Morgunblaðið - 30.08.1979, Síða 33

Morgunblaðið - 30.08.1979, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979 33 reyndist hann henni þá sannur vinur og var umhyggja hans höfð á orði. Krístín andaðist 16. desem- ber 1971 og var jarðsungin á Akureyri. Eftir andlát Kristínar fluttist Hallur frá Suðurbraut 5, Kópavogi, í Hátún 10-A í Reykja- vík og var búsettur þar til dánar- dags. Útför Halls verður gerð frá Akureyrarkirkju mánudaginn 3. september n.k. og hlýtur hann legstað við hlið konu sinnar. Ef gefa ætti lýsingu í stuttu máli á Halli, viðhorfum hans og daglegu atferli yrði hún eitthvað á þessa leið: Að líkamsburðum var hann mikið hraustmenni, hafði einstakt þol til allrar vinnu og hefi ég aldrei unnið með manni, sem var jafn laus við það að hlífa sjálfum sér. Samviskusemi og heiðarleika hans var við brugðið, — hann var af „gamla skólanum", eins og það er oft kallað, að því leyti, að allt, sem hann tók að sér var gull- tryggt, hann leysti það af hendi eins vel og hann frekast gat. Óstundvísi, ónákvæmni og svik af öllu tagi voru ekki að hans skapi. Hann var reglumaður alla ævi, neytti aldrei víns eða tóbaks og er óhætt að segja að hann hafi engan mann hlunnfarið um ævina. Hins- vegar var hann fastur fyrir og lét ógjarnan af þeim málstað, er hann hugði réttastan. Ráðhollur var hann, jafnt fósturbörnum sem þeim, er til hans leituðu. Hallur var túmaður í bestu merkingu þess orðs, treysti á guðlega forsjón í lífinu og var sannfærður um að líf er að loknu þessu. Þar af leiðandi hugði hann gott til umskiptanna, enda orðinn þreyttur eftir mikið lífsstrit og erfiða og langvinna sjúkdómslegu. Þótt segja megi að nokkuð annað mat gildi um það er aldrað- ur maður, saddur lífdaga, fær hvíldina en þegar dauðinn sækir herfang sitt í blóma lífsins er mér það Ijóst að með andláti pabba hafa orðið mikil þáttaskil í lífi Áfengisverslunar ríkisins. Jón Vestdal gaf út endurminningar Erlendar föður síns, „Sjósókn", árið 1945. Jón var mikill starfsmaður. Síðustu misserin vann hann að nýrri útgáfu Verkfræðingatalsins og var kominn vel áleiðis. Hann átti mörg áhugamál, og eitt með öðru voru ferðalög, heima og erlendis. Síðustu árin dvaldi hann m.a. um skeið í Marrakech í Norður-Afríku, á Guernsey í Erm- arsundi, en oftast þó hjá dóttur sinni í Annecy í Suður-Frakk- landi. Fyrir nokkrum misserum var hann á leiðinni til Nairobi í Kenya, en kenndi þá hjartameins og varð að snúa heim frá Kaup- mannahöfn. I sumar fór hann með konu sinni til Þýskalands, þar sem hún hélt upp á 50 ára stúdentsaf- mæli með bekkjarsystrum sínum. Og nú síðast skrapp hann til Grænlands og var kominn út á flugvöll á heimleið, er hann varð bráðkvaddur. Eiginkona Jóns, Marianne Elisabet (dóttir Friedrichs Wern- ers, prófessors í Dresden) var með manni sínum á öllum ferðalögum hans, enda stoð hans og stytta í einu og öllu. Þau áttu yndislegt heimili að Hávallagötu 21. Börn þeirra eru Johannes Friedrich, fæddur 1937 og Elísabét Mari- anne, lic. és-lettres, fædd 1939, gift dr. pharm Roger Abéla. Þau hjón eru búsett í Frakklandi. Hér hefir verið talið það, sem fyrst kemur í hugann þegar minnst er dr. Jóns E. Vestdal. Hann var greindur maður, stór- huga, víðlesinn og athafnasamur og einlægur vinur þeirra, sem hann á annað borð lagði lag sitt við. Fyrir störf sín í þágu þýsk-ís- lenskra menningarviðskipta hlaut hann heiðursmerki frá forseta þýska sambandslýðveldisins. Margir eiga um sárt að binda við fráfall dr. Jóns, ekki síst við í Germaníu. — Sjálfur