Morgunblaðið - 30.08.1979, Side 10

Morgunblaðið - 30.08.1979, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979 „Ef ég væri yngri kæmi ég hingað árlega 99 — rætt við Friedrich Grohe „EF ÉG væri yngri kæmi ég hinKað árlega,'* sagði Friedrich Grohe, sem byKgt hefur upp Grohefyrirtækið — stærsta fyrir- tæki í heiminum á sfnu sviði, f framleiðslu blöndunar,- hitastýri- og vatnshreinsitækja. Hann hefur nú dregið sig að mestu frá skar- kala viðskiptalffsins — stendur á hálfáttræðu. Meðalmaður á hæð, með greindarlegt andlit og hlýjan skfn úr augum hans. HófmannleK framkoma og hógværð gefa ekki þá fmynd að hann hafi afrekað meiru en flestir um ævina. Hann hóf þó feril sinn með tvær hendur tómar en með hugviti sfnu og krafti hefur hann byggt upp stórveldi, sem teygir anga sína til allra heimsálfa. Tæplega 3400 manns starfa við fyrirtækið, sem hefur aðalstöðvar sfnar f Hemer f Westphalen í V.-býzkalandi. Hann dvaldist hár fyrri hluta mánaðarins, kom færandi hendi — afhenti sjúkrastofnunum vfðs vegar um land vatnsnuddtæki að gjöf. Gjafir þessar eru að andvirði á milli 6—7 milljónir króna. „Aðeins lítilræði," sagði hann. Þó Grohe hafi byggt upp stórveldi er teygir anga sfna til allra heims- álfa þá var íslandsheimsókn hans aðeins önnur viðskiptafcrð hans til útlanda. Áður hafði hann farið til (rans en jafnframt þvf hafði hann dvalist hálft annað ár f S-Afríku og kom þar upp verk- smiðju skömmu eftir strfðið. Þegar á unga aldri snerist hugur Grohe til hönnunar blönd- unartækja. Þegar upp úr 1930 hannaði hann krana, en með hon- um var jöfnum höndum hægt að opna og loka fyrir vatnsstreymið og blanda heitu og köldu vátni. Við þetta vann hann í fjósinu heima í Hemer. „Það var mörgum hindrun- um háð að koma upp verksmiðju á þessum árum. Markaðurinn var hvorki mikill ne stór, fagkunnátta fólks nánast engin. Ég flutti mig síðan um set árið 1936 til Svarta- skógs í S-Þýzkalandi. Keypti þar verksmiðju og hafði um 65 manns í vinnu. Það var mikil breyting ekki síst þar sem S-Þjóðverjar eru mjög ólíkir löndum sínum í norðurhluta landsins, hugsunarhátturinn er allur annar." En erfiðir tímar voru framund- an og talið barst að Hitlers-Þýzka- landi. Eins og margir Þjóðverjar var Grohe fámáll um þetta tímabil í sögu landsins. „Ég vildi frið — ekki stríð,“ sagði hann. Verk- smiðju hans var lokað — settur lás á og starfsemin lá niðri í síðari heimstyrjöldinni. Raunar stóð til að framleiða vopn, breyta verk- smiðjunni í vopnaframleiðsluverk- smiðju eins og mjög víða var gert á þessum árum. En ekkert varð úr — Grohe notaði tímann til að vinna að þróun hitastýritækja. Hitlar Friedrich Grohe og Wolfgang tapaði stríðinu og nýtt tímabil rann upp í sögu Þýzkalands. Land- ið var í rúst, skipt á milli austurs og vesturs. Uppbygging tók við en Hollmann ásamt konum sfnum. Ljósni. Mbl. RAX. erfiðleikarnir nánast óendanlegir. Grohe hafði notað árin vel — upp úr 1950 framleiddi hann fyrsta hitastýritækið — varð heimsfræg- ur og hlaut margar viðurkenningar fyrir störf sín. „Við hófumst þegar handa við að byggja upp verk- smiðjur, nýr markaður hafði opn- ast og brezki herinn hafði mikinn áhuga á tækjum mínum, starfsem- in óx stöðugt. En þetta var tímabil óvissu, landið var klofið og stjórn- in enn veik. Ég taldi ráðlegt að leita hófanna annars staðar, ef