Morgunblaðið - 27.10.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.10.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979 27 dar. Áskilið var, að slík breyting á verðflokkun gæti tekið gildi frá og með 1. nóvember 1979, enda fæli hún ekki í sér verðbreyt- ingu, þegar á heildina er litið, miðað við ársafla. Á vegum Verðlagsráðsins hefur verið unnið að undir- búningi þessarar breyt- ingar frájiví um síðastliðin áramót. Á fundi sínum 25. október 1979 ákvað Verð- lagsráðið að taka upp nýtt verðlagningarkerfi fyrir þorsk og ýsu frá og með 1. nóvember 1979 í samræmi við þennan fyrirvara. Frá og með 1. nóvember, 1979 verður því verð á þorski og ýsu ákveðið eftir þyngd í stað lengdar. Fjökli ungmenna nýtir frí- tima sinn ekki gagnlega ÞEGAR fiskverð var ákveðið fyrir tímabilið 1. október til 31. desember 1979, var sá fyrirvari gerð- ur, að Verðlagsráð sjávar- útvegsins gæti ákveðið að taka upp aðra stærðar- flokkun en gilt hefur, þann- ig að fiskur væri verðlagð- ur eftir þyngd í stað leng- Kumar P. Gera ásamt forsvarsmönnum JC á íslandi. Á myndinni eru (f.v.) Bergþór Úlfarsson, fráfarandi landsforseti JC, Kumar P. Gera, Haukur Gíslason, landsforseti JC, og Magnús Gunnarsson, sem sér um erlend samskipti JC. Ljósm. Mbl. Kristján. Verð á þorski og ýsu framvegis ákveðið eft- ir þyngd í stað lengdar Kumar P. Gera ásamt konu sinni og börnum. Eiginkonan heitir Nalini, en börnin (f.v.) Rohit, Rohena og Nikhil. — segir Kumar P. Gera, heims- forseti JCI, sem vill fá ungmennin í sínar raðir Fyrir nokkrum dögum var staddur hér á landi heimsforseti Junior Cham- ber, Indverjinn Kumar P. Gera. Hafði hann hér tæpra tveggja sólarhringa viðdvöl og átti mjög annríkt, en hann gaf sér þó tíma til að spjalla við Mbl. Var Kumar P. Gera fyrst að því spurður hvert væri hlutverk JCI, hvar og hven- ær samtökin hefðu verið stofnuð og hversu útbreidd þau væru. Fara svör hans hér á eftir: JCI eru samtök ungs fólks á aldrinum 18—40 ára. Samtökin eru opin öllum án tillits til þjóðernis, stéttar, kynþáttar eða trúar. Samtökin voru stofnuð í St; Louis í Missouri-fylki í Bandaríkj- unum árið 1915, en árið 1944 urðu þau alþjóðleg. í dag eru um 600.000 manns í JC-félögum í 84 löndum og eykst fjöldi félaga stöðugt. Við gerum okkur vonir um að JC-félagar verði orðnir milli 5—6 milljónir að tveimur áratugum liðnum. Höfuðstöðvar JCI eru í Florida í Bandaríkjunum og þar starfa um 30 manns í fullu starfi. Tilgangur og takmark samtak- anna er að vinna að málum sem geta orðið mannkyninu til far- sældar. JC-félögin eru ekki góð- gerðafélög í sjálfu sér, þau reyna að láta gott af sér leiða og hjálpa öðrum til framkvæmda. Hafa JC-félög mikið starfað að málefn- um barna, einkum á þessu ári, ári barnsins. Megin markmið JCI er þó að stuðla að þroska einstaklingsins. Það er álit okkar, að í hverjum einstaklingi felist ákveðnir eigin- leikar. Fá þessir eiginleikar ekki notið sín nema viðkomandi séu gefin tækifæri til þess að þroska þessa hæfileika. í þeim tilgangi halda JC-félögin námskeið í ræðu- mennsku, fundarsköpun, skipu- lagningu o.s.frv. Má í þessu sam- bandi bera einstaklinginn saman við óslípaðan gimstein. Óslípaður gimsteinn er ekki mikils virði miðað við slípaöan gimstein. Miðast starf JCI við að gera einstaklinginn hæfari til að starfa í þjóðfélaginu, vekja hann til umhugsunar og gera hann að ábyrgðarfullum þjóðfélagsþegn. Einnig miðast starf JCI við að efla gagnkvæman skilning og vel vilja milli ólíkra þjóða. JCI eru þó ekki pólitísk samtök. Þá er hér um að ræða hreyfingu sjálfboðaliða, hreyfingu sem ekki er rekin í ágóðaskyni. „Starf einstakra félagsdeilda hefur venjulega miðast við eitt- hvað sem brýnt hefur verið að gera eða að vekja athygli á félagssvæði viðkomandi félags. í tilefni barnaárs Sameinuðu þjóð- anna hefur starfið á þessu ári þó fyrst og fremst miðast við börn og málefni þeirra. Takmarkið á þessu ári var að starfið