Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 16
RÆÐA BÚKOVSKÍS______________________________ 4 8 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1979 höfum staöiö andspænis þeim sama vanda og nú blasir viö hinum frjálsa heimi, sem sé hvernig eigi aö umgangast kommúnista. Viö gátum ekki beitt sömu aöferöum og þeir. Þiö getiö ekki notaö aöferöir kommúnista í baráttunni viö þá því aö þiö hafið ekki roö viö þeim hvaö illsku og grimmd áhrærir. Ef barizt væri gegn þeim meö ofbeldi væruö þiö oröin flækt í þeirra eigiö kerfi, en á ofbeldi veröur ekki sigrazt meö ofbeldi. Þaö var okkur Ijóst þegar viö skoðuðum söguna. Því var hreyfingin frá upphafi friösamleg og það vona ég, aö hún veröi áfram. Meö því aö kynna okkur ítarlega lög landsins varö okkur Ijóst aö þessi lög voru sett í áróöursskyni. Þeir hafa sett inn í stjórn- arskrána ýmsa lagabálka og reglugerðar- ákvæöi um allt þaö frelsi, sem á þarf aö halda, einfaldlega í fullvissu um þaö aö enginn sé svo vitlaus aö krefjast þess að þessi ákvæöi séu virt til hlítar. Þetta veitti okkur mjög góöa aöstööu til aö berjast gegn þessu kerfi meö löglegum hætti, þannig aö ekki er hægt aö líta ööru vísi á en aö viö höfum lögin okkar megin en þeir ekki. Þáttaskil 1968 Meö því aö krefjast þess aö fariö sé aö lögum hefur okkur tekizt aö fá meiru áorkaö en nokkurri hermdarverkahreyf- ingu meö sprengjum og ofbeldisverkum. Önnur þáttaskil uröu í sögu hreyfingar- innar um líkt leyti og sovézkar hersveitir réöust inn í Tékkóslóvakíu áriö 1968. Sá atburöur haföi ekki einungis í för meö sér gífurlega ólgu í þjóöfélaginu og varö ekki aðeins kveikja aö mótmælaaögerðum og bænaskrám, heldur varö hann tilefni þess aö í landinu kom upþ almenn hreyfing, en slíkt haföi ekki átt sér staö þegar Stalín dó. í fyrsta sinn varö mörgum og ólíkum þjóöarbrotum Ijóst, aö þau ættu viö ófrelsi aö búa og hlytu að fylgja dæmi Tékka og Slóvaka. Þiö vitið ef til vill ekki aö innan Sovétrfkjanna eru um þaö bil 100 þjóöarbrot. Vesturlandabúum er gjarnt að líta svo á aö viö séum allir Rússar, eöa Sovétmenn í bókstaflegri merkingu þess orös, hvaöan svo sem viö erum, en í fjölmiðlum er oftast fariö rangt meö þessi heiti. Talaö er um rússnesku stjórnina, sem er alrangt, eöa sovézka listamenn, sem einnig er rangt, þannig aö þaö er ekki aö undra aö fólk hér á Vesturlöndum gerir sér ekki grein fyrir því aö í Sovétríkjunum er viö gífurleg þjóöernisleg vandamál aö etja. Þjóðernisbarátta Um 100 mismunandi þjóöarbrot eru í landinu, og flest þeirra hafa veriö innlim- uö í Sovétríkin meö hervaldi og síöan hersetu, eins og til dæmis geröist í Eystrasaltsríkjunum 1940. Sama gildir til dæmis um Kákasus, Hvíta-Rússland og Úkraínu. Um árabil hafa allar þessar þjóöir reynt að berjast gegn sovézkum yfirráðum og Sovétveldinu. Á fimmta áratugnum reyndu þær um tíma aö þerjast gegn þessum yfirráöum meö því aö beita ofbeldi, — meö vopnavaldi. Þeirri hreyfingu útrýmdu sovézk yfirvöld af takmarkalausri grimmd. í Eistlandi einu, sem er smáríki meö á aö gizka 4 milljónir íbúa, hafa þeir drepiö um 300 þúsund manns. Þeir hafa rekiö íbúa heilla byggöarlaga í útlegö til Síberíu fyrir andstööu etns manns. í Úkraínu hafa þeir myrt milljónir manna og rekiö milljónir í útlegö til Sfþeríu. Þaö er því ekki undarlegt þótt þjóöern- iskennd þessa fólks hafi stööugt fariö vaxandi, en þaö sem gerðist 1968 og sú mótmælaherferö, sem kom í kjölfarið, hin friösamlega