Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1979 37 ff í þrjár stundir daglega í þrjá mánuði var þulið yfir þeim... að fangarnir ættu skilið allt hið verstap^ Leikfélag Selfoss: 2verk sýndá þessu leikári Svona bjuggu Grikkir til ómenni sín... • Hinir alræmdu pyntingameist- arar grísku herforingjastjórnar- innar voru sjálfir pyntaðir og barðir og var það talið nauðsyn- legur þáttur í þjálfun þeirra. Þessar upplýsingar og aðrar sem nú eru að koma fram í dagsljósið segja frá því hvernig nýliðar í hernum voru auðmýktir og þeim misþyrmt á ýmsan hátt til að gera þá að blindum og sauðtryggum þjónum stjórnvald- anna. Mika Hariots-Fatouros er sáj- fræðingur við háskólann í Þessal- óníku. Á valdatíma herforingj- anna var hún handtekin og pyntuð ásamt hundruðum og þúsundum samlanda sinna. Þegar herfor- ingjastjórnin hrökklaðist frá völd- um árið 1974 hófst Mika handa um að safna saman upplýsingum um pyntingarnar með því að hafa tal jafnt af fórnarlömbunum sem kvölurum þeirra og með því að fylgjast með réttarhöldum yfir þeim sem voru látnir svara til saka fyrir gjörðir sínar. I skýrslu hennar kemur glögglega í ljós, að meginþátturinn í undirbúningi væntanlegra pyntingameistara var ofbeldi og misþyrmingar — sem þeir urðu sjálfir að sæta. Þjálfunin hófst í æfingabúðum herlögreglunnar í Kesa. I þrjár stundir daglega í þrjá mánuði var þulið yfir þeim og að þeim tíma liðnum gengu þeir ekki að því gruflandi, að fangarnir ættu skilið allt hið versta vegna þess, að þeir væru „kommúnistar, afætur og óvinir þjóðarinnar". Miklu áhrifameiri voru þó barsmíðirnar, sem þeir urðu að sæta allt frá fyrstu stundu og einnig voru þeir neyddir til að hlýðnast skipunum skilyrðislaust, sama hve auðmýkjandi og fárán- legar þær voru. Þeir voru látnir éta gras, tjá ljósastaur ást sína eða „hafa mök“ við koddann sinn og buna út úr sér slagorðum á sama tíma. Stundum var þeim skipað að gleypa logandi sígarettu eða að hlaupa á hnjánum ákveðna vegalengd. En aftur og aftur barst talið að barsmíðunum. Nýliðunum var skipað að hlaupa þar til þeir örmögnuðust og jafnframt barðir látlaust allan tímann. Einn nýlið- anna sagði, að þeim hefi verið „þröngvað til að njóta sársauk- ans“. Að lokinni þriggja mánaða dvöl í búðunum í Kesa voru hinir „hæfustu" valdir úr og sendir til annarra búða þar sem síður en svo var slegið slöku við misþyrm- ingarnar. Þeir sem stóðust þá raun útskrifuðust sem pyntinga- meistarar. Að jafnaði voru það aðeins 3 af hverjum 200. Á lokastigi þjálfunar væntan- legra kvalara voru þeir kerfis- bundið auðmýktir og traðkað á öllu mannlegu í fari þeirra. Þeim voru gefin viðurnefni á sama hátt og reyndar föngunum, sem þeir áttu að kvelja; pyntingaraðferð- irnar voru kallaðar ýmsum hvers- Tveir helstu forkólfar hinnar illræmdu herfor- ingjastjórnar sjálfir komnir undir mannahendur. Popadopoulos, foringi klíkunnar, til hægri, en fyrir aftan hann er fyrrum yfirmaður leyniþjónust- unnar, Roufogalis að nafni. dagslegum nöfnum eins og t.d. „teboð“ eða „glasaglaumurinn", og þeir töluðu hver við annan á sama ruddalega háttinn og þegar þeir töluðu við fangana. Þegar þjálfuninni var lokið voru fyrstu verkin gjarna þau að hand- taka væntanleg fórnarlömb og fylgjast með því þegar þeim var misþyrmt og stundum tóku þeir þátt í því að berja fólk ásamt öðrum. Lokaskrefið var svo stigið þegar þeir máttu misþyrma ein- hverjum