eitthvað brygði útaf í Þýzkalandi. Kalda stríðið var í algleymingi. Ég fór með 20 af beztu starfsmönnum mínum til S-Afríku og við settum þar á stofn verksmiðju, sem hefur gengið mjög vel. Dvaldist þar í hálft annað ár. Heima í Þýzkalandi komst meir festa á, efnahagslífið batnaði þó skuggi kalda stríðisn vofði alltaf yfir og væri þungur baggi að bera. Árið 1956 settum við á stofn verksmiðju í Lahr í Svarta- skógi, 1965 lukum við að reisa mjög fullkomna verksmiðju í Menden. Þremur árum síðar keypti ITT fyrirtækið meirihluta hlutabréfa og fyrir 5 árum dró ég mig í hlé frá amstri viðskiptalífsins. Þessa daga sem við höfum verið hér hefur veðrið leikið við okkur, sólskin hvern dag. Mig hafði alltaf langað til að koma til íslands. Það er svo frábrugðið öðrum hlutum Evrópu um margt. Ég hef dáðst að landinu úr fjarlægð, hér hafið þið byggt upp lífskjör, sem jafnast á við það bezta í heiminum. Það sem gerði útslagið var, að í fyrra hitti ég 20 íslendinga á kaupstefnunni í Frankfurt ásamt Ómari Kristjáns- syni, forsjóa Þýzk-íslenzka verzl- unarfélagsins. Ég hreifst af áhuga þeirra og einbeitni. Um svipað leyti léku Skagamenn við FC Köln í Évrópukeppni meistaraliða. Þrátt fyrir það, að þar ættust við Davíð og Golíat, atvinnumenn gegn áhugamönnum, sýndu Skagamenn stórkostlegan leik — þar var sama einbeitnin. Við slógum því til og ákváðum að koma hingað til lands. Og eftir að hafa ferðast um landið hefur það komið mér einna mest á óvart, hve það er gróið hve grænt það er og vel ræktað svona norðarlega. Náttúran er stórbrot- in, loftið kristaltært. Þetta eru gersemar, sem ykkur finnst sjálf- sagður hlutur en hin tæknivædda Evrópa hefur að mestu glatað. Við höfum ferðast víða, fórum til Vestmannaeyja, þar sem íbúarnir búa í nálægö eldfjalls. Það var ■ sérstæð tilfinning að koma þangað. Hvernig Eyjamenn hafa snúið aftur og byggt eyjuna upp eftir gosið er aðdáunarvert. Það er einmitt þessi einbeitni, sem er svo ríkjandi í fari ykkar íslendinga, þið látið ekki deigan síga þó við ofurefli sé að etja — hvort heldur óblíð náttúruöfl eða eða eitt fremsta knattspyrnulið í Evrópu. Við fórum vítt um Reykjavíkur- svæðið, til Akraness, þá norður til Akureyrar og Húsavíkur. Sáum Gullfoss og Geysi þannig að ég tel mig nokkuð geta dæmt. Landslag ykkar er öðruvísi en við eigum að venjast í Evrópu — sérstætt og hrífandi. Allt er þetta gott og gilt — en þó verð eg að segja eins og er að fólkið hefur hrifið mig mest, viðmót þess. Vináttan skín úr hverju andliti. Sérstæð skapgerð — bland vináttu og einbeitni," sagði Friedrich Grohe að lokum. Friedrich Grohe afhendir Birni Ásmundssyni gjafabréf frá Grohe. Wolfgang Hollmann, Omar Kristjánsson og Alfred Munch fylgjast með. Ljósm. Emiiía. Agreiningur milli Sandvíkur- hrepps og Selfoss vegna töku á sauðfé í bæjarlandi Selfoss SÍÐUSTU vikur hefur tvívegis komið til ágreinings milli íbúa Sandvíkurhrepps og bæjaryfir- valda á Selfossi vegna þess að bæjaryfirvöld á Selfossi hafa látið taka fé, sem gengið hefur laust innan bæjarmarkanna, og hefur það f flestum tilvikum verið fé í eigu íbúa í Sandvíkurhreppi. Á fimmtudag í síðustu viku tóku bæjaryfirvöld á Selfossi í sína vörzlu fimm kindur og sjö lömb, sem gengu laus innan bæjarmark- anna. Reyndist fé þetta vera frá bænum Dísarstöðum í Sandvíkur- hreppi en