sakna ég góðs og gamals vinar. Pétur ólafsson. réði því að við hittumst eins og tvö skip að nóttu, en kynni okkar urðu meiri en að sjá skipsljós birtast og hverfa. Við vorum um árabil grannar í fjölbýlishúsi og urðum með tímanum trúnaðarvinir, sem glöddumst og hryggðumst yfir því, sem til bar í lífi hvors annars. Við ræddum saman um flest milli himins og jarðar, Hallur hafði vinninginn hvað þjóðmála- umræður snerti, en eins og oft vill verða um þann, sem getur viðrað skoðanir sínar á hressilegan hátt, var honum áheyrn mín og innskot það mikils virði, að hann sagði stundum við mig: „Þú hefðir átt að fara á þing, Elfa mín.“ En hann þá—? — Við fluttum bæði í Hátún 10 A, meðan húsið var enn í byggingu og lengi var búið við ýmis óþæg- indi, m.a. rafmagnsbor í gangi, steinryk barst allsstaðar að og særði veikluð lungu mín. Hallur flutti a.m.k. ársfjórðungi fyrr í húsið en ég, hann að hausti, ég eftir áramót og þá beint af spítala. Hallur, sem hafði staðið í flutn- ingum eftir erfiða sumarvinnu, naut þess furðu vel, að vera „kominn í höfn“, var ónæmari fyrir óþægindunum en ég. Þegar ég sá Hall fyrst fannst mér hann vera gamall maður, fallegur og góðlegur, greiðvikinn og gestrisinn með afbrigðum, allt- af viðbúinn óvæntri gestkomu, Kona, sem var í heimsókn hjá meir og ætlaði síðan til Halls, tók mig með sér. „Það er óhætt um það hann tekur þér vel, eins og öllum, þó að þið hafið ekki sézt áður“. En þó að Hallur væri aldinn að árum var hann ekki orðinn of gamall til að taka upp þá nýbreytni að sækja sér meiri skemmtun út á við, en hann hafði áður gert. Meðan kona hans lifði var hann heimakær, og hún hafði ríka þörf fyrir félagsskap hans og hjálp. Ég var rúmleggjandi, með hita- slæðing og enn bólgin af heima- komu, sem ég fékk tvisvar fyrsta veturinn í Hátúni og kenndi um óhollustu hússins, í þessu ástandi vildi ég fyrir hvern mun drífa mig út í kalsaveður til að sjá Sjálf- stætt fólk, það voru síðustu for- vöð. Hallur reyndi hvað hann gat að aftra mér frá að tefla svo djarft með heilsu mína, og það fyrir leiksýningu! En þegar þrákálfur- inn lét sér ekki segjast sagði hann: „Ég skelli mér bara með þér, mig langar líka til að sjá Bjart í sumarhúsum." Meðan leikurinn stóð yfir skall á blindhríð, vegna fannfergis komu færri í einkabílum en vant var og því var harðsótt að ná í leigubíl. Hallur kom mér fyrir í skjóli en tók sjálfur þátt í kapp- hlaupinu um bílana. Hann var kempulegur þar sem hann stóð úti í hríðinni, snjórinn féll ört á fína svarta frakkann hans og svörtu loðhúfuna. — Hallur var bæði fyrirmann- + Innilegar þakkir fyrir samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur minnar HÓLMFRÍDAR JÓNASDÓTTUR Flókagötu 13. Brynjólfur Brynjólfsson. + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö fráfall og útför ODDNYJAR ARNADÓTTUR Ijósmóöur, Esjubergi Dætur, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarkveöjur við andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, SIGURÐAR ÁSGRÍMSSONAR, Vesturgötu 78B, Akranesi. Ágústa Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. okkar fóstursystkinanna. Hann var okkur ætíð hinn sanni vinur og ráðgjafi, sem við gátum treyst í einu og öllu og samband okkar við hann var mjög náið alla tíð. Því hugsum við nú til hans þakklátum huga fyrir það, sem hann var okkur. Með pabba er horfinn einn sterkasti hlekkurinn í lífi mínu — um stundarsakir, segi ég, því ég veit, að þegar mér síðar meir skolar á land handan móðunnar miklu bíður vinur í varpa, er von er á gesti. Leifur Unnar Ingimarsson. Fæddur 18 marz 1898. Dáinn 23 ágúst 1979. „Þá héðan ég úr heimi fer, minn hjartkær Jesú. tak viA mér, frá þrautum leystan lelA mig inn, f Ijóas og friAar hústaA þinn, þar lát um eiiffA lifa mig og líta, heyra og tigna þig.