Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1979 53 í síðasta Vísnaleik var varpað fram þessum fyrrihluta Mar- grétar Ólafsdóttur: Lifi vísnaleikurinn látum fjúka stökur! Og Sigurgeir Þorvaldsson í Keflavík botnar: Oft vill dofna andi minn eftir strangar vökur. Eða, — og ekki laust við að manni bjóði í grun, að veizluhöld góð séu í vændum með dýrum veigum: Ekki á morgun heidur hinn hef ég innantökur. Enn eru að berast botnar við fyrrihluta Sigurgeirs um æsireið vinstri stjórnarinnar: Öllum getur yfirsézt, Óla Jóh. víst líka. Upp á settist úrvals hest illskeytt vinstri klíka. Hleyptu á skeiði hlaði frá hláturgleiðir sveinar. Og Jón Árnason, Syðri-Á, Ól- afsfirði, bætir þessu við: í tröðinni þó töfðu þá talsvert margir steinar. Rykkti og tætti i tauminn hver, tik að magnast þykkja. Sligað þrem nú essið er, illgcng skaðabykkja. öll var ferðin ömurleg, augna — lítið — gaman. Rataði enginn réttan veg, rákust óspart saman. Dróg um veginn dösuð fer, dauða — kroppar — sinu. Steinblind hún á öðru er, ekkert sér með hinu. Auðnuleysis eftir kák, öllu firrtir ljósi, beita sinum bleika fák beint að feigðarósi. Þegar bykkjan þróttlaus hnaut, það ei togum skipti: Bensi sér á bakið skaut, bless, — og hendi lyfti. Svo var þetta sjálfsagt gert samvizkuna að þagga: Hann ætlar að horfa undir stert hjá ólafi og Ragga. Síðan segir Jón: Miðrími hef ég sleppt í fyrstu vísunni og vona, að það fyrirgefist, þar eð þessu er bara sullað saman til gamans yfir kaffibolla og ekki ætluð trappa ofarlega í bók- menntastiganum. Og svo að lok- um ein í svipuðum dúr: Finn ég varla von til þess að veslings Óli ráði við tuddaiynt og taumskakkt ess er töltir út á vinstri hlið. Jón Sveinsson lögfræðingur sendi þessa vísu af sama tilefni: Fatast óðum flugið þar, fátt um góða drætti. Tómur sjóður Tómasar, teymd er þjóð á slætti. Axel hringdi vegna þeirra ummæla Ólafs Jóhannessonar, að ráðherraferill Vilmundar Gylfasonar myndi einkennast af þessari vísu séra Jóns Þorláks- sonar á Bægisá: Tunnan valt og úr ’enni allt ofan i djúpa keldu. Skulfu lönd og brustu bönd, botngjarðirnar héldu. Af þessu tilefni yrkir Axel: óskhyggjan hans Óla Jóh. eitri á Vilmund nokkurn spjó. Vanstillt geð í kratakló kraumar i grænum heiptarsjó. Sennilega hefur rangeyskur bóndi ort þessa dapurlegu en myndríku stöku: Næðir fjúk um beran búk, byltist skafl að hreysi. Tunglið yfir Hekluhnjúk, hangir í reiðileysi. Ekki verður meira kveðið að sinni, og óvíst hvenær næst verður brugðið á vísnaleik. Halldór Blöndal. Innflytjendur — Framleiöendur Sérverzlun á sviöi húsbúnaöar og byggingar- vöru, getur bætt viö sig auðseljanlegri vöru. Þeir sem vildu sinna þessu leggi nafn sitt inn á augld. Mbl. ásamt nánari upplýsingum fyrir mánudagskvöld, merkt: „Viöskipti — 4512“. þakjárn • þaksaumur plastbáruplötur • þakpappi Byggingavörudeild Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 simi 10 600 MEKKA Stórglæsileg skápasamstæða með höfðingjasvip Mekka skápasamstæðan frá Húsgagnaverksmiðju Kristjáns Siggeirssonar hefur vakið sérstaka athygli fyrir smekklega hönnun, fallega smíði og glæsilegt útlit. Þér getið valið um einingar, sem hæfa yður sérstaklega, hvort sem þér óskið eftir plötuhillum, vín- og glasaskáp, bókaskáp, hillum fyrir sjónvarp og hljómburðar- tæki, o.s.frv. 1 Mekka samstæðunni má velja fallegan hornskáp, sem gerir yður mögulegt að nýta plássið til hins ýtrasta. Mekka er einnig með sérstaka hillulýs- ingu í kappa. Mekka samstæðan er framle'idd úr fallegri eik. Hún fæst ólituð, í brúnum lit eða í wengelit. Mekka er dýr smíði, sem fæst fyrir hagkvæmt verð. Mekka gefur stofunni höfðinglegan blæ. Skoðið Mekka samstæðuna hjá: UTSÖLUSTAÐIR: Reykjavík: Kristján Siggeirsson Híbýlaprýði JL-húsið Akureyri: Augsýn h.f. Akranes: Verzl. Bjarg h.f. Blönduós: Trésmiðjan Fróði h.f. Borgarnes: Verzl. Stjarnan Bolungarvík: Verzl. Virkinn Húsavík: Hlynur s.f. Hafnarfjörður: Nýform Keflavík: Duus Kópavogur: Skeifan Neskaupstaður: Húsgagnaverzl. Höskuldar Stefánssonar hf. Ólafsvík: Ólafsfjörður: Sauðárkrókur: Selfoss: Siglufjörður: Stykkishólmur: Verzl. Kassinn Verzl. Valberg h.f. Húsgagnaverzl. Sauðárkróks s.f. Kjörhúsgögn Bólsturgerðin JL Húsið, útibú Vestmannaeyjar: Húsgagnaverzl. Marinós Guðmundssonar FRAMLEIÐANDI: KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF. HÚSGAGNAVERKSMIÐJA. argus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.