Morgunblaðið - 27.10.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.10.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979 Birgir Isl. Gunnarsson: Prófkiörin í stjórnmálalífinu einkennist þessi helgi fyrst og fremst af prófkjörum. Umfangsmest eru prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Reykjanesi, en einnig vekja athygli prófkjör Alþýðuflokksins. Fyrstur íslenzkra stjórnmálaflokka til að taka upp prófkjör var Sjálfstæð- isflokkurinn. Þá sögu má reynd- ar rekja aftur til ársins 1945, en þá hafði Sjálfstæðisflokkurinn prófkjör við val á lista flokksins til bæjarstjórnarkosninga. í Reykjavík, sem fram fóru í janúar 1946. Fyrsta prófkjörið Það prófkjör fór þannig fram, að fyrst gafst öllum flokks- bundnum Sjálfstæðismönnum kostur á að senda óbundnar tillögur um ákveðinn fjölda manna (15) til kjörnefndar. A grundvelli þeirrar niðurstöðu var gerður listi með 48 nöfnum og síðan fór fram bundin kosn- ing á milli þeirra og áttu menn að merkja við nöfn þeirra 10 manna, sem þeir vildu hafa á listanum. Þátttaka var bundin við félaga í Sjálfstæðisfélögun- um í Reykjavík. Kjörnefnd sam- þykkti síðan að fylgja undan- tekningarlaust úrslitum próf- kjörsins um val 10 efstu manna listans. Bjarni Benediktsson var þá borgarstjóri og oddviti Sjálf- stæðismanna í bæjarstjórn Reykjavíkur og hlaut hann mik- ið traust í þessu prófkjöri og skipaði efsta sæti listans. Lýðræðisleg aðferð Um þessa aðferð við val á frambjóðendum sagði Mbl. í forystugrein þ. 28. nóv. 1945: „Með þessum prófkosningum hefur Sjálfstæðisflokkurinn sýnt í verki, að hann er hinn sanni lýðræðisflokkur. Hann hefur hvatt kjósendur flokksins til ráða um val manna á framboðs- lista við bæjarstjórnarkosn- ingarnar. Þetta er algjör ný- lunda við ákvörðun framboðs- lista hér í Reykjavík. Hér fær lýðræðið notið sín til fulls. Þökk sé Sjálfstæðisflokknum fyrir víðsýni hans og frjálslyndi". Opin prófkjör Eftir þetta fóru prófkjör oft fram við val á frambjóðendum til borgarstjórnar, en var þá jafnan bundið við flokksmenn og úrslit fyrst og fremst leiðbein- andi, en ekki bindandi. Arið 1970 reið Sjálfstæðisflokkurinn á vaðið og efndi til opins prófkjörs fyrir borgarstjórnarkosningar það ár. Sú ákvörðun var vissu- lega umdeild innan flokksins. Margir töldu að hér væri allt of djarft teflt og áfram ætti að binda þátttöku við flokksbundna menn. Niðurstaðan varð hins 24 síður og Lesbók 8 síður ♦ ‘ - Sunnudagur 30. desember 1945 ísafoldarprentsmiftj* b.f Framboðslisti Sjálfstæðismanna: , þetta er listinn, sem Ifólkið sjálft hefir ákvedið „Bretar ákváðu styrjöldina þrem árum íyriríram" Erfðaskrá Hillers fundin. Frsgur flotaforingi þessu framboði verð- ur fylgt fram til sigurs Uondon í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgbl frá Reuter. jBANDARÍKJAHERSVEIT ein hefir fundifi erfðaskra Hitlers I ýms mefifylgjandi skjöl i fylgsni cinu vifi Ticgervatn í Sufiur- |yern. Erffiaskráin er i tvennu lagi, persónuleg og poht.sk. Ilgiskjöl eru vígsluvottorð Hitlers og Evu Braun og brjef |tlers til Dönitz flotaforingja. kOll skjölin eru dagsett 29. april 1945 ________ |retum afi kenna“. _í pólitísku erfðaskránni seg-1 I Hitler þafi svörtustu lygi. að ■ófiverjar hafi átt upptökin 1 heimsstyrjöldinni. — Til ■imsstyrjaldarinnar hafi kom- Ifycir tilstilli Breta. — Þrem \im áður cn styrjöldin hófst Ifðu ráðandi menn i Bretlanjii |áðið að hefja styrjöld við þðverja. A8 