fanganna upp á eigin spýtur og var þeim gjarna skipað það fyrirvaralaust og þegar þeir áttu síst von á. Þegar kvalarinn hafði á þennan hátt skilað „sveinsstykkinu" sínu var hann loks tekinn í hóp hinna útvöldu og naut allra þeirra for- réttinda sem því fylgdu. Hann þurfti ekki að klæðast einkennis- búningi, gat ráðið hársíddinni sjálfur, hafði frjálsan aðgang að bifreiðum, sem teknar höfðu verið eignarnámi, og mátti skemmta sér hvar og hvenær, sem honum þóknaðist, án þess að greiða fyrir það grænan eyri, hann þurfti aðeins að sýna að hann tilheyrði herlögreglunni. Mika Haritos-Fatouros segir, að með rannsóknum sínum vilji hún sýna „þróunarferil" kvalaranna svo að þekkja megi einkennin og koma í veg fyrir það sem veldur þeim í tæka tíð. Hún segist trúa því, að á þennan hátt megi jafnvel fá pólitíska fanga til að kvelja og misþyrma fyrrverandi félögum sínum. Mika segir, að atburðir líkir þessum geti átt sér stað víðar en undir járnhæl einræðisstjórn- anna: „Það er meira en líklegt, að í lýðræðislegu þjóðfélagi geti að- ferðum, vægari eða svipuðum þeim, sem hér hefur verið lýst, verið beitt í hernum og þó einkum í lögreglunni og í fangelsum. Þess vegna ber brýna nauðsyn til að öll þjálfun í her og lögreglu verði bundin ströngum siðareglum auk þess sem löggjafinn kveði skýrt á um, að pyntingar séu bannaðar." - JOHN GRETTON. PARAGUAYl Rétt einn harð- stjóri riðar til f alls • Ýmislegt þykir benda til þess, að einræði Stroessners hershöfðingja í Paraguay sé komið á fallandi fót. „Hann er að missa tökin. Sennilega verður honum ekki sætt leng- ur en nokkra mánuði í viðbót og atburðir síðustu vikna benda til þess að honum sé farið að förlast,“ er haft eftir mikilsmetnum sendiherra í landinu. Reynist hann sann- spár, verður endir bundinn á aldarfjórðungseinræði í Para- guay, og þá er fokið í flest skjól fyrir uppgjafaeinræðis- herra víðs vegar um heim, sem yfirleitt hafa átt vísan beina hjá Stroessner. Honum hefur tekizt að sitja lengur en nokkrum af kollegum hans í hinum vestræna heimshluta, en það er sem sé ekki ólíklegt, að hann fari brátt sömu leið og vinur hans og bandamaður Anastasio Somoza, sém hrökklaðist frá völdum í Nic- aragua fyrir þremur mánuð- um. Að sögn fyrrgreinds sendi- herra, eru horfur á því, að ungir liðsforingjar, sem eru ósnortnir af spillingu yfir- manna í hernum steypi Stroessner og hans mönnum af stóli og efni til almennra kosninga í landinu. Ekki er þó ólíklegt, að Stroessner takizt að forða sér í burtu, áður en svo langt verður gengið. I fljótu bragði virðist sem spádómar sendiherrans séu fjarstæðukenndir, því að nú er loks runnið upp efnahagslegt blómaskeið í Paraguay, og höfuðborgin Asuncion er sem vöknuð af löngum dvala. Þar rísa nú upp skýjakljúfar og glæsilegur bílafloti rennur um stræti, sem áður voru auð og óhrein. Hvarvetna getur að líta framfarir og fjörkipp þennan má að miklu leyti rekja til Itaipu-stíflunnar, sem er mesta virkjunar- framkvæmd í heimi, en að henni vinna Paraguaymenn í samvinnu við Brazilíumenn. Fjörkippur í efnahaginum, hrörnun í einvaldinum Fyrir skömmu voru 2—3 millj- ónir dollara talin álitleg fjár- festing í landinu, en nú á , þjóðin helmingsaðild að fram-; kvæmd, sem kosta mun 10 milljarða dollara. En peningaflóð það, sem komið hefur í kjölfar Itaipu- stíflunnar, hefur haft gífur- lega mikil pólitísk áhrif á þjóðfélagið í Paraguay, sem áratugum saman hefur verið fábreytt og kyrrstætt. Það er orðið erfitt fyrir aldraðan ein- ræðisherra að hafa alla þræði í höndum sér, og þrátt fyrir dygga aðstoð samstarfsmanna sinna og stjórnmálaflokks síns, Rauðliðanna, sem virðist þó vera kominn að fótum fram, hefur hann smám sam- an verið að missa tökin á gangi mála í landinu. Fyrir u.