Morgunblaðið - 15.09.1979, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 15.09.1979, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979 47 Öruggur -sigur HIÐ UNGA og bráðefnilega lið KR bar sigurorð af Fram, 2—0, í síðasta leik liðanna i 1. deildinni í knattspyrnu á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Sigur KR-inga var fyllilega verðskuidaður, þeir léku allan tímann mun betur og áttu mörg góð marktækifæri. Frammi- staða KR í 1. deildinni í sumar er með mikium ágætum og eru þeir nú í efsta sæti 1. deildar ásamt ÍBV og Val sem reyndar eiga einn leik eftir. bað er orðið langt síðan, ef það hefur þá nokkurn tímann gerst. að lið sem kemur upp úr 2. deild spjari sig jafnvel og KR hefur gert í sumar i 1. deildinni og er full ástæða til að óska leikmönnum liðsins og þjáifara til hamingju með árangurinn. KR O. FRAM fai Framan af leiknum í gær var nokkurt jafnræði með liðunum en er líða tók á leikinn tóku KR-ingar völdin í sínar hendur og áttu frumkvæðið. Voru þeir fljótari á knöttinn og baráttuglaðari. Á 26. mínútu leiksins skora KR-ingar laglega með skalla, en Magnús Pétursson dæmdi markið af. Eftir leikinn gaf hann þá skýringu að leikmaðurinn hefði verið rangstæður. Virtist undirrit- uðum þetta nokkuð hæpinn dóm- ur, en vissulega var dómarinn í betri aðstöðu til að sjá atvikið. En markið lá í loftinu og á 36. mínútu skorar Jón Oddson eftir góða fyrirgjöf frá Sverri Her- bertssyni. Fylgdi Jón vel á eftir og skoraði af stuttu færi. brátt fyrir ágæt tækifæri tókst KR-ingum ekki að bæta marki við. Staðan í hálfleik var 1—0. Það lifnaði lítið yfri leik Fram í síðari hálfleik, og virtust flestir leikmenn hafa lítinn áhuga á leiknum. KR-ingar hafa verið þess vel meðvitandi að sigur í leiknum gæfi þeim örlitla von um að vera í toppbaráttunni, gáfu aldrei eftir og sóttu lengst af. Annað mark leiksins kom á 71. mínútu. Elías gaf góða sendingu inn á Jón Oddsson sem skoraði fallega. Rétt þremur mínútum síðar skall svo hurð nærri hælum við mark KR, en Rafni Rafnssyni tókst aö bjarga naumlega á línu. Lið KR lék þennan leik vel, og voru allir leikmenn liðsins vel með í leiknum. Bestu menn liðsins voru þeir Jón Oddsson og Otto Guð- mundsson. Lið Fram virkaði afar slakt, leikmenn sýndu lítinn áhuga, og enginn einn var öðrum fremri. í STUTTU MÁLI: íslandsmótið 1. deild Laugardals- völlur 14. sept. FRAM - KR 0-2 (0-1) MÖRK KR: Jón Oddsson á 36. mínútu og á 71. mínútu. ÁMINNING: Kristinn Atlason og Pétur Ormslev gult spjald. ÁHORFENDUR: 594. - Þr. Einkunnagjöfin Fram: Guömundur Baldursson 2, Símon Kristjánsson 2, Gunnar Bjarnason 1, Friðrik Egilsson 1, Kristinn Atlason 1, Ásgeir Elíasson 2, Rafn Rafnsson 3, Pétur Ormslev 2, Guömundur Steinsson 2, Baldvin Elíasson 2, Lárus Grétarsson 1, vm, Gunnar Orrason 1, vm. KR: Hreiðar Sigtryggsson 2, Stefán Örn Sigurðsson 2, Siguröur Pétursson 2, Ottó Guðmundsson 3, Börkur Ingvarsson 2, Jón Oddsson 4, Birgir Guðjónsson 2, Elías Guðjónsson 2, Sverrir Herbertsson 3, Sæbjörn Guðmundsson 3, Sigurður Indriðason 2, Örn Guðmundsson 2, Wilhelm Fredrikssen 2. Dómari Magnús Pétursson 2. Pétri boðið til Werder Bremen AÐ undanförnu hafa nokkrir