“ H.H. Ég tók mér sálmabók í hönd til þess að lesa þar eitthvað fagurt og háleitt undir svefninn, að kvöldi þess dags, sem Hallur, vinur minn, var litinn síðasta sinn og kvaddur með blóm við vanga. Bókin opnað- ist sjálfkrafa, þar sem ofanritað vers stendur. Þar gerði hin „hulda hönd“ sem oftar vart við sig. Hallur var leitandi sál, skoðanir sínar fékk hann ekki gefins, ekki án fyrirhafnar, hann hugsaði mik- ið og las meðan sjónin leyfði, hann byrgði ekki með sér í þrúgandi einsemd það sem gagntók huga hans ætti hann sér góðan áheyr- anda og viðmælanda. Á síðustu árum ævi sinnar, sem spannaði yfir meira en átta áratugi, sagði hann oft við mig: „Hvað ætti fólk á mínum aldri fremur að hugsa um en eilífðarmálin:" Drengskaparmaður er aðeins eitt orð, en það er stórt, í því felast svo margir mannkostir. Það gæti orðið langt mál, að telja upp alla þá göfugu eiginleika, sem Hall prýddu, þess gerizt ekki þörf, allir, sem kynntust honum hlutu að virða hann, treysta honum og dá hann. Um vináttu okkar Halls verð ég fáorð, hún var einstök. Tilviljun — eða varð það tilviljun? legur í sjón og klæðaburði. Hann var mikill smekkmaður, hvort heldur var um fatnað, heimilis- hald eða gjafir að ræða. Fyrir utan meiriháttar tækifærisgjafir, munu konur í Hátúni 10 A og fleiri minnast þess, er hann færði þeim góðgæti eða nýmeti, þakk- læti var ríkur þáttur í eðli hans og alltaf fannst honum hann eiga öðrum gott að gjalda. Hann mat konur mikils og undi ser vel í félagsskap þeirra: „Þær eru skemmtilegri mannverur, en við karlarnir," sagði hann. Hann vanrækti ekki forna vini, þó að hann á síðustu árum bætti nýjum við, samvizka hans sagði til sín, ef honum fannst líða of langt milli sjúkravitjana. Ég ætla ekki að nefna nema sem fæst nöfn, en geri þá undantekningu að minnast heiðurshjónanna, Þórðar Benediktssonar fyrrverandi for- seta S.Í.B.S. og frú Önnu Benediktsson, á unaðslegu heimili þeirra átti Hallur margar ánægju- stundir, eftir að kynni tókust með honum og þessum kæru vinum mínum. Hlýtt var honum til kvennanna á „ganginum sínum", sjöttu hæð- inni, sem hann sagði um bæði í gamni og alvöru að væri „bezti gangur hússins." — Stórhríðarferðin í Þjóðleik- húsið var fyrsta leikhúsferðin okkar en ekki sú síðasta, það varð okkur ekki kostnaðarsamt, ég hafði frímiða en Hallur afsláttar- miða. En einu sinni fór hann við sjötta mann, a.m.k., sem voru gestir hans í Iðnó, að sjá Skáld-Rósu. Ótaldar eru þær list- sýningar, sem hann sá, og þó nokkur skemmtikvöld. Þetta var nýstárlegt fyrir Hall og talsverð upplyfting, kirkjuferðir og helgi- stundir vanrækti hann ekki. Sumarið 1973 fórum við Hallur í mikla reisu ásamt fleira fólki, sem honum var nákomið, hann var fararstjóri og leiðsögumaður í ferðinni um Skagafjörð, þar á eftir var ferðast um Eyjafjörð, sem leið lá til Mývatns, þaðan til Pálmholts í Reykjadal, þar sem Leifur, fóstursonur hans bjó þá. Þar var okkur haldin veizla, og þannig var það alla ferðadagana, við fengum frábærar viðtökur hvarvetna. í Skagafirði gistum við öll á heimili Sigtryggs Björnsson- ar, kennara frá Framnesi og ágætrar konu hans, aðrar nætur var gist hjá Guðrúnu, fósturdóttur Halls, sem er búsett á Akureyri, hún og maður hennar Ragnar Trampe voru