Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 17
BÆÐA BÚKOVSKÍS____________________________________________________ MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1979 49 Um þaö bil fjörutíu manns komu saman í Moskvu og lýstu yfir stofnun félagsins. Hér er ekki um aö ræöa verkalýösfélag í venjulegum skilningi, því aö þetta er fólk úr ýmsum stéttum, úr mörgum landshlutum. Flest hefur þaö fengiö aö kenna á óréttlætinu og hefur um margra ára skeið reynt aö finna leið til aö koma kvörtunum sínum á framfæri. í mörgum tilvikum hefur þetta fólk kynnzt í móttökusölum og biöstofum miðstjórnar kommúnistaflokksins, í húsakynnum ríkissaksóknarans eöa í öörum oþinber- um stofnunum. Bitur reynsla var því sameiginleg, ásamt skilningi á því aö án oþinberrar samstööu væri engin leiörétt- ing fáanleg. Því var safnazt saman heima hjá einum úr hóþnum fyrir tveimur árum og þangað var stefnt erlendum blaða- mönnum. Hóþurinn lagöi fram skjöl til sönnunar máli sínu og birti yfirlýsingu um tildrögin aö stofnun verkalýösfélags. Tíöindin spuröust út og höfðu senn þau áhrif aö um tvö hundruö verkamenn bættust í hópinn. Yfirvöld geröu sér grein fyrir hættunni. Umsvifalaust voru ellefu manns handteknir og settir á geöveikra- hæli, þar sem sumir eru enn, og aðrir voru sendir burt frá Moskvu eöa í fangelsi um stundarsakir. Leiðtogi samtakanna, kolaverkamaður aö nafni Klebanoff, er enn í geðveikrahæli í Dnjepropetrovsk. Klebanoff Verkamennirnir létu þetta ekki aftra sér. Aö nokkrum mánuðum liönum höföu nýir hóþar myndazt og um þessar mundir starfa um 200 manns viö uþþlýsingamiðl- un á vegum samtakanna. Þeir safna uþplýsingum, gangast fyrir blaöamanna- fundum og leggja þar fram gögn og skjöl. Ég tel aö starfsemi þessara samtaka sé þaö merkasta sem gerzt hefur á síðari árum og þaö, sem sovézkum yfirvöldum stafar mest hætta af. Aöalástæðan til þess aö þeim hefur ekki orðiö meira ágengt en raun ber vitni er sú, aö þeir hafa ekki fengiö stuöning verkalýössam- taka utan Sovétríkjanna. Einu verkaiýös- samtökin sem lýst hafa yfir samstööu með þeim eru bandarísku samtökin AFLICAO. Önnur verkalýðssamtök hafa þagaö þunnu hljóöi eöa jafnvel þaö, sem verra er. Viö höfum leitað eftir stuðningi hins öfluga Sambands brezkra kolanáma- manna viö Klebanoff, sem sjálfur er kolanámamaöur. Samband brezkra kola- námamanna sneri sér síðan til sovézka sendiráðsins meö fyrirsþurn og fékk þaö svar aö maöur þessi, þaö er aö segja Klebanoff, heföi oröið fyrir slysi í nám- unni, heföi fengið höfuöhögg, og síðan væri hann ekki meö öllum mjalla. Heföi þaö meðal annars komið fram í óeöli- legum áhuga á verkalýösmálum. Þótt undarlegt megi viröast féllst Samband brezkra kolanámamanna á þessa skýr- ingu opinberlega og birti yfirlýsingu þar um. Þegar slík afstaða kemur fram fer ekki hjá því aö verkamenn í Sovétríkjun- um geri sér grein fyrir því aö þeir eru varnarlausir. Ekki get ég rætt svo um aöstoö og stuöning viö hinar ýmsu hreyfingar í Sovétríkjunum aö ég minnist ekki á sambúð austurs og vesturs. Vissulega er þaö ekki aöeins stuðningur einstaklinga viö einstaka fanga í Sovétríkjunum, sem máli skiptir. Þaö er mikilvægt fyrir trúfélög aö þau fái stuöning trúfélaga erlendis, því aö þrýstingur af þeirra hálfu mun knýja Sovétstjórnina til aö veita þeim starfsfriö. Því miöur hafa Hvíta- sunnumenn, svo dæmi sé tekiö, ekki reynzt ýkja hjálþlegir. Ég kem beint frá Vancouver og þar voru þeir að halda tólfta alþjóðamót sitt. Þar voru um tíu þúsund manns samankomnir. Sumir höföu komið til Sovétríkjanna, en þarna heyröist ekki eitt orö til varnar trúbræör- unum þar. Þeir vilja reyna aö beita hinni hljóölátu aðferö í milliríkjasamskiptum og halda því fram aö hægt sé að fá meiru áorkað meö