Morgunblaðið - 23.09.1979, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1979
5
Breska sjónvarpsleikritið Sérvitringar i sumarleyfi er á dagskrá
sjónvarpsins klukkan 21.05 annað kvöld.
Sjónvarp annað kvöld:
Sérvitringar í sumarleyfi
A dagskrá sjónvarpsins stystu máli það, að maður
annað kvöld, mánudags- nokkur, ekki laus við að vera
kvöld, er meðal annars sérvitur, fer í tjaldútilegu
breska sjónvarpsleikritið ásamt eiginkonu sinni. Á
Sérvitringar í sumarleyfi. tjaldsvæðinu sem þau
Með aðalhlutverk fara hyggjast búa á gilda hins
Roger Sloman og Alison vegar mjög strangar um-
Steadman. Þýðandi er Heba gengnisreglur, og brátt
Júlíusdóttir. dregur til tíðinda...
Efni leikritsins er í sem
Sjónvarp íkvöld klukkan 20.35:
Um óbyggðir með Guðmundi Jónassyni
Á dagskrá sjónvarps í
kvöld, sunnudagskvöld, er
mynd sem ber yfirskrift-
ina Til umhugsunar í
óbyggðum.
Sjónvarpsmenn fara í
stutta ferð með Guð-
mundi Jónassyni í Þórs-
mörk og Landmannalaug-
ar, og þar ber væntanlega
ýmislegt fyrir augu sem
leiðir hugann að um-
gengni og ferðamáta á
fjöllum og öræfum lands-
ins. Löngum hefur mönn-
um þótt sem ekki sé nægi-
lega vel um landið gengið,
og verður væntanlega
komið inn á þau mál í
kvöld.
göngur og réttir nú sem
hæst, og vaxandi fjöldi
fólks ferðast um óbyggðir
íslands á öllum árstímum.
Kvikmyndun annaðist
Sigmundur Arthúrsson,
hljóð Oddur Gústafsson,
klippingu ísidór Her-
mannsson og umsjón
Ómar Ragnarsson.
En um þetta leyti árs er
einmitt mikil umferð
fólks og búfjár um afrétti
landsins, enda standa
Ljósm: Snorri Snorrason.
Fólk er nú farið að ferðast um óbyggðir tslands á öllum árstimum.
Þessi mynd er tekin í Hveradölum í Kerlingarfjöllum.
Sjónvarp kl. 21.05:
Nýr
bandarískur
framhalds-
mynda-
flokkur
í kvöld klukkan 21.05 hefur
göngu sína í sjónvarpinu nýr,
bandarískur framhaldsmynda-
flokkur, alls fjórir þættir.
Myndaflokkurinn er byggður á
skáldsögunni „The Money-
changers" eftir Árthur Hailey.
Á íslensku hefur þáttunum
verið gefið nafnið „Seðlaspil".
Það eru öngvir aukvisar sem
fara með aðalhlutverkin í þátt-
um þessum, því meðal leikara
eru hinir heimskunnu kvik-
myndaleikarar Kirk Douglas
og Christopher Plummer. Auk
þeirra kemur fjöldi þekktra
leikara við sögu í þáttunum,
svo sem Timmothy Bottoms,
Anne Baxter, Lorne Greene,
Helen Hayes, Joan Collins og
Jean Peters.
í fyrsta þætti gerist það
helst, að þegar fréttist að
forstjóri stórbanka sé að dauða
kominn af krabbameini, hefst
gífurleg barátta meðal þeirra
sem telja sig kallaða til að taka
við starfi hans.
Fyrsti þáttur þessa nýja
framhaldsmyndaflokks er sem
fyrr segir á dagskrá sjónvarps-
ins klukkan 21.05 í kvöld, og
síðan þrjú næstu sunnudags-
kvöld. Fyrsti þáttur er um einn
og hálfur tími að lengd, en
hinir eru um tuttugu mínútum
styttri.
Þýðandi Seðlaspils er Dóra
Hafsteinsdóttir.
Atriði úr nýja framhalds-
myndaflokknum, „Seðlaspili".
Það er
kominn sn jó r
í Esjuna..
og kuldajakkarnir
eru loksins