Morgunblaðið - 15.09.1979, Page 20

Morgunblaðið - 15.09.1979, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979 Grein og myndir: ÁRNI JOHNSEN VERTU GUÐ FAÐIR, FAÐIR MINN Lotning og friöur Skálholts ríkti, rökkriö færðist yfir, en Ijóskastarar í túninu umhverfis kirkjuna lýstu þessa stílhreinu byggingu upp. í kirkju voru þátttakendur organistamótsins sem embætti söngmaælastjóra &jóðkirkjunnar stóð fyrir og vægast sagt var mikið sungið í Skálholti þessa daga. í gegn um steinda glugga kirkjunnar brugðu Ijósgeislarnir frá kösturunum á leik og tóku á sig óteljandi liti í glugganna sem minna á þverskurð af íslenzku grjóti í smásjá. Birtuleikurinn naut sín sérlega, því slökkt var inni í kirkjunni. Þar voru hins vegar um 70 organistar og kórfólk og sungu af mikilli innlifun, tónvæddum undir stjórn Jón- asar Ingimundarsonar svo undir tók í kirkjunni sem hefur einstæðan hljómburð fyrir söng og tónlist. í lokin var sungið Vertu Guð faðir, faðir minn og sungu allir án orða nema Guðrún Tómasdóttir sem söng bænina úr 44. Passíu- sálmi silfurtærri og fagurri rödd sinni. Organistamót hafa veriö í Skál- holti hvert ár um nokkurt skeiö á vegum Hauks Guölaugssonar söngmálastjóra Þjóökirkjunnar og verið sífellt fjölsóttari, enda vel skipulagt og bæöi gagn og gaman aö því fyrir þátttakendur og tón- listarstarf kirkjunnar í heild. Þaö var þröngt setinn bekkurinn í húsakynnum Skálholts þessa daga sem reyndar æði oft og í húsa- kynnum heimavistarskólans sem ætlaö er aö hýsa 20 manns voru nú um 80 manns. Er þaö ekkert einsdæmi. í kili norr- ænnar menningar Skálholt, þessi staöur sem á taug inn í hjarta hvers einasta íslendings og er rauöur þráöur og kjörviöur í kili norrænnar menning- ar, hefur allt aö bjóöa til þess aö vera stórkostlegur ráöstefnustaöur þar sem fjalla á um málefni meö virðingu sem ankeri, allt nema húsakost sem hæfir þessari slag- æö íslenzkrar þjóðarsálar. Starfiö í Skálholti er eins og góö útgerð, ávaxtar sig sjálft. Góöur útgerðar- maöur hefur allt klárt á skipi sínu, ávallt, íslenzka þjóöin vill hafa þá reisn sem ber í Skálholti og því ættu íslenzkir stjórnmálamenn og embættismenn aö leggja metnaö sinn í aö bæta húsakost Skálholts svo menn geti veriö stoltir af hverju atriði á staönum. í hverjum krók og kima þar sem mögulegt var aö gista í húsnæöi Skálholtsskólans haföi fólk komiö sér fyrir, en þaö var blússandi starf alla daga, söngæfingar, kennsla í raddbeitingu, orgelþjálfun og fleira og fleira hjá valinkunnum kennur- um. Byrjaö er snemma morguns og veriö aö langt fram á kvöld, enda áhuginn mikili. Viö ræddum viö nokkra organ- ista um starf þeirra og námskeiöiö. Kórstarf uppbyggjandi og skemmtilegt Helgi Bragason er organisti í Njarövíkum. „Mér finnst ríkja hér góö stemmning og mikil vinnu- gleöi,“ sagöi hann, „geysilegur áhugi. Svona starf kemur manni til góöa, því aö maður lærir alltaf eitthvaö nýtt.“ Helgi nam viö Kirkjutónlistar- deild Tónlistarháskólans í Vín og viö spuröum hann hvernig honum líkaði aö vinna meö kór? „Þaö er skemmtilegt og uppbyggjandi. f kórnum hjá mér voru 36 s.l. vetur og okkur tókst aö flytja Schu- bertsmessu. Þaö jók áhuga fólks- ins og þá er gaman aö vinna aö þessu.“ Organisti í fjórum kirkjum Anna Kristín Jónsdóttir frá Mýrakoti Höföaströnd í Skagafiröi er organisti í fjórum kirkjum, á Hofsósi, Hofi, Felli og Baröi. Hún stjórnar einnig kór á Barði og öörum fyrir Hofsós og Hof, en á Felli syngja kirkjugestir kórlaust. Anna Kristín byrjaöi sem organisti árið 1974 og hún kvaö þetta Hluti organiatanna og kórtólksins á æfingu í Skálholtskirkju. Anna Kristín heilmikiö starf eins og nærri má geta. Þá vinnur hún einnig aö búskap á heimili foreldra sinna og kennir viö Tónlistarskóla Skaga- fjaröar á Hofsósi og Sólgöröum í Fljótum þar sem hún kennir á gítar, blokkflautu, orgel og píanó. „Þaö er skemmtilegt aö taka þátt í svona námskeiöum,“ sagöi hún, „hér er fólk meö svipuö áhugamál og svipuö vandamál í starfi sínu þannig aö þaö er gott aö bera saman bækur sínar og menn læra þannig hver af öörum og njóta reynslu fólks. Ég hef veriö á öllum námskeiöunum í Skálholti og þaö er mjög uppörvandi aö koma hingaö, gefur manni mikiö. Maöur fær svo mikiö út úr þessu aö þaö lyftir manni uþp og maöur Holgi ræöst jafnvel í þaö sem maður heföi ekki lagt í áöur. Hér eru einnig svo góöir kennarar þannig aö allt gengur upp.“ Uppörvandi að vinna með kunnáttu- mönnum Bjarni Guðráösson bóndi í Nesi í Reykholtsdal er organisti í Reykholtskirkju en viö því starfi tók hann fyrir þremur árum. „Gagnið aö svona námskeiöi finnst mér fyrst og fremst vera þaö að komast í aukið samband við þetta starf, þaö er uppörvandi aö vinna meö kunnáttumönnum í fag- Bjarni inu og kynnast organistum víös vegar aö af landinu." Bjarni er meö 12—14 manns í kór Reykholtskirkju, en ekki kvaö hann það samrýmast of vel aö vera bóndi og organisti. „Þegar maður á aö spila er ekkert verið aö spyrja hvernig maöur sé fyrir kallaöur. Maöur stendur ef til vill í erfiðu verki og það kemur fram í spilinu. Stífar hendur og skrokkur er ekki gott fyrir orgelleik. Þaö getur tekið lega fyrir orgeliö en sjaldan getur maöur búiö aö slíku. Viö sem komum hingaö erum mjög þakklát fyrir aö fá tækifæri til þéss og ég held aö þetta sé sérstaklega mikil hvatning fyrir dreifbýlisfólkiö.“ Skálholtskirkja

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.