Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ1979 VARNIR SVIA 1 LAMASESSI Sænski heraflinn hefur verið geysiöfl- ugur til skamms tíma. Sænski flugherinn hefur verið einhver sá öflugasti í heimin- um. En nú er dökkt útlit í sænskum varnarmálum, samkvæmt eftirfarandi yfirliti AP eftir Harald Möllerström í Stokkhólmi. Þótt yfirmenn sænskra varnarmála segi að varnargeta Svía sé viðunandi hafa herforingjar Nato látið í ljós alvarlegar efasemdir um varnarhæfni þeirra. Yfirmenn flughersins og sjóhers- ins telja að næstu ár geti skipt sköpum vegna sívaxandi verðbólgu, aukins kostn- aðar og pólitísks rifrildis stjórnmála- flokkanna. „Nato og sér í lagi Norðmenn, sem verja stóran hluta norðurvængsins, hafa U áhyggjur," segir talsmaður sjóhersins, Sven Karlsson sjóliðsforingi. „Norðmenn hafa fylkt liði sínu frá nyrzta odda Skandinavíu og meðfram vesturströnd- inni í von um að Svíar kunni að veita þeim skjól á suðurvæng þeirra, ef svo færi að Svíar drægjust einnig inn í átök. Sovézki Murmansk-flotinn hefur flutt æfingar sínar lengra suður á bóginn og nú síðast til Færeyja og innsiglingarinn- ar í Eystrasalt. Þeir hafa ennþá hinar mikilvægu viðgerðarstöðvar sínar á Leníngrad-svæðinu." Talsmaður flughersins, Rolf Clements- son ofursti, tók í sama streng og stað- festi að Nato hefði áhyggjur af ástand- inu. „Embættismenn Nato hafa ekki aðeins áhyggjur af vesturlandamærum okkar. Þeir hafa sömu áhyggjur af allri strandlengju okkar sem er 2.700 km.“ FLUGVÉLUM FÆKKAÐ Flugherinn hafði yfir að ráða 50 flug- deildum (850 flugvélum) 1955 og 39 flugdeildum (660 flugvélum) 1966 og þeim verður fækkað í 17 eða um 340 flugvélar fyrir miðjan næsta áratug. Flugherinn fékk tiltölulega góða meðferð hjá stjórnvöldum frá því á árunum fyrir 1960 og var meginbrjóstvörn Svía, en hann hefur orðið fyrir nokkrum skakka- föllum á síðari árum. Svíar voru á góðri leið með að verða meiriháttar flugvélaframleiðendur með orrustuflugvélum eins og J-29 („Fljúg- andi tunnan"), A-32 Lansen, AJ-35 Draken og J-37 Viggen, en Ola Ullsten forsætisráðherra sagði nýlega að Svíar hefðu ekki lengur efni á því að smíða herflugvélar af eigin rammleik. Jafn- framt ákvað ríkisstjórnin að leggja á hilluna áætlanir um smíði nýrrar flug- vélar, Saab SK38/A38, sem átti meðal annars að koma í stað árásardeilda Viggen-flugvélanna þegar þær verða teknar úr notkun eftir 1990. „Við höfum ekki efni á flugvélaiðnaði af núverandi stærðargráðu" sagði UIl- sten um áætlunina, þá fyrstu síðan AJ 37 kerfinu var komið upp fyrir einum áratug, en hún hefði kostað 24.000.000.000 milljónir s.kr. Ríkisstjórn- in hefur skipað nefnd til þess að athuga ýmsa valkosti, sem illa settur flugher Svía getur valið um, en skýrslu hennar er ekki að vænta fyrr en í febrúar á næsta ári og forráðamenn flughersins eru svartsýnir. SLÆMT ÚTLIT . „Útlitið í framtíðinni er skelfilegt. Þegar við ákváðum smíði SK38/A38 völdum við ódýrustu leiðina. Ef okkur hefði verið leyft að hefja smíði algerlega Sænski tundurspillirinn Halland Spjallað við tvo íslenska siglingakappa Eins og skomið hefur fram í Morgunblaðinu kom breska úthafsskútan Francis Drake í höfn á Seyðisfirði fyrir nokkru. Skútan kom frá Skotlandi og um borð voru 14 ungmenni á aldrinum 17—25 ára, þar af voru tveir íslenskir strákar, Magnús Erlingsson og Aðal- steinn Jens Loftsson, frá Siglingaklúbbi Reykiavíkur, en þeim var boðið að vera með í siglingunni til íslands. Auk ungmennanna voru um borð í skútunni fjórir þaulvanir siglingamenn. Blaðamaður Mbl. ræddi við þá Magnús og Aðalstein fyrir stuttu og létu þeir vel af siglingunni. Sögðu þeir að ferðin hefði verið farin á vegum Ocean Youth Club, sem hefði það að markmiði að kynna ungling- um úthafssiglingar, og Brathaey, enskum náttúruverndarsamtökum, sem hefðu það á stefnuskrá sinni að vinna með ungu fólki að náttúru- rannsóknum og náttúruskoðun. „Akveðið var að bjóða tveimur íslendingum að vera með í sigling- unni og í því skyni var haft samband við Hinrik Bjarnason framkvæmdastjóra æskulýðsráðs Reykjavíkur. Við vorum síðan vald- Um borð í úthafsskútunni Francis Drake. ir til fararinnar og flugum við út til Glasgow í Skotlandi þann 22. júní. Þaðan fórum við til Oban og gistum þar á skátaheimili fyrstu nóttina. Daginn eftir fórum við um borð í skútuna og hjálpuðum til við að ferma hana og skoðuðum okkur um, svona til að átta okkur á hlutunum. Að morgni sunnudagsins 24. júní var lagt af stað og sigldum við fyrst upp á milli skosku eyjanna og komum á mánudagskvöldið til Shetlandseyja. Þá var farið að hvessa nokkuð og kominn 30—40 hnúta vindhraði, sem jafngildir svona 9 vindstigum, en eiginlega má segja að við höfum fengið mótvind alla leiðina til íslands. Eftir að við lögðum af stað frá Shetlandseyjum lentum við í alls kyns erfiðleikum, kompásinn fest-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.