Morgunblaðið - 23.09.1979, Page 32
Finnsk gæðavara,
\ / Blöndunartækl
í úrvall.
ARABIA Hagstætt verö.
HREINLÆTISTÆKI
BAÐSTOFAN
Ármúla 23 • sími 31810 •Nýborgarhúsiö
SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1979
Slys við Akureyri:
Sextán ára stúlka
beið bana og 21 árs
piltur stórslasaðist
Akureyri, 22. septemher
BANASLYS varð í nótt á
Hörgárbraut, skammt
norðan við byggðina í
Glerárhverfi. Sextán ára
stúlka beið bana og 21 árs
piltur stórslasaðist og er
talinn í lífshættu.
Slysið varð um klukkan 01:50 í
nótt. Tvær stúlkur og einn piltur
voru á gangi suður eftir þjóðveg-
inum, sem liggur um Kræklinga-
hlíð. Þau voru að koma af dansleik
í samkomuhúsinu Hlíðarbæ, og
voru á leið inn til Akureyrar. Þá
bar þar að fólksbíl sem kom á
mikilli ferð úr norðri og svo illa
tókst til, að önnur stúlkan og
pilturinn urðu fyrir bílnum. Stúlk-
an mun hafa beðið bana sam-
stundis, en pilturinn slasaðist
mjög mikið. Hann var fluttur í
Fjórðungssjúkrahúsið. Hin stúlk-
an slapp ómeidd.
Ökumaður bílsins kveðst ekki
hafa orðið fólksins var fyrr en rétt
um það bil þegar slysið varð. Ekki
er að svo stöddu hægt að birta
nafn stúlkunnar sem lézt né held-
ur piltsins, sem slasaðist.
Sv.P.
Sigrún Haraldsdóttir írá Lýtingsstöðum var ein af gangnamönnum Holta- og
Landmanna í vikunni leið. Sjá: „Eins mig fýsir alltaf þó, aftur að fara í gönguru
— bls. 14 og 15.
Bezti dagurinn
á loðnuvertíðinni
FÖSTUDAGURINN var
bezti dagur loðnuvertíðar-
innar til þessa, en 26 bátar
tilkynntu þá um afla til
Loðnunefndar, samtals
18.780 lestir. 47 bátar eru
Líður að
lokum hval-
veiðitímans
SENN líður að því að hvalveiði-
timabilinu ljúki, en undanfarin
ár hefur oftast verið hætt i
kringum 20. september. Morgun-
blaðið fékk þær upplýsingar i
Hvalstöðinni í gær, að veiðunum
yrði haldið eitthvað áfram, en
það færi þó eftir veðri og veiði
hversu lengi.
Nú hafa veiðst 433 hvalir, 260
langreyðar, 89 búrhvalir og 84
sandreyðar. í fyrra fengust 380
hvalir, þá var byrjað mun fyrr en í
ár og hætt 23. september.
nú á loðnuveiðum og eftir
hina miklu lotu tvo síðustu
sólarhringa voru fáir á
miðunum i gær. Nokkur
löndunarbið er nú á flest-
um stöðum, en skipin
landa á Norðurlandshöfn-
um og á Austf jörðum. Ósk-
ar Halldórsson og Víking-
ur héldu þó með aflann,
sem skipin fengu á föstu-
dag, til Akraness.
Á föstudagskvöld tilkynntu eft-
irtalin skip um afla: Grindvíking-
ur 1000, Huginn 600, Jón Kjart-
ansson 1130, Hilmir 530, Arnarnes
600, Stapavík 530.
í gærmorgun fengu Örn 580 og
Náttfari um 670.
Möguleikar á hráolíukaupum
í Bretlandi síðla ’80 eða ’81
Vertíðin
hefur gengið mjög vel í sumar og á
tímabili fyrri hluta vertíðar
hafðist varla undan við vinnsluna
hjá Hvalstöðinni.
KÖNNUN olíuviðskiptanefndar leiddi í ljós, að möguleikar eru á hráolíukaupum frá I sagði Miller. „En að svo stöddu
Englandi síðari hluta næsta árs eða árið 1980. Yrði þá um að ræða olíu úr olíulindum tel ég of snemmt að segja af
Breta í Norðursjó, sem síðan yrði hreinsuð í Englandi eða Skotlandi, en eins og sakir á um möguleika á við-
standa eru fyrir hendi í Englandi miklir ónýttir hreinsunarmöguleikar. 1 sMptiim af þessu tagi.“
Hvalbátarnir fjórir iágu við bryggju í Reykjavík um síðustu helgi, en
vonzkuveður var þá á miðum þeirra vestur af landinu.
Englendingar hafa í olíu-
útflutningi mjög fylgt þeirri
stefnu að selja aðildarríkjum
að Alþjóðaorkumála-
stofnuninni hráolíu, og þá með
OPEC-verðmiðun. Ein af á-
bendingum orkuviðskipta-
nefndar er einmitt um aðild
íslands að alþjóðaorkumála-
stofnuninni og ein tillagan,
sem Kjartan Jóhannsson sjáv-
arútvegsráðherra hefur lagt
fram í ríkisstjórninni, er um
aðild okkar að þessari stofnun.
Svavar Gestsson viðskiptaráð-
herra hefur í samtali við Mbl.
iýst sig andvígan aðild íslands
að Alþjóðaorkumálastofn-
uninni.
í samtali við Mbl. sagði
aðstoðarsölustjóri brezka
fyrirtækisins British National
Oil Corporation, Miller að
nafni, að vissulega væru
möguleikar á því að íslend-
ingar fengju keypta hráolíu í
Englandi, en að svo stöddu
vildi hann ekki kveða sterkara
að orði.
Miller sagði fyrirtæki sitt til
þessa eingöngu hafa sinnt
öflun og sölu á hráolíu, en
væri nú að hefja útvegun á
svartolíu fyrir raforkuver og
léki enginn vafi á því að
fyrirtækið mundi færa út
kvíarnar á þessu sviði. „Við
myndum að sjálfsögðu með
giöðu geði kanna möguleikana
á því, hvað við gætum gert
fyrir ísland í þessum efnum
líka, þegar þar að kæmi,"
Pottar loga
á eldavélum
SLÖKKVILIÐIÐ var kallað
tvívegis út á síðasta sólarhring,
i báðum tilvikum vegna þess að
pottar höíðu gleymst á eldavél-
um. í öðru tilviki var það
pottur með sýru sem gleymst
hafði á rafmagnshellu i guil-
smiðavinnustofu við Bergstaða-
stræti. Þar gaus upp mikill
fnykur, en eldur varð ekki
laus.
Þá logaði upp úr potti með
feiti á eldavél í Álftamýri,
komst eldur í viftu ofan eldavél-
arinnar, en búið var að slökkva
eldinn áður en Slökkviliðið kom
á vettvang.