Morgunblaðið - 23.09.1979, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 23.09.1979, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1979 17 Einar Þorsteinn Asgeirsson, hönnuður: Dr. R. Buckminster Fuller Lifandi þjóðsaga Það er erfitt að finna samlík- ingu við manninn Buckminster Fuller. Einna helst hljómar nafn hans eins og fyrirsögn á nýjum kafla í sögu tilvonandi framtíð- ar. Hann er einn þeirra manna, sem hefur haft þrek til þess að standa utan við öll viðurkennd samfélagskerfi og haldið sinni línu uns samfélagið breyttist í átt til skoðana þeirra. Hið sér- kennilega við líf hans er þó það, að hann hefur séð um það, en það sannar einmitt eina af kenn- ingum hans um eðlilegan með- göngutíma allra nýjunga, sem sífellt styttist. Buckminster Fuller er ekki það, sem menn kalla mennta- maður, miklu fremur er hann brjóstvitsmaður, en með þeirri undantekningu þó, að niðurstöð- ur kenninga sinna byggir hann á samblandi af hagleik og harð- soðnu, kerfisbundnu innsæi. Buckminster er ekki sérfræð- ingur í neinni einni grein, þvert á móti lætur hann ekkert mann- legt sér óviðkomandi á geimskip- inu Jörð. Honum eru gefin ýmis fagnöfn eins og arkitekt, heim- spekingur, skáld, stærðfræðing- ur o.s.fr. en þau skipta ekki máli. Æfistarf hans er upplýsinga- þjónusta við hvern jarðarbúa, sem heyra vill mál hans. Buckminster Fuller er fæddur 12. júlí 1895 í Milton í Massachu- setts í Bandaríkjunum. Hann telur fyrstu fjögur ár æfi sinnar hafa mótað sig hvað mest, þar sem hann fæddist með mjög slæma sjón og það uppgötvaðist ekki fyrr en hann varð fjögurra ára: „Þá opnaðist skyndilega fyrir mér nýr heimur. Og ég sá, að allt sem hingað til hafði hangið saman í móðu var í rauninni aðskilið. Þetta hafði þau áhrif á hugsun mína, að ég hugsa ávallt um alla einstaka hluti í tengslum við alla aðra hluti: Fyrst heildin, síðan hlut- urinn. Þessu er öfugt farið í nútímavísindum." Fyrrihluta æfi sinnar eyddi Buckminster í að bæta tæknina, sem maðurinn þarf til þess að lifa í þjóðfélagi framtíðarinnar. Hann hannaði nýja gerð af bíl á árunum 1932—35, sem enn í dag er mjög framúrstefnulegur. Hann var framleiddur í þremur eintökum sem prótóýpa og einn þeirra er enn í notkun. Áður eða 1928 hannaði hann lúxus einbýlishús, sem einnig var hafin framleiðsla á. Hún kostaði ekki meira en bifreið enda fjöldaframleidd í flugvélaverksmiðju. Buckminst- er hannaði margt fleira sem einnig komst á lokastig fjölda- framleiðslu, en það var ekki fyrr en verja þurfti radarlínu í norð- urhéröðum Kanada, að hann hlaut almenna viðurkenningu og efnahagslegt sjálfstæði. Eftir fyrirsögn hans voru framleiddar trefjaglerkúlur yfir radarskerm- ana til þess að verja þá veðri og vindum, sem standast vind allt að 200 km/klst og unnt að setja þær upp á nokkrum klukkutím- um. Hér á landi eru einnig sams konar skýli í notkun hjá banda- ríska hernum. Seinni hlut æfi sinnar hefur svo Buckminster verið á stöðug- um þeytingidheimshornanna á milli í upplýsingaþjónustu sinni. Allar tekjur hans renna í rann- sóknarverkefni, sem hann stjórnar sjálfur. Að auki er hann ráðgjafi ýmissa þjóðhöfðingja og bandaríska þingsins m.a. Á þessum ferðum sínum hefur Buckminster m.a. komið til ís- lands tvisvar sinnum 1975 og 1977 og haldið hér fyrirlestur í Menningarstofnun Bandaríkj- anna við Neshaga. Þá gefst loksins tækifæri að hlusta á þennan merka samferðamann okkar á almennum