Morgunblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Er hægt að auka viðskiptin? ER Grænland framtiðarlandið fyrir einhverja ísienska útflytj- endur? Nú nýlega hafa borist fréttir af því að dönsk timbur- verzlun sem stundað hefur við- skipti við Grænlendinga lengi jók sölu sína þangað um 150% á síðasta ári. íslendingar hafa t.d. aðstoðað Grænlendinga við uppbyggingu mannvirkja og einnig í landbúnaði og því er bara spurningin hvort ekki sé hægt að auka verulega viðskiptin við þá á næstu árum. Ráðning starfsfólks NÚ AÐ undanförnu hefur verið óvenjumikið um auglýsingar frá fyrirtækjum þar sem þau óska eftir starfsfólki til starfa. Til að kanna stöðuna nánar hafði Við- skiptasíðan samband við tvo að- ila í atvinnulífinu og spurði þá hvernig gengi að fá fólk til starfa. Gunnar Snorrason form. Kaup- mannasamtakanna sagði að alltaf þyrftu verzlunareigendur að aug- lýsa eftir fólki og ávallt kemur nokkur fjöldi til viðtals en því miður eru það fáir sem hafa einhverja reynslu í verzlunar- störfum. Þyrfti nauðsynlega að koma upp námskeiðum fyrir fólk sem hyggur á störf í verzlunum. Mér finnst fólk leita mikið í fiskvinnsluna og þá einkum á minni stöðunum úti á landi er það tilfinnanlegt. Ég hef sjálfur fengið starfskraft héðan úr hverfinu, Breiðholtinu, og eru það húsmæð- ur sem vinna hér hálfan daginn og hefur það gefist vel fyrir báða aðila. Guðjón Tómasson fram- kvæmdastjóri Sambands málm- og skipasmiðja sagði að ekki væri skortur á járniðnaðarmönnum í Reykjavík en á nokkrum stöðum úti á landi s.s. Vestfjörðum og Norðurlandi væri nokkur skortur á fólki. Hins vegar ber að geta þess að nú ríkir ekki eins mikil spenna á markaðnum á Suð- vestanlands eins og áður og t.d. eru engar stórframkvæmdir í gangi núna. Alltaf er eitthvað um það að þjónustu fyrirtæki þurfa að auglýsa eftir fólki til sumarafleys- inga en því fer nú senn að ljúka sagði Guðjón. Mikil veltu- aukning Elkem Spiegelverket þrefaldaði veltu sina á fyrri helmingi þessa árs samanborið við sama tímabil 1978. Er þetta fyrst og fremst vegna hærra verðlags á alumin- ium og kísiljárni en þekkst hefur á síðari árum. Norska útflutningsráðið: Islenski markaður- inn mjög mikilvægur Á ALÞJÓÐLEGU vörusýning- unni sem nú stendur yfir i Laugardal kynna norsk fyrir- tæki nú í fyrsta skipti sameigin- lega vörur sinar. Er það norska útflutningsráðið sem sér um framkvæmdina af þeirra hálfu og veitir til hennar styrk. Viðskipta- síðan hitti að máli Tore Halfstad markaðsráðgjafa norska útflutn- ingsráðsins. Hann sagði að þátttakendur af þeirra hálfu væru þrettán fyrir- tæki og tengdust þau öll sjávarút- vegi og er þetta þriðja meiriháttar sjávarútvegsvörusýningin sem við tökum þátt í á þessu ári. Um orsök þess að þau tækju þátt í sýningu sem þessari þá sagði hann að íslenski markaðurinn væri einn mikilvægasti markaður þessara fyrirtækja og því væri afar þýð- ingarmikið að nota þetta tækifæri sem gefst til að hitta kaupendurna alla á sama stað augliti til auglit- is. Hefur þetta sérstaklega mikla þýðingu fyrir þá sem kynna nýjar afurðir eða ný fyrirtæki á mark- aðnum. Við erum nokkuð ánægðir með árangur þessarar sýningar en höfðum þó gert okkur vonir um að hitta fleira fólk úr sjávarútvegin- um en þó verður að hafa í huga að flest þessara fyrirtækja hafa góða umboðsmenn hér á landi, sagði Tore Halfstad. Tore Halfstad markaðsráðgjafi 31 Hestar Mótssvæðið á Vindheimamelum. Tjaldstæðin eru fremst á myndinni en fjær er sýningarsvæðið. Landsmót haldið á Vindheimamelum 1982 — „Óskiljanleg ákvörðun,” segir formaður Léttis á Akureyri STJÓRN Landssambands hestamannafélaga ákvað fyrir nokkru að næsta landsmót hestamanna skuli haldið á Vindheimamelum í Skagafirði sumarið 1982. Samkvæmt þeirri reglu að landsmót skuli haldin til skiptist á Suðurlandi og Norðurlandi á næsta landsmót að verða fyrir norðan og höfðu stjórn LH borist boð um tvo staði til móthaldsins, Melgerðis- mela í Eyjafirði og Vindheimamela. Voru bæði stjórn og varastjórn LH kallaðar saman til fundar til að taka ákvörðun um mótsstaðinn en áður höfðu þrír stjórnarmenn, Albert Jóhannsson, Egill Bjarnason og Stefán Pálsson skoðað báða staðina. Til fundarins voru boðaðir 10 stjórnar- og varastjórnarmenn