Morgunblaðið - 23.09.1979, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1979
13
mann, en samkvæmt annarri
skoðanakönnun hefur helmingur
þjóðarinnar aldrei heyrt hans
getið.
Staða Bakers, sem er vinsæll
þótt hann sé lítt þekktur og
hófsamur í stjórnmálum, mundi
batna mikið ef Kennedy yrði
forsetaframbjóðandi. En líklega
mundi framboð Kennedys treysta
enn betur stöðu John Connallys,
sem hefur svo mikið aödráttarafl
að illa skiigreindar hægriskoðan-
ir hans hverfa í skuggann.
Vinsældir Kennedys virðast
hins vegar hafnar yfir stjórnmál.
Samkvæmt skoðanakönnunum er
hann einfaldlega sá leiðtogi, sem
Bandaríkjamenn telja sig þurfa.
En ef og þegar hann verður
frambjóðandi kemur að því, að
brotinn verði til mergjar langur
ferill hans í stjórnmálum og
frjálslynd afstaða hans í mörgum
málum, barátta hans fyrir minni-
hlutahópum og andóf hans gegn
stórfyrirtækjum, og slík rann-
sókn kann að verða neikvæð fyrir
hann á sama tíma og allt bendir
til þess að Bandaríkjamenn séu
að færast til hægri.
Óvissa
Hann mun eiga fullt í fangi
með að fá Suður- og Miðvestur-
ríkin til fylgis við sig, en mun
ugglaust reyna að friða þau á
sama hátt og John bróðir hans
með vali sínu á varaforsetaefni,
sem hugsanlega gæti orðið Sam
Nunn öldungadeildarmaður frá
Georgíu.
En opinberlega bíður Kennedy
enn átekta og hann hefur ekki
tekið endanlega ákvörðun. Hann
mun líklega bíða fram í nóvember
eða desember og á meðan munu
peningar streyma í kosningasjóði
hans. Honum ber ekki skylda til
að tilkynna framboð sitt form-
lega fyrr en í árslok, þegar
frestur rennur út til að skrá
frambjóðendur í fyrstu forkosn-
ingunum.
Það áþreifanlegasta sem
Kennedy hefur sagt um framtíð-
ina er að hann muni líta á það
sem skyldu sína að gefa kost á
sér, unum á næstu tveimur mán-
uðum. í orðum hans felst að hann
telji það ekki líklegt. Hann getur
alltaf dregið sig í hlé, en hann
hefur gengið svo langt að óvíst er
að hann geti snúið við. Á meðan
hefur Carter gálgafrest til að
snúa við straumunum.
Störf bandaríska þjóðþingsins fram til jóla geta ráðið úrslitum um hver verður
næsti forseti Bandaríkjanna. Baráttan fyrir forsetakosningarnar 1980 er
raunverulega hafin og í Washington er almennt álitið að Jimmy Carter forseti hafi
60 til 90 daga gálgafrest til að tryggja það að hann geti setið áfram í embætti.
Carter þegar allt lék í lyndi.
Carter. Þeir eru vissir um, að
Carter muni fæla kjósendur frá
kjörstöðum ef hann verður til-
nefndur, en eru sannfærðir um að
Kennedy muni draga til sín óra-
grúa kjósenda og fylla kjörstað-
ina, hvort sem kjósendur greiða
atkvæði með honum eða á móti.
Þeir hugsa sem svo, að demokrat-
ar kunni að tapa forsetakosning-
unum en halda þingmeirihluta
sínum.
Upplausn
En óvíst er hvort þeir mundu
tapa forsetakosningunum. Hálf-
gert upplausnarástand ríkir í
herbúðum repúblikana, þar sem
mikill fjöldi frambjóðenda hefur
gefið kost á sér, og líklegt er talið
að þetta ástand geti haldizt fram
að flokksþinginu sem tilnefnir
forsetaefni þeirra í ágúst. Ronald
Reagan er ennþá sigurstrangleg-
astur og hann hefur meira fylgi
en Carter samkvæmt skoðana-
könnunum. En sama gildir um
Howard Baker öldungadeildar-
Strax í október velja demókrat-
ar í Florida fulltrúa á þing sem
kemur saman um miðjan nóvem-
ber, réttu ári fyrir kosningarnar,
til að undirbúa kosningu fulltrúa
á sjálft flokksþingið sem velur
forsetaefnið. Það var því engin
tilviljun að Carter fór til Florida
í „sumarleyfi" sínu og flutti þar
ræður, þótt hann hefði vitað um
heræfingar Rússa á Kúbu í tvo
sólarhringa.
Aðeins tveimur mánuðum síðar
endurtekur sagan sig í Iowa, sem
skiptir öllu meira máli, um miðj-
an janúar. Og forkosningarnar
fyrir flokksþingið, 35 talsins,
hefjast í New Hampshire 26.
febrúar.
