Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ1979 Áfangaskýrsla Olíunefndar: Eftirspurn eftir olíu á heimsmarkaði 5% meiri en raunverulegt framboð OLÍUNEFND, sem skipuð var 19. mal s.l. skilaði áfanga skýrslu til rfkisstjórnarinnar nú nýverið. Skýrslan fjallar um olíukaup erlendis, verðviðmiðan- ir í olíinnkaupum og olfufragtir. Kemur m.a. fram f skýrsiunni að aðalástæða þeirra gffurlegu verðhækkana sem orðið hafa á olfu í heiminum er skortur á olíu, sem stafar aðallega af minnkun framleiðslunnar f íran og skap- aði strax hamstur á frjálsa markaðnum. 1 lok skýrslunnar eru dregnar saman niðurstöður nefndarinnar. Telur hún að skapast hafi mjög alvarlegt ástand og miklu varði að ráðstaf- anir stjórnvalda f olfuinnkaupa- málum miðist við að tryggja þjóðarbúinu nauðsynlegt olfu- magn. Segir þar einnig, að ekki megi gera ráð fyrir, að íslend- ingar geti fengið olíu ódýrar en aðrir kaupendur. Á blaðamannafundi, sem boðað var til í gær í tilefni af þessari fyrstu áfangaskýrslu nefndarinn- ar, gerði formaður hennar, Ingi R. Helgason hæstaréttarlögmaður, grein fyrir störfum hennar og innihaldi skýrslunnar. Sagði hann verkefni nefndarinnar hafa verið að kanna stöðu olíuinnkaupamála og í framhaldi af því flutninga til landsins, flutninga innanlands og verðmyndunarkerfi innanlands, þ.m.t. skattlagningu hins opinbera, bankakostnað o.fl. í þessari skýrslu væri nær eingöngu úttekt á olíuinnkaupunum og heimildir fengnar í gegnum innlendar og erlendar skýrslur og með aðstoð stofnana og sendiráða erlendis. í skýrslunni kemur fram, að miðað við núverandi heimsnotkun er talið, að þekktar og hagkvæmar birgðir hinna ýmsu orkugjafa muni endast svo sem hér segir: Olía 30 ár, jarðgas 45 ár, kol 200 ár og úraníum 75 ár. Einnig er þar vitnað í orð aðalframkvæmda- stjóra „International Energy Ag- ency“, hr. Ulfs Lantzke, sem hann viðhafði 22. júní s.l. um það mat stofnunar sinnar, að árið 2000 mundi vanta 28 millj. tunna af olíu á dag, eða sem svarar helmingnum af heimsframleiðslunni, eins og hún er nú, þótt hagvöxtur yrði ekki nema 3.4% og jafnvel þótt Saudi- Arabía yki framleiðslu sína upp í 15 millj. tunna á dag og kolafram- Frá blaðamannafundi olíunefndarinnar í gær. í nefndinni eiga sæti tveir aðilar frá hverjum stjórnarflokkanna, þeir Ingi R. Helgason formaður, Halldór Ásgrímsson varaformaður, Finnbogi Jónsson, Gunnlaugur Stefánsson, Eyjólfur Sigurðsson og Stefán Jónsson. Ljósm. Mbl. Kristinn. sem er 33% meira en við fluttum inn þaðan það ár. I niðurstöðum skýrslunnar segir m.a.: „Nefndin telur nauðsynlegt að allt kapp verði lagt á að skoða málið ofan í kjölinn og að athugað verði á hlutlægan hátt, hver er raunveruleg samningsaðstaða þjóðarinnar varðandi olíuinnflutn- ing hennar í bráð og lengd.“ Þar segir einnig að ekki megi gera ráð fyrir, að Islendingar geti fengið olíu ódýrar en aðrar þjóðir. Talið er nú, að eftirspurn eftir olíu á heimsmarkaði sé um það bil 5% meiri en raunverulegt fram- boð. Flest virðist benda til þess, að það jafnvægisleysi, sem ríkir á markaðnum milli framboðs og eftirspurnar muni haldast og olíu- verð muni ekki lækka einnig segir: „Mismunur á verði fullunninna olívara og hráolíu er nú óeðlilega mikill, en það er mat nefndarinn- ar, að það verði fremur verðhækk- un á hráolíu en verðlækkun á unnum olíuvörum, sem jafni bilið." Nefndin telur nauðsynlegt, að þrautkannað verði, hvort mögulegt sé að kaupa olíuvörur Islendinga inn á grundvelli verðlagningar á hráolíu að viðbættum hreinsi- kostnaði og hóflegri álagningu og/eða hvort möguleiki sé að semja um hráolíukaup og hreinsun við sitt hvorn aðilann. Nefndin