Morgunblaðið - 15.09.1979, Page 1

Morgunblaðið - 15.09.1979, Page 1
201. tbl. 66. árg. LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Tékkneskir dipló- matar útilokaðir frá ársfundi Verka- mannaflokksins Verkamannaflokkurinn brezki hefur formlega far- ið fram á að tékkneskir diplómatar haldi sig f jarri ársfundi flokksins í Brigh- ton í næsta mánuði, og á þessi ákvörðun að endur- spegla andúð flokksins á mannréttindastefnu Tékkóslóvakíu, að því er talsmenn flokksins skýrðu frá í dag. Sendiherra Tékkóslóvakíu í Bretlandi var tilkynnt þessi ákvörðun bréflega. Sagði í bréfinu að þar sem sendiherrann hefði skorast undan því að ræða mann- réttindamál í Tékkóslóvakíu við fulltrúa Verkamannaflokksins hefði verið ákveðið að afturkalla boð tékkneskra diplómata á árs- fund flokksins. Forystumenn í Verkamanna- flokknum lýstu handtöku 10 tékkneskra mannréttindabaráttu- manna í júlí sem „verstu kúgunar- aðgerðum í Tékkóslóvakíu frá því á sjötta áratugnum". Yasser Arafat leiðtogi PLO og Adolfo Suarez forsætisráðherra Spánar fallast í faðma við upphaf fundar þeirra í skrifstofu Suarezar í gærmorgun. Diplómatiskar heimildir hermdu að Spánverjar kynnu að viðurkenna PLO í kjölfar heimsóknar Arafaís til Spánar, og að Suarez hefði heitið því að tala máli PLO þegar hann ræðir á næstu mánuðum við leiðtoga allra ríkja Efnahagsbandalagsins i sambandi við væntanlega inngöngu Spánverja í EBE. Leiðtogar Gyðinga á Spáni mótmæltu heimsókn Arafats til Spánar og einn helzti leiðtogi íhaldsmanna. Manuel Fraga Iribarne. afþakkaði boð um að ræða VÍð Arafat. Simamynd — AP. Bandarískt herlið í grennd við Kúbu? anna í Washington ræddust í dag við, þriðja sinni í vikunni, um herlið Sovétríkjanna á Kúbu. Utanríkisráðuneytið vildi ekkert láta uppi um gang viðræðnanna, en fundurinn stóð í 45 mínútur og hefur annar verið boðaður. Carter forseti ræddi í dag og gær við ýmsa áhrifamikla öld- ungadeildarmenn um SALT II sáttmálann, en talið er að vitn- eskjan um sovézku hersveitirnar á Kúbu kunni að hafa mikil áhrif á afstöðu þingmanna til sáttmálans. Samkvæmt skoðanakönnun AP-fréttastofunnar og NBC-sjón- varpsstöðvarinnar, er birt var í dag, eru þrír fjórðu Bandaríkja- manna því andvígir að öldunga- deild Bandaríkjaþings greiði at- kvæði um SALT II sáttmálann. væri hæít í fregnum þess efnis að Bandaríkin hefðu sent 2.000 hermenn til landsins þegar ljóst varð að Sovétríkin hefðu hátt á þriðja þúsund manna her- lið á Kúbu. Sendiherrann sagði að 280 manna herlið hefði komið til eyjunnar sem er austur af Kúbu. Liðið hefði verið vopnlaust og tæki þátt í björgunar- starfi vegna fellibyljarins Davíðs. Cyrus Vance utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Anatoly Dobrynin sendiherra Sovétríkj- Santo Domingo, Washington. 14. ágúst. AP. Reuter. SENDIHERRA Bandaríkj- anna í Dómíníkanska lýð- veldinu, Robert L. Yost, neitaði í dag að nokkuð Svíþjód: N aumur fy lgismunur mikla samstaða borgaraflokkanna. Enn eru um 13 af hundraði kjós- enda óákveðnir og kjósa margir þeirra nú í fyrsta sinn. Gösta Bohman, leiðtogi Hægri flokksins, lýsti sig í dag sammála 99,9% stefnumála Þjóðarflokksins og Miðflokksins. Ef þessir flokkar ná meirihluta er búist við löngum og ströngum viðræðum um stjórnar- myndun. Þótt Hægri flokkurinn sé stærstur þessara flokka, miðað við skoðanakannanir, ei ljóst að hvorki Þjóðarflokkurinn né Miðflokkurinn getur sætt sig við Bohman sem forsætisráðherra. í kvöld var skýrt frá því í fréttum að gallar hefðu komið í ljós í kjarnorkuveri í Ringhals og er ekki loku fyrir það skotið að þessi upp- ljóstrun eigi eftir að hafa áhrif á kosningaúrslitin, að því er sænska sjónvarpið sagði í kvóld. Sjá bls. 24. Norsborg, 14. ágúst. Frá Sigrúnu Gisladóttur, fróttaritara Mbl. BÚIST er við mjög tvísýnum úrslit- um i sænsku kosningunum á sunnu- dag, en skoðanakannanir i dag bentu til þess að borgaraflokkarnir hefðu 0,3 af hundraði meira fylgi en vinstri flokkarnir. , , , 1 kvöld mættu leiðtogar fimm helztu flokkanna i sjónvarpssal og það sem mest ein- kenndi viðræður þeirra var hin 48,4 £ Sæði gegn sjúkdómum Múnchen, 14. ágúst. Reuter. SÆÐI manna og dýra gæti orðið gagnlegt í baráttunni við ýmsa sjúkdóma, að því er vísinda- menn við Max Planck vísindstofnunina skýrðu frá í dag. Vísindamönnunum hef- ur tekist að einangra efni úr sæðinu er nefnist semi- plasmin. Þetta efni hefur í tilraunum reynst veirum skæðara en nokkurt fúkkalyf. Semiplasmin þykir einkum athyglisvert þar sem það smýgur auðveld- lega í gegnum frumu- himnu veirunnar, en á hins vegar ekki aftur- kvæmt úr veirunni. Sam- eindir semiplasminsins festast svo við veiruna og drepa hana. Talið er að þessi upp- götvun eigi eftir að valda byltingu í viðureigninni við ýmsa sjúkdóma. Upp- götvunin er árangur sjö ára umfangsmikilla rann- sókna indverskra og vestur-þýzkra vísinda- manna á sæði manna og dýra. A-vítamín gegn krabba Washington, 14. áRÚst. AP. VÍSINDAMENN hafa fundið upp nýjar gerðir af A-vítamíni, sem þeir segja að lofi góðu i viðureigninni við krabbamein. Vítamínin voru framleidd í til- raunastofu en ekki fengin úr náttúrunni, og hafa þau ekki i för með sér hættulegar auka- verkanir. Tilraunir á dýrum þykja eink- um lofa góðu í sambandi við krabba í lungum, húð, þvag- blöðru og brjóstum. I tilraunun- um kom í ljós að efnin safnast ekki saman í lifrinni og valda ekki skemmdum á líffærum eins og náttúrleg A-vítamín. Sérfræðingar segja að líklega verði nytsemi nýju A-vítamín- anna mest þegar um er að ræða að koma í veg fyrir krabbamein í einstaklingum sem líklegir þykja til að fá krabba.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.