Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1979 vlEO MORöJ^- Mthnu oii í GRANI GÖSLARI ) PIB ■Z33.Q Mundu væna mín að tilkynna aðsetursskipti til Hagstofunn- ar, annars verð ég sektaður. i jfStx spí Við verðum að láta okkur nægja beljubollur að þessu sinni! Eigum við ekki að skjótast inn sem snöggvast. — Vera má að við gætum leitt svo sem tvær inn á hina réttu braut? Oslítandi samband BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Boðið er upp á bestu sumar- leyfisaðstöðu í Tylösand, þekkt- um baðstað við Eyrarsund. Og engin tilviljun, að sænska bridge- sambandið skuli halda þar sin arlegu sumarmót, sem á seinni árum hafa tengst Philip Morris Evrópukeppnum. Spilið í dag kom þar fyrir í sumar, norður gaf, norður-suður voru á hættu. Nú þegar ríkisstjórnin sér jörðina brenna undir fótum sér eru viðbrögðin hin furðulegustu. í forystugrein í Þjóðviljanum 6. september er það fullyrt að langt sé frá því að íslenskar orkulindir séu ótæmandi og að ónotuð orka hér á landi sé alls ekki meiri en handa Islendingum. Þó vill orku- ráðherra að Færeyingar fái orku héðan en þó er ný virkjun bann- orð. Augljóst er að hann vill selja orku beint út úr landinu og kaupa í staðinn rússneska olíu. Af þessu sést, svo ekki verður um villst, að ástarsamband íslenskra og rússn- eskra kommúnista er mjög sterkt jafnvel svo að hinir íslensku taka hagsmuni hins ógnvekjandi rússn- eska olíu- og hernaðarvalds fram yfir hagsmuni sinnar eigin þjóðar. Reynt er að fela olíuhneykslið með lygaþvaðri um olíulækkun og væntanlegt olíuofframboð, þótt vitað sé að olía er seld hér langt undir raunverði. Og Arabar boða stöðugt miklar verðhækkanir m.a. vegna fallandi gengis dollarans. Allir olíukaupendur erlendis taka í vaxandi mæli í notkun aðra orku en olíu. í Englandi og Frakklandi eru nú þegar í gangi þúsundir rafbíla og fer þeim stöðugt fjölg- andi. Japanir eru farnir að nota gas á bíla sína því það er hræódýrt miðað við olíu. En hér á landi hanga orkuyfir- völd eins og vel vandir hundar í rússneska olíubandinu. Sama er að segja um núverandi borgar- stjórnarmeirihluta. Nýlega tóku forráðamenn Strætisvagna Reykjavíkur þá ákvörðun að kaupa olíuvagna fyrir þrjá millj- arða og vitnuðu um leið til ein- hverrar Norðurlandanefndar sem hafði komist að þeirri niðurstöðu að engar líkur væru til þess að hægt væri að nota aðra orku en olíu fyrr en um næstu aldamót. Þegar orkuyfirvöld sjá sér ekki stætt á öðru en að flytja inn einn rafmagnsbíl þá leggja þau strax á hann þungaskatt til að útilokað sé Norður S. G6 H. G7653 T. Á97 L. Á63 Vestur S. 982 H. KIO T. D1085 L. KG72 Austur S. Á10754 H. D42 T. G4 L. 954 Suður S. KD3 H. Á98 T. K632 L. D108 Sagnirnar urðu fáar, norður opnaði á svonefndu „Skalmar- laufi", jafnt skiptir 10—12 punkt- ar og stökk suðurs í 3 grönd var því dálítið glannalegt. Fleiri urðu sagnirnar ekki og vestur spilaði út spaðaáttu. Það varð strax greinilegt, að varla fengjust 9 slagir nema 4 fengjust á hjartað og suður sá til þess færa leið. Hann lét lágan spaða frá blindum, austur kallaði með fjarkanum, og kóngurinn sá um slaginn. í samræmi við áætlun spilaði sagnhafi þá hjartaníu, vestur tók á kónginn, spilaði aftur spaða, sem blindur fékk að eiga á gosann. Og þá var kominn rétti tíminn til að spila hjartagosanum, sem gerði tíuna að engu og tryggði níu slagi. Heldur betra var að spila hjört- unum á þennan hátt en að reyna að ná hjónunum blönkum. Ástæð- an var, að hefði vestur átt bæði hjónin þá hefði hann eins getað tekið níuna