Morgunblaðið - 15.09.1979, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.09.1979, Qupperneq 16
\ 0 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979 Jónas Blöndal: Kreppir að á Bandaríkja- markaði í framtíðinni Hér fer á eftir erindi, sem Jónas Blöndal flutti á fundi Rotaryklúbbs Reykjavíkur í síðustu viku. Öllum er í stórum dráttum kunnug sú framvinda, sem orðið hefur á síðustu árum á sviði hafréttarmála. Ein afleiðing þess- arar þróunar, sem menn hafa ekki gefið mikinn gaum að, eru breyt- ingar á mörkuðum fyrir sjávaraf- urðir. Augljóst er þó að þessar breytingar verða allvíðtækar, og koma til með að snerta okkur í verulegum mæli. í stuttu máli eru þær fólgnar í því, í fyrsta lagi, að hefðbundin fiskútflutnignslönd, koma til með að ráða yfir og nýta sér mun gjöfulli sjávarauðlindir, en raun hefur verið á til þessa. I öðru lagi fá ýmis ríki, sem flutt hafa inn fisk, yfirráð yfir fisk- stofnum, sem þau væntanlega nýta til eigin þarfa eða jafnvel til útflutnings. í þriðja lagi verður minnkun á afla ríkja, sem stundað hafa veiðar á fjarlægum miðum. Ýmis þessara ríkja fá í staðinn stofna, sem lítt eða ekki hafa verið nýttir af þeim til þessa. Aukið framboð fiskafurða Ef við lítum aðeins á þau áhrif, sem þessi framvinda getur haft á okkur er ljóst að vænta má veru- legrar aukningar á framboði fisk- afurða frá þeim ríkjum, sem fyrst voru nefnd. Kanadamenn áætla að auka sinn afla af þorski upp í milli fimm og sex hundruð þús. tonn fram til ársins 1985, úr rúmum 200 þús. tonnum 1976. Á Ný- fundnalandi er áætlað að botn- fiskafli verði kominn í 1200 þús. tonn árið 1985, en hann var 278 þús. tonn árið 1977. Þessi þróun hefur orðið hæg í Kanada af þeim ástæðum að yfirvöld hafa viljað fara hægt í sakirnar. Forsendur fyrir því voru að þeir ætla sér að koma stofnunum sem fyrst í gott horf og nota árangur þeirrar verndar til að auka hagkvæmni þeirra veiða og vinnslu sem fyrir hendi er þannig að atvinnugreinin geti staðið á eigin fótum, en henni hefur um árabil verið haldið gang- andi með opinberum styrkjum. Þessu markmiði hefur nú verið náð og allir beinir styrkir aflagðir. Framleiðni hefur vaxið það mikið, að greinin er orðin samkeppnisfær við aðrar atvinnugreinar í landinu og er farin að draga til sín fjármagn, vinnuafl og þekkingu, sem nauðsynleg er til frekari þróunar, en möguleikarnir eru miklir. Takist Norðmönnum að koma sínum lögsögumálum í annað horf þó illa horfi um stund má einnig búast við allmikilli aukningu frá þeim, þó svo þeir verði háðir samningum við önnur ríki, einkum Sovétmenn vegna legu landsins og fiskgangna. I stuttu máli má búast við verulegri aukningu í útflutningi landa, sem hafa verið harðastir keppinautar á hefð- bundnum mörkuðum okkar. í öðrum flokkum eru ríki, sem lítt hafa lagt sig eftir fiskveiðum og flutt inn fiskafurðir til að fullnægja innanlandseftirspurn. Fremst í þessum flokki eru Bandarikin, en við tilkomu 200 mílna lögsögunnar öðluðust þau yfirráðarétt yfir gífurlegum auð- lindum. Áætla þeir að eingöngu botnfisktegundirnar geti gefið af sér um 3.5 millj. tonna á ári, sem er rúmlega fjórfalt það magn, sem við getum veitt og nærri 3-falt það magn, sem núverandi neysla þeirra nemur. Tegundasamsetning þessara auðlinda er þó nokkuð frábrugðin þeirri samsetningu, sem verið hefur ríkjandi í neyslu þeirra. Á hitt ber þó að líta, að Bandaríkjamenn eru tiltölulega óhefðbundnir í matargerð og nota mikið sósur og ýmis bragðefni með mat. Þetta, ásamt því að fiskur á þessum markaði er mikið unninn, ætti að auðvelda kynn- ingu og sölu á framandi tegund- um. Sú hefur einnig verið reyndin, að