Morgunblaðið - 30.08.1979, Síða 34

Morgunblaðið - 30.08.1979, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979 Birgir ísleifur Gunnarsson: „Rekstrarsjóðsgjöld síðari hluta ársins 20% hærri en fyrri hlutans” Albert Guðmundsson: Ekki á að láta órétdæti dynja endalaust yfir Á fundi borgarstjórnar fimmtudaginn 5. júlí sl. var nokkuð rætt, um tillögu þeirra Alberts Guðmundssonar og Magnúsar L. Sveinssonar, sem f jallaði um að fresta uppsögnum nokkurra aldraðra starfsmanna borgarinn- ar sem hætta eiga störfum í árslok, þar til nefnd sú sem starfar að endurskoðun á reglum um aldursmörk borgarstarfsmanna hefur lokið störfum. Tillaga þessi hafði verið felld í borgarráði, en var nú endurflutt í borgarstjórn Einangrun ellinnar Reiknintrur Reykjavíkur- borgar kom nokkuö tii umræðu á síðasta borgarstjórnarfundi. Slakað verulega á aðhaldinu Fyrstur tók til máls Birgir ísleifur Gunnarsson (S) og í máli hans kom m.a. fram að reikning- urinn að þessu sinni væri nokkuð sérstæður vegna þess að valda- skipti hefðu orðið í borgarstjórn á árinu. Gerði Birgir að um- ræðuefni úttekt ólafs Níelssonar endurskoðanda á borgarsjóði, og bar hann nokkuð saman úttekt ólafs og reikning þann sem fyrir borgarstjórn lá. Hjá Birgi kom fram að rekstrarsjóðsgjöld síð- ari hluta ársins hefðu verið um 20% hærri en fyrri hluta ársins og því greinilegt að slakað hefði verið verulega á aðhaldinu eftir að vinstri meirhlutinn tók við völdum. Kvað Birgir augljóst að fjármálastjórnunin væri að lið- ast úr böndunum, enda væri fjárvöntunin fram til áramóta mun meiri en hún var mest á síðasta ári. Bæjarútgerðin — öryggisventill Næstur Birgi tók til máls Björgvin Guðmundsson (A). Ræddi hann nokkuð um Bæjar- útgerð Reykjavíkur. Kvað hann að Bæjarútgerðin væri ekki rek- in með hagnaðarsjónarmiðið eitt að leiðarljósi, heldur væri til- gangur fyrirtækisins sá að vera öryggisventill í atvinnumálum borgarinnar. Bæjarútgerðin veitti mörgum atvinnu og væri það atvinnulífinu mikilvægt. Því næst vék Björgvin nokkuð að máli Birgis Isleifs Gunnarsson- ar. Sagði Björgvin að fjárhagur borgarinnar væri alltaf verri síðari hluta árs en fyrri hluta. Taldi Björgvin að útgjöld borg- arinnar hefðu verið skorin niður eins og hægt var og reynt að spyrna við fótum eftir megni, til að rétta fjárhaginn af. Bæjarútgerðin hefur sannað tilverurétt sinn Ragnar Júlíusson tók næstur til máls og sagði m.a. að Bæjar- útgerðin hefði sannað tilverurétt sinn. Kvaðst hann þó ekki sam- mála Björgvin Guðmundssyni um að útgerðin ætti ekki að skila hagnaði. Þá gerði Ragnar Togaraaf- greiðsluna að umtalsefni. Sagði hann fyrirtækið ekki hafa verið endurskipulagt frá því að það var stofnað. I stjórn fyrirtækis- ins væru aðilar sem raunveru- lega hefðu engra hagsmuna að gæta varðandi útgerð togaranna. Sagði hann að skip togaraaf- greiðslunnar, þ.e.a.s. önnur skip en BÚR skipin, gætu siglt þegar þeim hentaði. Þegar þau kæmu í land gengju þau inn í löndunar- röðina hér í Reykjavík. Gat Ragnar þess að slíkt væri mjög óþægilegt fyrir skip BÚR sem biðu löndunar, enda hefði komið á daginn að t.d. Bjarni Bene- diktsson hefði þurft að bíða inni heila helgi eftir því að lokið væri að landa úr honum. Hann hefði ekki fengið eðlilega þjónustu, annað skip hefði verið tekið fram fyrir hann. Albert Guðmundsson tók fyrst- ur til máls. Hann sagði að aðeins einu atkv. hefði munað er tillagan hefði verið samþykkt í borgarráði, eitt atkv. hefði nægt til að tryggja fjölda aldraðra starf á vegum borgarinnar enn um sinn. Hins vegar stæði nú til að ýta hinum öldruðu inn í einangrun ellinnar, en það að meina fólki að vinna sem það gæti, væri það versta sem hægt væri að gera því. Albert gagnrýndi nokkuð það kerfi sem sendir fólk heim þegar það hefur fullnýtt sér krafta þess. Á það að vera fólksins mál hvort það vill hætta störfum þegar aldursmarki er náð, flestir væru dómbærir á það sjálfir. Sagði Albert að allir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn væru sammála um að tillögu þessa þyrfti að sam- þykkja. Að lokum bar Albert tillöguna upp í trausti þess að einhver í meirihlutanum bæri hag aldraðra fyrir brjósti. Reglan óreftlát — enga betri að hafa Næstur tók til máls Sigurjón Pétursson forseti borgarstórnar. Sagði hann regluna um uppsögn borgarstarfsmanna sem náð hefðu ákveðnum aldri, gamla, og sá ekki ástæðu til að breyta henni nú. Taldi hann að eitt og jafnt ætti yfir alla starfsmenn borgarinnar að ganga í