því aö fara varlega í sakirnar. Ég held aö meö slíkum mál- flutningi sé aöeins veriö aö reyna aö dubba aögeröarleysi upp í þokkalegan búning. Þrýstingur — slökun Þegar rætt er um stuöning og aðstoö Vesturlandabúa er stööugt sþurt aö því hvort opinská afstaöa og afdráttarlaus andmæli geti ekki haft skaöleg áhrif, og hvort til lengdar reynist ekki betur aö beita hinni hljóölátu aðferð í milliríkja- samskiptum. Eg held aö framvinda mála á síðari árum hafi sýnt svo ekki veröi um villzt, aö opinská afstaöa og afdráttarlaus andmæli hafi aldrei haft skaöleg áhrif. Heföi þaö ekki verið fyrir stuðning og opinbera herferö þá hefði ég aldrei veriö látinn laus. Heldur ekki ýmsir aörir. Samningaumleitanir og milliríkjasam- skipti komu ekki aö gagni í mínu tilfelli fyrr en búiö var aö undirbúa jaröveginn meö þrýstingi á opinberum vettvangi og herferö, þannig að máliö haföi vakiö athygli og þrýstingurinn á Sovétstjórnina var oröinn svo mikill aö hún sá sér ekki annaö fært en aö setjast aö samninga- boröinu. Auðvitaö ættu menntamenn aö geta aö jafnaöi vænzt stuönings frá menntamönnum og samtökum þeirra um víöa veröld, en ekki bara þegar einhver er handtekinn. Þaö hefur komiö fyrir aö slíkur stuöningur hefur veriö látinn í té og komiö aö góöu gagni, eins og þegar dr. Orlov haföi veriö handtekinn og um tvö þúsund bandarískir vísindamenn lýstu því yfir opinberlega aö þeir heföu sett Sovétríkin í vísindabann. Enda þótt þessi maöur hafi enn ekki veriö látinn laus hefur þessi stuöningur stuðlað aö því aö hann er þó enn á lífi. Væri þrýstingurinn aukinn mundi meöferö yfirvalda á honum enn skána og eftir því meira sem meiri þrýstingi væri beitt. Þetta tengist mjög „détente", sem hefur verið opinber stefna Vesturlanda gagnvart Sovétríkjunum undangengin 7—8 ár. Mikið hefur veriö rætt og ritað um þessa stefnu og mikill misskilningur hefur af henni risið. Sá misskilningur á rætur sínar í oröinu sjálfu. Hver þjóö leggur sinn skilning í þetta orö. í Sovétríkjunum merkir „détente" þetta: Möguleiki á því aö gleypa hvert landiö á fætur ööru eða stækkun áhrifasvæðisins án andstööu af hálfu vestrænna ríkja. Sovétmönnum dettur ekki í hug aö leggja sama skilning í oröiö og Vesturlönd, sem telja að þaö feli í sér menningarleg samskipti og feröafrelsi. Þessi misskiln- ingur gerir þaö aö verkum aö umræöur um „détente" snúast aö verulegu leytí fremur um oröalag en máliö sjálft. í umræöum um „détente“, eöa samskiþti austurs og vesturs yfirleitt, er óhjá- kvæmiiegt aö taka tillit til þess reginmun- ar, sem er á menningu þessara land- svæöa og hugsunarhætti fólksins, sem á þeim býr. Andstætt hugarfar Vesturlandabúar eru aldir upp í þeirri trú aö málamiölun sé af hinu góða og óhjákvæmileg, eigi lýöræöið aö geta staðizt. En í Sovétríkjunum eru menn aldir upp í þeirri trú aö málamiölun sé illur kostur og raunar ekki annaö en veikleikamerki. Þegar fulltrúar austurs og vesturs koma saman til aö semja meö svo ólíku hugarfari og í Ijós kemur aö Vesturlandabúar eru jafnan sveigjanlegir, líta Sovétmenn á frammistöðu þeirra sem veikleika og tækifæri til aö ganga á lagiö. Því eftirgefanlegri sem Vesturlandamenn SJÁ NÆSTU SÍÐU Gódar fréttir fyrir karlmenn á öllum aldri sem láta sér annt um útlit sitt: Herrahúsið hefur tekið við einkaumboði Van Gils á íslandi. Mun þessi bráðfallegi fatnaður því íást í verslunum Herrahússins og í Adam Laugavegi 47. Nú standa til boða m. a. ,,peysufötin“ vinsælu, Combi fatnaðurinn, Tweed blússur, stakir jakkar, föt og frakkar. KOMEtU OG SKOÐAÐU NÝJU LÍNUNA FRÁ VAN GILS HÚN ER 1. KLASSI. AUGLVSINGASTOfA KRISTINAR 7.95 ATÍGILS ÁÍSLATÍDI lierrahúsið BANKASTRÆTI 7. SÍMI 29122. AÐALSTRÆTI 4.SÍMI 15005.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.