Morgunblaðið - 27.10.1979, Side 1
48 SÍÐUR MEÐLESBÓK
236. tbl. 66. árg.
LAUGARDAGUR 27.0KTÓBER 1979
Prentsmiðja Morgunhlaðsins.
Park forseti S-Kóreu
skotinn til bana
Hin nýja ríkisstjórn Dan-
merkur að loknum fundi
með Margréti Danadrottn-
ingu í Amalienborgarhöll.
Jörgensen forsætisráð-
herra er fyrir miðju en
vinstra megin við hann er
Kjell Olesen. hinn nýi
utanrikisráðherra Dan-
merkur.
(Sfmamynd AP)
Choi Kyu-Heh forsætis-
ráðherra tók í kvöld við
embætti forseta. Herlög
hafa tekið gildi í landinu og
útgöngubann er í gildi í
nótt.
Bandaríkjastjórn gaf í
Park
kvöld út yfirlýsingu, þar
sem segir að brugðizt verði
hart við hverri tilraun
utanaðkomandi aðila til
þess að færa sér ástandið í
Suður-Kóreu í nyt og
bandarískir hermenn í
landinu hafa fengið fyrir-
mæli um að vera við öllu
búnir.
Park Chung-Hee komst
til valda í Suður-Kóreu í
byltingu árið 1961. Hann
var síðan þrívegis kjörinn
forseti, en tók sér á árinu
1972 nær öll völd í landinu
og hefur stjórnað þar með
harðri hendi síðan. Mjög
róstusamt hefur verið í
stjórnmálum í S-Kóreu
undanfarið eða frá því að
Park forseti lét reka leið-
toga helzta stjórnarand-
stöðuflokksins af þingi.
Kosningar meðal Palest-
inubúa um heimast jórn
London, 26. október. AP. Reuter.
FULLTRÚAR Egyptalands,
ísraels og Bandarfkjanna, sem
nú sitja á ráðstefnu i London um
hvernig komið skuli á sjálfstjórn
Palestínuaraha á Vesturbakka
Jórdanár og Gazasvæðinu, hafa
komið sér saman um að efnt skuli
til frjálsra kosninga meðal Ar-
aba á þessum svæðum um framtið
þeirra. Verður framkvæmd kosn-
inganna i höndum borgaralegra
yfirvalda og er fulltrúum er-
iendra fjölmiðla heimilað að
fylgjast með þeim.
Tilkynningin um þessar kosn-
ingar er talin stórt skref fram á
við í þeim viðræðum, sem nú fara
fram, en ljóst er að ýmis vanda-
mál verður að leysa áður en hægt
verður að boða til kosninganna.
Jórdaníustjórn hefur verið boðið
að taka þátt í undirbúningi kosn-
inganna og fulltrúum Palestínu-
íranskeisara ljóst að
hann á skammt ólif að
í íran vonast ayatollar eftir því ad unnt
verði að koma í veg fyrir borgarastyrjöld
New York. Teheran, 26. okt. AP. Reuter.
Á BLAÐAMANNAFUNDI, sem var haldinn á sjúkrahúsinu þar sem
Reza Pahlavi, fyrrverandi transkeisari, var skorinn upp, voru læknar
spurðir að því hvort nokkur sjúklingur annar en íranskeisari fengi
aðra eins meðhöndlun. „Ég skal láta yður fá nafnspjaldið mitt,“ segir
AP að Björn borbjarnarson, íslenzki læknirinn, sem stýrði skurðað-
gerðinni. hafi þá sagt og segir að aðrir læknar og hjúkrunarfólk hafi
klappað honum lof i lófa fyrir tilsvarið.
Maður, sem er vel kunnugur
sjúkrahúsinu sagði: „Peningar
keisarans skipta engu máli í þessu
sambandi. Þetta eru beztu læknar í
heimi og ynnu aldrei vegna fjár-
munanna einna."
í AP-frétt frá New York segir
einnig, að íranskeisara hafi verið
gerð grein fyrir því hvernig ástand
hans væri á þeim hinum sama degi
og hann átti 60 ára afmæli.
Læknar hans sögðu að keisarinn
hefði tekið tíðindunum um að hann
ætti líklega mjög skammt eftir
ólifað „með reisn“.