nýjar tegundir hafa átt tiltölu- lega greiðari leið á þessum mark- aði en öðrum. Nægir þar að nefna Alaskaufsann, sem olli okkur vandkvæðum er hann streymdi inn á markaðinn fyrir nokkrum árum. Hversu ört Bandaríkjamenn koma til með að byggja upp sinn sjávarútveg er ekki vitað á þessu stigi. Þeir hafa í fyrstu tekið sömu afstöðu og Kanadamenn, — að nota það svigrúm, sem minnkuð erlend sókn veitir til að byggja upp sína stofna. Hefur ítarlegum áætlunum um helstu stofna verið hrundið í framkvæmd. Jafnframt þessu er verið að vinna að áætlun- um um auknar veiðar og vinnslu, sem miða að því, að neyslu verði fullnægt með innlendri fram- leiðslu, en þeir flytja nú inn um 60% þeirra fiskafurða, sem þeir neyta. Liggja nokkur frumvörp þess efnis þegar fyrir þinginu. Með tiiliti til þess, sem að framan er sagt má því vænta, að allverulega kreppi að okkur á þessum markaði í framtíðinni. Samdráttur í framboði í V-Evrópu Það er hins vegar ljóst, að samdráttur verður í framboði hefðbundinna tegunda á markaði í Vestur-Evrópu. I þessum ríkjum er hinsvegar lögð mikil áhersla á það um þessar mundir að finna leiðir til að bæta upp þennann skort. Beinist sú viðleitni einkum að því, að þróa aðferðir til veiða og vinnslu á ýmsum tegundum, sem til þessa hafa ekki verið veiddar eða ekki nýttar til manneldis. Hvernig til tekst verður tíminn að leiða í ljós, en hinu er ekki að leyna, að ætla má að ýmis vand- kvæði verði á því að afla þessum afurðum viðurkenningar markað- arins, þó svo hægt verði að gera framleiðslu tæknilega framkvæm- anlega. Koma þar til hefðir í fiskneyslu, sem eru mjög grónar í flestum þessara ríkja. Verði hins vegar árangur af þessari viðleitni og verði þróunin í vesturheimi í líkingu við það sem að framan er sagt, má samt búast við að ekki verði svigrúm á þessum markaði nema í harðri samkeppni við önnur framleiðslulönd. Þegar er farið að bera á þessari samkeppni á síldarmörkuðunum. í viðtali við Gunnar Flovents nýlega kom fram, að Kanadamenn bjóða nú síld á % þess verðs, sem við teljum okkur geta framleitt og selt fyrir. Annað, sem getur valdið okkur erfiðleikum er að við höfum lagt litla rækt við markaðinn í Vest- ur-Evrópu og höfum' ekki söiu- og dreifingarkerfi í gangi þar. Má vænta þess, að það kosti verulega fjármuni að koma því á laggirnar og vinna upp það forskot, sem aðrir, einkum Norðmenn hafa. Af öllu þessu má draga þá meginályktun að svigrúm okkar þrengist verulega á mörkuðum á næstu árum og við komum til með að mæta narðnandi samkeppni þjóða sem koma til með að reka afkastamikinn og arðvænlegan sjávarútveg eða þjóða, sem eyða verulegum fjármunum til að gera sjávarútveg sínum kleift að mæta slíkri samkeppni. En hvernig ber okkar að snúast við? Tveir leiðir Að mínu mati er aðallega um tvær leiðir að ræða. Önnur þess- ara leiða er aðgreining okkar afurða til að draga úr áhrifum þessarar auknu samkeppni. Með þessu móti er hægt að halda við nokkuð tryggri stöðu gagnvart samkeppni þótt það einangri ekki frá henni, og við verðum áfram háðir sveiflum í verðlagi. Þetta er hins vegar dýr leið, þar sem hún útheimtir merkjavöru, sem verður að leggja fjármuni í að kynna. Sú leið er að vísu fær að gera lang- tímasamninga við fyrirtæki sem eiga þekkt merki um að framleiða undir því merki, sem er mun óaðgengilegri leið ef litið er fram- hjá kynningarkostnaði. Samt kynni þetta að reynast hagkvæmt í ýmsum tilvikum. í framleiðslu og sölu merkja- vöru erum við illa settir, ef undan eru skildar frystu afurðirnar á ákveðnum mörkuðum. Aðrar af- urðir eru meira og minna í beinni samkeppni við sambærilegar af- urðir annarra þjóða og eru