því marki hefðu _ir ee róið síðan og ekkert hægt Ljer við sáttaumleitanir Þjóð- Francosljórnin kvarfar yfir andróðri Madrid i Ljefið til Dönitz. K brjefinu til Dönitz gerði Itler ráðstafanir til þess að ný ■órn yrði mynduð í Þýska- I>di til þess að halda styrjöld- ,i áfram. Dönitz átti að vera seti hennar, en Göring ríkia ■nslari. lára drengur. Bdeð skjölunum eru þrjár Bndir Tvær þeirra eru af Evu Taun, en ein af dreng, á að Tka 12 ára gömlum. Eru hern Jryfirvöld Bandamanna að Ita fyrir sjer, hver drengur ^si geti verið. tmislegt þykir einkennilegt I skjöl þessi, en ekki hafa Lur atriði en þau, sem að n greinir, enn verið birt. SPÁNSKA stjórnin hefir birt yfirlýsingu. þar sem hún kvart ai mjóg yfir ásökunum og and úð. sem að henni streymi frá „róttækum ofstækismönnum" i mörgum löndum. Segir stjórn in ásakanir þcssar alveg áslseðu lausar og i hæsta máta órjett-1 »tar. — Segir og í yfirlýs- ingu stjórnarinnar. að hún muni alls ekki þola það. að ónn ur riki reyni nokkuð til ihlut- unar um innanrikjsmálefni Spánar. — Reutcr. Byrnes kominn CHESTER NIMITZ flotaforingi Bandaríkjamanna á Kyrrahafi hcfir orðið átrúnaðargoð þjóð- sinnar fyrlr frækUega frammistöðu í styrjöldinni. — Þessi mynd var tckin af flota- foringjanuni, er hann var að á- arpa fund uppgjafahermanna i Chicago fyrir skömmu. heim greglan í Bata- Washington i gærkvöld BYRNES. utanrikisráðherra Bandarikjanna. kom í dag til Washington frá ráðstefnu utan 'rikisráðherranna i Moskva. Hafði flugvjel hans seinkað all Imikið vegna óveðurs. Var ráð- herrann þreyttur eftir ferðina. I en þó ljettur i lund og ánægð- ur með ferðina. — Hann mun á morgun flytja ræðu. sem út- varpað verður um öll Banda- rikin Mun hann ræða utanrík- isráðherrafundinn og árangur hans. — Reuter Attlee skýrl frá ulanríkisráðherra- fundinum London i gærkvöldi BEVIN, utanrikisráðherra Bretlands. hefir gengið á fund Attlec forsætisráðherra og skýrt honum frá ráðstefnu ut- anrikisráðherra þriveldanna l Moskva. Attlee mun hafa þótt árangurinn allgóður. — Á ráð- herrafundi á mánudag mun Bevin segja nánar frá fundin um. — Bevin hefir nú um langt FRAMBOÐSLISTI SJÁLFSTÆÐISMANNA vifi bæjj arstjórnarkosningarnar í Reykjavík var samþyktur i gœr| á fundi íulltrúaráðs Sjálfstæíiisfjelaganna. , Tillögur kjórnefndar um framboð.S voru samþyktar I cinum rómi. en kjörnelndin fylgdi undanteknmg,rl.ust ^ úrslitum prófkosninganna, sem fram hafa fanð^hjer bænum meíal almenníngs um val manna a framboðs- Lstann. Listinn er þannig skipaðui: 1. Bjarni Bencdiktsson. borgarstjóri. Eiriksgotu 19 2. Guðmundur Ásbjörnsson. útgerðarmaður. Fjölmsvegi 3 Frú Auður Auðuns. cand. jur.. Reymmel 32 4. Sigurðu. Sigurðsson. bcrklayfirlæknir. Skcgg,agotu 2 5 Gunnai Thoroddsen. prófessor. Frikirkjuvegi 3 6. Hallgrimur Bened.ktsson. stórkaupmaður. Fjolugotu 7 Friðrik Ólafsson. skólastjóri. Sjómannaskolanum. 8 Jóhann Hafstein. framkvæmdastjóri Sjálfstæðisfl.. Smár. 9 Eyjólfur Jóhannsson. framkvæmdastjóri. Oð.nsgotu 5 ,0. Gisli Halldórsson. vjelaverkíræðingur. Flokagotu 6 11 Frú Guðrún Jónasson, kaupkona. Amtmannssttg 5 !2. Sveinbjörn Hannesson. verkamaður. Ásvallagotu 65 ; 3 Guðm Helgi Guðmundsson, húsgagnasmíðam. Bræðr. l » ;4 Einar Erlendsson. húsameistari. Skólastræti 5 B 15. Þorstefnn Árnason. vjelstjori. Túngötu 43 16. Hafsteinn Bergþórsson. útgerðarmaður. Marargotu 6 17. Einar Ólafsson. bóndi. Lækjarhvammi ,8. Ludvig Hjálmtýsson. frarr.kvæmdastjóri. Hátun 37 19 Hákon Þorkelsson. verkamaður, GrettisgótirSl A 20 Guðjón Einarsson. bókari, Kjartansgötu 2 21. Jónas B. Jónsson. fræðslufullt.