með drottningunni eins og kónginum. Ekki var mikill munur á þessum tveim leiðum en þó nægilegur til að velja vinn- ingsleið með rökum. Lausnargjald í Persíu 93 Kftir Evelvn Anthonv Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á íslenzku kveikti í. Hann beindi máli sinu. til Resnais. — Ég sendi ykkuf bæði til Damaskus. sagði hann. — Ég ætla að geía ykkur tækifæri sem þið eigið ekki skilið. Ég mun ekki skýra frá ástæðunni. Ég mun senda boðin í kvöld. Ef annað hvort ykkar reynir að koma nálægt henni þá mun Ahmed senda kúlu i skrokkinn á ykkur. — Þú getur ekki sent okkur burt! sagði Madeleine. — Þeir munu krefjast þess að fá að vita ástæðuna og gruna okkur um græsku. — Afleitt það, sagði Peters. — Ræksnið þitt, sagði Res- nais. — Þú vilt sitja að henni sjálfur. Enginn til að fylgjast með, ha? Ég held það væri öllu nær að kippa þér út úr þessu. Madeleine leit á þá tii skiptis. Annar hafði verið ástmaður hennar, hinn félagi hennar. En nú var mikið i húfi og hún skildi það. — Resnais gerði skyssu, sagði hún — en þú átt sjálfur nokkra sök á. Þú lézt fjarlægja I rimlana frá glugganum hjá henni án þess að bera það undir okkur, sem erum félagar þinir. Resnais var mótfallinn þvi og mér hugnuðust heldur ekki slik vinnubrögð. Hann fór upp til að gá hvort allt væri með felldu. Hvað gerðist síðan — það er væntanlega hennar sök. Peters horfði á hana — hún var honum ekki lengur mann- eskja heldur einhver vera sem hann skynjaði bara útlinur á. — Hann pyndaði hana, sagði hann. — Og var að reyna að neyða hana til að Ijúga gegn mér. Við fengum skipanir um að gæta hennar vel og dyggi- lega unz annað væri ákveðið. Það átti alls ekki að pynda hana. Hún sagði þú hefðir hótað að drepa sig. Hvað hefði orðið úr verki okkar þá? — Leyfðu honum að skýra málið, sagði Madeleine. — Gerðu það Peters — við höfum barizt saman, unnið saman. Hann er hugsjónabróðir þinn. Hann hefur rétt á að hlustað sé á hann. — Allt í lagi, sagði Peters — Talaðu máli þiúu, en fyrst skaltu taka höndina frá byss- unni. Resnais hreyíði sig ekki. Libanska stúlkan hafði rétt fyrir sér og honum var það ljóst. Hann vissi að um annað var ekki að ræða en semja frið. Eðlisávisun sagði honum, að bezt væri að slá undan og horfast í augu við það, að það gæti orðið honum meira en litið aivarlegt ef hann yrði sendur til baka og yrði að gefa skýr- ingu á framferði sínu. Það gat vel verið að einhver festi trúnað á það sem hann segði en það var langt frá öruggt. — Ég fór upp til að athuga hvort óhætt hefði verið að taka rimlana frá, sagði hann. — Hún vaknaði og lét öllum illum látum. Ég var hrottalegur við hana, en það var beinlinis hennar sök. Hún virðist vera rr meira djásnið og dýrmætið. minum augum er hún eigin- kona auðvaldskurfs og ég er sá sem mun skjóta hana ef hann gengur ekki að kröfunum. — t hamingju bænum, sagði Madeleine biðjandi — getum við nú ekki hætt þessu þvargi. Hver er þessi kona? Hvað gerir það að verkum að hún er þér svona mikilvæg, Peters? Ég er ekki að spyrja vegna sjálfrar min núna — það er farið langt fram yfir allt slíkt. Á hvaða augnabliki sem er getur svo farið að það komi tiikynning þess efnis, að Res- nais eigi að skjóta hana. Hvað, segir þú þegar sú skipun kem- ur? — Ef hún kemur, leiðrétti Bandarikjamaðurinn — mun ég skjóta hana sjálfur. Það vill svo til, að ég ber ábyrgð á henni gagnvart samtökum okkar. Og ykkur var það Ijóst þegar við hófum þetta að þið skylduð hlita umyrðalaust skipunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.