Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1979 Pottarim Umsjón: SIGRUN DAVÍÐSDÓTTIR Það eru til bæði sætar og bitrar appelsínur, og þar af eru það aðeins þær fyrrnefndu sem við þekkjum hér. Þær eru upprunnar í Kína, þar sem þær ku vaxa villt. Framan af þekktu Evrópubúar aðeins þær bitru, sem eru upprunnar á Indlandi, því Arabar kynntu þær snemma hér í álfu, eins og reyndar fleiri vörur að austan. Og svo komu krossfararnir með þær frá Palestínu til Ítalíu í upphafi 13. aldar. En þeim sætu kynntust Evrópubúar þegar Portúgalinn Vasco da Gama lagði land undir fót eða sjó undir kjöl í lok 15. aldar og hélt til Kína. Þá kom hann með rót af appelsínutré þaðan, og það er s^gt að öll appel- sínutré í Suður-Evrópu séu komin af rótinni hans. Trúi hver sem vill ... Framan af hirtu Evrópumenn ekki svo mjög um ávextina, því þeir ræktuðu tréð til skrauts, enda er það undurfallegt. Og vel á minnzt nafnið. Orðið appelsína er komið úr dönsku en þaðan úr þýzka orðinu Apfelsine sem þýð- ir epli frá Kína, svo móður- landsins er enn minnzt í nafninu. Appelsínur eru ræktaðar mjög víða, einkum þó í kring- um Miðjarðarhafið, í Ameríku og svo í Suður-Afríku. Þess vegna er alltaf hægt að fá nýjar appelsinur, því eitt svæð- ið tekur við af öðru. Á veturna fáum við appelsínur frá Miðjarðarhafslöndum og þá eru þær einna beztar, enda stutt að komnar. Það er talið að um 400 tegundir séu til, en þar af eru um 30 vinsælastar. Það er víst ekki auðvelt að greina tegundirnar að nema fyrir appelsínufræðinga, en allir geta þekkt venjulega appel- sínu frá blóðappelsínu. Áf venjulegum appelsínum má nefna svokallaðar naflaapp- elsínur. Þær eru með líkt og lítilli appelsínu innan í, eða appelsínubarni, eins og krakk- arnir segja. Þær þykja sérlega góðar. Shamouti-appelsínur eru betur þekktar undir vöru- heitinu Jaffa og eru nú einkum ræktaðar í ísrael. Þær eru með þykkan börk, safamiklar og sætar, en kannski ekki alveg eins bragðmiklar og þær fyrr- nefndu. Menn eru víst ekki á eitt sáttir um tilkomu blóð- appelsína, en þær eru alla vega til. Það er víst loftslagið sem ræður því hversu rauði liturinn verður sterkur. Liturinn staf- ar af efni sem heitir antocyan- in, sem er reyndar sama litar- efni og í rauðkáli. Þær vaxa helzt á Miðjarðarhafssvæð- inu og fást oftast um miðjan vetur. Þær eru einkar góðar í ábætisrétti, t.d. ís því bragðið er sterkt og heldur súrara en af góðum, venjulegum appelsínum. Látið þær því ekki fara fram hjá ykkur, þegar þar að kemur. Allir vita, að appelsínur eru einkar hollur matur, auð- ugar af vítamínum og steinefn- um, og eru því sjálfsagður hluti af daglegri fæðu, til skiptis við t.d. epli. En geymsla rýrir þessi góðu efni. Við vitum ekki, hvað þær eru gamlar, þegar við kaupum þær í búð, og því ættum við ekki að geyma þær heima við lengur en í 2 vikur og þá auðvitað í kæli, svp þær þorni ekki upp. I mörgum uppskriftum er mælt með appelsínu- eða sítrónuberki. Nú er það svo, að eftir tínslu eru appelsínurnar yfirleitt þvegnar og sprautað á þær vaxi, sem inniheldur efni, sem koma í veg fyrir rotnun og myglu. Þetta er nauðsyn- legt, þegar á að flytja ávext- ina langar leiðir. Þegar evrópskar appelsínur, t.d. frá Spáni, eru fluttar innan Evr- ópu er þessu oft sleppt, en ég veit ekki, hvernig þessu er háttað með þær appelsínur sem Epli frá Kína við fáum hingað. Því er kannski bezt að nota börkinn í hófi, þó góður sé, og þá a.m.k. að þvo þær vel áður, þó ég viti ekki, hversu mikið við getum nuddað og burstað burt af geymsluefnum. Hér koma nokkrar upp- skriftir af appelsínuréttum, nú þegar við eigum í vændum og erum þegar byrjuð að fá góðar vetrarappelsínur. Það er ekki úr vegi að hafa appelsínur í huga þegar þið farið að hugsa fyrir jólaeftirréttum, því þær eru frískandi og léttar, og því heppilegar í eftirrétti á eftir þungum mat. Góða skemmtun! Appelsínuís (handa fjórum til sex) Ég fékk svona ís um dag- inn, og hann var verulega eftirminnilegur. Það er því óhætt að segja að þetta er einkar góður eftirréttur. Galdurinn er að láta ísinn ekki frjósa, heldur bera hann fram sem kalt og mjúkt krem. 4 safaríkar og sætar appel- sínur 3 eggjarauður 3 dl rjómi 4—6 msk. flórsykur 1 tsk. kanell 1) Afhýðið appelsínurnar. Það á að gera þannig, að þið skerið allt hið hvíta innan úr berkinum vandlega af aldin- kjötinu. Skerið appelsínurnar síðan í hæfilega bita. Gætið þess að ekkert af safanum fari til spillis, því hann á allur að fara í ísinn. 