Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 15
BÚKOVSKÍ Hér á eftir fer erindi það sem Vladimir Búkovskí flutti á fundi samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1979 Oft er ég aö því spuröur hvort Sovét-kerfið sé aö breytast, hvort þaö geti breytzt og hvort eitthvað sé hægt aö gera til að breyta því. Er ég nú lít til baka um tuttugu ár finnst mér ýmislegt hafa breytzt. Fyrir tuttugu árum heföi vafningalaust veriö litið á hvern þann mann sem fööurlandssvikara, sem lét í Ijós ósk um aö flytjast úr landi, og hann heföi fengið allt aö fimmtán ára fangelsi fyrir. Nú hafa í kringum 200 þúsund manns fengið leyfi til aö flytjast úr landi og mörg hundruö þúsund til viöbót- ar krefjast þess að lagalegur réttur þeirra til brottflutnings sé virtur. Fyrir tuttugu árum heföi sá er uppvís varð aö því aö dreifa bannfæröum ritum eöa jafnvel lesa bannfæröa bók umsvifalaust veriö settur í fangelsi og haföur þar í allt aö sjö ár. Enn er mörgum stungið í fangelsi fyrir áviröingar af þessu tagi, en samt er bókum dreift ómælt um allt landiö, einfaldlega af því aö yfirvöld hafa engin tök á því aö rekja slóðina til allra þeirra, sem hlut eiga aö því máli. Yfirvöld hafa neyöst til að horfast í augu viö þá staöreynd, aö óleyfilegar bókmenntir eru útbreiddar í landinu. Þau hafa í engu breytt reglugerðum sínum, en megna ekki aö standa gegn því aö fólk lesi þaö sem því sýnist. Fyrir tuttugu árum var litiö á fulltrúa þjóöarbrota og heilla þjóöa innan Sovétríkjanna, sem landráðamenn ef þeir færöu sjálfstæöismál í tal, enda fengu þeir allt aö fimmtán ára fangelsis- dóm. Þótt enn sitji margir í fangelsi fyrir sjálfstæöisbaráttu eru þúsundir manna, sem halda henni áfram, og yfirvöld hafa ekki komizt hjá því aö viöurkenna þá staðreynd, aö í landinu eru til þjóöernis- hreyfingar. Arangurinn er ekki aö þakka velviljaöri ríkisstjórn, sem hefur viljaö breyta um stjórnarhætti. Árangurinn hefur náöst vegna þrýstings innan lands og utan. Breytingarnar hafa veriö mjög hægfara. Þær hafa oröiö fyrir 'þrautseigju þeirra þúsunda, sem haldiö hefur veriö í fanga- búöum, fangelsum og á geöveikrahælum. Breytingarnar hafa verið dýrkeyptar. Margur hefur goldið fyrir þær meö lífi sínu. Fyrsta umtalsveröa breytingin kom í kjölfar dauöa Stalíns, en þá haföi harö- stjórn ríkt í landinu í fjóra áratugi. Solzhenitsyn telur aö um 66 milljónir hafi oröiö þeirri ógnarstjórn aö bráð, þar meö taldir þeir sem féllu í heimsstyrjöldunum, borgarastríöinu og hungursneyöum. Of- beldi er aldrei algjörlega á valdi ríkis- stjórnar eða nokkurs eins aöila. Þegar ofbeldi hefur viögengizt um hríö verður þaö stjórnlaust. Aö Stalín gengnum vildi enginn nýja ógnaröld. Ofbeldið Til aö útskýra hvernig ofbeldi virkar ætla ég að segja ykkur sögu af manni, sem ég kynntist í fangelsi. Hann var foringi í hernum, haföi veriö handtekinn í Ziirich og sakaður um landráö. Reyndar var hann ákæröur fyrir njósnir í þágu heimsvaldasinna. Honum var misþyrmt meö hryllilegum