hefur vitneskju um, að um 35% afkastagetu olíuhreinsistöðva heimsins er ekki nýtt. „U ndanbragðalaust verður að koma á sparnaði og bættri nýtingu“ I lokaniðurstöðum skýrslunnar segir: „Nefndinni þykir rétt að setja fram fáein mikilvæg atriði, er varða olíuvandann, bæði til árett- ingar og athugunar, þó hún hafi ekki haft aðstöðu til að kryfja þau leiðslan yrði tvöfölduð og kjarn- orkuframleiðsla tólffölduð. Influtt orka 40% af heildarorkunotkun landsmanna Nokkuð er einnig fjallað í skýrsl- unni um muninn á hráolíumark- aðnum og markaði fullunninnar olíu. Olíuinnkaup íslands eru ein- göngu fullunnin olía, meðan flestir kaupendur olíu kaupa hráolíu og hreinsa hana til eigin þarfa, en mikill verðmunur er þar á. Orkuneyzla er mjög mismunandi í löndum heims. Utreikningar varðandi ísland benda til, að við séum meðal þeirra þjóða seem mesta orku nota á mann. Innflutt eldsneyti er um 2.7 tonn á íbúa í landinu, þannig að umreikningur í jafngildi olíutonna gefur til kynna, að innflutta orkan sé um 40% af heildarnotkuninni. Þrátt fyrir að Islendingar búa að miklum auðæf- um í orkulindum landsins hefur vatnsorka og jarðhiti ekki verið nýtt nema að litlu leyti. Erum við því enn mjög háð innfluttri orku. Þetta Iínurit sýnir þróun verðlags á benzfni, gasoliu og svartoliu frá miðjum mánuði 1975 og fram dagsins í dag á Rotterdammarkaðnum. Miðað er við kostnað pr. tonn í bandaríkjadollurum. til Á þessu línuriti má sjá viðmiðun markaðsverðs á þorskblokk í Bandaríkjunum og innflutningsverð á gasoliu á sama tirfia. Má sjá að framan af hefur verðlagið nokkuð haldist í hendur, en eftir mitt ár 1973 skiljast leiðir og mikill munur er hér á nú. Orkureikningur íslendinga hækkar í ár um 124% Orkureikningur íslendinga fyrir árið 1978 hljóðaði upp á samtals 46 milljarði, þ.e. 18 milljarða, 39%, fyrir innlenda orku og 28 millj- arða, 61 %, fyrir innflutta. Áætlað- ur heildarkostnaður fyrir árið í ár er 103 milljarðar og af því innlend orka 29 milljarðar, 28%, og inn- flutt 74 milljarðar, 72%. Þessar tölur eru miðaðar við gengi hvors árs og er þarna um að ræða 124% tölulega hækkun á milli ára, sem leggst af miklum þunga á heimili og atvinnuvegi, eins og segir í skýrslunni. Nokkuð er fjallað um helztu olíumarkaði heimsins og hugsan- legar breytingar m.a. áþreifingar á undanförnum þremur árum um olíukaup í Noregi. Segir í skýrsl- unni, að niðurstöður þeirra áþreif- inga séu neikvæðar þar sem norsk stjórnvöld séu ekki aflögufær um olíu. Norðmenn kaupi sjálfir mikið magn olíu frá Persaflóa og árið 1978 keyptu þeir olíu frá Sovetríkj- unum fyrir um 68.4 millj. dollara, til mergjar, en mun kanna þau í samræmi við skipunarbréf nefnd- arinnar: 1. Undanbragðalaust verður að koma fram sparnaði og bættri nýtingu á öllum sviðum eldsneyt- isnotkunar. Ríkisstjórnin hefur þegar samþykkt áform um elds- neytissparnað og þarf að fylgja þeim áforníum fast eftir. Upplýsa þarf almenning um gildi eldsneyt- issparnaðar fyrir þjóðarbúið og um hvernig megi ná hámarkshag- kvæmni í notkun eldsneytis. A þetta jafnt við um húshitun, sam- göngur, fiskveiðar og annan at- vinnurekstur. 2. Stórátak þarf að gera til að beina orkunotkuninni inn á inn- lenda orkugjafa bæði í atvinnulífi og í almennri notkun. Nauðsynlegt er við þær aðstæður, sem skapast hafa, að endurmeta öll fram- kvæmdaáform þjóðfélagsins. 3. Koma þarf upp og efla atvinnu- vegi, sem framleiða og flytja út vörur, sem mikla innlenda orku þarf til að framleiða. 4. Efla þarf rannsóknir á sviði innlendrar eldsneytisframleiðslu, sem byggir á innlendum orkulind- um“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.