiríksdóttur, húsfreyjunnar að Hjallalandi 6 í Reykjavík, en hún kvaddi þennan heim í svefni þann 8. júlí s.l. tæplega 77 ára að aldri. í dag er hún færð til hinstu hvíldar í Fossvogskirkjugarði. Við það tækifæri eru margir, sem til henn- ar hugsa og henni þakka langt samstarf og tengja kærar minn- ingar um góð samskipti við góða konu á langri vegferð lífsins. Á Borgum í Þistilfirði leit Auður dagsins ljós í fyrsta sinn þann 20. september 1902. Foreldrar hennar voru Þorbjörg Guðmundsdóttir og Eiríkur Kristjánsson, er þar bjuggu þá og víðar á nálægum slóðum síðar, athafnafólk, sem Auður hefur lýst í greinargóðri frásögn, er birtist í bókinni. Móðir mín — Húsfreyjan, sem út kom hjá Skuggsjá árið 1977. Við skilyrði sveitalífsins á þessum slóðum ólst Auður upp ásamt systkinahópi, með stjórn- sama og stórhuga móður sem sérlega fyrirmynd. Á heimili for- eldranna mótuðust þeir hæfileik- ar, er auðkenndu Auði ætíð síðan, en að sjálfsögðu efldust þeir við samskipti meðal margs fólks á námsbraut og ævivegi. Á frjóum og vel yrktum akri mannlegs lífs átti Auður upphaf sitt og bjó yfir auðlegð andans úr þeim jarðvegi, en líkamsþróttur og líkamshreysti var aldrei í samræmi við andlegt atgjörvi enda var hún langtímum saman hrjáð af heilsuveilum. Það lét Auður þó ekki á sig fá heldur gegndi köllun hverri, oft fram yfir það, sem þrek og heilsa leyfði. Leiðin lá að heiman í leit að menntun og menningarauka og var hvorutveggja sem að því stuðl- aði, eigin hvatir og hvatning aðstandenda. Auður fór í Ljós- mæðraskólann, útskrifaðist þaðan, gegndi síðan ljósmóður- störfum á Raufarhöfn en leitaði svo framhaldsmenntunar við fæðingardeild Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn. Heim komin eftir dvöl ytra gegndi hún um skeið ljos- móðurstörfum á Patreksfirði, en síðar og miklu lengur í Vest- mannaeyjum við orðstí sem fylgdi henni lengi síðan. I Vestmannaeyjum kynntist hún ungum manni, Karli Jakobs- syni frá Haga í Aðaldal, er þar stundaði atvinnu. Þau kynni vöruðu ævilangt, því að þau gengu í hjónaband árið 1936, voru fyrst uni sinn í Eyjum, fluttu síðar til Reykjavíkur, bjuggu þar í Drápu- hlíð en reistu sér síðar aðra íbúð að Hjailalandi 6 í Fossvogi og hafa búið þar síðustu árin. Karl er húsasmiður að mennt- un, gegndi hlutverkum á því sviði um áraröð en hefur hin síðustu ár verið í föstu starfi sem fagmaður við Borgarspítalann í Reykjavík. Þau hafa eignast tvo sonu: Þráin, verkfræðing að menntun, með eigin verkfræðistofu í höfuðstaðn- um og örlyg, er stundað hefur nám í París og Reykjavík, hefur lokið prófi í þjóðfélagsfræði við Háskóla Islands, en stundar nú framhaldsnám i Þýzkalandi. Eftir tilkomu drengjanna færðust hlutverkin frá opinberum vettvangi í vaxandi mæli yfir á svið heimilisstarfanna og þar hlaut meginverksvið Auðar að vera hin síðari ár, þau voru stundum all vinnufrek því að á heimilinu var gestrisni sérleg og þangað komu margir, sem hlutu bæði gistingu og beina, að ógleymdu því, að þar dvöldust löngum námsmenn í húsum og nutu alúðlegra heimilshátta af hendi húsmóðurinnar, rétt eins og hún væri að sinna eigin börnum. Það ver ríkt í eðli Auðar að hugsa um aðra fyrst en sjálfa sig síðar og það gerði hún eins þó að heilsa hennar væri stundum svo tæp, að þrótt skorti til að gegna þeim hlutverkum eins vel og hún vildi, og það voru ekki aðeins heimilisstörfin heldur og sitthvað utan heimilis, sem hún taldi sjálf- sagt og skylt að gegna. Hún var ekki bara góð móðir eigin börnum, heldur og hvar sem sönn móðurhlutverk var unnt að rækja þótt