Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 18
BÆÐA BUKOVSKIS______________________________
5 0 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1979
eru, þeim mun óbilgjarnari veröa Sovét-
menn og þeim mun haröari veröa þeir í
kröfugeröinni. Þessi skilningsmunur hefur
í för meö sér hættu, því aö sá dagur kann
aö koma, aö Vesturlandabúar standi
frammi fyrir yfirvofandi styrjöld þar sem
svigrúm til eftirgjafar veröur á þrotum, en
Sovétmenn gera enn ráö fyrir því aö
Vesturlönd muni gefa eftir. Þetta gæti
haft hinar ægilegustu afleiöingar í för
meö sér, og Vesturlöndum væri ráölegra
aö sýna staöfestu strax, til aö afstýra
slíku hættuástandi.
Lögreglustjóra í
stað diplómata
Vinur minn einn hefur gert grein fyrir
ákjósanlegri aðferö tii aö semja við
Sovétmenn. Hann taldi að í staö þess aö
senda gæfa diplómata til Moskvu til
samninga væri heppilegra aö senda
þangað gamalreyndan lögreglustjóra frá
Chicago, — mann, sem heföi skilning á
geöslagi glæpamanna. Þetta er rétt. í
samskiptum viö Sovét-leiötogana er
nauösynlegt að gera sér grein fyrir því að
við glæpamenn er aö eiga og aö hugarfar
þeirra er hugarfar glæpamanna. Þeir eru
í eðli sínu árásargjarnir. Þeir reyna aö
auka áhrif sín og ná á sitt vald því sem
hægt er. Ef ekki er staöið gegn þeim
teygja þeir sig lengra og lengra. Öll vitið
þiö um þaö, sem hefur veriö aö gerast
undanfarin ár, og þaö þarf ekki aö taka
þaö fram, að í Angóla, og Afríku yfirleitt,
eiga Rússar engra hagsmuna að gæta.
Eina ástæöan fyrir íhlutun Sovétríkjanna
í Angóla er sú, að þar hafa þeir komiö
auga á tómarúm, og hvenær sem þeir sjá
sér leik á boröi nota þeir tækifæriö. Þeir
munu hugsanlega útbúa sérstaka áætlun
um aukin áhrif í Afríku, meö þaö aö
markmiöi aö valda óstööugleika í Evrópu
og takmarka aögang Evrópuríkja aö
auölindum í jöröu, en slíkur tilgangur er
aukaatriöi. Aöalatriöiö er aö grípa þaö,
sem er innan seilingar, aö grípa allt, sem
hægt er að koma höndum yfir. Því er
mikilvægast aö gefa Sovétríkjunum ekki
tækifæri, aö sýna styrkleika, aö öölast
skilning á hugsunarhætti þeirra og
glæpaeöli. Látiö aldrei af siöferðilegri
sannfæringu ykkar.
í sendiráðs-
kjallaranum
Eitt dæmiö um þýöingu „détente" í
samskiptum Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna er frá í fyrra. Sjö Hvítasunnumenn,
sem vildu fá upplýsingar um möguleika á
brottflutningi frá Sovétríkjunum ruddust
inn um hlið bandaríska sendiráösins í
Moskvu. Einn náöist, en hinum tókst aö
sleppa inn fyrir. Sá, sem var gripinn, var
barinn til óbóta og pyntaöur, en var síöan
skilaö heim til sín. Honum tókst aö koma
skilaboöum um þessa meöferö til þeirra,
sem komust inn í sendiráöiö, og þar eru
þeir enn þann dag í dag. Þeir hafa veriö í
sendiráöinu í 14 mánuöi og neita aö fara
þaöan. Viöbrögö bandaríska sendiráös-
ins eru athyglisverð. Fólkið er lokaö inni í
kjallaraherbergi. Þaö fær engin bréf,
hvorki erlendis frá né frá Sovétríkjunum.
Starfsmenn sendiráösins reyna stööugt
aö beita þaö fortölum og fá þaö til aö
yfirgefa staðinn, enda þótt sendiráðsfólk-
inu sé fullkunnugt um hvaöa örlög bíöa
þess utan sendiráösveggjanna. Vinir okk-
ar í Moskvu telja sig margsinnis hafa
oröiö þess vara, aö engu sé líkara en aö í
þessu máli starfi bandaríska sendiráðiö í
tengslum viö KGB og vinni markvisst aö
því aö koma þessu fólki út úr sendiráð-
inu. Þetta er árangurinn af of nánu
vináttusambandi bandarískra og
sovézkra yfirvalda á síöari árum. Ekki
veröur annaö séö en aö þarna sé unniö
með stjórninni gegn þjóöinni. Hættan af
hinni svonefndu „détente“-stefnu er meö-
al annars í þessu fólgin, og ein af
afleiöingum þessarar stefnu er sú, aö
hinn frjálsi heimur fer smám saman að
semja sig aö gildismati hins sovézka
einræöis.
(Þýö. - A.R.)
Tilvitnanir í svör Búkovskís viö
spurningum og ábendingum fund-
armanna á fundi Samtaka um
vestræna samvinnu og Varöbergs
hinn 1. október s.l. birtast í
Morgunblaöinu um næstu helgi.
Svip-
mynd-
iraf
fund-
mum