Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1979 Umsjón: Séra Jón Dulbú Hróbjaiisson Séra Karl Siynrbjörnsson Siyuríntr Pólsson DROTnNSDBGI Vertu 19. sunnudagur eftir trinitatis tákn þetta minnir á þrá mannsins eftir fyrirgefningu og náö Guös. hughraustur Pistillinn Ef. b, 17—28:... vitiö, aö í Jesú hafiö þér... Aklæöst hinum nýja manni, sem skapaöur er eftir GuÖi i réttlæti og heilagleik sannleikans. Guöspjalliö Matt. 9, 1—8: Menn færöu til Jesú lama mann, sem lá í rekkju og er Jesú sá trú þeirra, sagöi hann viö lama manninn: Vertu hughraustur, bamiö mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar. Biblíul Vikuna 21. — 27 okt. estur Sunnudagur 21. okt. Matt. 9:1—8 Mánudagur 22. okt'. Luk. 9: 10-17 Þriðjudagur 23. okt. Lúk. 9: 18-27 Miðvikudagur 24. okt. Lúk. 9: 28-36 Fimmtudagur 25. okt. Lúk. 9: 37-42 Föstudagur 26. okt. Lúk. 9: 43-48 Laugardagur 27. okt. Lúk. 9: 49-56 Nýtt námsefni í kristnum fræðum Áhugafólk um skólamál og þeir sem eiga börn og unglinga sem stunda nám á grunnskóla- stigi hafa tæpast komist hjá að taka eftir þvi að allmiklar breytingar hafa orðið á síðustu árum á námsefni og kennslu- háttum í grunnskóla. Enda þótt umræða síðustu ára hafi mikið snúist um „nýju stærðfræðina“ eða „mengin“ fer fjarri að stærðfræðin sé eina námsgrein- in sem i deiglunni er. Nægir þar m.a. að nefna giæsilega kennslubókasamstæðu í eðlis- og efnafræði fyrir grunnskóla sem komin er út fyrir nokkrum árum. Ekki er það hugmyndin að gera hér á siðunni grein fyrir skólastarfi almennt, heldur kynna hér litillega það sem gerst hefur og er að gerast í kennslu kristinna fræða á grunnskóiastigi. Ný númskrá Árið 1973 setti þáverandi menntamálráðherra á laggirnar nefnd manna er hafa skyldi það hlutverk að endurskoða náms- efni og kennslu í kristnum fræð- um á grunnskólastigi og gera tillögur um úrbætur. Nefndin lauk störfum á árinu 1976 og sama ár kom út ný námskrá í greininni, grundvölluð á áliti nefndarinnar. Helstu breytingar sem námskráin fól í sér voru þær að nú skyldi kenna kristin fræði frá 2. til 9. bekkjar grunnskóla að báðum meðtöld- um, námsefnið skyldi í ríkara mæli en áður tengt daglegu lífi og umhverfi nemendanna, aukin skyldi umfjöliun ýmissa sið- rænna viðfangsefna, fjallað verði í ríkara mæli en áður um kirkjuna sem stofnun, starf hennar í samtímanum unnið af leikum og lærðum, trúfræðileg viðfangsefni skyldu tekin til meðferðar í ríkara mæli en áður, frætt verði um aðrar kirkju- deildir og sértrúarflokka, helstu trúarbrögð heims verði kynnt, fræðsla um Biblíuna sem ritsafn verði aukin, ýtarlega verði fjall- að um Gyðingaland fortíðar og nútíðar, kristin siðfræði verði megin viðfangsefni greinarinnar í 8. bekk og kristin trúfræði í 9. bekk. Áhersla er lögð á, að við val á kennsluaðferðum og skipu- lag kennslunnar sé tillit tekið til nemandans og gildis efnisins fyrir hann og þá einnig áhuga- sviðs hans og spurninga. Jafnframt að tillit sé tekið til fræðigreinarinnar — guðfræð- innar — og skilnings hennar á sjálfri sér. Markmiðum og til- gangi kennslunnar er lýst all ýtarlega og eru áhugamenn hvattir til að kynna sér nám- skrána. í ársbyrjun 1977 var námstjóri í greininni ráðinn að skólarann- sóknadeild Menntamálaráðu- neytisins og skyldi hann hafa það meginhlutverk að stýra út- gáfu nýs námsefnis í samræmi við hina nýju námskrá auk þess að vera kennurum innan handar varðandi kennslu í greininni. Nýtt námseini Um tvær leiðir var að velja þegar gefa skyldi út nýtt náms- efni. Annars vegar var að koma á laggirnar hópi manna er hefði það hlutverk að semja nýjar kennslubækur, hins vegar að leita fyrir sér í nágrannalöndun- um þar sem hefðir í kennslu kristinna fræða væru svipaðar og sjá hvort þar væri að finna námsefni sem svaraði kröfum námskrárinnar bæði