Morgunblaðið - 23.09.1979, Qupperneq 1
64 SÍÐUR
208. tbl. 66. árg.
SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
r
Island
studdi
Pol Pot
Sameinuðu þjóðunum —
22. september — Reuter — AP
ÍSLENDINGAR voru meðal
þeirra þjóða er greiddu atkvæði
tillögu er gerði ráð fyrir þvi að
sendinefnd stjórnar Pol Pots, er
hrakin var frá völdum í Kambód-
íu, tæki sæti Kambódíu á Alls-
herjarþinginu í stað sendinefnd-
ar stjórnar Heng Samrins, sem
komst til valda í Kambódiu
snemma á árinu fyrir tilstyrk
Sovétmanna og Víetnama. Tillag-
an var samþykkt með 71 atkvæði
gegn 35.
Auk íslendinga greiddu Danir
og Norðmenn tillögunni atkvæði,
en Finnar og Svíar sátu hjá.
Rúmenar og Júgóslavar einir
austantjaldsþjóða greiddu tillög-
unni atkvæði. Alls sátu 34 þjóðir
hjá við atkvæðagreiðsluna, sem
fór fram eftir heitar umræður.
Verkfalli
aflýst í
Rotterdam
Rotterdam — 22. september
AP — Reuter
VINNUDEILU þeirri sem lamað
hcfur umferð um höfnina í Rott-
erdam siðastliðnar fjórar vikur
hefur nú verið aflýst og verka-
menn hef ja störf á ný á mánudag.
Margir verkamannanna hafa
snúið til vinnu síðustu daga, en
alls náði verkfallið til 7.000 hafn-
arverkamanna. Heitt varð í kolum
við höfnina á miðvikudag, er
nokkur hundruð verkamanna
reyndu að stöðva vinnu starfsfólks
við gámamóttöku. Lögregla skarst
í leikinn og beitti hundum og
vatnsbyssum.
Nú styttist dagur og skuggarnir lengjast óðum. Ól. K. M. tók þessa mynd af kveðjukossi síðdegissólarinnar
fyrir fáeinum dögum.
Bokassa neitað mn
hæli í Frakklandi
París, Bangrui. 22. sept. AP, Reuter.
NÁNAR gætur voru
hafðar á Caravelleþotu
Bokassa, fyrrum keisara í
Mið-Afrikukeisaradæminu
þar sem hún stóð á her-
flugvelli skammt frá París
í dag. Frönsk stjórnvöld
neituðu Bokassa um land-
vistarleyfi, að sögn AP-
Bítlarnir ekki
af tur saman?
New York, 22. september. Reuter.
TALSMAÐUR Paul
McCartneys fyrrverandi Bítils
sagði í dag, að ekkert væri hæft
í fréttum þess efnis, að
McCartney hefði fyrir sitt leyti
samþykkt að Bítlarnir kæmu
saman og lékju á hljómleikum
til styrktar vietnömsku báta-
fólki.
í ljósi þessa þykir næsta ólík-
legt, að Bítlarnir komi saman
aftur, en þeir komu síðast fram
saman á hljómleikum 1967 og
allt frá því hafa árangurslausar
tilraunir verið gerðar til að fá þá
til að halda hljómleika. Síðasta
verk hljómsveitarinnar var að
leika inn á hljómplötu árið 1970.
Skýrt var frá því hjá Samein-
uðu þjóðunum í gær, að Kurt
Waldheim framkvæmdastjóri
hefði m.a. reynt að koma sam-
einingu Bítlanna í kring og rætt
við George Harrison, einn
þeirra, í síma. Hljómleikahald-
ari í Los Angeles skýrði og frá
því, að Harrison hefði samþykkt
hljómieikahaldið og að sér væri
kunnugt að Ringo Starr og
McCartney væru jafnframt
reiðubúnir til að koma fram, en
ekki hefði náðst samband við
John Lennon.
fréttastofunnar. Bokassa
kom til Frakklands í gær
á einkaþotu sinni eftir að
hafa verið steypt af stóli í
byltingu á fimmtudag. Að
sögn var Bokassa einungis
leyft að lenda í Frakklandi
þar sem þota hans var að
verða eldsneytislaus. Hon-
um hafði verið neitað um
lendingarleyfi á Orly-
flugvelli í París.
Talsmaður Giscard d’Estaing,
forseta Frakklands, sagði að Bok-
assa yrði ekki leyft að fara frá
þotunni vegna þess að dvalar hans
væri ekki óskað í landinu. Bokassa
hefur franskt vegabréf. Hann
hlaut mörg heiðursmerki fyrir
framgöngu sína í franska hernum
í síðari heimsstyrjöldinni og síðar
í Indókína. Bokassa var í Lýbíu
þegar honum var steypt af stóli og
búist var við að þota hans héldi
þangað.
David Dacko, sem nú hefur
tekið við forsetaembætti í landinu,
sagði að hann hefði skipulagt
byltingartilraunina í samvinnu
við Frakka og vinveittar afrískar
þjóðir síðustu tvo mánuðina. Bok-
assa steypti Dacko af stóli árið
1965 og hann sat í 10 ár í
stofufangelsi en 1976 gerði Bok-
assa hann að sérlegum ráðgjafa
sínum. Byltingin var án blóðsút-
hellinga. Fólk streymdi á götur út
til að fagna byltingunni en Dacko
sagði að kosningar færu fram í
landinu innan fárra mánuða.
Dýrt að
gætapáfa
New York, 22. sept., Reuter.
ÖRYGGISGÆSLA vegna heim-
sóknar Jóhannesar Páls páfa til
New York 2. og 3. október næst-
komandi mun kosta borgina um
þrjár milljónir dollara, eða rúman
milljarð króna, að því er skýrt var
frá í dag. Um 11.000 lögregluþjón-
ar munu sinna öryggisgæzlunni,
sem verður hin umfangsmesta í
sögu borgarinnar.
Þeysireið á
skriðdreka
Oldenburg, Vestur-Þýzkalandi.
22. september, Reuter.
DRUKKINN hollenzkur hermaður
tók í morgunsárið traustataki skrið-
dreka er tilheyrði Nato-herjum í
norðurhluta Vestur-Þýzkalands og
lét síðan gamminn geysa eftir hrað-
brautunum. Hermanninum þótti nóg
komið er hann hafði ekið skriðdrek-
anum um 100 kílómetra og gafst þá
upp.