mannréttindabarátta, hefur orðiö til þess aö þjóðernishreyfingar hafa fariö aö beita sömu aöferöum. Arangur- inn hefur meöal annars oröiö sá, aö fjölgun hefur orðið mjög ör í þessum hreyfingum. Ekki veröur svo minnzt á þjóöernisbar- áttu aö ekki sé getið um vandamál minnihlutahópanna, sem ofsóttir voru af Stalín. Á ég þar viö minnihlutahópa éins og Krímtatara, Volgu-Þjóöverja, Grúsíu- menn og ýmsa þjóöflokka í Norður- Kákasus, sem Stalín lét flytja nauöungar- flutningum úr átthögunum á árunum 1944 og 1945. Þessu fólki var refsað — hverjum einasta manni, — þörnum, gamalmennum og jafnvel þeim, sem sýnt höföu Sovétríkjunum hollustu. Sú var ákvöröun Stalíns. Til dæmis var hálf milljón Krím-tatara umkringd á árinu 1944. Á einum degi var þessi mannfjöldi flæmdur til Miö-Asíu, án brýnustu lifs- nauösynja. Áætlaö er aö um 46% hafi látiö lífiö í þessum nauöungarflutningum eöa í framhaldi af þeim. Enn hefur þessum þjóöfiokkum ekki verið leyft aö hverfa aftur í átthaga sína. Þeim er meinaö aö setjast aö í fyrri heimkynnum og þiö getið ímyndað ykkur hvort þetta fólk tekur ekki þátt í þjóöernisbaráttu. Þaö er mjög virkt og athafnasamt og hefur sennilega verið það í meira en tuttugu ár. Trúmál Annar hluti mannréttindahreyfingar- innar er þaö, sem kalla má trúarhreyf- ingu, en þaö þarf nánari skýringar viö. Orþódoxa-kirkjan var bönnuö eftir bylt- inguna, og flestir prestar voru líflátnir og kirkjur lagðar í rúst. En á árunum eftir 1940 komst Stalín aö þeirri niöurstööu aö hann gæti ekki vakiö fööurlandsást í huga þessa fólks, án þess aö höföa til trúarkenndar þess. Því var kirkjan leyfö á ný, en nú komu til ríkisafskipti meö starfsemi hennar og viö þetta hefur kirkjan æ síöan orðiö að þúa. Án sérstakrar heimildar ríkisins fær enginn prestur aö þjóna söfnuöi, og án slíkrar heimildar fær enginn aö stunda nám í þeim eina trúarlega skóla, sem til er í landinu. Kirkjan getur jafnvel ekki ákveö- iö sjálf hvernig hún ver sínum eigin fjármunum, heldur veröur til aö koma sérstök heimild viökomandi stofnunar. Vissulega hlýtur þetta að hafa í för með sér beiskju, en helzta markmiö trúfélag- anna er aö kirkjan veröi óháö ríkisvald- inu. Útgáfa og dreifing trúarlegra rita er bönnuö í landinu, jafnvel Biblían er bönnuö. Útgáfa Biblíunnar er reyndar eitt af því sem þetta fólk situr í fangelsi fyrir. Fyrir utan orþódoxa-kirkjuna, sem er stærsta kirkjufélagiö í landi okkar, má nefna kaþólikka í Eistlandi. Þar eru nærfellt 100 prestar í fangelsi fyrir afskipti sín af trúmálum. Enda þótt kirkjan sjálf sé leyfð þá er bannaö aö dreifa trúarlegum ritum og að uppfræöa börn í trúnni. Auk þess er ákveönum hópum kristinna manna algjörlega bann- aö aö iöka trú sína. Þar á meöal eru Sjöunda dags aöventistar, Vottar Jehóva, Hvrtasunnumenn og Babtistar. Sumir hópar Babtista fá aö vísu aö vera í friöi af því aö þeir hafa fallizt á aö skrásetja sig hjá hinu opinbera, sem síöan stjórnar starfsemi þeirra aö verulegu leyti. En flestir Babtistar hafa ekki viljaö ganga aö slíkum skilyröum og því eru samtök þeirra bönnuö. Fyrir aðild aö slíkum trúflokki eina saman hafa menn verið dæmdir til þriggja ára fangabúöavistar. Um hálf milljón Hvítasunnumanna í land- inu starfar af miklum þrótti um þessar mundir, og vera má aö þiö hafiö lesiö um þá. Nýlega undirrituöu 30 þúsund úr samtökum þeirra yfirlýsingu um aö þeir óski aö flytjast úr landi, þar sem þeir sæti ofsóknum heima fyrir. Og