Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1979 PEKINGMAÐURINN Talandi félags- vera í lífshættu- legu umhverfi • Kínverskir vísindamenn, sem taka þátt í mjög umfangsmiklum fornleifarannsóknum þar í landi, sö'gðu fyrir skömmu frá þeirri vitneskju, sem þeir hafa aflað sér um Pekingmanninn en hann er talinn mikilvægur hlekkur í þróunarkeðju mannkynsins. Rannsóknirnar á Pekingmannin- um biðu mikinn hnekki í heims- styrjöldinni síðari þegar þær forn- leifar sem þá höfðu fundist glötuð- ust á mjög undarlegan hátt. Dr. Woo Jukang og samstarfs- menn hans hófu að þessu sinni uppgröftinn í Zhou Ko-dian, í tæpra 50 km fjarlægð frá þeim stað þar sem fyrstu leifar Peking- mannsins fundust í helli árið 1923. Ýmsar menjar um tilvist Peking- mannsins komu fljótt í ljós auk þess áfram var haldið rannsókn- um í hellinum, og þær ályktanir sem draga mátti af þeim renndu allar stoðum undir fyrri skoðanir manna á lífi og háttum þessa forvera okkar. A fundi með hópi Bandaríkja- manna, sem fást við að skrifa um vísindaleg málefni, sagði dr. Woo, að Ijóst væri, að Pekingmaðurinn hefði veitt sér til matar, t.d. ýmsar þær stórvöxnu hjartartegundir, sem uppi voru á þessum tíma. Leifar 96 spendýrstegunda hafa fundist í hellinum og auk þess leifar fugla, slangna og annarra dýra. Pekingmaðurinn steikti matinn yfir eldi. Öskulög á einum stað í hellinum reyndust vera yfir 20 feta þykk. Hann hefur verið fé- lagsvera og lifað saman í flokkum, a.m.k. 50 í hverjum, og síðast en ekki síst hefur hann getað talað. Til þess bendir sköpulag innri hluta kjálkanna sem samsvarar því sem gerist í nútímamanni. Lífsbaráttan hefur verið miskunn- arlaus á tímum Pekingmannsins og fletar hauskúpunnar sem fund- ist hafa eru brotnir eins og eftir barefli eða þvíumlíkt. Við aldursákvörðun þeirra leifa sem þegar hafa fundist hefur verið beitt fimm mismunandi að- ferðum og er niðurstaðan sú, að Pekingmaðurinn hafi lifað og dáið fyrir um 460.000 árum. — WALT- ER SULLIVAN. Ekkert barn þyrfti að svelta • Nýlega kom út í London mikið ritverk, sem alþjóðleg samtök hafa unnið að sl. fjögur ár og nefnist það Atlas of Earth Res- ources. Þar eru færð rök fyrir því, að kenningin um, að matvæla- framleiðsla í heiminum nægi ekki til að seðja jarðarbúa sé röng. Robert McNamara foseti Al- þjóðabankans hefur skrifað for- mála að verkinu. Hann segir, að enda þótt fátækt sé jafngömul mannkyninu, hafi hún orðið óþol- andi óréttlæti á tímum tækni og velmegunar, og þessu óréttlæti verði því aðeins útrýmt, að til þess sé beitt ýtrustu tækniþekkingu og efnahagsúrræðum. Þarna kemur fram sú blákalda, stærðfræðilega staðreynd, að allir ættu að geta fengið nóg að borða, ef heimsins gæðum væri réttlát- lega skipt. Á síðustu árum hefur ársframleiðsla á korni í heiminum verið u.þ.b. 1.3 billjónir tonna að meðaltali, sem ætti að nægja til að fæða 5.2 billjónir manna. Jarðar- búar eru hins vegar aðeins 4.2 billjónir. Þá hafa upplýsingar frá gervi- tunglum sýnt, að miklu minna ræktanlegt er nýtt en álitið hafði verið. Af þessu leiðir, að.nægileg fæða ætti að vera til handa öllum fram á næstu öld, enda þótt íbúum jarðar fari stöðugt fjölgandi. En samt er það líka staðreynd, að daglega deyja 10 þúsundir manna úr hungri eða sjúkdómum, sem rekja má til þess að þeir fá ekki nóg að borða. Ríkustu þjóðir heims, sem telja aðeins fjórðung jarðarbúa neyta helmings þess matar, sem framleiddur er. Iðnvæddar þjóðir að Sovétríkj- unum meðtöldum nota meira korn handa búpeningi sínum en fólk í þróunarríkjunum fær í sinn hlut. í Bandaríkjunum er notaður meiri áburður árlega á tennisvelli, golf- velli og grasfleti en notaður er við alla landbúnaðarframleiðslu í Indlandi. Það fáránlegasta er þó, að fjölþjóðafyrirtæki reka linnulaus- an auglýsingaáróður í þróunar- löndunum og af því leiðir, að neytendur þar láta