úi, Hringbraut 137. 22. Frú Soffia M Ólafsdóttir. Skólavörðustig 19 23. Guðmundur H. Guðmundsson, sjómaður, Asvallagotu 65 24. Einar B. Guðmundsson, hrm., Hringbraut 201 25 Kristján Þorgrimsson, bifreiðarstjóri, Kirkjuteigi 11 26. Ásgeir Þorsteinsson. verkfræðingur, Fjölnisvegi 12 27. Erlendur Ó. Pjetursson, forstjóri, Viðimel 38 28. Vilhjalmur Þ. Gíslason. skólastjóri, Verslunarskólanum 29. Matthías Einarsson, læknir, SólvallagÖtu 30 30. Ólafur Thors. forsætUráðherra, Garðastræti 41 Þing sameinuðu þjóðanna hefsl 10. janúar Eyjólfur Jóhannsson, for- maður kjörnefndsrinnar. gerði grein fyrir störfum nefndar- innar og tiilögum un\ fram- boðið. Eftir tvennar prófkosn- ingar meðal þúsunda kjósenda Þessi mynd sýnir forsiðu Morgunblaðsins 30. desember 1945, en þá var birtur framboðslisti Sjálfstæðisflokksins íyrir bæjarstjórnarkosningar, sem fram fóru í janúar 1946. Þetta var fyrsti framboðslisti, sem ákveðinn var með prófkjöri. vegar sú, að opna þátttöku fyrir öllum stuðningsmönnum flokks- ins og kom fljótt í ljós, að hér var um mjög vinsæla aðferð að ræða, sem sýndi að Sjálfstæðis- flokkurinn fór enn í fararbroddi um lýðræðislega stjórnarhætti. Slík opin prófkjör hafa síðan ávallt verið haldin við undirbún- ing borgarstjórnarkosninga og oftast við undirbúning Alþing- iskosninga í Reykjavík. Þátttaka hefur ailtaf verið mjög mikil eða sem hér segir: 1970 Borgarstjórn 6812 1971 Alþingi 9271 1974 Borgarstjórn 8405 1978 Borgarstjórn 10762 1978 Alþingi 9877 Gagnrýni á prófkjörin Eftir kosningaósigur Sjálf- stæðisflokksins 1978 var mikið rætt innan flokksins um orsakir ósigursins. Margir þættir í skipulagi flokksins komu þá til umræðu þ.á m. prófkjörin. Töldu ýmsir að þau væru flokknum sízt til framdráttar, þau sköpuðu óeiningu og tortryggni manna á milli auk þess, sem engin trygg- ing væri fyrir því, að niðurstöður prófkjara gæfu beztan árangur. Þá var og á það bent, að margir kjósendur tækju þátt í prófkjör- um hjá fleiri en einum flokki og væri það óeðlilegt. Lýðræðis- legasta aðferðin Niðurstaða allra þessara um- ræðna varð samt sú, að halda bæri prófkjörum áfram, þar sem unnt væri að koma þeim við. Þrátt fyrir galla, þá væru prófkjörin með fjöldaþátttöku stuðningsmanna flokksins lýð- ræðislegasta aðferðin til að velja frambjóðendur. Engin önnur að- ferð væri líklegri til að fá fram betri eða óumdeildari niður- stöðu. Þetta frumkvæði Sjálfstæðis- flokksins hefur orðið til þess, að aðrir flokkar hafa fylgt í fót- sporið. Alþýðuflokkurinn hefur stigið skrefið til fulls. Fram- sóknarflokkurinn gerði það með hangandi hendi 1978, en ekki nú. Alþýðubandalagið hefur hins- vegar í þessu efni eins og öðrum kosið að hafa gamla lagið á hlutunum, en það er þeirra mál. Um þessa helgi efnir Sjálf- stæðisflokkurinn til prófkjörs í Reykjavík og Reykjanesi. Eg vil hvetja sem flesta stuðnings- menn flokksins til að taka þátt í þessum prófkjörum og nota þar með rétt sinn til að velja fram- bjóðendur flokksins fyrir þær Alþingiskosningar, sem í hönd fara. Erna Ragnarsdóttir innanhússarkitekt: Sækjum fram, friáíslyndir Eftir skipbrot vinstri stjórnar sem breytti verðbólgu í óðaverðbólgu tók við ríkisstjórn Geirs Hallgrímsson- ar. Hvað sem segja má um þá stjórn tókst henni að halda fullri