guðfræði- lega og kennslufræðilega. Fyrir valinu varð seinni kosturinn og er nú verið að þýða og staðfæra fyrir barnastigið, norskan kennslubókaflokk sem talinn var uppfylla nefnd skilyrði og auð- velt er að aðhæfa íslenskum aðstæðum. Áður en í það verk var ráðist voru bækurnar sendar Sambandi grunnskólakennara, Kennaraháskóla íslands, Há- skóla íslands (guðfræðideild), Biskupsembættinu og Prestafé- lagi Islands til umsagnar. Að fengnum meðmælum þessara að- ila var verkið hafið. Lífið Nú í haust kom út hjá Ríkisút- gáfu námsbóka í samvinnu við Menntamálaráðuneytið, skóla- rannsóknadeild fyrsta bókin í þessum bókaflokki og nefnist hún Lífið. Bókin er ætluð yngstu nemendum grunnskólans og byggist að mestu á myndaefni sem ætlað er að vera grundvöll- ur umræðna og frásagnar kenn- arans. Sáralítill lestexti er í bókinni þar sem ekki er gert ráð fyrir að nemendur geti á þessu stigi máls lesið sér að gagni. Áhersla er lögð á að undirbyggja miðlæg orð og hugtök og er framvinda öll fremur hæg svo tryggt sé að allir geti fylgst með. Helstu efnisatriði á þessu fyrsta ári eru: Lífið, sköpun, Guð — faðir og skapari. Gætum þess sem Guð hefur skapað, Fæðing Jesú, Jesús sem barn (lífshættir í Gyðingalandi fortíðar), Þættir úr lífi og starfi Jesú, Kirkjan (heimsókn í kirkju), Ég og hinir. Bókin er litprentuð og er alls 80 bls. að stærð. Kennsluleiðbeiningar Kennslubókinni fylgja ítar- legar kennsluleiðbeiningar (170 bls.) með ábendingum um vinnu- aðferðir, guðfræðilegum og kennslufræðilegum athugasemd- um, sálma og söngvasafni, ábendingum um fræðibækur og hjálpargögn við kennsluna o.fl. Kennsluleiðbeiningarnar eru ekki þannig byggðar að ætlast sé til að hver kennari fylgi þeim lið fyrir lið, heldur ber að líta á þær sem sjóð sem kennarar geta sótt í það sem hentar þeim sjálfum og nemendum þeirra. Ástæða er til að ætla að jafnt reyndir sem óreyndir kennarar geti gert sér gott af því sem þar er boðið, enda gert ráð fyrir hinum fjöl- breytilegustu vinnubrögðum. Skólavörubúðin hefur til sölu ýmis gögn og hjálparbækur sem vísað er til í kennsluleiðbeining- unum. Foreldrahefti Bryddað hefur verið á þeirri nýjung að gefa út foreldrahefti með kennslubókinni. Tilgangur- inn með þeirri útgáfu er að kynna fyrir foreldrum tilgang og markmið kennslunnar, námsefn- ið og meðferð þess, auk þess sem stutt ritgerð er um réttindi og skyldu foreldra að því er varðar áhrifamótun barna þeirra. Hefti þetta verður selt í Skólavörubúð- inni og væntanlega víðar. Ástæða er til að hvetja foreldra til að kaupa heftið og kynna sér efni þess og taka með þeim hætti þátt í skólastarfinu og fylgjast með hinni trúarlegu uppfræðslu barna sinna. Námskeið I ágúst síðastliðnum var hald- ið námskeið fyrir kennara í kristnum fræðum. Námskeiðið var haldið af Kennaraháskóla Islands í samvinnu við nám- stjóra í kristnum fræðum. Alls tóku 40 kennarar þátt í þessu námskeiði. Meginefni nám- skeiðsins var kynning á hinu nýja námsefni, sem þegar er komið út og því sem væntanlegt er á næstunni. Aðalleiðbeinandi á námskeiðinu var Liv Södal Alfsen, einn af höfundum efnis- ins. Auk þess var kynnt á námskeiðinu tilraunanámsefni í kristinni siðfræði handa 8. bekk sem unnið hefur verið undir stjórn dr. Björns Björnssonar próf. Luku þátttakendur upp einum munni um að námskeiðið hefði verið hið gagnlegasta. Hvað er framundan? Á næstu mánuðum er væntan- legt næsta hefti í þessari sam- stæðu og unnið er að þýðingu og staðfærslu námsefnis handa 4. bekk grunnskólans. í vetur verð- ur tilraunakennt það námsefni í kristinni siðfræði sem kynnt var á námskeiðinu í haust og er gert ráð fyrir að það verði kennt til reynslu í 2—3 ár. Fyrir dyrum stendur svo að taka saman hefti um önnur helstu trúarbrögð heims.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.