Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1979 41 Hér má sjá hvernig fjallgöngumaður getur bjargað félaga sínum úr jökulsprungu, þótt hann sé bara einn um það. sjö flokka, A, B, C, D, E, F, og bílaflokk. Á fundi sínum leggja flokksstjórarnir niður fyrir sér starfið fram að áramótum og leggja síðan tillögur sínar fyrir stjórn sveitarinnar, sem yfirleitt samþykkir þær með litlum eða engum breytingum. Þetta starf sem hér um ræðir er það starf sem allir félagar taka þátt í sameigin- lega, en auk þess starfa flokkarnir sér og má geta þess að flokksstarf- ið er í raun uppistaðan í starfinu," sagði Ingvar. Aðspurður hver væru helztu atriðin í starfi sveitarinnar sagði Ingvar að reynt væri að fara yfir sem flesta þá þætti sem nauðsyn- legt er fyrir björgunarsveitar- mann að kunna, svo sem skyndi- hjálp, sjúkraflutninga, rötun, fjallamennsku, hvernig bezt er að búa sig, meðferð radíótækja og leitartækni svo eitthvað sé nefnt. Hann sagði að fyrri hluta vetrar færi starfið meira fram innan húss, það er að segja þau atriði sem hægt væri að fara yfir þar, en auðvitað væru og æfingar um helgar, svo sem fjallaferðir og slysaæfingar. Eftir áramótin þeg- ar daginn fer að lengja væru svo farnar mun fleiri ferðir og æf- ingar utanhúss. Þá væru farnar allt frá eins dags ferðum upp í tíu daga ferðir upp á jökla og þvers og Fararstjórinn fær sér í gogginn. Markmið sveit- arinnar er að geta sent félag- ana hvert á land sem er, hvenær sem er, segir formaður henn- ar, Ingvar F. Valdimarsson Grein og myndir: Sighvatur Blöndahl Svenni, aldursfursetinn í ferðinni, lætur sitt ekki eftir lÍKgja. Sjúklingurinn á leið upp. og svo væri gjarnan haldið þorra- blót í febrúar—marz. Ingvar gat þess og að félagar sveitarinnar færu gjarna í kynnisferðir til hinna ýmsu aðila sem á einhvern hátt tengjast starfi hennar, t.d. til Almannavarna ríkisins, Slökkvi- liðs, Flugleiða, Landhelgisgæsl- unnar og Varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli svo eitthvað sé nefnt. Hvernig er þá hægt að fjár- magna alla þessa starfsemi? „Okkar fjáröflun er einskorðuð við okkar fjáröflunardag sem er ár hvert í byrjun nóvember, að þessu sinni verðum við á ferðinni 10.—11. nóvember með skutlusöl- una okkar, eins og á síðasta ári. Annars má segja að þessir fjáröfl- kruss um landið, það væri t.d. venja í sveitinni að fara a.m.k. eina langa skíðagönguferð á ári, t.d. þvert yfir landið eins og á síðasta ári, þegar tveir hópar fóru að norðan suður Kjöl. Þá eru menn sendir í nám erlendis í hinum ýmsu þáttum starfsins, t.d. leitarstjórnun, snjóflóðaleitum og fjallamennsku og fjallabjörgunarfræðum. Árlega fara menn frá sveitinni til norska Rauða krossins á námskeið í leitarstjórnun og leita í snjóflóð- um. Á móti koma gestir frá Noregi árlega til þátttöku í hvítasunnu- æfingu sveitarinnar, en hún er yfirleitt lokapunkturinn yfir i-ið hjá sveitinni á vorin, ef fjölskylduferðin er undanskilin en hún er farin í júní eða júlí. Um félagslíf annars sagði Ingvar, að sveitin héldi á ári hverju þrjá dansleiki, einn haustdansleik í nóvember, jólatrésdansleik fyrir „yngstu félagana" í lok desember Hér má sjá hvernig hægt er að klífa þverhnípt ísstálið ef réttur búnaður er við höndina, þ.e. mannbroddar og tvær axir. unardagar verði okkur mikilvæg- ari en oft áður því að við vorum að skipta um björgunarbíla, fengum tvo nýja Ford Ekonoline-sendi- bíla, sem sett verður framdrif undir, en seldum tvo eldri bíla sveitarinnar. Söluverð gömlu bílanna hrekkur auðvitað ekki fyrir þeim nýju svo við verðum að heita á fólk að styðja við bakið á okkur með því að kaupa skutlur. Þá má auðvitað ekki gleyma þætti kvennadeildarinnar okkar, sem jafnan styður vel við bakið á okkur á ýmsan hátt, m.a. með fjárstyrkjum. Þær eru einmitt með sína árlegu kaffisölu nú um helgina á Hótel Loftleiðum, þ.e. á sunnudag. Þá má og ekki gleyma vinum okkar hjá Lionsklúbbnum Nirði sem hafa stutt okkur dyggi- lega gegnum árin, meðal annars í sambandi við bílakaup og annað þess háttar," sagði Ingvar. Að síðustu spurði ég Ingvar hvernig háttað væri inntöku nýrra félaga í sveitina og hvernig þeir væru svo þjálfaðir. „Hinn hefð- bundni háttur á því er sá, að menn hefja starf að hausti. Allan næsta vetur eru þeir í þjálfun í hinum einstöku atriðum sem nauðsynleg eru til þess að þeir geti talist frambærilegir björgunarsveit- armenn. Síðan er þjálfun þeirra haldið áfram fyrri hluta næsta vetrar og ef þeir fá meðmæli sinna flokksstjóra eru þeir teknir inn í sveitina sem fullgildir félagar á aðalfundi þann vetur, þ.e. í janúar eða febrúar. Við gerum miklar kröfur til nýrra félaga um að þeir hafi mikinn áhuga og tileinki sér þau vinnubrögð sem krafa er gerð um, enda eru mikil afföll af þeim sem hefja starf hjá okkur. í sambandi við tímann vil ég sér- staklega taka fram að inntaka einskorðast ekki við haust, þó svo það sé æskilegra, menn geta byrj- að hvenær ársins sem er. Ef það eru einhverjir sem þetta lesa sem hafa áhuga ættu þeir að snúa sér til flokksstjóra Nýliðaflokksins, sem er Arngrímur Hermannsson, í síma 31678. — Okkar markmið er að geta sent félagana hvert á land sem er hvenær sem er, sagði Ingvar F. Valdimarsson, formaður Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík, að síðustu. — sb.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.