Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 8
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1979
Á ferð með Flugbjörgunarsveitinni
í Reykjavík:
Séð yíir í Tindafjöll frá Jök-
uilóninu svokallaða við Gýjr-
jökul í Eyjafjallajökli. A
miðri mynd má sjá tvo bíla
Flujíbjörgunarsveitarinnar.
„Tilbúnir í slaginn, i full-
um herklæðum“
Það voru þegar farnir að myndast
lækir í lænum úti um allt á
jöklinum.
Eftir að hafa arkað nokkra
stund upp jökulsporðinn fundum
við góða, hæfilega stóra jökul-
sprungu, sem var í sæmilegu
skjóli fyrir rigningu og roki. Það
var því tekið land þar og æfingar
hafnar. Um æfingarnar sjálfar er
sjálfsagt bezt að hafa sem fæst
orð, því meðfylgjandi myndir
skýra þær mun betur en nokkur
orð. Það má þó geta þess að þau
atriði sem helzt voru til meðferðar
voru klifuræfingar, þar sem við-
komandi reyndi að komast hinar
erfiðustu leiðir af sjálfsdáðum, að
vísu tryggður af félögum sínum ef
eitthvað færi úrskeiðis, en það er
nauðsynlegt fyrir góða björgun-
arsveitarmenn að geta komist
leiðar sinnar hversu erfitt sem
landið er yfirferðar. Þá voru
æfðar ýmiss konar sameiginlegar
æfingar, t.d. ef tveir félagar voru á
ferð og annar féll í sprungu. Sá
sem á brúninni stóð varð því að ná
félaga sínum upp án utanaðkom-
andi hjálpar. Slíka björgunarað-
gerð er aðeins hægt að fram-
kvæma ef viðkomandi menn eru
vel þjálfaðir, þ.e. kunna vel til
verka og eru vel búnir tækjum.
Þá voru og framkvæmdar æf-
ingar þar sem fleiri en einn
björgunarmaður koma þeim til
hjálpar sem fallið hefur í sprungu.
Þá er leikurinn öllu auðveldari, en
krefst eigi að síður ákveðinnar
þekkingar og búnaðar.
Það var því haldið áfram fram
og aftur í jöklinum þar til fór að
skyggja um kvöldið, en þá tókum
við föggur okkar saman og héldum
niður. Vatnselgurinn hafði aukist
gífurlega, þannig að stundum var
nauðsynlegt að stökkva yfir „hin
stærstu vötn“.
Þegar í bílana var komið, drifu
menn sig úr blautum leppunum,
þ.e. þeir sem ekki eiga helda
regngalla, og fljótlega var svo
Hlaupið upp og niður bratta
ísveggina í beljandi rigningu
„Suðvestur í hafi er kyrrstæð rúmlega eitt þúsund
millibara lægð. Veðurhorfur næsta sólarhring: Suðvest-
urland, hvöss austanátt og rigningÞannig hljómaði
blessuð veðurspáin föstudagskvöld eitt fyrir skömmu,
en morguninn eftir var á áætlun fyrsta ferð haustsins
hjá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík. Ferðinni var
heitið austur í Gýgjökul, eða Falljökul eins og sumir
nefna hann, í Eyjafjallajökli og hugmyndin var að æfa
þar ýmiss konar klifur- og björgunartækni sem
björgunarsveitarmönnum er nauðsynlegt að kunna.