islenskir knattspyrnumenn verið orðaðir við að vera á förum til erlendra félaga. Mbl. kannaði hvað hæft væri í þessum sögu- sögnum og ræddi við þá Guð- mund Steinsson og Pétur Orm- slev úr Fram. Guðmundur sagði að maður frá sænska liðinu Örgryte hefði haft STAÐAN Staðan í 1. dcild Islandsmóts- ins í knattspyrnu þegar ein um- ferð er efi Valur ÍBV KR Akranes Keflavík Fram Víkingur bróttur KA Haukar 17 9 4 4 17 9 4 4 18 9 4 5 17 9 3 5 17 7 6 4 18 4 9 5 17 6 4 7 17 6 4 7 17 3 5 9 17 1 3 L 34-21 22 25-13 22 29-24 22 25-16 21 22-17 20 25- 23 17 26- 24 16 26-29 16 20-35 11 I 11-41 5 samband við sig í sumar, en hann hefði strax gefið honum afsvar og sagt að hann hefði ekki áhuga á að fara utan. Ljóst er því að Guð- mundur fer hvergi. Pétur Ormslev hefur fengið boð um að koma til Werder Bremen til þess að kynna sér aðstæður hjá liðinu, en ekki mun vera um formlegt tilboð að ræða. Pétur sagði við blaðamann Mbl. að hann hygðist fara utan einhvern næstu daga til að kynna sér málin. Þá hafa nokkrir Keflvíkingar verið orðaðir við atvinnumennsku í Svíþjóð, en ekkert mun liggja fyrir í þeim efnum. - þr. HK AÐALFUNDUR Blakdeildar IIK verður haldinn föstudaginn 21. sept. að Hamraborg 1, Kópavogi, og hefst hann kl. 17.30. — Stjórnin. • Vestur-þýsku meistararnir Hamburger S.V. Þar er valinn maður í hverri stöðu. TekstValsmönnum að stöðva Keegan? EINN stærsti knattspyrnuvið- burður sumarsins verður á Laugardalsvcllinum næstkom- andi miðvikudag er íslandsmeist- arar Vals mæta býzkalandsmeist- urunum Hamburger SV. Á blaða- mannafundi sem knattspyrnu- deild Vals boðaði til i gær kom fram að mikill undirbúningur er i tilefni leiksins og má geta þess að Valur hefur gefið út sérstakt blað í tilefni leiksins sem dreift verður í hvert hús á höfuðborgar- svæðinu. Eins og fram hefur komið leikur knattspyrnumaður Evrópu, Kevin Keegan með liði Hamburger en hann er einn frægasti knattspyrnumaður og um leið sá snjallasti í heiminum í dag. bá eru ekki færri en sex vestur-þýskir landsliðsmenn í liðinu og segir það sina sögu um styrkleika þess. Forsalan: Forsala að leik Vals og Ham- burger fer fram í sölutjaldi við Útvegsbankann í Austurstræti mánudag, þriðjudag og miðviku- dag kl. 12.00 til 6.15. Hverjum miða í forsölu fylgir litprentað veggspjald með stórri mynd af Kevin Keegan. Auk þess fylgir hverjum miða í forsölu ókeypis happdrættismiði. Dregið verður í leikhléi á leik Vals og Hamburger 19. september. Vinn- ingar eru: 20 pör af PATRIC knattspyrnuskóm og 10 HENSON íþróttabúningar. Sérstakur auka- vinningur er 40 þús. króna MITRE fótbolti, samskonar og leikið verð- ur með í leik Vals og Hamburger. Boltinn verður áritaður af Kevin Keegan. Vinsælt knattspyrnu- félag Eitt vinsælasta knattspyrnufé- lag Vestur-Þýskalands fyrr og síðar er H.S.V. eða Hamburger Sport Verein, stofnað 1887 og er því eitt elsta knattspyrnufélag í Þýzkalandi. En til þess að hafa náð vinsældum hefur liðið átt stjörnur á borð við Tull Harder, Uwe Seeler og í dag Kevin Keegan, knattspyrnumann Evrópu. Félagið hefur átt fjöldan allan af v-þýskum landsliðsmönnum og oftast verið í fremstu röð í V-Þýskalandi. Liðið hefur fimm sinnum orðið þýzkur meistari; 1922, 1923, 1928, 1960 og 1979. Tvívegis orðið þýzkur bikarmeist- ari; árið 1963 og 1977. Stærsti sigur liðsins var árið 1977, er liðið sigraði í Evrópu- keppninni. Liðið hefur fjórum sinnum hafnað í öðru sæti í l.