fyrirlestri á ný. Hér á landi mun Buckminster án efa þekktastur fyrir ummæli sín um íslenskt bárujárn, sem komu fram í viðtalsþætti við hann í sjónvarpinu 1975. Um ísland sagði hann m.a.: „Þið þurfið ekki að fara neitt, í framtíðinni munu allir koma til ykkar. Það gerir lega landsins í loftferðaheiminum." Enda þótt Buckminster sé þekktastur fyrir hvolfþök sín af ýmsum stærðum og gerðum, þá hefur hann nú vakið athygli á sér vegna kenninga sinna um stærðfræði, þar sem hann tekur aftur upp líkanið í stærðfræðina sem einu sönnu viðmiðunina sem rétt og rangt, en eins og menn vita var endanlega gengið frá líkaninu úr stærðfræðinni kring- um 1875. Þessar kenningar hans eru enn umdeildar, en að flestra áliti merkilegt framlag á sviði vísinda. Hann hefur skrifað 700 síðna bók um þetta mál: Syner- getics, the geometry of thinking. Annað bindi, sem er efnismeira en hið fyrsta mun koma út síðar á þessu ári. Buckminster færði háskólabókasafninu fyrra heftið að gjöf árið 1975, en þá var það nýútkomið. Undanfarin tvö ár hefur stað- ið til að bjóða Buckminster hingað til landsins og er það gleðiefni að það er loksins komið í kring. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim, sem hafa lagt hér hönd á plóginn og vona að sem flestir megi koma nokkru ríkari í hjarta sínu af fyrirlestri Buckminsters næstkomandi mánudagskvöld, en þar mun hann án efa minnast á nýaf- staðna heimsókn sína til Kína, þar sem hlustað var á hann af mikilli athygli. Verður fróðlegt að heyra álit hans á þeim hluta geimstöðvarinnar Jarðar. og hjúkrunarkonur taka á móti honum. Lengri er kaflinn ekki, en hann á að vera uppfræðsla í slysum og frásögn af því, að slösuðu fólki er ekið á sjúkrahús, en ekki einhvert annað! Þetta er auðvitað alveg • lífsnauðsynlegar upplýsingar fyrir unga fólkið. Það mætti kannski finna að því, að í kaflanum er ekki sagt, hvers vegna Jóni er ekki ekið í banka eða á hafnarskrifstofuna, en kannski kemur skýring á því í næsta bindi. En spyrja má: hver hefur gagn af því að eyða tímanum í svona vitleysu? Er skólakerfið ekki nógu dýrt og hver mínúta nógu dýrmæt til þess að menn sói ekki kröftum og fyrirhöfn kennara og nemenda í þann andlega blindingsleik sem þarna og víðar er boðið upp á. Eða hvað væri sagt, ef kennslubók fjallaði um það, að herbergi sé með fjórum veggjum, en á einum vegg sé gluggi og öðrum hurð. Jón gangi að glugganum til að opna hann og fá frískt loft, en að hurðinni til að fara út úr herberg- inu. Þá taki hann í hurðarhún, ýti honum niður, dragi hurðina að sér, gangi út um dyrnar og loki svo hurðinni aftur. Það er náttúrlega afskaplega gagnlegt að vita þetta en sá sem ekki veit það lærir það varla af bók handa fábjánum. Þó hafa ýmsir ofan af fyrir sér með því að setja saman slíkan sam- setning og koma honum á markað. Skólakerfið gín við þessu eins og glorhungraður steinbítskjaftur. Og það væri sannarlega gaman að vita hvað margar kennslubækur af þessu tagi eru notaðar í íslenzk- um skólum. Eða allar þær bísness- útgáfur miðlungsbókmennta sem nú er hrúgað upp í tonnatali, höfundunum að vísu til gleði og ánægju, útgefendunum til frekari auðgunar en blessuðum börnunum og unglingunum aftur á móti til engrar gleði og lítíls þroska. Með þessum bókum slæðast auðvitað úrvalsrit, en hver skilur sauðina frá höfrunum? Ber ekki þessi útgáfustarfsemi allt of mikinn keim af bísness? Er þetta ekki handahófskennt val? Hver