Um morguninn, þ.e. laugar-
dagsmorguninn, vorum við mættir
í tvo bíla út í Nauthólsvík tilbúnir
að leggja í hann og menn voru
jafnvel farnir að vona að vinum
okkar veðurfræðingunum hefði
eitthvað skeikað þegar þeir sögðu
að rigning yrði um allt land. Það
hafði ekki komið dropi úr lofti
þennan morgun. Það var því
glaðbeittur hópur sem lagði af
stað í austurátt. Allt gekk þetta
eins og í sögu og inn að svokölluðu
Jökullóni, sem Gýgjökullinn fellur
í, komumst við án þess að bólaði á
rigningunni. Menn fengu sér því
smábita í gogginn því langt var
síðan menn vöknuðu um morgun-
inn, tóku saman pjönkur sínar,
þ.e. fylltu bakpokana af þeim
útbúnaði sem nauðsynlegur er
þegar „farið er í jökul“. Þar má
nefna: mannbrodda, tvær ísaxir,
líflínur, ísskrúfur til þess að
tryggja sig með í ísinn, öryggis-
lása og öryggishjálma svo eitt-
hvað sé nefnt. Varla hafði síðasti
maður fest síðustu ólina á síðasta
bakpokann, þ.e. allt var loksins
klárt til að hefja hina raunveru-
legu æfingu, þegar spáin rættist,
fyrstu droparnir féllu úr lofti og
áður en varði var komin hellirign-
ing. Það var því ekki um annað að
gera en að rífa upp úr pokunum
aftur til þess að finna regngall-
ana.sem auðvitað voru á botninum
hjá flestum. Jæja, loks var allt
klappað og klárt og lagt var af
stað.
Frá þeim stað sem bílarnir eru
skildir eftir, við enda lónsins er
gengið að vestanverðu upp með
því, þar til jökulsporðinum er náð.
Við klöngruðumst upp á jökul-
sporðinn, upp aur og stórgrýti.
Þegar upp á hann er komið eru
allar bjargir bannaðar, nema ver-
ið sé á mannbroddum, því þar er
ísinn orðinn hreinn og tær. Við
bundum því á okkur broddana,
sem voru af hinum ýmsu stærðum
og gerðum, dregnar voru af pok-
unum ísaxir og settir upp öryggis-
hjálmar, sem eru nauðsynlegir
þegar ferðast er í skriðjöklum. —
Það ætti aldrei nokkur maður að
ferðast um skriðjökla hjálmlaus,
hversu saklausir sem þeir nú
kunna að virðast á stundum. Það
þarf ekki nema smáfall og höfuðið
rekst utan í íshelluna og þá er ekki
að sökum að spyrja. Við vorum nú
tilbúnir í átökin, í öllum herklæð-
um og ösluðum því af stað upp
jökulinn í grenjandi rigningunni.
bverhníptur ísveggurinn klifinn. Slíkir veggir eru aðeins
klifnir með öruggum tryggingum frá félögum.
haldið áleiðis inn í Bása, sem eru
sunnanvert í Þórsmörkinni, en þar
ætluðum við að hafa næturstað.
Alltaf jókst rigningin þegar leið á
og voru nú hinir minnstu lækir
orðnir hálfgerð fljót. Við komuna í
Bása var klukkan alveg að verða
veðurfréttir, þ.e. hún átti stutt í að
verða kortér í sjö. Eftir smá
umhugsun var ákveðið að bíða
með að tjalda þar til eftir veður-
fréttir, því ef veðrið héldi áfram
að versna væri víst eins gott að
koma sér hið snarasta í bæinn og
sofa í gamla góða bólinu í stað
þess að hírast í glórulausu slag-
veðri í tjaldi, vitandi að lítið yrði
um stórvirki morguninn eftir ef
fram færi sem horfði.
„Suðvestur í hafi er kyrrstæð
rúmlega eitt þúsund millibara
lægð. Veðurhorfur næsta sólar-
hring: Suðvesturland, hvöss aust-
anátt og vaxandi rigning.“ Þarna
höfðum við það, eins gott að hypja
sig í bæinn með það sama. Á
leiðinni úr Þórsmörk niður að
Stóru-Mörk var vatnsflaumurinn
orðinn svo mikill að vegir voru að
mestu horfnir, en þetta hafðist nú
allt saman og í bæinn komum við
rétt fyrir miðnættið eftir „stutta",
en árangursríka æfingaferð.
Þar sem þessi æfing markaði
upphafið að vetrarstarfi sveitar-
innar náði ég tali af formanni
hennar, Ingvari F. Valdimarssyni,
og bað hann að segja í fáum
orðum frá því sem framundan er
hjá sveitinni og hvert væri mark-
mið sveitar eins og Flugbjörgun-
arsveitarinnar.
„Það má segja að vetrarstarfið
hefjist formlega í byrjun septem-
ber þegar flokksstjórar sveitar-
innar hittast, en henni er skipt í