en sex mættu. Var samþykkt með atkvæðum fjögurra að halda mótið á vindheimamelum en þessir f jórir voru Egill Bjarnason, Jón Guðmundsson, Hjalti P-álsson og Stefán Pálsson. Albert Jóhannsson og Pétur Hjálms- son mæltu báðir með Melgerðismelum. Forráðamenn hestamannafé- laganna í Eyjafirði, sem staðið hafa að uppbyggingu Melgerðis- mela sem mótssvæðis eru mjög óánægðir með þessa ákvörðun stjórnar LH. „Okkur finnst þessi ákvörðun óskiljanleg," sagði Bjarni Jónsson, formaður Léttis á Akureyri," því aðstaðan á Vindheimamelum og Melgerðis- melum er sambærileg og þegar litið er á það að Skagfirðingar hafa fengið tvö síðustu landsmót sem haldin hafa verið á Norður- landi. Þeir héldu landsmót á Vindheimamelum 1974 og á Hól- um 1966 en eina landsmótið, sem haldið hefur verið í Eyjafirði var árið 1954.“ Bjarni sagði að stjórnir hesta- mannafélaganna í Eyjafirði hefðu mótmælt þessari ákvörðun stjórna LH formlega og þeim fyndist þessi samþykkt líka hæpin, þar sem að henni stæðu aðeins fjórir af þeim 10 mönn- um, sem til fundarins hefðu verið boðaðir og í hópi fjórmenn- inganna væri fulltrúi Skagfirð- inga í stjórninni. Bréf Eyfirð- inga verður tekið fyrir á stjórn- arfundi LH á mánudag. „Við erum ákaflega óánægðir með þessa afstöðu stjórnar LH og sjáum ekki hvaða erindi við höfum með því að starfa með LH, þegar störf okkar að upp- byggiigu mótsstaðar eins og Melgerðismela eru ekki metin meira. I okkar huga hefur þessi uppbygging átt að vera í þágu hestamennskunnar og hesta- íþrótta í landinu og menn hafa hér margir hverjir lagt á sig mikla vinnu til að búa svæði sem best úr garði. Ég sé ekki annað en það sé tvísýnt hvort við eigum nokkra samleið með LH, ef störf okkar eru jafn lítils metin og þessi ákvörðun stjórnarinnar ber merki um,“ sagði Bjarni Jónsson formaður Léttis að lok- um. Egill Bjarnason á Sauðrár- króki, stjórnarmaður í LH sagði að það sem hefði ráðið úrslitum um að Vindheimamelarnir voru fremur valdir sem mótsstaður en Melgerðismelar. hefðu verið að vellirnir og sýningarsvæðið á Vindheimamelum væru talin ör- uggari en að öðru leyti mætti leggja aðstöðuna á þessum tveimur stöðum nokkuð að jöfnu. Fóðurkostnaður hækkar um tæp LJÓST er nú að kostnaður við helstahald hefur stóraukist frá i fyrravetur og þá sérstaklega hjá þeim hestaeigendum, sem þurfa að kaupa ailt hey handa hestum sinum. Verð á heyi hefur í mörgum tilvikum meira en tvöfaldast milli áranna. Sé tekið dæmi um hest, sem tekinn er inn i desembermánuði og er á húsi fram i miðjan júní eða alls 190 daga, má áætla að fóðurkostn- aðurinn sé milli 100 og 120 þúsund krónur i vetur. Sé miðað við, að fyrrnefndur hestur sé inni í 190 daga og fái daglega 6 kíló af heyi og kostnaðarverð hvers heykílós, þ.e. kaupverð og flutningur, sé 80 krónur, étur hesturinn hey fyrir 91.200 krónur yfir veturinn. Með heyinu er gefið eitt kíló af fóður- bæti sem áætla má að í vetur kosti um 130 krónur. Fóðurkostnaðurinn á dag er þá kominn upp í 610 krónur og fyrir 190 dagana er kostnaðurinn 115.900 krónur. í fyrravetur má áætla að almennt hafi kostnaðarverk heys verið um 35 krónur kílóið og undir vor 100% milli ára Umsjón: Tryggvi Gunnarsson kostaði kílóið af fóðurbæti um 100 krónur. Miðað við þessar tölur var fóðurkostnaður í fyrravetur því 310 krónur á dag og alls fyrir 190 dagana 58.900 krónur og hefur fóðurkostnaður hækkað um tæp 97% milli ára. Þegar rætt er um kostnað við hestahald verður vitanlega að taka tillit til fleiri þátta en fóðurkostn- aðar. Ýmist er um að ræða leigu á hesthúsi eða eign á slíkri aðstöðu og þykir því rétt að reikna með að kostnaður við hesthús verði í vetur um 50.000 kr. Kostnaður við járn- ingar í vetur verður vart undir 22.000 krónur í vetur og er þá miðað við að hestur sé járnaður fjórum sinnum yfir veturinn og keyptur sé einn gangur af flat- skeifum og annar af skafla- skeifum. Þá má reikna með að kostnaður við ormagjöf verði 5.000 kr. Til viðbótar koma ýmsir kost*naðarliðir og þá sérstaklega laun við hirðingu ef um þau er að ræða en samtals nema þeir kostn- aðarliðir, sem tilgreindir hafa verið hér, 192.900 kr. Tekið skal fram að þessar tölur eru allar áætlaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.