Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ1979 31 $igruðu Breta og Itali í tugþraut ÍSLENDINGAR urðu í fjórða sæti í sínum riðli í undanúrslit- um Evrópubikarkeppninnar í fjölþrautum í Bremerhaven í Vestur-Þýzkalandi um helgina. Sigruðu íslendingarnir bæði ítali og Breta, en írar mættu ekki til keppninnar sökum mannfæðar í þessari grein, að sögn Einars Frímannssonar fararstjóra. Þá mættu Júgóslvar ekki til keppn- innar, af ókunnum ástæðum. Kvennaliðið í fjölþrautum varð að láta sér lynda neðsta sætið í fimmtarþrautinni. Það var fyrst og fremst gott hlaup Þráins Hafsteinssonar í 1500 metrunum, síðustu greininni, sem tryggði sigur yfir Bretum og ítölum, en hann vann hlaupið. Stefán Hallgrímsson hætti keppni þar sem hann gerði öll köst sín í kúluvarpinu ógild. Vestur-Þjóð- verjar sigruðu í bæði tugþrautinni og fimmtarþrautinni. Röð og ár- angur íslenzku keppenda var ann- ars sem hér segir: Nr. 11 Elías Sveinss. 7.241 st. (11,42 - 6,35 - 13,42 - 1,89 - 51,71 - 15,29 - 49,76 - 4,00 - 58,34 - 4:36,4) Nr. 15 Þráinn Hafst.ss. 6.830 st. (12,23 - 6,26 - 13,60 - 1,75 - 52,19 - 16,38 - 44,26 - 3,90 - 51,56 - 4:18,8) Nr. 17 Þorsteinn Þórss. 6.729 st. (11,75 - 6,18 - 12,03 - 1,89 - 51,73 - 16,22 - 34,48 - 4,00 - 56,80 - 4:38,8) Fimmtarþraut: Nr. 18 Lára Sveinsd. 3.673 st. (14,27 - 9,24 - 1,60 - 5,25 - 2:24,6) Nr. 20 Þórdís Gíslad. 3.516 st. (15,14 - 8,76 - 1,72 - 5,11 -2:34,5) Nr. 21 Helga Halldórsd. 3.308 st. (14,91 - 8,05 - 1,50 - 4,99 - 2:27,5) Nr. 22 Sigr. Kjartansd. 3.290 st. (15,41 - 7,94 - 1,40 - 5,04 -2:15,6) Sigríður var fljótust allra kepp- enda í 800 metra hlaupinu og sigraði stúlkur sem eiga nokkuð betri árangur. —ágás. Elías Sveinsson stóð sig með miklum ágætum í tugþrautarkeppninni, en fastir liðir voru eins og venjulega hjá Stefáni, hann hætti keppni. Hverjum tekst að skora hjá Óla Ben? UM NÆSTU helgi mun hand- knattleiksdeild Víkings gangast fyrir stærstu útihátíð landsins að Kolviðarhóli. Nefnist útihátfðin KOL 79. Margt verður um að vera á útihátíðinni en markmiðið er þó að mótsgestir verði þátttak- endur en ekki eingöngu þiggj- endur, og er skemmtidagskráin byggð upp með þetta í huga. Ýmis atriða verða í dagskránni eins og vftakeppni þar sem gestir fá að reyna sig f vftaskotum á móti ekki óþekktari köppum en Ólafi Benediktssyni landsliðs- Á FUNDI hjá aganefnd KSÍ í gærkvöidi voru 10 leikmenn sett- ir f eins leiks bann vegna þess að þeir höfðu hlotið 10 eða fleiri refsistig. Eftirtaldir leikmenn fara f bann: Ragnar Gfslason, Vfkingi. Sig- urlás Þorleifsson Víkingi, Björn markverði og Bodan þjálfara Vfkings en hann hefur leikið á milli 50—60 landsleiki fyrir Pól- iand, og svo lengi sem fólki tekst að gera mark fær það að halda áfram. Þá verður stultuhlaup, poka- hlaup, limbó, húlahoppkeppni, broskeppni og margt fleira. Hand- knattleiksmót verður að morgni laugardags. Góð aðstaða verður fyrir móts- gesti, komið hefur verið