Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1979 55 Með gamla laginu ... Liíandi tón- listí Artúni + Ártún i Ártúnshöfða heitir nýjasti skemmtistaður höfuð- borgarinnar og á síðustu tímum diskóteka og plast- framleiðslu i öllum áttum þá ætla eigendur nýja staðarins að halda gamla áralaginu, þ.e. hafa danshljómsveitir með lif- andi mönnum til þess að leika fyrir gestina og fyrsta hljóm- sveitin sem trekkti upp fyrir dansinn var Brimkló um siðustu helgi. En það var bara byrjunin og nú í kvöld ætlar Brunaliðið að taka til hendinni við hljóðfærin i 5 tima lotu milli 10 og 3. Eigandi Ártúns er Sigursæll Magnússon sem rak á sinum tima Tjarnarbúð. Ráð- gert er að fá sem flestar hljóm- sveitir til þess að skemmta í Ártúni og nú er bara að sjá hvorir standa sig betur snúð- arnir með plastskífurnar eða fingralipir hljómlistarmenn af islenzku bergi. Fimm iræknir íþróttabræður ÆTLI það sé ekki einsdæmi hér á Islandi, að fimm bræður séu landsliðsmenn í íþróttum? Þannig spyr Dagur frá Akureyri nýlega og það verður að segjast, að við höfum ekki heyrt önnur dæmi um fimm bræður svo frambærilega á sviði íþróttanna. En Akureyringar státa af þessu og eru það fimm synir hjónanna Aðalheiðar Alfreðsdóttur og Gísla Hjartarsonar. Allir muna eftir bræðrunum Felixsonum, Herði, Gunnari og Bjarna á sínum tíma í landsliðinu í knattspyrnu. Einnig má nefna dugmikla sundknatt- leiksfjölskyldu, en í þeirri grein hefur þó ekki verið talað um landslið í háa herrans tíð, svo að ekki hafa þeir bræður verið í landsliði í íþrótt sinni. Elzti Akureyrarbróðirinn Gíslason er Hjörtur, sem iðkaði lyftingar í mörg ár og var þá í landsliði unglinga og margfaldur íslandsmeistari. Sá næsti, Alfreð, er einn sterkasti handknattleiksmaður Akur- eyringa, hefur verið í unglingalandsliði og er nú í liði 21 árs og yngri. Þá kemur Gunnar, leikmaður KA bæði í handknattleik og knattspyrnu, en á sínum tíma unglingalandsliðsmaður í síðarnefndu greininni. Yngstir eru svo tvíburarnir Garðar og Gylfi, sem nýlega voru valdir í landslið unglinga í lyftingum. Tvíburarnir Garðar og Gíslasynir, 16 ára, yngstir landsliðsbræðra. (Mynd T > | Stundar- friður til Júgóslavíu + Framkvæmdastjóri leiklistar- hátiðarinnar Bitef i Júgóslaviu var nýlega á ferð hérlendis og sá þá m.a. sýningu Þjóðleikhússins á Stundarfriði eftir Guðmund Steinsson. í framhaldi af heim- sókn þessari hefur Þjóðleikhúsið nú fengið boð um að sýna Stund- arfrið á Bitef-hátiðinni í septem- ber á næsta ári. Hátíð þessi er haldin annað hvert ár og er þetta í annað sinn sem Þjóðleikhúsið tekur þátt i henni, fyrra skiptið var 1976 er Inúk var sýndur þar. Með helstu hlutverk fara Kristbjörg Kjeld, Helgi Skúlason, Árni Tryggva- son, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Sigurður Sigurjónsson, Lilja Þorvaldsdóttir og Guðrún Gisla- dóttir. Sýningar eru orðnar 40 talsins og er ekkert lát á aðsókn segir að lokum í frétt Þjóðleik- hússins. + Fjögur víetnömsku barnanna hafa nú byrjað skólagöngu í Melaskólan- um, þar af eru þrjú systkin, Kristín, Dóra og Skúli og sú f jórða heitir Anna og er hún kínversk. Á efri myndinni sést Kristín til hægri á myndinni, hún situr í 3-D og á neðri myndinni e Dóra upptekin við skriftir, hún er í 2-C. Ingi Kristinsson, skólastjóri Mela- skólans sagði að börnin væru búin að vera tíu daga og gengi vel og virtust þau samlagast öðrum nemendum, mæta vel og engin vandamál komið upp. Ljósm. Mbl. Emilía. fclk í fréttum n Skólagangan hafin j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.