land Dísarstaða liggur að bæjarlandi Selfoss. Var eigend- um fjárins gert viðvart og þess krafist að þeir greiddu kostnað við töku fjárins gegn því að fá það afhent. Eigendur þess neituðu að greiða þennan kostnað, þar sem þeir töldu töku fjárins ekki lög- mæta. Óskaði Seifossbær þá eftir því að féð yrði boðið upp og átti það uppboð að fara fram á mánu- dag. Þegar komið var með féð á lögreglustöðina, þar sem uppboðið átti að fara fram, sást að tvö lambanna voru veik og drapst annað skömmu síðar. Var þá þegar kallað á dýralækni, sem aflífaði hitt veika lambið og við athugun kom í ljós að tvö önnur lömb voru einnig veik. Að ráði dýralæknis var féð flutt í heima- haga á Dísarstöðum, þannig að unnt væri að fylgjast með líðan þess en fulltrúar bæjarins höfðu óskað eftir því að féð yrði flutt á afrétt. Uppboð á fénu var látið falla niður. Lömbin tvö, sem drápust voru send til rannsóknar á Tilrauna- stöðina á Keldum og að sögn Sigurðar Sigurðarsonar, dýra- læknis þar, benda fyrstu athugan- ir til að lömbin hafi látist úr garnaeitrun, sem væri afleiðing af snöggum fóðurbreytingum, er þau voru tekin af beit og sett á gjöf innan dyra. Hann tók fram að ekkert benti til að féð hefði ekki haft nóg að éta og drekka meðan það var í vörzlu Selfossbæjar. Á föstudag fyrir verzlunar- mannahelgina í sumar tóku bæj- aryfirvöld á Selfossi í sína vörslu 25 kindur og var gerð krafa um að eigendur greiddu kostnað við töku þess. Oddviti Sandvíkurhrepps, Páll Lýðsson í Litlu-Sandvík, ákvað hins vegar að greiða kostn- að við töku fjárins úr eigin vasa en sá kostnaður var 15.450 krónur og er féð nú í vörzlu hans en verður dregið réttum eigendum í haust. Páll Lýðsson, oddviti Sandvík- urhrepps í Litlu-Sandvík sagði að samskipti íbúa Sandsvíkurhrepps og Selfyssinga hefðu alla tíð verið góð og þetta mál væri bara örlítill vængur á hinn veginn. — Við teljum, sagði Páll, að aðalatriði þessa máls sé að Selfossbær verji sig ekki nógu vel sjálfur. Engin pípuhlið hefðu fengist sett upp á þeim vegum, sem lægju að bæn- um, þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um. Þá væri girðingin umhverfis bæinn orðin léleg og sums staðar ættu stærri gripir en sauðfé greiða leið í gegnum hana, enda hefðu hross Selfyssinga gjarnan leitað í lönd þeirra bænda, sem ættu land að Selfossi. — Ég tel að þetta mál verði leyst núna til frambúðar en það eru svona víti sem virðast þurfa að verða til varnaðar. Ég tel að lausn á þessu máli felist í öflugri vörslu á bæjarlandi Selfoss og lagfæringu á girðingum og uppsetningu pípu- hliða á vegunum, sem liggja að Selfossi, sagði Páll. Erlendur Hálfdánarson, bæjar- stjóri á Selfossi, sagði að hann væri ekki tilbúinn til að segja til um hvort bærinn ætti að girða bæjarlandið fjárheldri girðingu. Lögreglusamþykkt sýslunnar mæli svo fyrir að ekki eigi að vera fé í þéttbýlisstöðunum á sumrin og hann teldi að hver og einn sauðfjáreigandi ætti að bera ábyrgð á sínu sauðfé og sjá til þess að það gangi ekki laust í plássun- um. Erlendur tók fram að for- svarsmenn Svandvíkurhrepps og Selfoss hefðu ákveðið að ræða með hverjum hætti mætti leysa þetta mál strax í næstu viku og sagðist hann vona að með því mætti koma í veg fyrir slíka árekstra framveg- is sem orðið hefðu í sumar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.