Morgunblaðið - 23.09.1979, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1979
Hér eru myndir af drögt-
um samkvæmt nýjustu
tízku. Myndirnar þurfa
ekki skýringa við. En
greinilegt er, að það má
gæta í fataskápinn henn-
ar mömmu — eða jafnvel
hennar ömmu.
n *
i |. «
PARIS, MILAN, NEW YOfíK. LONDON
Þá eru það yfir-
hafnirnar, þar
kennir ýmissa
grasa, eins og
sjá má á mynd-
unum.
Það er liðin sú tíð, er eingöngu
var notaður hér steyttur, hvítur
pipar við matargerðina. Hvítur
pipar stendur fyrir sínu þótt
fleiri tegundir af pipar, ásamt
fleiri kryddtegundum, hafi verið
fáanlegar hérlendis um árabil,
enda notaður í Evrópu um alda-
raðir. Krydd var forfeðrum okk-
ar lífsnauðsyn, eins og kunnugt
er, þar sem það var nær eina
meðalið til að varðveita matvæli,
fyrir tíma kæli- og frystitækni.
Það er því ekki undarlegt, að
farnir voru leiðangrar til fjar-
lægra staða til að reyna að afla
þessa nauðsynjavarnings. Við
það fundu menn áður óþekkt
lönd og jafnvel heimsálfur, eins
og segir í mannkynssögunni okk-
ar.
Hvíti piparinn er upprunninn
í Austurlöndum fjær og nú víða
ræktaður í hitabeltisloftslagi,
viðurinn minnir um margt á
vínviðinn. Kryddið er unnið úr
berjum viðarins, sem eru á stærð
við baunir. Ef berin eru tínd af
rétt áður en þau eru fullþroskuð,
fást græn piparkorn, sem yfir-
leitt eru seld niðursoðin.
En ef berin eru á þessu
þroskastigi látin þorna í sólinni,
en við það rýrna þau og verða
svört, fást svörtu piparkornin,
sem allir þekkja.
Séu berin hins vegar látin
fullþroskast á trénu og síðan
lögð í bleyti þar til yzta lag
dettur af, verða eftir hvít pipar-
korn. Þegar hvítu piparkornin
eru steytt, verða þau að þessum
venjulega hvíta pipar, sem tal-
inn er allra algengasta kryddið
enn í dag. Hvítt piparduft er
sterkara en svart, sem sömuleið-
is er framleitt úr steyttum,
svörtum piparkornum. Svartur
pipar er þó almennt talinn
bragðbetri.
Rauður pipar telzt til annarr-
ar tegundar, „capsicum".
Paprika (capsicum annuum) er
framleidd úr rauðum pipar, sem
er þurrkaður eftir að kjarninn er
fjarlægður og síðan steyttur.
Paprika getur þó verið missterk.
Onnur tegund (capsicum frut-
escens) er „chili" pipar, sem
fáanlegur er í mismunandi
styrkleika.
Sterkasta afbrigði af rauðum
pipar er „cayenne" pipar. Einnig
er selt annað piparafbrigði,
steyttur pipar, einfaldlega kall-
að rauður pipar og er all-sterkt.
Lithr telpur með
Simpson húfur
Margir hafa áreiðanlega fylgst með þáttunum um
Játvarð og frú Simpson og séð, að frúin var glæsilega
búin fötum og skartgripum. Ekki veit ég, hvort frú
Simpson hefur orðið öðrum til eftirbreytni í klæðnaði á
sínum tíma, það er ekki ólíklegt, hún þótti skartkona
mikil.
En svo mikið er víst, að einhver framleiðandi úti í
heimi sá sér leik á borði, gerði eftirlíkingu af húfu, sem
frú Simpson sást með, og seldi alla leið til íslands.
Það mun hafa verið rétt við stríðsbyrjun, sem litlar
telpur hér í Reykjavík eignuðust Simpson-húfur til að
nota spari.
En á þeim tíma voru börn klædd upp á sunnudögum, þó
ekki væri nema til að fara með þau niður í bæ að
„spássera", til að sýna sig og sjá aðra.
Simpson-húfan líktist dálítið stóru alpahúfunum
(spanjólunum), sem nú eru algengar, sat aftarlega á
kollinum (sjálfsagt verið teygjuband undir kverk), úr
mjúku filtefni og á brún húfunnar var fest um tveggja cm
breitt rifsband hringinn í kring og löfðu endarnir niður á
bakið. Voru aðeins í einum lit, dökkbláar. Man dálkahöf.
ekki betur, en við værum afskaplega fínar með þetta
höfuðfat og þættum mikið til þess koma.