2) Þeytið rauðurnar með sykrinum, svo þær verði ljósar og freyðandi. Stífþeytið rjóm- ann. Blandið rauðunum út í og hrærið þeim vel saman við. Setjið nú kanelinn út í. Blandið þessu saman við appelsínurnar. Bragðið á, hvort ísinn sé ekki hæfilega sætur, það fer svolítið eftir því, hversu app- elsínurnar eru sætar. Bætið ann- ars flórsykri í. Það er bezt að frysta ísinn í skálinni, sem þið ætlið að bera hann fram í, svo ekki þurfi að skipta um ílát, því þá bráðnar hann um of. Setjið ísinn svo í frysti og látið hann standa þar í 2—3 klst. Hrærið í öðru hvoru, svo hann kólni jafnt og ekki verði neinir frosnir kekkir í. Ef þið þurfið að láta hann standa lengur, eða viljið útbúa réttinn í tíma, þá látið þið hann ein- faldlega jafna sig og mýkjast í kæliskáp, áður en hann er borinn fram, og hrærið svo í áður en hann fer á borðið. Til skrauts, en einkum til bragð- bætis, getið þið rifið börk af hálfri appelsínu yfir ísinn um leið og þið berið hann fram. Gætið þess þá að rífa aðeins gula börkinn, en ekki hvíta, innri börkinn. Bakaðar appelsínur (handa fjórum) Flestir kannast við bakaða banana og epli, en bakaðar appelsínur eru ekki jafn algeng- ar. Þær eru þó harla góðar og hér kemur uppskrift af þeim. 4 góðar og safaríkar app- elsínur 4 msk. hunang 4 msk. saxaðar rúsínur 4 msk. gróft saxaðar hesli- hnetur 'A tsk. kanell 2 steyttir negulnaglar eða á hnífsodd af dufti 1) Setjið ofninn á 200°. Það þarf þó ekki að vera nákvæmt, t.d. ef þið eruð að hita eitthvað annað í leiðinni, þá dugar alveg 175°—225°. , H&r OGr 'ÍLM^OOÍ AÞÞEL£lhJ/KhJ -f HuowJSS- SoSll e<2- Í54U-É6- Á CO &Ó&1 HUMUi, 2) Afhýðið appelsínúrnar eins og lýst er hér að ofan. Reynið þó að ganga ekki of nærri aldinkjötinu. Safnið safanum vandlega saman. Skerið síðan appelsínurnar langsum í 8 báta, en látið þá hanga saman neðst. Þá myndar appelsínan líkt og útsprungið blóm. Það er hæfilegt að skilja eftir um 1 ‘/2 cm neðst. Fjarlægið sjáan- lega steina og hvíta stilkinn innan úr. Setjið appelsínurn- ar nú á eldfast smurt fat, sem þið getið borið þær fram í. 3) Ef hunangið er þykkt, hitið það þá, svo það verði þunnt og fljótandi. Blandið app- elsinusafanum sem kom úr ávöxtunum saman við, svo og öllu hinu. Þið getið auðvitað sleppt kryddinu, ef ykkur sýnist svo. Hellið þessari sósu yfir appelsínurnar og reynið að láta sem mest af rúsínunum og hnetunum lenda í appelsínunum. Nú á að baka þær í 15 mín., eða þar um bil, þannig að þær hitni vel, en hunangið brenni ekki. Þar með er þetta hnossgæti tilbúið. Ekki er lakara að bera ískaldan rjóma með. Rjóminn verður mjög góður ef ein þeytt eggjarauða, ofurlítið sykruð, er sett út í 2% dl af þeyttum rjóma. Leiðrétting Ágæt kona benti mér á meinleg mistök mín í næst síðasta þætti. Ég tala þar um kúmen og carawayfræ sem tvö ólík krydd. Það eru þau ekki, heldur er kúmen íslenzka heit- ið á caraway-fræjum. Við eigum ekkert nafn yfir þetta enska cumin. Cumin er austur- lenskt krydd og meðal annars notað í indverskt karrý. Það sem ég átti við í sultuþættinum var að þið gætu bæði notað kúm- en (carawayfræ) eða cumin, en bragðið verður auðvitað ólíkt, eftir því hvað er notað. ISTAKLEGA KRÖFUHARÐUR Á HLJÓMGÆÐI - ÞÁ VELUR ÞÚ SANYO GXT 4580 JASAMSTÆÐÚNA. BaW i samstæða fékk verðlaun fyrir frábæra iun — hún prýðir heimilið þitt. ERT ÞU í OG ÚTLÍ HLJÓMTÍ f/unnai Sfysáimn kf. Suðurlandsbjaut té - R»yk/ovlk Siml 5<r500 ífDKD kDKDiORD KD ÍmmWt vol GXT 4580UM Jólaskór Stærðir: 27—33 Litir: Svart, rautt, blátt, brúnt. Verð: 2.195,- Póstsími 30980 Hagkaup

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.