aðrir ættu börnin. Get ég þar vel um dæmt því að hún var ljósa tveggja barna minna og rækti við þau móðurlegar tilfinn- ingar allt til síðustu stunda. Það fundu þau og kveðjur frá þeim fylgja þessum línum til hennar alla leið yfir til annarrar tilveru, með kæru þakklæti. Auður annaðist heimili sitt með alúð á öllum tímum og lagði metnað sinn í að gera það hlýlegt, veglegt og farsælt. Af alhug fylgdi hún veiferð drengjanna sinna á öllum leiðum vaxtar og þroska, náms og starfs. Sambúðin hjón- anna og fjölskyldunnar allrar bar því glögg vitni í hvívetna, að heimilið var háborg húsmóður- innar og gestir fundu glöggt, að þar var þekkilegt að koma og dvelja. Samheldni fjölskyldunnar var traust og viðhorf Auðar um uppeldismál og framtíð niðjanna mótaðist af því hugarfari, að afar og ömmur mættu gjarnan vera með þegar beina skyldi yngstu kynslóðinni inn á brautir uppeldis til undirbúnings fyrir ævistörf. Og þar fékk hún líka tækifæri til starfa. í fari Auðar Eiríksdóttur skip- uðu vinátta og vinfesti öndvegi. Það getur undirritaður vel vottað. Þegar hún var við framhaldsnám í Kaupmannahöfn var ég sjúklingur á sjúkrahúsi þar. Hana hafði ég aldrei séð né þekkt þegar hún í fyrsta sinni heimsótti mig, ekki bara einu sinni heldur sem gestur við rúm mitt mörgum sinnum. Vináttan, sem þá mótaðist, hef- ur varað síðan, og eftir að ég flutti heim til íslands með fjölskyldu og þau Auður og Karl frá Vest- mannaeyjum til Reykjavíkur, hafa gagnkvæmar heimsóknir og ýmiss samskipti fjölskyldnanna verið á þann veg, að bönd vinskapar hafa traust reynst og haldgóð. Fyrir rausn, alúð og trygglyndi, sem alla tíð hefur ríkt frá hálfu hennar, sem nú er kvödd, skal velþóknun mín og fjölskyldu minnar tjáð með sérstakri virðingu og þakklæti. Og þegar hún nú hverfur til annarrar og æðri tilveru tjáum við að leiðar- lokum. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt“. Gísli Kristjánsson. Sunnudaginn 8. þ. mán. andað- ist að heimili sínu, Hjallalandi 6 hér í borg, frú Auður Eiríksdóttir frv. ljósmóðir. Hafði hún þá átt við alllanga vanheilsu að stríða. Þau fáu orð, sem ég set hér á blað eiga ekki að vera skrá um ætt hennar og uppruna, né heldur upptalning á fjölda atriða á langri og merkri ævigöngu, heldur aðeins kveðjuorð, sem henni skulu færð af mikilli virðingu og þökk frá mér undirrituðum og konu minni, Elínu S. Jakobsdóttur. Frú Auður var ljósmóðir að mennt. Hafði hún lært til þeirra starfa bæði hérlendis og erlendis. Hvorki mun hana hafa skort gáfur né aðra hæfileika til námsins. Enda kom það á daginn, er hún fór að stunda starfið, að það var unnið af mikilli kunnáttu og leikni, og umfram allt af mikilli samvizku- semi og einlægum áhuga. Það er fagurt orð ljósmóðir. Það bendir svo skýrt til grundvallar starfsins, sem sé að lýsa hverju barni fyrsta spölinn inn í þessa mannlegu veröld okkar, veröld, sem svo oft virðist vera og reynast mörgum bæði dimm og köld. Auður virtist skilja sitt ábyrgða- mikla hlutverk með afbrigðum vel, átti það jafnt við gagnvart barni og móður í hvívetna. Taldi hún ekki eftir sér ferðirnar, hvort sem var að nóttu eða degi, öll þau ár, sem hún stundaði ljósmóðurstarf- ið í Vestmannaeyjum, sífellt tilbú- in að rétta líknar- og hjálparhönd. Ætti ég að lýsa þeim grundvelli, sem hún virtist byggja allt sitt starf á, þá væri sú lýsing á þessa leið: Hún var af eðlishvöt lýsandi og leiðandi persóna. Lipurð og leikni líknandi handa mikil, sem stjórnaðist af eðlislægum hjálpar- vilja og kærleiksþeli til alls, sem lifir -og þarf á ljósi og líkn