hætti. Þrír menn yfir- heyröu hann samtímis því sem hann var pyntaður og kröföust þess að hann kæmi með ný nöfn manna, sem hann heföi verið á mála hjá og sem hann heföi unniö meö. Þessi maður komst á þaö stig aö hann var reiöubúinn aö undirrita hvers konar ákærur á hendur sjálfum sér, aöeins til þess aö lát yröi á pyntingum, en hann fékkst ekki til aö undirrita neitt, sem viðkom félögum hans. Þegar pyntingarn- ar voru orönar óbærilegar, og hann var farinn aö óttast að hann kynni aö undirrita eitthvert skjal um leiö og hann missti meövitund, tók hann allt í einu á sig rögg, benti á æösta yfirheyrslufulltrú- ann og sagði: „Þú réöst mig, — þaö varst þú, sem réöst mig í þágu heimsvalda- sinnanna áriö 1933. Þú barst á mig fé og flæktir mér í þessa starfsemi." For- sprakkinn sagöi: „Þessi maður er geð- veikur. Burt meö hann.“ Þá sögðu hinir tveir: „Nei, þetta er einkar athyglisvert. Látum hann halda áfram. Viö skulum hlusta á þaó, sem hann hefur aö segja." Daginn eftir var yfirmaöurinn horfinn og annar hinna haföi veriö skipaöur í hans staö. Þetta sýnir hvernig kerfisbundiö of- beldi, sem svokallaöir byltingarmenn og Bolsévikar innleiddu, snerist gegn sjálf- um þeim. Og þegar Stalín var allur rann upp fyrir þeim aö þeir voru búnir aö útrýma um þaö bil tveimur þriöju hlutum síns eigin flokks. Meö því einu aö hverfa frá ofbeldisstefnu í oröi kveönu var um aö ræöa stefnubreytingu, ef miðaö er viö þá stefnu, sem tekin var upp 1917. Um leið og mönnum varö Ijóst aö um frekari fjöldamorð yröi vart aö ræöa uröu þeir hugrakkari og eindregnari í baráttunni fyrir réttindum sínum. Ljósin. RAX. Leyniræðan Þegar Stalín dó og Krúsjeff afhjúpaði glæpaferil hans á tuttugasta flokksþing- inu, fékk hinn síðarnefndi svofellda fyrir- spurn úr hópi þingfulltrúa: „Hvar var félagi Krúsjeff meöan á öllu þessu gekk?“ Hann las upp fyrirspurnina og sagöi síöan: „Vill sá, sem sendi þetta gera svo vel aö rísa úr sæti sínu.“ Þá brá svo við aö enginn stóö upp. „Jæja,“ sagöi hann, „ég sat á nákvæmlega sama stað og þið sitjiö nú.“ Eldri kynslóöin lét sér þessa skýringu nægja, en mín kynslóð, sem á þessum tíma var 14, 15 eöa 16 ára gat ekki litiö á þetta sem skýringu. Þaö hlaut aö vera skylda þeirra, sem höföu veriö svo nærri valdastólunum, — sem höfðu veriö í salnum þar sem ákvaröanir voru teknar — aö hafa hugrekki til aö standa upp og láta í Ijós vilja sinn. Þarna var komin skýringin á því hvernig allar þessar ógnir gátu átt sér staö og allir þessir glæpir voru framdir. Það er okkar skilningur, að eldri kynslóöin hafi nánast öll verið meösek, ef ekki meö beinni þátttöku í glæpunum, þá meö þögninni. Þessi kennd, þessi skilningur var frumhvatinn aö þeirri nýju mannréttinda- hreyfingu, sem fór aö gera vart viö sig um miöjan sjötta áratuginn. Viö geröum okkur ekki vonir um aö geta breytt kerfinu, — sá var ekki tilgangur okkar, en viö vildum ekki vera meðsek í glæpum kommúnista í landi okkar. Þegar fram líöa stundir langar okkur einfaldlega til aö geta