næði til um einnar milljónar barna, en að því er næst verður komist sýnist mér að starf JCI á þessu ári muni ná til um þriggja milljóna barna. Ekki hefur verið unnið á sama hátt í hinum ýmsu löndum, þar sem aðstæður og þarfir eru mis- munandi. í þriðja heiminum hrjáir vannæring börn auk þess sem heilbrigðis- og menntamálum er þar mjög ábótavant. í hinum vestræna heimi er ofneyzla vímu- gjafa hins vegar helzti bölvaldur- inn. Af þessum sökum hefur starfið t.d. í Indlandi, heimalandi mínu, miðast við að sjá börnum í þorp- um þar sem læknishjálp er lítil fyrir bólusetningu, en um er að ræða kvartmilljón barna. Þar hafa einnig verið reistir skólar fyrir blind börn, og mikið starf verið unnið að því að kenna blindum börnum á hljóðfæri svo að börnin geti haft í sig og á af hljóðfæraleik. I þróuðum ríkjum hefur starfið hins vegar miðast við að hvetja foreldra til að verja meiri tíma með börnum sínum en raun ber vitni um. Vanræki foreldrar börn sín leiðir það til óöryggiskenndar hjá börnunum, en sökum afskipta- leysi" hafa fleiri og fleiri orðið vímu pöfum að bráð og leiðst út í afbrot. Þá má nefna að í Banda- ríkjunum miðast starf JC-samtak- anna þar á þessu ári einkum við aðstoð við fólk sem á við vöðva- rýrnun að etja. Verkefnin eru fjölb"eytt, en stefnan hefur verið að vinna að einhverju sem gæti orðið til gagns.“ Kumar P. Gera sagði að upp- 1 haflega hefðu samtökin verið stofnuð af nokkrum ungmennum sem ekkert hefðu haft við að vera, en vildu ólm láta eitthvað gott af sér leiða. Sagði hann að fjöldinn allur af ungmennum í dag nýtti ekki frítíma sinn til gagns. Væri það takmark JCI að fá þessi ungmenni í sínar raðir. Með inn- göngu í JC-félag fengju þessi ungmenni öll tækifæri til aukins þroska er yrði þeim sjálfum og þjóðfélaginu til góða. Á íslandi eru 27 JC-félög og innan þeirra um 1.200 félagsmenn. Var Kumar P. Gera viðstaddur stofnun nýs félags í Árbæjar- hverfi á þriðjudagskvöld. Kumar P. Gera sem er 33 ára, var kosinn forseti JCI fyrir -árið 1979 á ársþingi JCI á Filipseyjum í fyrrahaust. Aðeins gegna menn einu sinni sama embætti innan JC-samtakanna og aðeins í eitt ár. Verður nýr eftirmaður hans kos- inn á ársþingi JCI í Gautaborg í nóvember nk. Áður hefur Gera gegnt embætti varaforseta og gjaldkera heimssamtaka JC. Hann gerðist meðlimur í JC-félagi í heimahéraði sinu á Indlandi 1967 og varð m.a. forseti þess félags. Varð hann landsforseti JC á Ind- landi 1975. Kumar P. Gera er verkfræðingur að mennt og á húsgagnaverksmiðju í heimaborg sinni, Poona. Hann er kvx.itur og þriggja barna faðir. Tjáði hann blm. að vegna starfs síns sem heimsforseti JCI yrði hann ekki í faðmi fjölskyldunnar nema í 10— 12 vikur á þessu ári. Breytingin er við það miðuð, að meðalverð þessara tegunda hald- ist óbreytt, þegar litið er á ársafl- ann. í stað þess að taka sýnishorn úr afla og flokka eftir lengd skal nú fundin með sýnatöku meðalþyngd fisks í farmi fyrir hvora tegund fyrir sig; og ræðst verðmæti farmsins af þessari meðalþyngd og gæðaflokkun. Framleiðslueft- irlit sjávarafurða mun annast þessa sýnatöku og útreikning á meðalþyngd. Hæsta verð pr. kg af þorski miðað við slægðan fisk næst, þegar meðalþyngd þorsks í farmi er 4 kg eða meiri, þ.e. 25 eða færri fiskar eru í hverjum 100 kg. Hæsta verð pr. kg af ýsu næst, þegar meðalþyngd ýsu i farmi er 2 kg eða meiri miðað við slægðan fisk, þ.e. 50 eða færri fiskar eru í hverjum 100 kg. Verðið fer síðan lækkandi með lækkandi meðal- þyngd, þannig að frá hæsta verði dregst ákveðin auratala fyrir hvern fisk, sem þarf umfram 25 í 100 kg af þorski, en umfram 50 í 100 kg af ýsu. Prófkjör sjálfstæðismanna NEYTENDUR ER HAGSMUNA OKKAR GÆTT? Viö höfum þörf fyrir menn meö þekkingu og áhuga á neytendamálum á Alþingi. Viö tökum þátt í prófkjöri Sjálfstæöisflokksins og kjósum Jónas Bjarnason í 7. sæti. AUGLYSING Stuöningsmenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.