Læknarnir segja, að nauðsynlegt
sé að keisarinn verði að minnsta
kosti hálft næsta ár undir læknis-
hendi og trúlega á sjúkrahúsi.
Einkalæknir keisarans, dr. Ben-
jamin Kean, sagði að hefði keisar-
inn ekki komizt undir læknishend-
ur nú hefði hann dáið innan fárra
daga.
I Teheran þyrptust þúsundir
manna i dag út á götur og virtist
einkum vaka fyrir lýðnum að láta í
ljós stuðning við Khomeini, eftir
að hann hafði undanfarið flutt
nokkrar mjög bölsýnislegar
skammarræður um það hverja
stefnu byltingin í íran væri að
taka.
Hafa þessar ræður Khomeinis
vakið mikla athygli og nokkra
undrun. Hann sagði við hóp stuðn-
ingsmanna sinna í Qom í fyrradag:
„Við vissum ekki hvað gerðist eftir
byltinguna... og nú er byltingin
um garð gengin og við sjáum að úr
verður ringulreið...“
I viðtali við Reuter í dag sagði
ayatollah Kazem Shariat Madari,
að öngþveiti ríkti í landinu og
ágreiningur væri alvarlegur en allt
yrði gert til þess að koma í veg
fyrir að borgarastyrjöld brytist út.
araba sömuleiðis. Ekkert hefur
enn verið látið uppi um hvernig að
kosningunum verður staðið í smá-
atriðum. Strauss, samningamaður
Bandaríkjanna í Miðausturlanda-
deilunni, virtist í dag nokkuð
ánægður með þann árangur, sem
náðst hefur, en enn hefur ekkert
verið minnzt á framtíð austur-
hluta Jerúsalem né hve víðtæk
völd skuli falin heimastjórn Pal-
estínumanna.
Fulltrúi Egypta á ráðstefnunni
er Khalil forsætisráðherra, en
ísraelsmenn sendu innanríkisráð-
herra sinn, Yosef Burg, til fundar-
ins.
Kjell Olesen
utanríkisráð-
herra Dana
Kaupmannahðfn, 26. október.
FrA fréttaritara Mbl.. Erik Larsen.
ANKER Jörgensen tilkynnti i dag
formlega ráðherralista hinnar nýju
ríkisstjórnar sinnar að loknum
fundi með Margréti drottningu.
Athygli vekur, að Knud Heinesen,
fráfarandi fjármálaráðherra, hefur
ekkert ráðuneyti í stjórninni, en
búizt hafði verið við að hann yrði
efnahagsmálaráðherra. Við því emb-
ætti tekur nú Ivar Nörgaard, sem
einnig er umhverfismálaráðherra.
Einnig vekur athygli, að Kjell Ole-
sen, varaformaður danska jafnað-
armannaflokksins, verður utanríkis-
ráðherra, en almennt hafði verið
búizt við því að Nörgaard yrði
utanríkisráðherra.
Svend Jakobsen verður fjármála-
ráðherra hinnar nýju stjórnar og
Henning Rasmussen, borgarstjóri í
Esbjerg, verður dóms- og innanríkis-
ráðherra. Karl Hjortnæs, sem var
dómsmálaráðherra, verður ráðherra
skatta- og tollamála. Poul Sögaard
er varnarmálaráðherra sem fyrr.
Herlög 1 landinu
Seoul. WaNhintfton. 26. október. AP. Reuter.
PARK forseti Suður-Kóreu beið í kvöld bana, eftir að
hann varð fyrir skoti úr byssu yfirmanns leyniþjónustu
landsins. Park var í kvöldverðarboði hjá Kim Jae-Kyu,
yfirmanni leyniþjónustu Suður-Kóreu, KCIA, þegar
atburðurinn varð. Að því er segir í tilkynningu frá
upplýsingamálaráðherra landsins, risu deilur í boðinu
milli Kims og eins af lífvörðum forsetans með þeim
afleiðingum að Kim dró upp byssu sína og skaut á
lífvörðinn. Ekki tókst þó betur til en svo, að skotið fór í
höfuð Parks forseta og særði hann til ólífis.