með í ferðinni. Síðar var Hallur í orlofsdvöl að Löngu- mýri í Skagafirði. — Haustið 1977, ferðuðumst við bæði með stórum hópi, á annað hundrað manns til fjögurra vikna dvalar á Mallorca. Hitabylgja gekk yfir, þó að haust væri komið. Sólskinið svo langan tíma hressti og gladdi Hall, sem var að eðlis- fari mikill útivistarmaður, þá fannst mér hann una margmenn- inu sérlega vel, hann tók þátt í ferðalögum, sem stóðu til boða, gekkst sjálfur fyrir smáferð, hann vann mikið gönguafrek. I ferðinni var þessi vísa ort til alls: súlinni glitrar þitt slifurhvita hír, f sólinni gleymast þín mfirgu œviír. Vittu þaA, vinur. aA vonsælt er aA lifa í ljúma þeirrar dýrAar er geislafingur skrifa." — Hallur var glaður og rausn- arlegur gestgjafi. Eitt sinn var ég í jólaboði hjá honum ásamt syni mínum. Ibúðin var fagurlega skreytt, veitingar miklar og góðar, gestunum meðal annars skemmt með myndasýningu. Um veizluna sagði sonur minn: „Hún gat ekki fullkomnari verið. Ein þeirra kvenna, í Hátúni 10 A, sem fóru í Mallorcaferðina átti merkisafmæli á meðan á dvölinni stóð. Á afmælisdaginn hélt Hallur veizlu til heiðurs afmælisbarninu, sem hélt svo síðar veislu og var Hallur þá að sjálfsögðu heiðurs- gesturinn og tók upp kampavíns- flöskuna. En þótt hægt sé að minnast á margt skemmtilegt hlýtur flestum að skiljast, að margar stundir eru angurssamar og erfiðar þeim, sem býr einn og finnur sárt til þess, hvernig heilsu hrakar frá ári til árs, sjónin daprast, þreyta og hverskonar vanlíðan vex, unz yfir þyrmir, þegar ólæknandi sjúk- dómur herjar á slitinn líkama og dapran hug. Halli var lögð sú líkn með þraut að hjartfólginn fóstur- sonur hans, Leifur og Steinunn kona hans búa þar nærri Reykja- vík, að þau gátu komið því við að vitja um hann, því sem næst daglega. Áðurnefnd fósturdóttir hans, Guðrún, kom að norðan til að kveðja hann. Ekki er að efa að honum var látin í té öll sú læknis- hjálp og hjúkrun, sem unnt var. En þess skal minnst hve vinkona hans, frú Þorbjörg Friðriksdóttir, hjúkrunarkona, tók mikinn þátt í sárbiturri sjúkdómsraun hans, hún annaðist hann, sem um- hyggjusöm dóttir. Það var ekki ætlun mín að rekja æviferil Halls, það munu aðrir gera, ég vil þó aðeins geta þess, hversu mjög hann unni og dáði mikilhæfa konu sína, Kristínu Sigtryggsdóttur frá Framnesi í Skagafirði, orð var á gert hve vel hann reyndist henni, er veikindi leiddu til mjög tilfinnanlegrar fötlunar. Heimili þeirra mótaðist af því að bæði voru fagurkerar og þessum svip hélt litla íbúðin hans Halls í Hátúni 10 A. Að lokum þetta, mikið á Hallur minn gott. Hvílíkur óumræðilegur léttir að vera leystur frá öllu jarðnesku böli. Ég samgleðst hon- um. Þórunn Elfa. + Þökkum innllega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóður, ömmu og systur SIGURBJARGAR M. HANSEN fré Blikastööum Hraunbæ 90 Jóna Hansen, Helga Magnúsdóttir, Nils Hansen, Guólaug Kristófersdóttir og barnabörn. + Þökkum auösýnda samúð viö andlát og jaröarför eiginkonu minnar, móöur, ömmu og systur STEINUNNAR ÞORSTEINSDÓTTUR Asparfelli 8. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Landsspítalans. Svan H. Trampe, börn. barnabörn og systkini. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur, afa og bróður HERVINS GUDMUNDSSONAR, húsasmíöameistara, Ljérskógum 2, Anna Guttormsdóttir, Arndís Hervinsdóttir Gottskélk Bjarnasc' Guðmundur Hervinsson, Björg Sverrisdótt' Erna Guöbjarnardóttir, barnabörn og systkini hina létna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.