Morgunblaðið - 23.09.1979, Síða 28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1979
Á flótta
50% af flóttafólki frá Vietnam
eru börn undir 12 ára aldri
Margar átakanlegar sögur eru sagðar um flóttafólk
víðs vegar að úr heiminum. Stundum eru fréttirnar svo
tíðar, að margir hætta að gefa þeim gaum. Vandamálin
verða f jarlæg og koma „mér“ ekki við lengur.
Athyglisvert er þó að heyra, hve margt af þessu
flóttafólki eru börn. Það gæti t.d. verið verðugt verkefni
í samfélagsfræði eða kristinfræði að biðja börnin um að
viða að sér efni um flóttafólk í myndum og máli og
reyna að fá þau til þess að setja sig í spor þessa fólks,
sem hvergi'a athvarf.
Fullyrt er, að yfir 50% af flóttafólki frá Vietnam, sem
flúið hefur til Malasíu á bátum, séu börn innan við 12
ára!
í flóttamannabúðunum í Tai eru einnig um 40%
flóttafólksins börn, og fyrir skömmu var sagt frá
kaþólska prestinum Rafael Maria Fabreto, sem flúði
ásamt 99 drengjum frá heimili í Nicaragúa, sem hann
rak þar fyrir munaðarlausa drengi. Flýðu þeir fótgang-
andi yfir fjöllin til Hondúras, fjarri öllum flóttamanna-
leiðum.
Þrjár
stuáarfil
gamans
Óli bað kennarann um leyfi
til að fara heim úr skólanum
af því að honum Hði svo illa.
„Sjálfsagt, óli minn,“ svar-
aði kennarinn. „Ilvar líður
þér illa?“
„Oérna í skólanum“. svaraði
Á hverju lifir þú svo, ungi
maður?
Ég skrifa.
Og hvað skrifarðu helst?
Ég skrifa heim til foreldra
minna til að biðja þá um
peninga!
Börnin höfðu aðeins fengið
eitt verkefni til að skrifa
ritgerð um: Spennandi
knattspyrnukeppni! — Rétt
eins og það væri gert ráð
fyrir því, að allir hefðu
áhuga á knattspyrnu og
hlytu að hafa séð spennandi
leiki!
Aumingja Pétur sat og hugs-
aði. Hann var einn þeirra,
sem hafði aldrei séð knatt-
spyrnuleik. Hann hafði allt
önnur áhugamál. Þegar tím-
inn var nær á enda, beygði
hann sig samt yfir stilabók-
ina sina og skrifaði eftirfar-
andi:
„Það kom úrhellis rigning,
svo að þeir urðu að fresta
þessari spennandi knatt-
spyrnukeppni!"
HEILSUVERNDARSTÖD REYKJAVlKUR
Fæða
og
nestis-
val
barna
Skólinn er hafinn á flestum stöðum á landinu. Sum börn eru
stutt í skólanum, önnur lengur. Sum hafa með sér næringarríka
fæðu, önnur litið sem ekkert — og hafa jafnvel ekki borðað
heima hjá sér áður en þau fóru í skólann. Rétt fæðuval er
þýðingarmikill þáttur í vellíðan okkar. Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur hefur gefið út bækling, sem ætlaður er foreldrum
og forráðamönnum skólabarna. Þar segir m.a. Nestið á helst að
vera:
Mjólk eða hreinn ávaxtasafi, brauð — gróft brauð með áleggi,
t.d. osti, grænmeti, eggjum, kjöt— eða fiskmeti. Ávextir og
gulrætur.
Til að tryggja, að líkaminn fái öll þau næringarefni, sem hann
þarfnast, verður daglega að neyta af öllum fæðuflokkunum, sem
eru sjö talsins:
1. Grænmeti (m.a. C-vítamín, A-vítamín og í sumu járn).
2. Ávextir og ber (m.a. C-vítamín).
3. Kartöflur og rótarávextir (kolvetni og vítamín).
4. Mjólk og ostur (eggjahvítuefni, kalk og B-vítamín).
5. Kjöt, fiskur og egg (eggjahvítugjafi, egg og innmatur, einkum
lifur, er mjög járnauðug).
6. Brauð og kornmatur (einkum B-vítamín).
7. Smjör, smjörlíki og olía (m.a. A-vítamín og lítilsháttar
D-vítamín).
Þá er og minnst á nauðsyn þess, að barnið fái lýsi og borði
rétta fæðu og á réttum tímum.
Slen og máttleysi skólabarna getur stundum stafað af
næringarskorti.svefnleysi eða hvers konar óreglusemi í lifnað-
arháttum. Það er því afar nauðsynlegt, að börn fái reglulegan
svefn — og næringarríka fæðu, ekki síst 15 fyrstu æviárin
meðan þau eru að stækka og þroskast.
Barnabœnir
Vertu, Guð faðir, faðir minn
í freslarans Jesú nafni.
Hönd þín leiði mig út og inn
svo allri synd ég hafni.