Áhrif þingsins
Þegar þá verður komið munu
örlög Carters hafa verið ráðin í
þjóðþinginu. Dæmið er reiknað
þannig, að takist Carter fyrir jól
að fá þingið tl að samþykkja
Salt-samninginn og lög um
ágóðaskatt muni hann hafa eins
mikla möguleika og hver annar
til að hljóta endurtilnefningu og
endurkosningu. Ef verðbólgan fer
niður fyrir tíu af hundraði, sam-
drætti verður haldið í skefjum og
olíubirgðir verða nægjanlegar er
talið að hann hafi betri mögu-
leika en aðrir.
Það er því mikið komið undir
þinginu og þegar síðast var vitað
virtist það hafa snúið við honum
baki. En Carter vonar, og sú von
er ekki fráleit, að almenningsálit-
ið neyði þingið til að samþykkja
nokkrar eða allar þessar ráðstaf-
anir. Tuttugu og fjórir öldunga-
deildarmenn demókrata gefa kost
á sér til endurkjörs á næsta ári,
margir þeirra í vafakjördæmum,
og verið getur að þingmenn telji
hagsmunum sínum bezt borgið
með því að styðja forsetann.
Carter telur, að skatturinn og
Salt-samningurinn verði sér til
bjargar, en atburðir sumarsins
hafa skaðað hann. Eftir á að
hyggja finnst mönnum að fundir
hans í Camp Gavid með áhrifa-
mönnum um landsmálin hafi
sýnt óákveðni, að breytingarnar á
ríkisstjórninni hafi sýnt fum, að
val Hamilton Jordans hafi sýnt
dómgreindarskort, að brottrekst-
ur Ándrew Youngs hafi verið
uppgjöf fyrir áhrifamiklum
þrýstihópum og að ferð hans um
Missisippi hafi jafngilt van-
rækslu við störf.
hafði sóað kröftum sínum í bar-
áttuna gegn Ronald Reagan.
Ósigrar í forkosningum munu
heldur ekki aftra Carter. Hetja
hans, Harry Truman, dró sig í hlé
snemma árs 1952 þegar hann
hafði orðið að þola eins útreið og
Carter á í vændum á næsta ári og
sama gerði Lyndon Johnson 1968.
En hvorugur þeirra var eins
þrjózkur, sjálfsöruggur og valda-
fíkinn og Carter, sem mun áreið-
anlega halda baráttunni áfram.
George McGovern öldunga-
deildarmaður mun þegar hafa
leitað fyrir sér um stuðning
meðal demókrata og upp er kom-
in hreyfing um að fá Carter til að
afsala sér völdunum í hendur
Walter Mondale varaforseta, sem
hefur sloppið óskaddaður úr
ógöngum ríkisstjórnarinnar.
Jerry Brown ríkisstjóri hefur
þegar gefið kost á sér. En Edward
Kennedy er eina alvarlega ógnun-
in við Carter.
Bandaríkjamenn hafa beðið
eftir því í tíu ár að Kennedy gerði
upp við sig, hvort hann ætti að
keppa að forsetakjöri. Og nú
virðist hann hafa tekið af skarið.
Rétt í þann mund sem hreyfingar
stuðningsmanna hans í 19 ríkjum
voru farnar að gefa upp alla von
og töldu að þær gætu ekki sann-
fært fólk um að hann mundi gefa
kost á sér, þóttust þær fá merkið,
sem þær höfðu beðið eftir, frá
Kennedy. Með tilkynningunni um
að kona sín og móðir muni styðja
framboð sitt virðist Kennedy
hafa stigið svo stórt skref að
hann geti ekki snúið við.
„Bardagi aldarinnar“
Tilkynnmg hans mun koma af
stað ýmsum hræringum, þar sem
Carter hefur heitið því að berjast
unz yfir lýkur. „Ef strákarnir frá
Massachusetts takast á við strák-
ana frá Georgíu," sagði Richard
Nixon fyrrum forseti þegar hann
heyrði fréttina,“verður þetta
bardagi aldarinnar."
Skömmu áður bauð Carter
Kennedy til hádegisverðar og
mönnum var skemmt þegar til-
kynnt var að þeir hefðu ekki rætt
stjórnmál. Nú er vitað, að tveim-
ur vikum fyrir þennan fund hafði
Carter send Kennedy leynileg
skilaboð þess efnis, að hann
mundi ekki draga sig í hlé og að
hann mundi þrauka hversu auð-
mýkjandi ósigra sem hann mundi
bíða í fyrstu forkosningunum.
Með þessa vitneskju að veganesti
gaf Kennedy yfirlýsingu sína.
Kennedy hefur á bak við eyrað,
að þeir 24 öldungadeildarmenn
demókrata, sem keppa að endur-
kjöri á næsta ári, vilja miklu
fremur að hann verði í efsta
framboðssæti flokksins en
Fyrri reynsla
Aftur á móti hefur Carter
söguna með sér. Allir forsetar,
sem hafa sótzt eftir endurkjöri,
hafa verið tilnefndir. Ef forseti
hefur mætt keppni frá öflugum
keppinauti hefur mótaðilinn allt-
af sigrað. Þannig hreppti Carter
forsetaembættið 1976 þegar Ford
Kennedy ásamt Joan konu sinni á tennismóti.
Gálgafrestur
Carters
og ógnun
Kennedys