-deildar- keppninni og tvívegis leikið til úrslita um þýska bikarinn. Lið H.S.V. er geysisterkt um þessar mundir og margir telja að þeir muni sigra í Meistarakeppni Evrópu þetta tímabil og verja titil sinn í Þýskalandi. Það sem af er þessu keppnis- tímabili hefur liðinu gengið mjög vel og unnið stóra sigra í leikjum sínum. H.S.V. er ekki eingöngu knatt- spyrnufélag; 4500 félagar stunda badminton, körfubolta, fimleika, frjálsar íþróttir, sund, tennis, blak, ísknattleik og skák. Heima- völlur liðsins heitir Volkspark og tekur 61.418 áhorfendur, þar af 28.618 í sæti. Ovett hjó nærri meti Coe’s í 1500 BREZKI hlauparinn Steve Ovett hjó nærri heimsmetinu í 1500 metra hlaupi á móti sem haldið var til minningar um hinn frækna belgíska hlaupara Ivo van Damme í Brussel fyrir skömmu. Ovett hljóp á 3:32,2 mínútum og var því aðeins sek- úndubroti frá heimsmetinu sem landi hans Sebastian Coe setti á í GÆRDAG fór fram unglinga- landsleikur milli íslands og Fær- eyinga í knattspyrnu. íslenska liðið sigraði í leiknum 3 — 1, eftir að staðan hafði verið 2—1 í hálfleik. Færeyingar náðu forystu i leiknum með marki strax á upp- hafsmínútum leiksins. Var það móti í Zurich í Sviss fyrir nokkr- um vikum. Annar í hlaupinu varð Bretinn Robson á 3:33,9 mínútum, en þar á eftir komu frönsku hlaupararnir Alex Gonzales og Jose Marajo og hlutu báðir 3:35,1 mínútu. Einnig náðist mjög góður ár- angur í 10 kílómetra hlaupi á Birgir Sandum að verki. Ragnar Margeirsson jafnaði fyrir tsland og skömmu síðar náði Sigurður Grétarsson forystunni, 2—1, með fallegu marki. Lárus Guðmunds- son innsiglaði svo sigur íslands með því að skora úr vítaspyrnu í iok leiksins. Leikurinn var vel leikinn og skemmtilegur á að horfa. — þr. mótinu. Bretinn Mick McCloud sigraði á 27:39,8 mínútum, landi hans Brendan Foster varð annar á 27:41,3 mínútum, en sekúndubroti á eftir Foster komu Belgíumaður- inn Leeon Schots og Rússinn Igor Fedotkin. Á eftir Fedotkin komu Bretarnir David Black á 27:46,6 mín., og Bernie Ford á 27:47,6 mín. Rússinn Aleksander Atnipov varð sjöundi á 27:48,2 mín., og Astralíu- maðurinn Scott áttundi á 27:48,6. Tveir til viðbótar hlupu undir 28 mínútum, Cheruyot frá Kenýa (27:50,3) og Hagelsteens frá Belgíu (27:52,9). Finnski garpurinn Lasse Viren virðist vera að komast í gott form þar sem hann hljóp á 28:04,7 mínútum í hlaupinu. Af öðrum afrekum mótsins má nefna að Pólverjinn Kozakiewics mistóks naumlega í þremur til- raunum við hæðina 5,71 í stangar- stökki, en hefði hann farið yfir þá hæð hefði hann sett nýtt heims- met. Kozakiewics fór yfir 5,61 metra, en næstu menn stukku 5,50 metra, Desruelles frá Belgíu og Bellott frá Frakklandi. Gamla brýnið Emil Puttemans sigraði í '.,000 metra halupi á 13:28,7 mír útum og í hlaupinu setti la hans Eddy de Pauw nýtt heiius- met unglinga, 13:39,8 mínútur. Unglingalands- liðið sigraði Æ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.