háðar verðmyndun markaðarins. Frumforsenda þess að merkja- vara öðlist sess, sem hún getur haldið er að gæði hennar séu fullnægjandi og stöðug og að fyrir liggi viðurkenning markaðarins á því. Þetta hefur tekist með frystu afurðirnar og höfum við þar veru- legt forskot fram yfir ýmsa stóra útflytjendur, þó svo virðist, að þetta forskot fari minnkandi. Á öðrum sviðum hafa keppinautarn- ir jafnvel forskot svo sem í mjöl- framleiðslu. Það ber að leggja alla áherslu á að viðhalda eða auka eftir því sem kleift er gæði þeirra sjávarafurða, sem framleiddar eru. Kann það að kosta allmikla fjárfestingu, en hjá því verður vart komist. Lausnin á gæðavandamálunum er hinsvegar ekki öll fólgin í aukinni fjárfestingu heldur ekki síður í breyttu hugarfari, breyttu skipulagi og jafnvel breyttri veiði- tækni. Ég ræði þetta mál ekki frekar hér enda efni í erindi, og það fleira en eitt að gera þessum málum fullnægjandi skil. „Undirboð“ Kanadamanna á síldarmörkuðum Hvers vegna bera íslenskir síld- arútvegsmenn sig upp undan því, sem þeir nefna undirboð Kanada- manna á síldarmörkuðum? Sam- kvæmt venjulegum skilningi á hugtakinu „undirboð" þýðir það að HLUTFALLSLEG NÝTING AFKASTAGETU SKUTTOGARAR ÖLL FISKISKIP SÍÐUTOGARAR iiiiiniiiiii BÁTAR ’68 71 74 77 ÁR Hér eru sýndar þær hlutfallslegu breytingar, sem orðið hafa á afla botnfisktegunda og sókn í þær. Teknar eru tvær viðmiðanir, sem þó gefa i meginatriðum sömu niðurstöðu: Mestu afköst og meðalafköst hvers hóps á timabilinu. Forsendan, sem gengið er út frá er sú, að ef ákveðinn hópur hefur náð einhverjum ákveðnum afla (mest eða að meðaltaii) eigi útgerð hans í annan tíma að öðru óbreyttu að skila sama magni á land. í þessu dæmi er ekki tekið tillit til tæknibreytinga, sem að sjálfsögðu hefði þau áhrif, að sóknin ætti að aukast enn meir, en myndin sýnir. Ef út frá þessu er gengið fæst sú niðurstaða, að heildarsókn í botnfisk hafi vaxið um tæp 60% frá 1968 eða um tæp 50% frá 1970. Frá 1970 hefur afli hins vegar aukist óverulega, sem að sjálfsögðu þýðir að afli á hverja sóknareiningu hefur farið minnkandi eða um 30% frá 1970. % SÓKNARBREYTINGAR % Á þessari mynd eru sýndar þær breytingar, sem orðið hafa á nýtingu afkastagetu flotans á umliðnum áratug. Þessar niður- stöður eru fengnar á þann hátt, að afli á úthaldsdag fyrir hvern stærðar- og veiðarfærahóp fyrir sig er borinn saman við það, sem þeir sömu hópar gerðu best á umræddu tímabili. Ef ákveðinn hópur hefur á einhverju ári náð t.d. 10 tunnum á dag er best lét, er það notað sem viðmiðun. Ef hann siðan á öðru timabili skilar einungis 8 tonnum á dag er nýting afkastagetu hans 80%. Þessar niðurstöður eru síðan vegnar saman með hlutfallslegri þýðingu hvers hóps i heildinni. Eins og sjá má af þessu hefur nýting afkastagetu bátaflotans rýrnað veruiega á timabilinu og er á siðustu árum einungis rúmlega helmingur af þvi, sem þeir hafa best gert. Hjá skuttogurunum gegnir nokkuð öðru máli. Það má rekja til þess, að ef til vili er ekki raunhæf viðmiðun fyrir þessi skip innan þess tima, sem þeir hafa verið i gangi, sem að sjálfsögðu þýðir, að sú viðmiðun, sem notuð er er of lág. Til þessa bendir samanburður við siðutogarana. Árið 1956, sem er ekki sérstakt ár hvað aflabrögð snertir, skiiuðu siðutogararnir á land um 17 tonnum á úthaldsdag. Ef farið er enn lengra aftur í timann þá fengu gömlu siðutogararnir, sem við áttum fyrir strið alit upp i 25 tonn að meðaitali á dag. Sú viðmiðun, sem notuð er fyrir siðutogarana er milli 10 og 11 tonn á dag sem er slakt, miðað við þessar tölur, sem nefndar hafa verið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.