sagt börnum okkar aö viö höfum aldrei tekiö þátt í glæpum og aö viö höfum gert þaö sem í okkar valdi stóö. Þetta var upphafið aö mannréttindahreyf- ingunni í landi okkar. Skömmu eftir leyniræöu Krúsjéffs fór að gæta nokkurs frjálsræðis og þá kom til sögunnar ný tegund útgáfustarfsemi, hin svokallaöa Samizdat (Samtíöarkrón- ika). Þessi útgáfa var meö þeim hætti aö fólk vélritaði og dreifði sjálft því, sem þaö vildi koma á framfæri. í upphafi var hér fyrst og fremst um aö ræöa skáldskap og bókmenntir eftir skáld og rithöfunda, sem höfðu annað hvort verið bannfæröir eöa líflátnir á Stalíns-tímanum. Þetta haföi mikil áhrif á þjóöfélagiö, enda þótt þessi rit fælu ekki í sér miklar skýringar. Þetta var ekki skipulögö herferö, þetta var ekki pólitísk herferö. En þessi starfsemi var aö því leyti geysilega mikilvæg fyrir þjóöfé- lag okkar, að hún sýndi mönnum hverjum var treystandi og hverjum ekki. Í þjóöfé- lagi sem okkar, eftir svo langa ógnaröld og nánast takmarkalaus áhrif leyniþjón- ustunnar, hefur fólk tilhneigingu til aö vantreysta hvert ööru. Enginn veit hver nágrannanna það er, sem gefur KGB skýrslu um orð hans og athafnir. í Sovétríkjunum er frægur brandarinn um manninn, sem stendur dauðadrukkinn fyrir framan spegil og segir: Mundu, aö annar okkar er KGB-maöur. Mótmæli Þó ekki væri til annars en aö slá á slíka tilfinningu var nauðsynlegt aö aöhafast eitthvaö og saklausara gat þaö vart verið. Dreifing á Ijóölist reyndist mikilvægur liöur í því aö koma á trausti milli einstaklinga í þjóöfélaginu. Þaö var svo áriö 1965 aö skáldin Sinijavskí og Daníel voru handteknir fyrir að smygla úr landi handritum og fá verk sín útgefin erlendis. Þá hætti viðfangsefni þessarar neöan- jaröarútgáfu aö vera Ijóölist og bók- menntir. í staðinn var farið að dreifa þólitískum áskorunum gegn réttarhöld- unum, skýrslu um réttarhöldin og loka- oröum Sinijavskís og Daníels fyrir rétti. Á þessum tíma höföum viö í fyrsta skipti efnt til opinberra aðgeröa til stuönings Sinijavskí og Daníel. Þetta var í fyrsta skipti síðan 1927 aö efnt haföi verið til opinberra mótmælaaögerða í Sovétríkj- unum, og við lítum á þetta sem formlegt upphaf mannréttindahreyfingarinnar í landinu. í fyrstu var þetta tiltölulega fámennur hópur, aö mestu skipaður menntamönnum, sem gerðu tilkall til réttar síns, frelsisins til aö mega anda, frelsis til að tjá sig. En þegar fram í sótti varö þetta fjöldahreyfing, sem nú er meö milljónir manna innan vébanda sinna. Þetta fólk einskorðar sig ekki lengur viö aö koma á framfæri bókmenntum, sem dreift er í hundruöum þúsunda eintaka, heldur eru verkefnin langtum víötækari. Á mörgum öörum sviðum vex þessari hreyfingu, sem grundvallast á friösemd eöa öllu heldur óhlýöni borgaranna viö yfirvöld, stööugt fylgi í landinu. Viö ræddum í okkar hópi um miöjan sjöunda áratuginn hvernig við ættum aö fara aö því aö koma á framfæri andúö okkar á glæpum hins sovézka þjóðfélags. Viö SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.