tekur ákvörðun um kennslu þessara bóka? Hvort situr í fyrirrúmi, viðskiptahagsmunir eða raunveru- legur áhugi á þroska nemenda, mikilvægi menntunar og fróð- leiks? Hvort er mikilvægara ungl- ingum á viðkvæmum aldri, lág- kúruleg þjóðfélagsrit eða merkar bókmenntir, sem hafa engan boðskap að flytja annan en list sína og markverða kröfu um listræna viðmiðun og menningar- lega afstöðu? Þjóðfélagsumræður geta verið gagnlegar, ef þær eru settar fram á boðlegan hátt, en obbinn af þeim er borinn fram í ómerkilegum umbúðum illa skrif- aðra subbubóka. Það er annars merkilegt, hvað margir róttækl- ingar eru farnir að bera slíkt rusl á borð, en þeir voru áður fyrr manna kröfuharðastir um góðan frágang, markverð vinnubrögð, stíl og efnistök í þeim ritum, sem þeir hömpuðu. Nú heyrir það nánast sögunni til, að róttækl- ingar geri slíkar kröfur á hendur höfundum sínum — og er það miður. Það getur varla verið takmark róttæklinga að útvatna alla ærlega hugsun í sömu hálf- velgjunni, aðeins ef „boðskapur- inn“ er þeim með einhverjum hætti þóknanlegur. Kristinn E. Andrésson hefði a.m.k. ekki klapp- að fyrir slíkri „menningarpólitík". Ungir sjálfstæðismenn og ýmsir aðrir eru stundum að klifa á því að leggja beri niður Ríkisútgáfu námsbóka. Það er að vísu ekkert sjálfsagðara en minnka ríkisum- svif og þá ekki sízt að draga úr ríkisafskiptum á menningarsvið- inu, en þó er ástæða til að benda á, að mál þetta er ekki svo einfalt sem virðist í fljótu bragði. Ríkis- útgáfa námsbóka hefur ekki gert sig seka um að láta pótitíska þrýstihópa misnota útgáfuna í sína þágu og „málstaðar" síns, og m.a. af þeim sökum hefur hún boðið upp á skólabækur, sem bera af ýmsu því bísnessrusli, sem sum fyrirtæki hafa verið að peðra á markaðinn í gróðaskyni. Ríkisút- gáfa námsbóka hefur yfirleitt verið vönduð, laus við gróðasjón- armið og þann pólitíska þrýsting, sem er að verða e.k. innanmein í skólabókaútgáfu hér á landi. Þeg- ar menn því beina spjótunum nú að Ríkisútgáfu námsbóka, væri meiri ástæða til að beina þeim annað, a.m.k. eins og málum er háttað. Og kennarar ættu að taka sig saman um að láta ekki knýja sig til að kenna nemendum sínum ómerkilegar bækur, sem fæða af sér ómerkilegar hugsanir, heldur eiga þeir skilið kjarnfóður — og annað ekki. Það væri sorglegt, ef kennarar létu ginna sig til að taka þátt í dansinum kringum gullkálf- inn — og hefðu svo ekki annað að bjóða nemendum sínum en and- legan arfa og annað það sem kemur engum manni til nokkurs þroska. Hitt er svo annað mál, að vel mætti kenna vondar bækur í skólum — en þá einungis til að sýna nemendunum, hvernig ekki á að skrifa. Helmingurinn af því bókarusli, sem nú er kennt í íslenzkum skólum, er einmitt slíkar bækur — en gallinn er bara. sá að þær eru teknar alvarlega! Ef íslendingar eignast ekki senn nýja Fjölnismenn í skólunum verða næstu kynslóðir útvötnuð meðal- menni, sem kunna engan mun á því, sem vel er gert og lágkúru, andlegum verðmætum og venju- legu rusli, stórum hugsunum og andlausu þvaðri. En þær munu þó væntanlega vita, hvers vegna Jón var fluttur á slysavarðstofuna — en ekki í Seðlabankann, þegar hann skaddaðist á höfði. Þó er ekki að vita nema algengt verði að menn gangi út um glugga, en ekki dyr í mótmælaskyni við Jóakima og ísraela. En rannsóknir hafa sýnt, að hægt er að kenna simpönsum að nota hurðarhúna — bókalaust.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.