glepjast af innfluttum ávöxtum og ávaxta- safa, en skeyta engu um c-vítamín innihald eigin framleiðslu. UMSKUROUR——— Óþörf aðgerð og jafnvel hættuleg • Um það bil 80% banda- rískra drengja eru umskornir skömmu eftir fæðingu, og er umskurn algengasta skurðað- gerð, sem framkvæmd er í Bandaríkjunum. Talið er, að þessi aðgerð komi í veg fyrir krabbamein og sýkingu, en bandarískir læknar draga þó kosti hennar mjög í efa núorð- ið, og hafa bent á ýmsa ókosti og áhættu, sem henni er sam- fara. Hafa samtök barna- lækna í landinu kveðið upp úr um það, að hreinlæti komi að sama gagni og umskurn, og sé hún því óþörf. Það er ævaforn siður að skera í burtu forhúðina á getnaðarlimum sveinbarna með hefðbundinni athöfn. Trúarlögmál gyðinga krefst þess og ríkir þessi siður alfar- ið í ísrael, en þar fyrir utan eru það aðeins Bandaríkja- menn af þróuðum þjóðum heims, sem halda hann að einhverju ráði. Umskurn er mjög sjaldan framkvæmd í Kanada, Vestur-Þýzkalandi og Bretlandi, og á Norður- löndum er hún nær óþekkt. En í Bandaríkjunum eru árlega framkvæmdar 1.2 milljónir slikra aðgerða. Hver aðgerð kostar 2—4 þúsund krónur. Dr. John Woodard þvagfæra- sérfræðingur við Emory læknaháskólann í Atlanta seg- ir, að almenningur hafi ekki kynnt sér staðreyndir um um- skurn, og f jölmargir foreldrar geri sér alrangar hugmyndir um hana. Samkvæmt könnun, sem gerð var nýlega á meðal frumbyrja kom í ljós, að marg- ir töldu umskurn vera lög- boðna athöfn eða að hennar væri krafizt á fæðingarstofn- unum. Enn aðrir töldu að menn sem ekki hefðu gengizt undir aðgerð þessa fengju ekki inngöngu í herinn. Sumar kvennanna töldu að getnaðarlimurinn yrði fall- egri við umskurn eða að að- gerðin myndi koma í veg fyrir sjálfsfróun. Eigi að síður virð- ast félagslegar ástæður vera þyngstar á metunum. Foreldr- ar vilja ekki, að synir þeirra skeri sig úr þeim drengjum, sem þeir umgangast. Læknisfræðilegar ástæður fyrir umskurn, sem lengi hafa verið teknar góðar og gildar, eru nú taldar rangar eða mjög léttvægar. Fyrir áratug bentu rannsóknir til þess, að konur fengju síður krabbamein í legháls, ef þær hefðu mök við umskorna menn fremur en aðra. Nýlegar rannsóknir sýna, að þetta er ekki rétt. Umskurn kemur í veg fyrir samdrátt í forhúðinni, sem gerir það að verkum, að erfitt og jafnvel ógerlegt er að draga hana yfir aftur, en læknar vita nú, að þetta vandamál leysist, er drengir komast á gelgjuskeið. Um- skurn kemur einnig í veg fyrir krabbamein í getnaðar- lim, en læknar álíta að gott hreinlæti veiti þar jafnmikla vörn. „Við kennum börnum okkar að þvo sér á bak við eyrun og bursta í sér tennurn- ar og hví skyldum við ekki kenna drengjunum að þvo almennilega á sér typpið“ seg- ir David Grimes prófessor í fæðingahjálp við Emory há- skólann. Margir læknar telja, að umskurn hafi fleiri ókosti en kosti. Aðgerðin er fram- kvæmd án deyfingar og því mjög sársaukafull fyrir barn- ið. Afleiðingarnar geta verið alvarlegar, sýking eða þaðan af verra. Samkvæmt niður- stöðum 10 ára rannsóknar við Washington háskólasjúkra- húsið í Seattle kom í ljós að ein af hverjum 500 umskurn- um stofnaði lífi barns í hættu. Önnur könnun leiddi í ljós, að umskurn hafði haft í för með sér aukaverkanir hjá 55% drengja. Umskurn er ekki eins ein- falt mál og margir halda. Oft er óreyndum læknanemum falið að framkvæma hana, og geta þá ýmis óhöpp átt sér stað, en einnig geta gamal- reyndum læknum orðið á mis- tök. Aðstæður eru ekkert sér- lega þægilegar, því að typpi smábarna eru lítil og sífellt á iði. Samtök bandarískra barna- lækna ráða frá því, að um- skurn sé gerð á fyrirburðum eða veikburða smábörnum. Þau leggja einnig áherzlu á, að aðgerðin sé ekki fram- kvæmd fyrr en barnið er orðið sólarhringsgamalt og hefur jafnað sig vel eftir fæðingnna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.