atvinnu og ná jafnframt verðbólgunni niður í 35% þrátt fyrir hatramma andstöðu verkalýðsarms Alþýðubandalagsins. Fráfarandi vinstri stjórn hefur enn vogað sér að skilja eftir þrotabú með 50— 60%. óðaverðbólgu þrátt fyrir sívaxandi kjaraskerðingu, skattpíningu, stórfelldar hækkanir á lífsnauðsynjum og niðurskurð á samneyslu á sviði félags- og menn- ingarmála. Þannig hefur flokkur þeirra, sem börðust harðast fyrir samningum í gildi, svikið alla þá sem að þessari ríkisstjórn stóðu. Að sigurlaunum fá nú stórir hópar launafólks hvítan miða skattheimtunnar frá Alþýðu- bandalagsráðherrum sem ekki eru lengur „í gildi". Bylgja frjálslyndis Sú bylgja frjálslyndis sem nú gengur yfir Vesturlönd er ekki aðeins mótvægi við „vinstri sveiflu" síðasta áratugar. Hún er enn eiit merki þess að sósíalisminn er hvar- vetna í dauðateygjunum. Alls staðar þar sem sósíalistar hafa farið með völd blasir nú við hrun, harðstjórn og andlýðræðislegt stjórnarfar. Marxisminn hefur aldrei verið annað en róttæk gagnrýni á kapítal- isma 19. aldar sem hvergi er enn við lýði á Vesturlöndum. Marx benti ekki á neitt raunhæft í staðinn annað en loðnar lýsingar á fyrir- komulaginu f hinu fyHrheitna landi. Og eftir áratuga reynslu í sósíalista- ríkjunum hefur ekki heldur tekist að finna neitt raunhæft í staðinn. En á meðan sósíalisminn hefur staðnað og víða breyst í fasisma hefur kapítalisminn þróast í blandað hagkerfi. I stað stöðnunar austan- tjalds hefur orðið markviss upp- bygging og þróun á vesturlöndum. Aðalvandamál vesturlandabúa eru of mikil þensla, ofneysla og óhóf. Og þótt enginn telji að lýðræði sé þar enn nægilegt er þó ólíku saman að jafna þar sem eru sósíalistaríkin og vesturlönd. Staðreyndin er sú að við getum ekkert byggt á sósíalistum og marx- istum. Það verk sem nú þarf að Erna Ragnarsdóttir. vinna verða frjálslyndir og þjóðholl- ir íslendingar hvar í flokki sem þeir standa að vinna án þeirra liðsinnis. En þrátt fyrir ófarir sósíalista megum við ekki ofmetnast. Við erum ekkert betri þótt þeim hafi nú endanlega mistekist. Hverjir eiga að stjórna Efnahagslegt sjálfstæði þjóðar- innar hangir á bláþræði. Spurningin sem allir spyrja er hvort Guðmund- ur J. og félagar hans í verkalýðsarmi Alþýðubandalagsins eigi að stjórna þessu landi eða lýðræðislega kjörnir fulltrúar fólksins á Alþingi. ísland er nú að verða láglauna- svæði í augum umheimsins, enda er það eðlileg afleiðing þeirra óðaverð- bólgu sem hér hefur geisað. Tíminn, peningarnir og átakið fer allt í að bjarga sér frá degi til dags. Við höfum siglt frá einni bráðabirgða- ráðstöfun til annarrar. Til þess að komast úr því feni sem við sitjum nú í verða allir að herða beltisólarnar. Ríkisstjórnin verður að ganga þar á undan með góðu fordæmi. Veita þarf ríkinu aðhald á öllum sviðum og koma í veg fyrir meiri óarðbærar fjárfestingar Sem hafa lamað efnahagslíf okkar. Við verðum að byggja upp raun- hæf atvinnutækifæri fyrir þann fjölda íslendinga sem kemur á vinnumarkaðinn á næstu árum og tryggja hinum vinnandi manni lífs- kjör sem eru sambærileg við það besta sem gerist hjá nágrannalönd- unum. Það getum við aðeins gert með því að gera efnahagskerfið sveigjanlegra og draga úr ríkisaf- skiptum. Nú reynir á að valda því verkefni sem framtíðin leggur okkur á herð- ar, stétt með stétt, — en til þess þurfum við samhenta, framsýna og menningarlega stjórn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.