þ.b. áratug átti Stor- essner mjög vinsamleg sam- skipti við Bandaríkin, en nú hefur sambúðin við þau farið hríðversnandi. Gamli maður- inn er orðinn vinafár, og því hefur hann reynt að styrkja tengsl sín við spænska fasista og önnur stjórnmálaöfl í Evr- ópu, sem eru lengst til hægri. Eftir að Somoza hrökklaðist frá Nicaraguay hefur hann einangrazt æ meira. A aðaltorgi höfuðborgarinn- ar ljómar að næturlagi neon- ljósaskilti, þar sem stendur: — „Friður, Atvinna og Velferð hjá Stroessner". Skiltið hefur verið þar árum saman, og ljós kvikna ekki á öllum stöfunum. Það virðist vera orðið lúið, eins og Stroessner sjálfur. LEIKFÉLAG Selfoss hélt aðal- fund sinn 7. júní s.l. í félagið gengu rúmlega þrjátíu nýir fér lagar á s.l. ári. Af helstu verkefnum L.S. á síðasta starfsári má nefna upp- færslu þess á leikritinu „Hart í bak„ undir leikstjórn Þóris Steingrímssonar. Félagið hafði opið hús í Dvergnum, aðsetri sínu, einu sinni í mánuði fyrir félaga sína og gesti þeirra. Voru þar bornar íram veitingar og sáu félagarnir um skemmtiatriði. Verður þessari starfsemi haldið áfram á vetri komanda. Hinn 9. og 11. maí s.l. efndi Leikfélagið til kvöldvöku í Selfoss- bíói og var það nýmæli í starfi félagsins. Er nú verið að undirbúa aðra slíka kvöldvöku sem haldin verður innan skamms. I sumar fóru tveir félagar til Finnlands á leiklistarnámskeið sem haldið var á vegum NAR (Nordisk amatörteateraad). Ennfremur sótti einn félagi nám- skeið í leikmyndagerð og nám- skeið um stjórnum byrjendanám- skeiða. Leiðbeinandi í leikmynda- gerð var Penka Ojamaa frá Leik- listarskólanum í Helsingfors en Helga Hjörvar framkvæmdastjóri BÍL sá um hitt námskeiðið. Nú stendur til að senda tvo til þrjá félaga í ljósanámskeið og anna eins hóp á förðunarnám- skeið. Námskeið þessi eru haldin af leikfélögum og leikdeildum á Suðurlandi. Leikfélagið veitir styrk á öll þessi námskeið og greiðir allan kostnað. Hinn 1. september s.l. boðaði Leikfélag Selfoss öll leikfélög og leikdeildir ungmennafélaganna innan BÍL til fundar á Selfossi. Voru þar ræddar hugmyndir fé- lagsins að samstarfi þessara aðila og kom fram að mikill áhugi á slíku samstarfi. Nú er nýtt leikár að hefjast hjá L.S. og er fyrirhugað að taka tvö verk til flutnings á árinu. Annað verkið sem er „Músagildran" eftir Agöthu Christie verður frumsýnt í Selfossbíói 26. október n.k. en seinna verkið verður íslenskt og munu sýningar á því hefjast eftir áramótin. Skríll líflét tvo menn Ríó de Janeiro. Reuter. ÆSTUR skríll réðst inn í lögreglustöð í þorpinu Cantagalo, um 190 kíló- metra norður af Ríó. Lýður- inn hafði á brott með sér tvo menn úr fangaklefum lögreglustöðvarinnar og grýtti þá til dauða. Menn- irnir tveir höfðu verið ákærðir fyrir morð á tveggja ára gömlum dreng í trúarlegri athöfn. Lík barnsins fannst höfuðiaust á landareign annars manns- ins. Eftir að hafa grýtt mennina brenndi lýðurinn lík þeirra. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRÆTI • SÍMAR: 17152-17355

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.