þaö má meö sanni segja aö þetta fólk sæti ofsóknum. Foreldrar, sem hafa reynt aö uppfræöa börn sín í anda kristinnar trúar, hafa veriö sviptir svonefndum foreldrarétti. Börnin eru frá þeim tekin og sett í heimavistarskóla, sem ríkiö starfrækir. Foreldrarnir fá ekki aö hitta börnin fyrr en þau eru oröin fulloröin. Búkovskí í ræðustóli á fundi Samtaka um vestræna sam- vinnu og Varöbergs að Hótel Sögu. Við háborðiö sitja Björn Bjarnason, sem stýröi fundinum, Björgvin Vilmund- arson, varaformaöur SVS, sem flutti ávarp í upphafi fundarins, Alfreö Þor- steinsson, formaöur Varð- bergs, sem flutti lokaorö, og Magnús Þórðarson, fram- kvæmdastjóri SVS og Varö- bergs. Verkalýður- inn rís upp Þá er aö nefna nýja hreyfingu í landinu, en þar er um að ræöa verkamenn, sem reynt hafa aö stofna frjáls verkalýðsfélög. í Sovétríkjunum eru aö vísu starfandi verkalýösfélög, en þaö eru ríkisrekin verkalýösfélög, sem aldrei hafa reynt aö gæta hagsmuna verkafólks. Helzti til- gangur þeirra er aö auka framleiðni og stuöla aö vinnuaga, eins og þeir oröa þaö. Þessi verkalýðsfélög eru aö meira eöa minna leyti hluti af Flokknum og ríkiskerf- inu, og láta sig hagsmuni verkalýösins engu skipta. Þaö kann aö viröast kald- hæönislegt, en í þessu ríki, sem kennir sig viö bændur og verkalýö eru verka- menn sú stétt, sem sízt nýtur viröingar. Réttindi þeirra eru minni en réttindi annarra stétta. Þeir þurfa leyfi hins opinbera til aö mega ráöa sig til starfa á nýjum vinnustaö. Óleyfilegt er aö þeir skipti um starf oftar en tvisvar á ári. Láti þeir í Ijós óskir um aö skipta oftar um vinnu er vísast aö þeir veröi dæmdir í fangelsi. Verkföll eru bönnuö og refsing viö slíkum glæp er allt aö þriggja ára fangelsi. Atvinnuleysi er í landinu en atvinnuleysingjar eru hvergi skráöir og þeir, sem ekki veröa sér úti um vinnu innan mánaöar, eru stimplaöir sem sníkjudýr. Um atvinnuleysisbætur er ekki aö ræöa. Það er því ekki aö undra þótt sovézkir verkamenn haldi er þeir heyra um öll verkföllin á Vesturlöndum, aö þar svelti verkamenn heilu hungri, því aö sjálfa mundi þá ekki óra fyrir aö leggja niöur vinnu nema í hungursneyö. Og verkföll tíökast reyndar í Sovétríkjunum. Til þeirra er stundum efnt þegar matvæli eru ófáanleg í verzlunum eöa þegar allt um þrýtur á annan hátt. Áriö 1962 bar þaö viö aö verðlag á matvöru var tvöfaldaö, samtímis því sem kaupgjald var lækkað um helming. Um þær mundir lögöu verkamenn víöa niöur vinnu í Suöur-Rússlandi. Novosjerbinovsk Til aö skýra fyrir ykkur afleiöingar þessara verkfalla ætla ég aö segja ykkur frá því sem gerðist í Novosjerbinovsk. Um leiö og verkamenn ákváöu aö leggja niður vinnu kom þeim saman um aö leggja kröfur sínar fram í aöalstöðvum Flokksins á staðnum. Þangaö héldu þeir ásamt börnum sínum og ööru skylduliöi og fór gangan fram með fullkominni ró og spekt. Móttökurnar, sem þetta fólk fékk, var vélbyssuskothríð. Tugir létu lífiö. Síöar voru fjórir verkamenn dregnir fyrir rétt, sakaöir um aö standa fyrir fjölda- óeiröum og dæmdir til dauða. Síöan hafa verkamenn verið sá þjóðfélagshópur, sem sætt hefur grimmilegustum ofsókn- um, og af þeirri ástæöu meöal annars hefur tekiö þá lengri tíma en aöra aö skipuleggja hreyfingu. Þeir eru rétt komn- ir af stað — þaö var ekki fyrr en á árinu 1977, sem þeir reyndu fyrst aö stofna frjáist og óháö félag til varnar verkalýðn- um. LJósm. RAX.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.