þessu efni. Var hann sammála Albert Guðmundssyni um að reglan væri óréttlát en sagði jafnframt að engin betri regla væri til. Engin sérstök tímamót taldi hann nú og því ástæðulaust að gera breytingar nú þegar reglan er í endurskoðun. Síðan flutti Sigurjón frávísunar- tillögu þá sem samþykkt var í borgarráði á sínum tíma. Nauðsynlegt að breyta reglunni gamla fólkinu í hag Davíð Oddsson kom næstur upp og sagði að full ástæða væri til að beita ekki reglunni til fulls á meðan þetta óvissuástand varaði. Hann sagði að það væru vissulega tímamót, þegar reglunni væri beitt af meiri hörku en verið hefði og því væri það fyllilega réttmætt að milda áhrif reglunnar á meðan óvissuástand væri um framtíð hennar. Sagði hann að aðeins væri beðið um það að gera smávægilega undantekningu á meðan málið væri í athugun. Davíð sagðist styðja tillögu Alberts og hvatti borgarfulltrúa til að fella fram- komna frávísunartillögu. Nú kom Albert Guðmundsson aftur í pontu og sagði regluna vissulega þarfnast endurskoðunar. Hins vegar væri nauðsynlegt að breyta henni gamla fólkinu í hag og með tilliti til þess væri nú farið fram á frestun til að víkja þeim starfsmönnum, sem nú myndu missa vinnuna, undan þessari óréttlátu reglu á meðan hún væri í endurskoðun. Taldi Albert að Er hægt að veita einhverjum rétt með að brjóta rétt á öðrum? Á borgarstjórnarfundinum sem haldinn var 5. júlí sl. kom til umræðu afgreiðsla félagsmálaráðs á fumsókn- um um starf forstöðumanns Laufásborgar, en um það starf sóttu þær Elín Torfadóttir og Dröfn Ólafsdóttir. Á þessum fundi félagsmálaráðs lagði Markús Örn Ant- onsson til að afgreiðslu málsins yrði frestað, til að hægt yrði að kanna betur öll gögn þess máls. Tillaga Markúsar var felld, og var síðan samþykkt að ráða Elínu Torfadóttur til starfans. Er þetta mál kom til afgreiðslu borgarstjórnar kvaddi Markús Örn Antons- son sér hljóðs. „Allar grundvallar- upplýsingar skorti“ Markús sagði að þegar taka hefði átt afstöðu til umsækjenda á fundinum hefði allar grundvallar upplýsingar um umsækjendur skort. Félagsmálaráðsfulltrúar hefðu ekki séð umsóknirnar og einnig hefði forstöðumaður dag- vistunar ekki verið á fundinum. Því þótti honum ástæða til að fara fram á frestun á afgreiðslu máls- ins, því að náuðsynlegt væri að kynna sér alla þætti málsins áður en afstaða væri tekin. Markús las upp bréf frá Dröfn Ólafsdóttur þar sem hún sótti um leyfi frá störfum til 1. sept. Markús sagði að Dröfn hefði fengið samþykkt leyfið og kæmi því aftur hinn fyrsta september. Taldi hann það siðferðilega skyldu borgarinnar að ráða Dröfn Ólafsdóttur til starfa því að svo virtist sem að henni hefði verið lofað starfinu. Hins vegar kvaðst hann meta hæfileika hins umsækjandans, Elínar Torfadóttur, en erfitt væri að ganga framhjá Dröfn, með tilliti til þess sem á undan hefði gengið, og við hana sagt. Dröfn hefði bestu meðmæli og auk þess væru fóstrur á stofnuninni hlynntar henni. „Siðferðileg skylda að ráða Elínu“ Guðrún Helgadóttir tók nú til máls. Rifjaði hún nokkuð upp forsögu málsins. Sagði hun að fimm fóstrur hefðu verið ráðnar til að veita Laufásborg forstöðu í upphafi, en þær síðan helst úr lestinni og haustið ’77 hefðu tvær vefið eftir. Nú væri önnur í frii en hin að hætta. Þá las hún upp umsóknir þær sem um starfið hefðu borist, þeirra Drafnar og Elínar, og taldi hún það siðferði- lega skyldu að ráða Elínu, en gat þess jafnframt að nógir staðir væru til handa Dröfn. Síðan sagði Guðrún að þó að fóstrur Laufás- borga drægju taum Drafnar stæði það ekki í vegi fyrir uppbyggingu heimilisins að ráða Elínu til starf- ans. Málið sagði hún liggja hreint fyrir og ekki væri hægt að ganga framhjá Elínu og taldi fáránlegt að greiða um það atkvæði hvort ein reyndasta fóstra landsins ætti að hljóta starfið eða ekki. Næst Guðrúnu sté Sjöfn Sigur- björnsdóttir í pontu og lagði til að afgreiðslu málsins yrði frestað. Var farið að lögum? Síðan kom Davíð Oddsson upp og sagðist styðja frestunartillögu Sjafnar, því að allir þyrftu að kynna sér atriði málsins betur. Síðan talaði Davíð nokkuð um hvort farið hefði verið að lögum, því að staðan hefði ekki verið auglýst laus til umsóknar. Athuga þyrfti það atriði betur því ekki væri hægt að veita einhverjum rétt með því að brjóta rétt á öðrum. Taldi Davíð, að ef um brot væri að ræða gæti Dröfn átt bótakröfu á hendur borgarsjóði. Davíð lagði áherslu á að nauðsyn-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.