að halda. Þegar þessi grundvöllur starfsins er íhugaður, þá verður líka auðskilin gæfa hennar og öll farsæld í löngu starfi. Auður var gift Karli Jakobssyni húsasm.meistara, miklum ágætis- og hæfileikamanni. Hann lifir konu sína ásamt tveimur sonum þeirra. Þeir eru Þráinn verkfræð- ingur, og Örlygur, sem nú er að ljúka háskólanámi erlendis. Þau hjónin, Auður og Karl, voru samstillt í að búa sér og fjölskyldu sinni glæsilegt heimili. Var fegurð þess bæði fólgin í útliti, sem byggðist á smekkvísi þeirra beggja, og þá ekki síður í einlægri gestrisni og hlýju, sem ætíð hefir geislað um það heimili. Ég og kona mín höfum átt því láni að fagna að eiga þau hjón að hollvinum í áratugi. Auður var mikil húsmóðir. Hún stjórnaði heimili sínu innanhúss af sömu festu, reisn og skörungsskap, sem fylgdi henni í öllum störfum og framkomu hvar sem var. Hún var ströng í reglusemi, en létt í máli og skemmtileg í samræðum, ekki síst vegna þess að hún var föst í skoðunum og lét álit sitt í ljós opinskátt og af fullri einurð við hvern sem var. Fyrir alla tryggð hennar og langvarandi vináttu, endurtek ég innilegt þakklæti okkar hjóna. Þá vil ég votta manni hennar, sonum þeirra, tengdadætrum og barnabörnum, okkar dýpstu sam- úð. Guð blessi minningu hinnar mætu og mikilhæfu konu. Megi hinn lýsandi og yljandi ljósmóður- hugur hennar fylgja áfram af- komendum hennar og allri fjöl- skyldunni til velgengni og far- sældar. Rvk. 15. júlí 1979 Halldór Guðjónsson Faöir okkar t SKAPTI ÓLAFSSON, Mónagötu 24, fyrrverandi matsmaöur viö Veödeild Landsbankans, andaöist mánudaginn 16. júlí. Gísli Skaptason, Katrín Skaptadóttir, Aóalheiöur Skaptadóttír. t DAVÍÐ ÁSKELSSON Kjarrhólma 10, Kópavogi lezt 14. juli i Landakotsspítala. Híldigunnur Davíösdóttir, Ketill Högnason, Ásrún Davíösdóttir, Haraldur Friöriksson, Kristín H. Oavíðsdóttir, ívar Rambert, Heimir Áskelsson, Anna Jónasdóttir, Aöalbjörg Ásta Askelsdóttír, og barnabörn. t Móöir okkar GUÐRUN GUDMUNDSDÓTTIR, Efri-Gegnishólum, andaóist á sjúkrahúsinu á Selfossi þriöjudaginn 17. júlí. Börnir, Bróöir okkar t JÓNAS ÓLAFSSON andaöist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 15. júlí. Fyrir hönd ættingja. Leó Ólafsson og systur. t Mínar innilegustu þakkir öllum þeim er auösýndu mér samúö og hlýhug vegna andláts og útfarar mannsins míns BERGÞÓRS SIGUROSSONAR, Fannborg 1, Kópavogi. Kristbjörg Þorvaróardóttir. t Konan mín, KRISTÍN GUDMUNDSDÓTTIR Grettisgötu 45 andaöist á Borgarspítalanum 17. júlí. Jaröarförin auglýst síöar. Jón S. SteinÞórsson. t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, HJALTI JÖRUNDSSON skósmíöameistari Skipasundi 65 veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 19. júlí kl. 1.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hins látna er vinsamlegast bent á Styrktarfélag lamaöra og fatlaöra Jónína Erlendsdóttir, Hulda Hjaltadóttir, Rafn Benediktsson, Arndís Hjaltadóttir, Björg og Jan Engseth, Hjalti ReyWisson, Jóna Birna Reynisdóttir, Arnar Reynisson, Benedikt Rafn Rafnsson, Laufey Björg Rafnsdóttir. t Viö flytjum innilegar þakkir öllum þeim, sem auösýndu tryggð sína og vinarhug viö andlát og útför BJÖRGOLFS BALDURSSONAR, fyrrv. flugvirkja, Hverfisgötu 88. Sérstakar þakkir flytjum viö stjórn og félagsmönnum KFUM og K, Kristniboösfélags karla, Knattspyrnufélagsins Vals og Flugvirkja- félags íslands, og einnig öörum vinum og vandamönnum. Guö blessi ykkur öll. F.h. hönd nánustu ættmenna. Arnbjðrg Baldursdóttir, Gunnar Þ. Sigurjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.