fyrir sérstakri vatnslögn og salernum Svavarsson Haukum, Ragnar Margeirsson ÍBK, Valdimar Freysson Dagsbrún, Vignir Þor- láksson Haukum, Þórður Hall- grfmsson ÍBV, Magnús Bergs Val, óskar Ingimundarson KA. ÞR. og tjaldaðstaða er mjög góð. Þá verður slysavakt á staðnum. Tvær hljómsveitir munu leika fyrir dansi föstudags- og laugar- dagskvöld og einnig verður diskó- tek í gangi í stóru tjaldi. Þá verður ungfrú Kolfríður kosin á útihátíð- inni. Að sögn Hannesar Guðmunds- sonar, stjórnarmanns í hand- knattleiksdeild Víkings, reyna íþróttafélög ýmsar leiðir til að afla sér fjár til starfseminnar sem er æði kostnaðarsöm, og þess vegna ráðast Víkingar í þetta stórfyrirtæki sem þeir vonast til að heppnist vel og verði öllum til ánægju. —þr. Dagskrá á KOL 1979. Föstudagur 20. júlí: Kl. 21.00 Hátíðin sett 21.10 Dansleikur Laugardagur 21. júlf: 11.00 Handknattleiksmót 13.00 Vítakeppni 15.00 Pokahlaup 15.20 Limbó 15.40 Sippukeppni 16.20 Fegurðarsamkeppni 16.40 Stultuhlaup 17.00 Úrsl. í handknattl.móti 17.45 Húlahoppkeppni 18.15 Broskeppni 20.00 Diskótek byrjar 22.00 Dansleikur 10 fara í leikbann Árni leikur með KAgegn Feyenoord á Akureyri KA FÆR svo sannarlega góðan liðsstyrk í leikinn við hollenska liðið Feyenoord í næstu viku. Landsliðsmarkvörðurinn Árni Stefánsson kemur frá Svíþjóð og mun hann leika með sfnum gömlu félögum gegn Feyenoord. Feyenoord kemur hingað til lands n.k. mánudag og leikur hér fjóra leiki, tvívegis gegn ÍA og gegn ÍBV og KA. Öll íslenzku liðin fá lánsmenn og hefur áður komið fram að Ásgeir Sigurvinsson leiki með ÍBV í Vestmannaeyjum, en hann hefur ekki leikið með sínum gömlu félögum síðan hann gerðist atvinnumaður 1973. Þá mun Karl Þórðarson Ieika fyrri leikinn með ÍA og stefnt er að því að Pétur Pétursson leiki seinni leik ÍA gegn félagi hans Feyenoord. -SS. Kalott-keppnin: Vilmundur og Lilja ekki með ÍSLENZKA frjálsiþroftalandsliðið heldur áleiðis til Bodö í Norður- Noregi, en þar tekur liðið þátt í hinni árlegu Kalott-keppni um næstkomandi helgi. I hópnum sem hélt utan í morgun var 31 maður. íþróttamenn og fararstjórar. í fyrradag kom til Bodö frá Bremer- haven hiuti fjölþrautaliðsins sem þar keppti, og á næstu dögum koma nokkrir fþróttamenn til viðbótar frá Svíþjóð og V-Þýzkalandi. Ljóst var í gær að hvorki Vilmundur Viihjálmsson spretthlaupari né Lilja Guðmundsdóttir millivegaiengdahlaupari yrðu meðal kepp- enda. Vilmundur hefur átt við meiðsli að stríða og er ekki orðinn fyllilega góður af þeim. Skeyti barst svo FRÍ í gær frá Lilju. þar sem hún sagðist ekki keppa í Kalott, en nánari skýringar voru ekki gefnar. Valbjörn Þorláksson heldur frá Bodö eftir keppnina til Vestur- Þýzkalands og tekur þátt í heimsmeistaramóti öldunga sem haldið verður í Hannover um aðra helgi. Nokkrir frjálsíþróttamenn halda og til Svíþjóðar frá Bodö og keppa á mótuir. í Piteá og Skellefteá í næstu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.